Þjóðviljinn - 28.04.1939, Blaðsíða 3
ÞJÖÐVILJINN
Föstudaginn 28. apríl 1939. 1
IHannúð bönnnð ú íslandl
Hermann Jónasson meinar íslenzkn iólki að forða
mnnaðarlansnm gyðingabörnnm nndan ofsóknar-
Enn á ný hefur Hermann
Jónasson sýnt hvern mann
hann hefur að geyma, hversu
djúpt drengskapur hans ristir,
hve mannúð hans er mikil, hver
skilningur hans er á því trún-
aðarstarfi, sem honum var upp-
haflega falið af frjálslyndum
flokkum, en sem hann nú hef-
ur vegna bandalagsins við aft-
urhaldsklíkur landsins.
Einnig hér úti á íslandi hafa
menn hugmynd um þær þján-
ingar, sem saklaust.fólk verður
fyrir í löndum fasismans. Fjöl-
skyldum er sundrað, konur rifn
ar frá börnum sínum og heimil-
um og settar í fangabúðir —
fyrir það eitt að fæðast af Gyð-
ingaættum, fyrir það eitt að
berjast fyrir frelsi, mannúð og
réttlæti. Blað forstisráðherrans
íslenzka hefur hvað eftir annað
minnzt þessa fólks, átalið þá
grimmdarlegu meðferð, sem
það hefur orðið fyrir, og farið
viðurkenningarorðum um þá
miklu hjálparstarfsemi, sem
haldið er uppi til að lina þján-
ingar þessa fólks.
En hvað gerir Hermann Jón-
asson forsætisráðherra, þegar
honum sjálfum gefst tækifægi
til að rétta nokkrum austur-
rískum Gyðingabörnum hjálp-
arhönd, stuðla að því, að þau
komist undan ofsóknaræði naz-
istanna á góð. heimili hér á
landi? Hermann Jónasson gat
stuðlað að þessu áin þess að
Játa nokkuð af mörkum sjálf-
ur, það sem hann þurfti að gera
var að gegna skyldu sinni sem
forsætisráðherra hinnar frjáls-
lyndu, íslenzku þjóðar, sýna
sjálfsagðan drengskap, sjálf-
sagða mannúð. Hermann Jón-
asson lét allt þetta ógert. Hann
neitaði þessum ofsóttu, austur-
rísku börnum um dvalarleyfi á
íslandi, án þess að gefa nokkr-
ar ástæður fyrir þeirri neitun.
Þjóðviljinn komst að því, að
Katrín Thoroddsen læknir hafði
ætlað að taka austurrískt Gyð-
ingabarn af nauðstaddri móður,
en verið neitað um það af for-
sætisráðherra. Blaðið hefur beð
ið Katrínu að gera þetta mál
heyrum kunnugt, — það er
þannig vaxið, að sjálfsagt er
að það verði gert opinbert mál.
Fer hér á eftir frásögn Katr-
ínar Thoroddsen:
aði nazista i Anstnrriki
Kafrín Thoroddsen lasknír segfr frá
Laust fyrir miðjan desember
s.l. bað austurísk kona mig um
að taka af sér þriggja ára gamla
dóttur sína um óákveðinn tíma.
Kona þessi er af gyðingaættum
og maður hennar er einnigGyð
ingur. Annars er það af honum
að segja, að hann er starfsmað-
ur við gasstöð í Wienarborg,
afskiptalítill meinleysismaður,
sem aldrei hafði tekið neinn
þátt í stjórnmálum. En þegar
Hitler komst til valda í Austur-
ríki, var honum ásamt ótelj-
andi fleirum Gyðingum kastað'
í fangabúðir, og síðan hefur
ekki til hans spurzt. En núhafði.
konan fengið tilkynningu um
það, að hún mundi einnigverða
'sett í fangabúðir þann 15. jan
úar, ef hún þá væri enn innan
landamæra hins þriðja ríkis.
Jafnframt var henni þó neitað
um vegabréf svo engrar undan
komu var auðið. Hjón þessi áttu
eina dóttur barna þriggja ára
gamla og móðurinni hefur lík-
lega þótt vænt um hana, eins
og mæðrum þykir stundum um
afkvæmi sín. Hún sneri sér því
til mín, gegnum millilið þó, og
bað mig um að taka barnið,
þar til útséð yrði um áfdrif
hennar sjálfrar; en í annaðhús
var ekki að venda, þar eð ætt
ingjar hennar allir voru ísömu
vandræðum og hún. En á hinn
bóginn var ógjörningur að koma
börnum fyrir hjá arískum vin-
um eða kunningjum, því hinum
aríska kynfkikk er stranglega
forboðið nokkurt samneyti við
* Gyðinga eða gyðingaböm. Slíkt
eru talin landráð þar syðra. —
Ég vildi gjarnan taka bamið;
en hitt vildi ég ógjarnan eiga
á hættu, að smábarn, sem sent
yrði hingað með pósti, um há-
vetur, þyrfti að hrekjast aftur
út í heim, að hálfu ári liðnu,
og þá sennilega sem óskilabögg
(ull út í hreina óvissu. Ég vildi
hafa það á því hreina strax,
að barnið fengi dvalarleyfi hér
á landi eins lengi og með
þyrfti eða að minnsta kosti 1
—2 ár. Hinsvegar var ég ekki
í neinum vafa um það, að móð-
irin mundi vilja fá dóttur sína
aftur jafnskjótt og hún sæi þess
nokkurn kost að sjá henni far-
borða. Nú er það á allra vit-
orði, að áðursögð saga erekk-
ert einsdæmi, og sneri ég mér
því til Friðarvinafélagsins, og
spurðist fyrir um það, hvort
félagið hefði í hyggju að taka
hingað nokkuð af hrakhóla-
börnum, og ef svo væri, hyort
mín stelpa gæti þá ekki fylgt
þeim hóp. Jú, Friðarvinafélag-
ið vildi gjarna taka nokkur
börn austurísk, og varð það
að samkomulagi, að stjórn þess
félags skrifaði ríkisstjórninniog
sækti um innflutnings- og dval-
arleyfi fyrir 8—10 börn, ekki
var nú talan hærri, og var mín
stelpa meðtalin. Þann 12. des.
s.l. skrifaði svo stjórn Friðar-
vinafélagsins umsóknina til rík-
isstjórnarinnar, og óskaði eftir
fljótu svari, en í bréfinu var
tekið fram, að eingöngu skyldi
um andlega og líkamlega heil-
brigð börn að ræða, og eins
hitt, að börnunum mundi komið
fyrir á góðum heimilum, því
opinbera algerlega að kostnað-
! arlausu. Jafnframt því, sem ég
talaði við Friðarvinafélagið, bað
ég sameiginlegan kunningja
okkar beggja að tala við Ey-
stein Jónsson ráðh. um málið,
en það var vegna þess, að þótt
mér væri vel kunnugt að slík
mál ekki kæmu hans stjórnar-
deild við, þá vissi ég hann vera
mestan maunkostamannimn í rík'
isstjórninni. Hann tók mjög vel
og vingjarnlega í málið, ojg
bauð mér nú að færa það sjálf-
ur í tal við forsætisráðherra,!
því hann einn ætti úrskurðar-
valdiðl í málinu. En til þess að
vera viss um að þetta gleymd-
'ist ekki, sagði hann mér, að
hringja til sín næsta morgun
upp í stjórnarráð, og minna
sigj á það. Ég lét ekki hjá líða,
.að gera það og kvaðst hann
þá mundi tala strax við Her-
mann Jónasson, hvað hann og
gerði. Seinna þann sama dag
hringdi ég svo til forsætisráð-
i herra til að heyra álit hans.
nar grimnularlegu gyðingaot- oknir bitna ekki sízt á börnum. Tugir þúsunda barna hafa eignazt
úli erlendis. — Myndin er tíliin af austurrískum gyðingabörnam í HoIIandi.
ny
Katrín Thoroddsen.
Hann svaraði mér kurteislega
en sagðj í áberandi hátíð-i
legum rómi, að hann gæti ekki
ákveðið svar strax, sagði að
hér væri um svo þýðingarmikið
mál að ræða, að hann vildi
ekki einn taka ákvörðun um
það, heldur myndi hann leita
álits annara stjómmálaflokka,
áður en hann svaraði, en sjálfur
kvaðst hann mundi hugsa mál-
ið vel og vandlega. Nú var ég
vitanlega sammála ráðherran-
um' í (því, að málið væri merki-
legt, en frá mínum bæjardymm
séð, en þó eingöngu barnanna'
vegna; hitt fannst mér dálítið
úndarlegt fyrirbrigði í landi
gestrisninnar, að miklar mála-
lengingar þurfti og heilabrot
um jafn einfalt og sjálfsagt mál,
og það, hvort gefa ætti hungr-
uðum krakka mat og hröktum
húsnæði og hlynningu. Ég afréð
þó, að styggja ekki viðkvæmt
skap ráðherrans með neinum
athugasemdum, og þakkaði á~
heyrnina. En þar sem ráðherr-
ann| hafði í hyggju að tala við
forráðamenn stjórnmálaflokk-
anna, fanst mér ekki úr vegi
að ég gerði það líka. Ég talaði,
þó; ekki neitt frekar við St. Jó-
hann, því hann'hafði í stjórn
Friðarinafélagsins tekið málinu
ágætlega; ekki talaði ég held-
ur við formann Sósíalistaflokks-1
ins, mér fannst það satt að
segja óþarft, gekk að því vísu,
að sá flokkur væri fylgjandi
öllum mannúðarmálum. — En
ég talaði við Ólaf Thors, form.
Sjálfstæðisflokksins og skýrði
honum frá málavöxtum og eins
ummælum forstisráðherra. ÓI-
afur virtist ekki síður en ég
dálítið undrandi yfir úrræða-
leysi ráðherrans og lét segja
sér tvisvar. Annars tók Ólaf-
1 ur málinu með þeim drengskap,'
sem ég hafði búizt við, ogsagði
leitthvað á þá leið, að hann fengi
ekki skilið, að nein vandræði
hlytust út af slíkum mannúðar-
málum, af hans flokks hálfu.
Jæja, ég áleit nú að allt væri
lagi, og lét austurísku konuna
vita, að barnið mundi velkomið,
og yrði hún látin vita, hvenær
það mætti koma. Ég þóttisthafa
fulla ástæðu til að ætla að þetta
væri óhætt þar sem form. A1
þýðufl. var málinu hlynntur,
form .Sjálfstæðisflokksins frek-
ar með en móti, auk þess var
Friðarvinafélagið eindregið mál
inu fylgjandi, en form. þess,
Guðlaugur Rósink'ranz, er vel-
metinn Framsóknarmaður, og
svo síðast en ekki sízt, var
Hcrmann Jónasson að hugsa
málið. En um árangur þeirra
Stéltekkl sljórn
mðlaflobkar
Fyrsti maí fer í hönd. Verka
lýðurinn undirbýr hátíðahöld
og kröfugöngur. Breiðfylking-
arafturhaldið hrópar hástöfum
til verkalýðsins: Komið undir
okkar merki, berjizt með okk-'
ur. Alþýðublaðið segir: „Stand
ið einhuga og öflug með Al-
þýðuflíokknum“, og röksemdirn
ar fyrir því að verkalýðurinn
eigi að gera þetta, eru á þessa
leið: „Stefna - Alþýðuflokksins
er föst og ákveðin, að vera allt-
af á verði um hagsmuni fólks-
ins og sporna fast á móti rétt-
indasviptingum“.
Satt er það, ekki vantar
stefnufestu. Fyrst var komið á
vinnuliöggjöf, sem skerti frelsi
og réttindi verklýðssamtakanna
mjög veruíega. Þetta var gert
í trássi við næstum öll verklýðs
félög landsins. Þegar þessu var
liokið, setti Alþýðuflokkurinn
verklýðssamtökunum þrælalögy
þau lög eru nú þegar búin að
sundra Alþýðusambandinu. Þá
var aftur farið inn á svið þjóð-
málanna, dýrtíðin í landinu var
stóraukin með því að fellageng
ið, kauphækkun var bönnuð,
með lögum, samningarétturinn
um kaupgjald var tekinn af
verkalýðnum, bæði einstakl-
ingum og félögum. I þessum
verkum hefur stefna Alþýðu-
flokksins lýst sér, á síðustutíml
um. Já, satt er það, hún hefur
verið „föst og ákveðin“, en
hvað finnst mönnum um varð-
stöðuna um „hagsmuni fólks-
ins“ og um viðspyrnu „á móti
hverri réttindasviptingu“?
Nú er rétt að menn geri sér
ljóst, að engin vinnulöggjöf, eng
in lög um bann við kauphækk-
un hefðu verið samþykkt á Al-
þingi, ef verkalýðurinn hefðí
staðið gegn þeim, sem einhuga
stétt, og ef allir þeir fulltrúar,
sem verkalýðurinn sendi áþing,
og þar á meðal þingmenn AI-
þýðuflokksins, hefðu beitt sét
gegn þeim. Öll þau þrælalög,
sem Alþingi hefur sett gegn
verkalýðnum, eru sett í traustí
þess, að til eru verklýðssvik-
araú á þingi, menn sem, að því
er bezt verður séð, vitandi vits,
eru að svíkja verkalýðssamtök-
íh í hendur afturhaldinu. Þess-.
ir þingmenn eru þingmenn Al-
þýðuflokksins, mennirnir með
„föstu stefnurnar“. Sleppum
svo Al[)ýðuflokkruim sáluga.
Friður sé með jarðneskum leyf
um hans.
Ekki lætur Morgunblaðið á
sér stenda að kalla verkalýð-
inn undir merki afturhaldsinsj
„Sjálfstæðismenn halda fyrsta
maí hátíðlegan“ stendur stór-
um stöfum á síðum Morgunbl.
Hrægammar íhaldsins hlakka
yfir bráðinni, sem hinir svoköll-
uðu þingmenn Alþýðuflokksins
hafu lagt að fótum þess. Að svo
stöddu skal engu um það spáð
hversu nrikið afturhaldsflokk-
unum verður ágengt í því að
sundra verkalýðnum í flokka 1.
maí. En verkamenn, minnizt
.þess að 1. maí á að vera og get
ur verið dagur einingar en ekki
dagur sundrungar. Þeim degi
Framh. á 4. síðu.
heilabrota þóttist ég megavera
vongóð, því mér var kunnugt
að ísl .ríkisstjórnin hafði lagt
sem svarar fimmtán krónum af
mörkum, til hjálpar aðþrengd-
um börnum á Spáni. Nú er sú
upphæð, að vísu sízt há, en
hún sýnir samt, að hugarþelið
var rétt þó höfðingsskapinn
brysti. Ég lét því Friðarvinafé
laginu eftir að fylgja málinu á-
fram og spurðist fyrir hjá því
öðru hvoru hvernig gengi; og
það gekk ekki vel. Hið fyrsta
svar, sem fékkst var nú það,
að ríkisstjórnin kvaðst hafasím-
að út fyrirspurnir til stjórnar-
valda á Norðurlöndum, um
hvernig flóttamannamálunum
væri þar fyrirkomið og feng-
ið það svar, að þau væri ekki
komiin1 í fast horf, en væru til
athugunar. Þetta var, að mig
minnir, 16. des. Friðarvinafé-
lagið svaraði um hæl, að kunn-
ugt væri, að víða, t. d. í Nor-
egi og Svíþjóð væri það látið
algjörlega afskiptalaust af ríkis-
stjórnarinnar hálfu, hvort ein-
staklingar eðia félög tækju mun-
aðarlaus Gyðingabörn til um-
sjár. Jafnframt ítrekaði fékg-ið
ósk sína um ákveðið svar hið
allra fyrsta, þar sem málið væri
afaraðkallandi, þörf á skjótri
hjálp nauðsynleg, en erfitt um
ferðir hingað til landsins.
Ekkert svar fékkst frá forsæt-
isráðherranum, hann virtist
eiga erfitt með að ákveða sig.
Friðarvinafélagið innti hann svo
þráfaldlega eftir svari, bæði
skriflega og þó einkum munn-
lega, en árangurslaust, iog í því
þófi gekk þar til loks að svarið
kom þann 16. febr. síðast lið-
inn. Svarið var skorinort, skýr
ingarlaus neitun. Vegna þess
í hve lengi stóð á svari forsætis-
ráðherrans þá dró ég um of
að gera boð eftir barninu, en
þó að það fengi ekki lengra
landvistarleyfi en þetta hálfa ár
sem lögin heimila, vildi ég samt
að það kæmi, hélt kannske að
eitthvað úrrættist seinna með
dvalarleyfið. En þegar skrifað
var, var það um seinan. Ekk-
ert svar kom eftur, og frá kon-
unni austurísku hef ég ekkert
heyrt síðan. Líklega er hún í
einhverri fangabúðinni hans
Hitlers, en hvar litla stúlkan
hennar flækist vil ég helzt ekki
hugsa um.
Herra ritstjóri! Þér hafið beð
ið mig um frásögn af ofan-
greindum viðskiptum mínum-
við forsætisráðherrann, Her-
mann Jónasson. Hér er hún og
er yður velkomið að birta hana
í blaði yðar ef þér viljjið. Ef lil
vill getur það orðið til þess
að einhver skýring fáist á þess-
ari fruntalegu framkomu ráð-
herrans. Mér er hún óskiljan-
leg. Sú túlkun sumra samherja
hans, að hér sé um að ræða
verndun okkar margblandaða
íslenzka kynstofns getur allsi
ekki komið til greina, í þessu
sambandi, þar sem eingöngu
var um börn að ræða og um
stutt tímabil. Slíka grun|ihygni
er ekki hægt að ætla manni,
sem náð hefur prófi í lögum,
jafnvel þó hann sé eitthvað af-
vegaleiddur andlega af dikta-
torsdýrkun. Það er kannske rétt
ara að geta þess svo að sagan
sé öll, að eftir því, sem ég
bezt veit ráðfærði ráðherra sig
aldrei neitt við forráðamenn
hinna flokkanna, um afgreiðslu
málsins, þó veit ég ekki 'með
vissu um Flokk þjóðernissinna,
en tel það ólíklegt. Hermann
Jónasson á sjálfsagt einn heið-
urinn af þéssum málalokum.
26.-4. 1939
Katrín Thoroddsen