Þjóðviljinn - 13.05.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.05.1939, Blaðsíða 2
Laugardagurinn 13. maí 1939. u j O i) v - N pJÓOVHJINN Ctgefandi: Sameiningarflokkur . alþýðn — Sósíalistaflokknrinn — Bitstjórar: . Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Bitstjórnarskrifstofur: Hverf- isgötu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stófa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. 4skriftargjald á mánuði: .. . Reykjavík og nágrenni kr. 2,50. Annarsstaðar á landinu kr. 1,75. I lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2864. Frá afdal til Aöalstrætis Eftísr Ingímar Oskarsson Vcirkalýdurinn skapar sérsjálfur samfök og ræd« ur þeim. Blað atvinnurekendanna, Mórgunblaðið, gerist svo djarft að ætla áð fyrirskrifa íslenzk- um verkalýð hvernig samtök hans eigi að vera, hvað hann megi gera og'hvað ekki. Frekja þessara lierra virðist ékki þekkja ríein takmörk eftir að þeim tókst með syikurh óg kúg- un að koma 'fýrst á gerðardómn um í sjó m anna verk fálli nu í fyrrá og riú banni Við kaup- hækkun verkamanná i sam- bandi við géngislækkunina. En þessum herrum bezt að gerá sér það stráx ljóst að íslenzkúr verkalýður kelnr hvorki at- vinnurekendur né émbættis- mannaklíkuna, sem nú h'efur runnið saman við þá fyrirskipa sér hvernig hánn skuli haga samtökuin sínum eða baráttu. Því ræðnr verkalýðurinn sjálf- ur og enginn annar. Verkaíýður íslands hefur krafizt þess að sanriök lvans fái að vera frjáls og óháð. Hann vilí hafa þau skipulagslega ó- háð. hinum ýmsu stjórnmála- flokkum og óbundin ríkisvald- inu. Verkalýðurinn vill hafa fullt samtakafrelsi, bæðí tií að heyja b^ráttuna fyrir rétti sín- ura og áhugamálum, spm óg til að ákveða kaup sitt og kjör, eftir því sem kraftar hans leyfa á hverjum tíma. Verkalýðurinn mótmælir hverskonar fyrir- skriftum atvinnurekenda og ríkisvalds þeirra um þessi mál. Morgunljlaðið er með dylgjur og ósannindi í sambandi við umræður þess um þá kúgun, sem Alþýðusambandið í skjóli ríkisvaldsins hefur beitt verka- lýðsfélögin. Blaðið er að gefa í skyn að Sósíalistaílokkurinn óski eftir að beita verkalýðsfé- lögin samskonar kúgun. Fetta eru vísvitandi ósannindi. Stefna SósíalLstaflokksins i sanriakamálum verklýðsfélag- anna er hrein og yfirlýst: full- komið jafnrétti og sjálfsákvörð- unarréttur þeirra, — og sjálf séu þau skipulagslega óháð stjórnmálaflokkunum, En það er vilanlegt hvað Morgunblaðið og Alþýðublaðið óttast. Atvinnurekendurnir og bitíingalýður Breiðfylkingarinn ar ótiasf að í frjálsu og ó- 'háðri verklýðssambandi verði meirihluti verkalýðsiris eðlilegá fylgjándi sósíalismanum og ■ breyti samkvæmt því í allri sinni- hagsmíina- og réttinda- baráttu: Og sérstaldega öitast 'þcir 'uð 1 slíki frjálst og öhóð samband verklýðsfélaga verði hinn einbeittasti vörður um fjrundvallarréttindi verka- Ljóðmæli eftir Ingi- björgu Benediktsdóttur Reykjavík, 1938. (Fé- lagsprentsmiðjan). Það þykir ætíð tíðindum sæta er bók frá íslenzkum kven rithöfundi kemur á markaðinn, því menn hafa enn ekki getað losað sig að fullu við þann gam aldags hugsunarhátt, að kon- urnir eiga að lifa utan við heim bókmenntanna. En bók þessi, er hér kemur fyrir almenningssjónir, mun þó vekja minni furðu en venjulegt er um slíkar bækur, þar sem höfundur hennar, frú Ingibjörg Benediktsdóttir, er þegar orð- in víða kunn hér á landi fyrir rithófundarhæfileika sína. Var hún um eitt skeið ritstýra á Akureyri við „Nýjar kvöld- vökur“, og sýndi hún þar, að hún kann vel á penna að halda, og það bæði í bundnu og ó- bundnu máli. í bók þeirri er hér um ræð- ir er efnið ekki fjölbreytt, því að minnsta kosti helmingur kvæðanna eru tækifærisljóð af ýmsu tagi, og hefði ég frem- ur kosið, að meira hefði verið af öðru yrkisefni, erida þótt mörg þessara kvæða séu prýði- leg ort. Sem dæmi skal ég nefna: Guðjón Baldvínss.on keatnari, á bls. 48. Kvæðið er ort við andlát lians. G. B. dó á bezta aldri. Hann var stórhuga og bjartsýnn á lífið, talsmaður smælingjanna óg heitur bind- indismaður í orðsins fyllsta skilningi. Honum íannst ætíð; svo áð kveldi hverju eftir mik- ið og vel unnið verk, að hann hefði eytt deginum til lítils eða einskis gagns. Og enginn, sem kynntist honum til hlýtar varð samur maður eftir það. Mikil- leikur hans brenndi sig inn í sál áheyrenda hans. í erfiljóðunum er G. B. lýst svo satt og rétt, að ekki verð- ur nákvæmar frá skýrt. Þau eru æfisaga eins hins mesta göfugmennis þessarar aldar. Og að bregða upp slíkum raun- verulegum myndum álít ég hollt íslenzkri æsku. „Þráði að gera heiminn hlýrri, hjörtun mild og blíð, ' auðga sérhvern anda og hefja allt mót nýrri tíð. Þráði, þráði meiri mannúð, markið hátt var sett, mahiia: fnllkomið samtaka- frelsi, verkfallsréttinn og samn ingaréttinn. Og það mun ' slíkt samband vissulega verða. En það verSur þaS án allra ski]>u- lagslegra tengsla viS Sósíalista-' flokkinn og alveg sérstaklega án allra „kúgunar” frá lians hendi. Frjálst samband verklvSsfé- laga verSur alltaf ölull vörSur lýSræSis og lífskjara almenn- ings, af þeirri einföldu ástæSu aS þaS er skapaS af verkalýSn- um sjálfum til aS hefja hann upp úr fátækt og kúgun auS- valdsns lil öinggara og betra lífs? Og þaS er þaS, sem þeir herrar, sem nú sitja yfir hlut vérkálýSsins' i þjóSfélaginu ótt- ast. Og þeir niega vissulega ótt- ást. Frjálst verklýSssamband IiefSi ekki láfiS bjóSa sér;þá kúgun gágnvart VerkalýSnum, sem ríkisvald BreiSfylkingar- . innar hefur getaS beitt meS Al- þýSusambandinu sem verkfæri sínu. almenn samtök, allir skulu öðlast jafnan rétt!“ Ég veit ekki hvers . æskan ætti að óska sér fremur en eiga þessa sömu þrá í brjósti. — Ég þakka höf. hjartanlega fyrir þessi minningarljóð. Yfir höfuð að tala eru kvæð- in í bókinni ekki máluð sterk- um litum — -skáldafákurLnn ekki látinn fara hamförum. Flest er látlaust og hversdags- legt, en bygð upp rneð djúpum skilningi og samúð á mannlíf inu. Hvers virði er háreysti og orðgnótt, ef hjarta lífsins slær þar ekki. I mörgum kvæðun- um birtist kvenleg hlýja, sem veldur því, að bókin nær lað- andi tökum á lesandanum. Eitt af beztu og þróttmestu kvæðunum mun vera: Á leið til fyrirheitna landsisns, sem ort ;er í 30 ára minningu Kvenrétt- indafélags íslands. Hér lýsir höf. baráttunni fyr- ir auknum réttindum kvenþjóð- arinnar. Margt hafi orðið til að hefta förina, en þó hafi mik- ið unnizt á. Hún hvetur til auk- inna dáða, þvl landið, sem var þeirn hilling ein, er raunveru- leik. » ■ i 7. ;• ':-~f „Því þær sem standa og horfa hátt og hvessa augu í sólarátt, þær hafa sagt og sannað það, já, séð það laud, sem stefnt er að“ Og hvar eigurn við gleggri og ákveðnari hvatningarorð en þessi, töluð til þeirrar konu, sem vill brjóta af sér fjötra óftelsisins: „Vér eigum lög, sem eru’ ei skráð, og engu íornu letri háð, þars nýja tímans tákn og mál er talað orð í konusáI“. Ég hvgg, að sérhver kona, sem ann frelsi hljóti við lest- ur þessa kvæðis að vakna til meövitundar um hlutverk sitt í baráttu samsystra sinna. Kvæðið: pú alþýðukona, er iígætt í sinni rþð. Þar er brugð- ið upp glöggri mynd af kjör- urn hinnar fátæku einyrkjakonu, sem líkt og fjölmargar aðrar stéttarsystur hennar verða að beygja sig fyrir kúgunarvaldi samfélagsins, strita dag eftir dag innan húss og utan án nokkurrar andlegrar eða líkam- legrar uppléttingar, og hníg- ur loks ofþjáð í valinn fyrir örlög fram. „Þú átt ekki að hefna þtn ■ alþýðukona, þú allt átt að þola — þín staða er svona“. Þetta er þung ásökun á það þjóðskipulag, er ríkir, en þó ekki þyngra en það verðskuld- ar. — Allt er kvæði þetta mótað dýpstu samúð með hinum út- hýstu og bágstöddu. í kvæðinu: Ævintýri Iífsins, er skáldið að hvetja okkur til að lesa ævintýri lífsiris sjálfs niður í kjölinn en láta ævintýri bókaskræðanna ,eiga sig; :því hvert .einasta handtak, hver,t„. ■svipbrigði, hvert ofð samferða- manna á sinn sérstaka hljóm- grunn, sem aðeins hinn athug- uli og glöggskyggni fær skilið. En letur lífsreynslunnar er mörguin torskilið, og margur verður óverðskuldað að hlíta hörðum dómum fyrir þá sök: „Ef við gætum letrið lesið, lífið ætti margar sögur, ævintýri einnig þeirra, er oss finnst við þekkja náið“. Því miður fer oft svo, að við missum af fegurstu og dýrmæt- ustu ævintýrunum. Olnboga- börn þjóðfélagsins eiga oftast dýpstu og lærdómsríkustu lífs- reynsluna — og um leið ævin- týrin ódauðlegu. Hér er um hversdagslega hluti að ræða, en höf. hefur í gegnum sína eigin lífsreynslu fundið verð- mæti þeirra, og óskar þess að aðrir geti notið þeirra með sér. í kvæðinu: MyndasafniS mitt, birtist lík hugsun hjá skáldkon- unni. Þar er hún aðeins að óska sér til handa þeirrar smá- sjár, sem „auglýsi rétt það sem oft virðist smæst“. En þeirrar smásjár þarf hún ekki að óska sér, því hana á hún áreiðanlega. Kemur það glöggt fram í kvæðj inu: Blóm <og ljóð. I því sýnir höf., hve mönnum er gjarnt að líta smáum augum á það, sem er fátæklegt iog óásjálegt og vanmeta þá umhirðu, sem það þarf, til þess að ná fegurð og glæsileik. Allir dá ilm og.skraut rósarinrtar í ghigga garðyrkju- konunnar, en • hver dáist að mætti moldarinnar í krukkunm eða.að hin glöggskyggria um- hyggjusemi og kæ'rleiká, sem sém erigiir tímaskil þekkii'. • „Við moldarkrús, áburð og annað, sem umhirðu kpstaði og staut, þið skilningslaust höfuðuðin hristuð og hörfuðuð undrandi á braút. En þorni og þrengi að rótum þau þá geta’ ei bjargráð sér veitt, þó blöð þeirra hangi þá hnípin þið horfið en sjáið ei neitt“. En til eru aðrar rætur, en rætur gluggablómsins, sem þyrstir en fá ekki vatn, vegna skilningsleysis annarra. Og það hangir margt blaðið auk rósa- blaðanna hnípið og þráir hjálp- arhönd - sem of oft vill bregð ast. Það er hirðusemin um hið vaxandi blóm mannlífsins, sem vantar. í þeim efnum skortir skilning frækomsins ogkærleika sólarylsins. Kvæðið virðist ekki stórbrotið, en í því éru falin sígild sannindi, er skáldkonan birtir í ljósi sinnari eigin reynslu. Þá má ekki gleyma kvæð- inu: Sanngirni — sáttahendur, er ég tel annað bezta kvæði bókarinnar. Það fjallar um það mikilsverða mál, hvað okkur beri að gera, til að skapa frið á jörðu. En menn greinir á um leiðir og benda með háðglotti hver á annan, þó takmarkið sé.eitt og hið sama. Bölsýni, öfunds- sýki, valdagræðgi og aðrar ill- ar vættir torvelda leiðina æ meir og meir, unz í öngþveiti er komið. En hvað skal til varn- ar verða? Ö11 þau. öfl sem unria •friði og -frelsi eiga að faka’st í/ hendur vinna saman í sátt- fýsi og ineö bróðtirhug. .%■ En andstæðingarnir þur„fa oft að kafa djúpt í sína eígin sál, til áð geta brúað það djúp, sem aðskilur þá. En það mun takast, ef skilning.ur og víðsýni bregzt ekki — og jörðin mun breytast í paradís. Ég hefði fúslega viljað birta hér kvæðiði í heild, en rúmsins vegna verð ég að láta mér nægja aðeins þetta: „Horfum ei með öfundssýki, ásökun né háði á neitt, skatnmsýn hyggja og vani víki, viðhorfinu að fáist breytt. Úrræða skal allra leita, ekki þrátta um hva'ð sé mest. Glöggskyggn andi og hjartað . heita hafa löngum valið bezt. Deili’ ei hér um hefðarsæti hyldjúp elfa og lindin tær. Fjalldrapinn ei fjandskap mæti fífils, semj í túni grær“. En gefur ekki einmitt harm- saga okkar tilefni til þessarar viðvörunar. Og hvers er að vænta, á meðan metorðagirndin og stéttarígurinn em daglegt brauð? Síðasta erindi kvæðis- ins byrjar þannigj: „Brígsl um áform illra hvata eiga ei lengur rétt á sér. Skilning auka, ekki að hata aflstraum neinn, er fram oss ber“. Höfundurinu sér og finnur það vel hvað skilningsleysið og hatrið eru skæðir óvinir frcls- is' og friðar. Aukið skilninginn og afmáið hatrið, þá fyrst en ; ekki fyrr getum við farið að i tala um frið á jörðu. í bókrnni er lítið af smælki, j en það sem það er, er lipurlega ■ kveðið og sumt spaklega sagt, j eins og t. d. Athugasemd: j „Er það bölsýni að kafa í lífs- ins lind j og ^eita að verðmætum þar, j en bjartsýni að gala hæztu hæð um hamingju, er engin var?“ I j Hér læt ég staðar numið, þó margt sé eftir enn, sem ég { hefði gjarnan viljað minnast á. j Ég hef lesið bókina mér til j mikill'ar ánægju. Og um leið og | ég þakka skáldkonunni fyrir hressinguna, vona ég, að ég ; eigi eftir að sjá eitthvað meira | frá hennar hendil í bundnu máli eða óbundnu. Ingim. óskarsson. SKUlÍ KAUPUM FLÖ flestar tegundir, glös og bón dósir. Með því að selja til okk- ar sparið þið milliliði og fá- j ið þar af leiðandi hæsta i verð. , Sækjum heim að kostn- aðarlausu. ‘ Flöskuverzlunin Hafnarstr. 21, — Sími 5333 Gleraup með svörtum hornspöngum fund- in neðst á Hverfisgötu. Vitjist á ritstjórn Þjóðviljans eftir. kl. 1 e. h. 1 't ÞaS er off ánægjulegt aS ríf- ast við gáfaðau andstaeðing, það er og nauðsjmlegt að ræða lengi og aivarlega við skilningssljóa merin, — en það væri óðs inanns æði að ætla sér að ræða heimspólitík við geðveika menn. Níi er það hinsvegar auðséð á skrifum Alþýðublaðs- ins síöuslu dagana um utanrík- ispólitik Sovétrík]anna, að eng- in vitglóra er í þeim skrifum, þau eru skrifuð af vilsloia hatri sem engar staðreyndir virðir og ætlaðar heittrúuðum söfnuði, sem ekki á lengur neitt skilt viö pólitískan flokk, — en ef hann væri einhversstaðar settur, þá væri það helzt við fætur Cham- berlains, lítandi upp til hans með logandi ást heittrúar- mannsins, Chamberlain sjálf- um lil álíka leiðinda og trafala, eins og ef leiðarar Alþvðulilaðs- sins birtust í ‘„Times”. Það eina, sem hægt væri að gera við leiðara Alþýðublaðsins um Sovétríkin, væri að þýða þá og senda þá til allra verklýðs- blaða Evrópu, — til aöyörunar, ef einliverl þeirra skyldi lialda að blað þetta ætti eiltíivað skylt við sósíalisma. ír ha.fa fundið að því síðustu dagana að mjólkin væri nokkuð fljót að súrna. Menn grunar að mikið af mjólkinni sé eldra en j/að eigi að vera. — Hinsvegar kvað íhaldið ekkí finna neitt súrbragð að mjólk- inni nú, hvað gömul sem hún verði. Því jjyki þá bara Breið- fvlkingarbragð að hérini og sé þ_að goth ■'■ ■—o— ísleridiúgár hafa stundum þótt höfðingdjarfir ínenn. Ekki skyldu menn þó trúa því, eftir þvi sem menn sjá á.götunum í Beykjavík núna. Þar má enn líta allmarga merin með Breið- fýikingarmerkið frá 1. maí — og er auðséð að þeir, er það hera, eru að merkja sig vald- höfunum, til að liljóla friðindi [yLÍr. .Það er sem Breiðfylking- in sé að undirbúa a allan hátt Lið láhi netast hryggðarmynd ó- Irelsisins, sem Þórsteinn Er- lingsson eill sinn dróg upp af Lslandi: „Þeir halda’ ekki oss vinnist þá veglegri jörð með viírari mönnum og sælum; nei: voldugir húsbændur, hund ar á vörð og liópur af mörkuðum þræl- um”. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáiar, viskípela, glös: og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastr. 10 Sími 5395 Sækjum. — Opið allan daginn. SÓSÍALISTAFÉL. RV1KUR. SKIÍIFSTOFA féla$síi cf í Hafsias’sfrsefá 21 Sími 4824. Opin alla virka daga frá kl. 2—7 e. h. Félagsnienn eru áminntir um konia á skrifstoíuna og grei gjöld sín. Þei'r félagsmenn, sem ekki h; fengið skírteini geta vitj þeirra á skrifstofuna. STJÓRNI ann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.