Þjóðviljinn - 16.04.1939, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.04.1939, Blaðsíða 4
I\íy/aí5io sg Hróí hdffur! Hrífandi fögur, spennandi og skemmtileg stórmynd frá WARNER BROS. Aðalhlutverkið, Hróa hott, leikur hinn karlmannlegi og djarfi ERROL FLYNN. Öll myndin er tekin í eðlileg- nm litwaa. Allra síðasta sinn. Or'borglnn! Næturlæknir: I nótt Karl S. Jónasson, Sóleyjargötu 13, sími 3925; aðra nótt Halldór Stefáns- son, Ránargötu 12, sími 2234; helgidagslæknir Alfreð Gíslason Brávallagötu 22, sími 3894. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Útvarpið í dag: 9.45 Morguntónleikar (plötur): a) Sónata í h-moll, eftir Chop- in. b) Sónata í b-moll, eftir Liszt. 10.40 Veðurfregnir. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (séra Friðrik Hallgrímsson). 15.30 Miðdegistónleikar: a) Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur. b) (16.00) Hljómplötur: Ýms lög. ’ 17.20 Skákfræðsla Skáksam- bandsins. 17.40 Útvarp til útlanda (24.52m) 18.30 Bamatími: Sögur (séra Friðrik Hallgrímsson). 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Sönglög (Car- uso). 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Útvarpskvöld Bamavinafé- lagsins „Sumargjöf”: Ávörp, ræður og söngur. 21.45 Danslög. (22.00 Fréttaágrip). 22.15 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.15 Islenzkukennsla. 18.45 Þýzkukennsla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfréttir. 19.35 Skíðamínútur. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Um daginn og veginn. 20.35 Einsöngur (séra Garðar Þorsteinsson). 21.00 Húsmæðratími: Flugur (frú Sigríður Eiríksdóttir). 21.20 Útvarpshljómsveitin leikur alþýðulög. 22.00 Fréttaágrip. Hljómplötur: Létt lög. 22.15 Dagskrárlok. Bazar sá, sem konur í Sósíal- istafélagi Reykjavíkur ætlar að halda til ágóða fyrir starfsemi fé- lagsins verður opnaður kl. 3 í dag í Hafnarstræti 21 uppi. Munum má skila í Hafnarstræti 21 í dag kl. 10—12 f. h. Kaffi fæst keypt á staðnum. ^ Frá höfninni: Belgaum kom af veiðum í gær með 90 föt og Arin- björa hersir með 80 föt. Hekla kom frá útlöndum í gærmorgun. þlÓÐVIUINN Vörubílastöðin Þróttur heldur almennan félagsfund fyrir með- limi stöðvarinnar í dag kl. 2 e. h. í Varðarhúsinu. Félagar eru beðn- ir að mæta stundvíslega. Ármenningar, bæði piltar og stúlkur em beðin að mæta í sjálf- boðavinnu við byggingu róðrar- húss í Nauthólsvík og lagfæringu umhverfis þess í dag kl. 8,30 ár- degis. Verkfæri verða á staðnum. Fjölmennið. Ný bók frá Máli og menningu er væntanleg á morgun. Það er bókin Austanvindur og vestan eftir amerísku skáldkonuna Pearl S. Buck, sem fékk Nobelsverðlaun á síðastliðnu ári. Með því að vera félagi í Máli og menningu fá menn þessa sögu ásamt 4 bókum öðrum fyrir aðeins 10 krónur. 1 lausasölu kostar hún sex krónur óbundin og 8 krónur í bandi. Skipafréttir: Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn í gær, Goðafoss er í Hull, Brúarfoss var á Isafirði í gærkvöldi, Dettifoss var á Pat- reksfirði í gær, Lagarfoss kom til Djúpavogs frá útlöndum í fyrra- dag, Selfoss er í Reykjavík, Dronn ing Alexandrine var væntanleg frá Akureyri snemma í morgun. Barnadagsblaðið er fullprentað að þessu sinni og verður selt á götunum á mánudaginn frá kl. 9 árdegis. Hefst það á dagskrá bamadagsins, eins og hann er fyr- irhugaður að þessu sinni á sum- ardaginn fyrsta. Er dagskráin með svipuðu sniði og að undan- fömu. Þá er og í blaðinu ávarp frá formanni Sumargjafar og grein um „Fullveldi og uppeldi” eftir Jakob Kristinsson fræðslu- málastjóra, auk nokkurra annarra greina, þar á meðal tveggja eftir ísak Jónsson um starfsemi Sum- argjafar”. I Víðsjánni um Efnisheiminn, sem birtist í blaðinu í gær höfðu línur ruglazt á tveimur stöðum. Átti fyrri málsgreinin . að vera svo: „En örlög lýðræðisins og menn- ingarinnar í heild geta oltið á því, að fólkið velji hinn þrönga veg skynseminnar, að það hugsi fyrir sig sjálft og hætti að vera hin léttu laufblöð, er berast fyrir hverjum andblæ nýrra spámanna” Og hin síðari: „Lesandinn furðar sig á, hve mikið höfundur hefur komizt yfir í jafn þröngu rúmi, svo að jafnvel allra nýjustu niðurstöður þeirra fræðigreina koma með og þó eink- um hve vel honum hefur tekizt að setja hugsun sína fram á ís- lenzku”. Revyan Fornar dyggðir verður sýnd í kvöld kl. 8 í Iðnó. Karlakór verkamanna. Munið æfínguna í dag kl. 2. Orðheppnir auglýsendurl I útvarpinu í gærkvöld byrjaði Skjaldborgin auglýsingu um skemmtun í Alþýðuhúsinu á þessa leið: .....gleði er í höll, glymja hlátrasköll” Framhaldið kunna allir: „Trúðar og leikarar leika þar rnn völl og lítt er af setningi slegið”. Maður líffu þér nær Framhald af 1. síðu. gi'óðavonir heildsalaklíkunnar orðið þyngri á metunum en hagur iðnaðarins. Eða er þa3 kannske af umhyggju fyrir smjörlíkisiðnaðinum að hann er skyldaður til að kaupa GRÆN- MYGLAÐ smjör fyrir oktu-- verð og blanda í smjörlikið? Ég held varla, en svona mætti lengi telja. En þrátt fyrir þesfs- ar staðreyndir er Jónais svo blygðunarlaus að tala fyr'st og fremst um laun þeirra, sem vinna við iðnaðinn. Nei, ,laun iðnaðarfólksins út af fyrir sig verða aldrei til þess að leggja iðnaðinn í rústir. En fyrst Jónas sér enga bjargar- von í neinu, nema niðurskurði launa, væri rétt fyrir hann að byrja á því að skera niður við eitthvað af þeim bitlingaljýð, sem hann hefur safnað utan um sig hingað og þangað af landinu, og lifa nú hér í feit- um embættum við lítil störf. ’En meðan hann og flokkur hans ekki stendur upp úr beina- og bitlingahrúgunni, ætti lrann ekki að tala um sparnað. Björn Bjamason. Sós alisffclag Rcybjavíbur. 5. deifd heldur fund annað kvöld, mánukiag, í Hafnarstræti 21, kl. 8,30. DAGSKRÁ: 1. Einar Olgeirssion talar um þ jóðstjórnina. 2. Upplestur. 3. .Önnur mál. STJÓRNIN. Sósialísfafélag Reyfejavíkur. Fundur í 3. deíld verður haldinn annað kvöld í Gúttó, uppi, kl. 8,30. DAGMSKRÁ: 1. Félagsmál. 2. Fagsambandstnálið: Porsteinn Péturss;on. 3. Skyldur flokksfélaga: Dýrleif Ámadóttir. Félagar eru beðnir að fjölmexma og mæta stundvíslega. DEILDARSTJÓRNIN jL Gamla rb'io % Þegar tífíd er ícíkur (Mad abuut Music) Bráðskemmtileg og hríf- andi amerísk söngvakvik- mynd. Aðalhlutverk leikur hin yndislega 16 ára söng- stjarna, Deanna Durbin er allir muna úr söng- tnvndinni, „100 menn og ein stúlka”. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Barnasýning kl. 5. Alþýðusýning kl. 7. Ísíandskviktnyndín Sýnd kl. 4 (lækkað verð). Hegníngarlagafrv. Framh. af 3. síðu bannað að færa sönnur á mál sitt! — Og þegar Brynj. Bjarna son gerir tilraun til að lagfæra þetta þá er það fellt með at- kvæðum þingmanna úr öllum „ábyrgu fiokkunum“. Hvernig lýst mönnutn áslíka löggjöf og slíka flokka! Mörg fleiri firn eru í fru^- varpinu og verður þeirra nánar getið hér í blaðinu. 5. deild Sósíalistafélags Reykja- vikur heldur fund annað kvöld (mánudag) í Hafnarstræti 21 kl. 8l/o. Áríðandi að félagar mæti. Mikki IAús lendir í æfint\Tum. Saga í myndum fyrír börnín. 105. — Farðu ineð þetta allt til krakkanna á barnaheimilinu. Ég borga bílinn með 100 kr. — Má ég biðja yður herra Mikki að brosa svolítið og horfá upp í lioftið. Ágætt. — Þetta var undarlegur myndasmiður. Því ætli ég hafi átt að horfa upp í loftið? — Hann er' einkemúlega lík ur Músíusi kóngi. Bara að myndirnar verði nú góðar, þá verður gatnan að lifa. hans Kirk: Sjómcnn 67 hún við þig? spurði Tea. O, hún á til að slökkva upp á nef sér, sagði Tabila. En það gerir ekki neitt, hún er búin að gleyma því eftir tíu mínútur. Og Mogen- sen, kemst hann vel af i bænum? spurði Jens. Ta- bíla sagði, að það gengi nú ekki eins vel með Mogen- sen. Hann draklt dálítið og var oft á krám. En það var ekkert illt til í lxonum. Hann bara þvaðraði og gortaði af því, hve miklu hann kæmi í verk, þólt það væri konan, sem sæi fyrir öllu. Á nýársdag voru Jens og Tea í kirkju, og undir sálmasöngnum svipaðist Tea um í laumi. A einum af öftustu bekkjunum kom hún auga á Kjeld og Þóru. Hún kipptisl við: faðir Þóru var með. Hún hnippti í Jens og livíslaði: Mogens Koldkjær er kom- inn. Seinni part dagsins skrapp Tea lil Kjelds, og hitti Þóru eina í eldhúsinu. Er hann kominn, spurði hún másandi. Já, brosti Þóra. Nú hefur hann loksins lát- ið undan, og það er i ráði, að við flytjum heim nu strax. En blessuð gerðu svo vel að koma inn. Tea skoraðist undan, en Þóra tók bara í handlegginn a henni og dró hana inn. Mogens sat á legubekknum rnilli barnanna, og það var svo að sjá, að Kjeld og liann væru nú mestu mátar. Nú, það er hún, sagði Mogens, við erum kunn- ingjar, komdu sæl. Þú ert systir Kjelds. Já, svaraði Tea. Þú ert kominn í jólaheimsókn. Það er víst, sagði bóndinn. Og það er ekki því að lcyna, að ég er kominn til að sækja þessa bjálfa heim aftur. Einmilt það, sagði Tea og varð bljúg í málrómnum. Mogens féll ekki tónninn og sendi henni illt auga. Já, el' mér leyfist svo, þá hefði ég löngun lil að segja ,að kvenfólk er það versta lielvítis slcran, sem ég þekki. En hvað ertu að segja, maður? sagði Tea skelfd. Það, sem ég segi, það skal ég slanda við, sagði Mogens Koldkjær og hnyklaði brýrnar. Allt kven- fólk er mesta bölvað skran. Eg get ekki haldið þeim frá rúminu mínu. En hverskonar kvenfólk er það, spurði Tea hneyksluð. Það eru þéssar ráðskonur sagði MogeUs. Það hcf- ur legið við, að þeim hafi tekizt að hrekja mig út úr húsinu. Fyrst hafði ég eina, hún var löng og horuð eins og beinagrind. Til að byrja með reyndi hún að koma sér i mjúkinn hjá mér, en ég lét sem ég tæki ekki eftir því og gaf henni ekkert undir fótinn. Svo var það eitt kvöld, þegar ég ætlaði að fara að hátta, þá var hún skriðin i mitt ból. Annað eins hef ég nú aldrei heyrt, sagði Tea. Að nokkur skuli geta fengið sig til þess arna. Eg sagði bara við hana: Þú skalt ekki hafa neinar áhyggjur af mér, ég get vel haldið á mér liita ein- samall. Og svo bað ég hana að hypja sig hið allra fyrsta. Sú næsta sem ég fékk, var reyndar stór og glæsilegur kvenmaður, spikfeit og dugleg til allrar vinnu. Svn ef sá tími hefði eklci verið liðinn, þá hefði það nú vel getað endað illa. Eg var nú ánægður með hana. — En eitt kvöldið finn ég hana líka i mínu rúmi. Eg rak liana burtu, en ég hugsaði sem svo: illt er að eiga við Kjeld, en kvenfólkið er samt sem áður verra. Það getur ekki haft nokkurn hemif á sér, þegar þær eiga að vera einar með karlmanni, hvað gamall sem hann er. Börnin ættu nú helzt ekki að lieyra- þetla, sagði Tea lágt. Því ekki það, þau hafa gott af því að vera vöruð \ ið í tíma, svaraði Mogens. Geturðu munað það Kristín litla, að láta ekki snúa á þig, því þá fer illa — og forðast þú kvenfólkið eins og heitan eldinn. Maður hangir fastur eins og flugur í sírópi. Það er ekki óþokkalegur lærdómur að larna, sagði Tea. Það er nú skvnsamlegur lærdómur, sagði bónd- inn og klappaði á kollinn á börnunum. Látið nú sjá að hann tolli í ykkur, svo ykkur gangi vel í heim- inum. Teu langaði til að segja, að Mogens hefði heldur átt að gefa Þóru ráð, meðan tími var til. En það væri nú liklega of gróft. Þá á Kjeld kannske að standa fyrir búinu, spurði hún. Sá gamli fékk á sig svip eins og hann vslgdi súr- an bita. Þú ert líklega af því tæinu, sem vill vit, hvar íjandinn bryddir skóna sína, sagði hann hryrssings- lega .En ég skal ekki vera myrkur i máli. Sjáðu til, þegar Kjeld ætlaði að þvinga mig, stóð ég á móti, af þvi að kröfur hans náðu engri átt. En það skal enginn gela sagt, að ég sé þrár, og þessvegna hef

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.