Þjóðviljinn - 13.05.1939, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.05.1939, Blaðsíða 3
t> J O Ð V ILiJINN Laugardagurinn 13. maí 1939. Hvert steinir is- lenzkt anðvald? IV. j í'október 1931 voru sett mn | flutningshöft hér á íslandi. Pau . skyldu neyða þjóðina til þess að spara útlendan gjaldeyri. UndanfarLn ár hafði orðið halli á gjaldeyrisverzluninni við út- lönd. Skuldirnar út á við höfðui vaxið urn tugi milljóna króna. Þetta skyldi nú jafnað á þann hátt að koma í veg fyrir að þjóðiri keypti ekki eins mikla vitlenda vöru og undanfarin ár. 1 nnflutningshöftin hafa nú ver ið reyndj' í sjö ár iog hálft bet- ur. Af þeirn ætti því að vera fengin sæmileg reynsla. Svo undarlega bregður við, að ef vandlega er athugað kemur það í l,jós, að þessi 7 ár hefúr inn flutt vörumagn verið nokkur.n-' veginn jafn mikið að meðaltali fyrir hvern íbúa og næstu '4 ár- in á undan. Innflutningurinn hef ur alls ekki minnkað, heldur vaxið með mannfjöldanum. En með innflutningshöftunum hef- ur verið hægt að hafa veruleg áhrif á það, hvað hefur veriði flutt inn og hverjir hafa flwtt inn. Sett var upp innílutnings- og gjáldeyrisnefnd til þess að út- hluta innflutnings og gjaldeyr- isleyfum. í þefrri nefnd áttu bankarnir áhrifa- og valdamestu " fulltrúana. Syo undarlega vill tif, að mörg . þau verzlunarfyrirtæki, sem stóðu höllum fæti gagnvart bönkunum 1931, eru nú hvað blómlegust. Forystumenn peningavaldsins ;! hér á Islandi vita. á^eiðanlega, iivernig á þessari undarlegu til- viljun stendur. Um það hefur að vísu fátt verið talað opinberlega heldur um hitt, hversu vel tækist að stöðva skuldasöfnun við útlönd fá hallalausa gjaldeyrisverzlun. Þó. varð þrátt fyrir góðæri þrengra í búi með gjaldeyrinn með hverju ári sem leið. Þegar svo vel hafði tekizt, að láta undarlega tilviljun bjarga skuldugum verzlunarfyr irtækjum, rneðan forráðamenn ríkis og banka hömuðust arð bjarga verzlun þjóðarinnar með innflutningshöftum, fóru forráðamenn peningavaldsins á íslandi að spyrja sjálfa sig: Er ekki eins hægt að finna leið til að bjarga útvegi þjóðarinnar á þann veg, að einhver lukkuleg tilviljun bjargi skuldugustu fyr- irtækjunum? Árið 1937 hafði verið' settur yfir Kveldúlf eftirlitsmaður< er mikið var af látið, hve vel hefði verið til þess fenginn. Á því ári jók Kveldúlfur skuldir sinar um 2—3 milljónir króna. Eftir- litsmaður Kveldúlfs var síðan skipaður formaður í nefnd til þess að finna ráð til bjargar sjávarútveginum og rétt um sama leyti gerður atvinnumála- ráðherra. Nefndin, sem vann undir stjórn eftirlitsmanns Kveldúlfs, fann leið til að bjarga útvegin- um. „Alþingi hið nýja<( varðaði leiðina: íslenzkan gjaldeyri skyldi fella í verði. Qengi ísl, peninga skyldi minnka. Þ’egar þetta hafði fengizt samþykkt vék hinn fyrverandi. eftirlitsmað ur Kveldúlfs úr atvinnumálaráð- herrastóli — fyrir forstjóra Kveldúlfs. Jafnframt þessu var sett tvö- föld stjórn yfir hvort hinna stór- skuldugustu útgerðarfyrirtækjay yfirstjórn og framkvæmdastjórn þrír menn í hverja stjórn. Á þennan hátt skyldu bankarnir fá „einskonar“ eftirlitsmenn" með rekstri fyrirtækjanna, á svipaðan hátt og Kveldúlfi voru settir eftirlitsmenn 1937. En ör uggara þótti það samt að kalla það nýju nafni. Nú var það kall að „uppgjör skuldugra togara- félaga“*) Eftirlitsmaður Kveld úlfs frá 1937 fyrrverandiatvinnu málaráðherra og bjargvættur sjávarútvegsins, varð að nýju eftirlitmaður Kveldúlfs. Um þetta segir Tíminn 11. apríl s. 1. „Með þessum ráðstöfunum verð ur bönkunum tryggður sá á- góði, sem verður af gengislækk uninni. Er því alrangt að hún komi á nokkurn hátt hinum skuldugu fyrirtækjum til góða, áður en þau hafa greitt skuldir sínar“. Ja-há! V. Hvernig verður íslenzkum út- vegi bjargað með minnkuðu gengi íslenzkra peninga? Otfluttar afurðir hækka í verði miðað við íslenzkan gjaldeyri. Útgerðarmennirnir fá fleiri krón ur fyrir fiskinn og aðrar vörur sínar seldar úr landi, án þess að þurfa að borga’ fleiri krónur í kaup. Hversu miklu nerriur lækkun útfluttra sjávarafurða og hvern ig skiptist hún? Útflutningsverðmæti sjávar- afurða 1938 var um 50 milljón- ir króna (tæplega þó) og skipt- ist sem næst þannig: Saftfiskur, ísfiskur, lj'si o. fl. selt úr togurum um 11 millj. kr. Afurðir síldarverksmiðja og karfa rúmar 9 millj. kr. Söltuð síld, tæpl. 10 millj kr. Aðrar fiskafurðir tæpar 20 milljónir króna. „Ágóði“, sem verður af geng islækkuninni er urn 22% brúttó eða um 11 millj. kr. Ef frá er dregin hækkun, sem verður á erlendri vöru til útgerðarinnar. vátryggingargjöldum, viðgerð- um o. fl., má gera ráð fyrir ,að nettó „ágóði“ sem verður .af gengislækkuninni, fyrir út- 1 gerðina verði um helmingur af brúttó ,,ágóðanum“. I Bankarnir munu þykjast geta ráðið að mestu yfir „ágóða, er verður af gengislækkuninni“ hjá togurum og síldarverksmiðj um.*) Það geta með góðum hagræðingum orðið rúmar 2 millj. króna. Svo hafa þeir ein- hverja von um, að geta náð í einhverja ögn af þeim „ágóða, sem verður af gengislækkun inni“ hjá annarri útgerð. Allan Jrann „ágóða, sem verð- ur af gengislækkuninni“ á að taka af verkamönnum, er vinna fyrir kaupi greiddu í pening- uin eða úttekt, og öðrum laun- *) í Síðasta tbl. hafði orðið sú villa að þar stóð: fyrirtækja f. togarafélaga. *) Stjórn síldarverksm. hefur lagt til að greiða kr. 6,70 fyr- ir hvert bræðslumál. Færð hafa vérið rök að því, að hagnaður muni géta orðið fyrir verksmiðj urnár að kaupa það, á 7 kr.. En með þessum ráðstöfunum verð- ur bönkunum tryggður sá á- góði er verður af gengislækk- uninni. þegum. „Hlutarmönnunum“ á smærri fiskiskipum hefur ver- ið sagt, að þeir fengju hlutdeild í þessum ,,ágóða“. Það sem þeir fá allir samtals ætti að verða um 30% af ,,ágóðanum“ á fiskafurðum smærri fiskiskipa — ef það verður þá ekki tekið við söluna á þeim afurðum. Þeir getá í öllu falli huggað sig við það, að þeir fá eftir minnkað gengi tiltölulega eitthvað hærra fyrir hlutinn sinn en fyrir vinnu ísina í landi, við vegavinnu, fisk- vinnu og byggingavinnu, og til- tölulega eitthvað hærra móts við það, sem konur þeirra og börn fá við fiskþvott og fisk- verkun. Til hvers verja bankarnir svo „ágóðanum, sem verður af gengislækkuninni“ ? Til þess að bjarga og við halda þeim togarafélögum, er hafa verið rekin nreð mestu tapi og skulda mest. Á sama hátt og þeir hafa <not að innflutningshöftin til að við halda og bjarga verzlunarfyrir- tækjum, sem voru skuldugust 1931. þetta er stefna ísleuzks auð- valds. þetta er kallað að bjarga útveginum og gjaldeyrismál- um ísleinzku þjóðarinnar. Öllu má nú nafn gefa! VI. Sparifé þjóðarinnar, „sem er í veltunni“ í bönlcum og spari sjóðum landsins er líklega um 70 millj. kr.-Með ráðandi stefnu íslenzks auðvalds er því haldið föstu hjá fyrirtækjum, sern reynsla er fengin fyrir, að eru rekin illa, tapa í frjálsri sam- keppni þegar önnur græða eða halda við. Og þeim fyriftækjum á'að halda við á kostnað allr- ar alþýðu í landinu, og: á kostn- að sparifjáreigenda iog heili brigðra velrekinna fyrirtækja. Fyrir því er séð að heilbrigt fyrirtæki og vel rekin eigi að minnsta kosti örðugt með að fá lánsfé og rekstursfé. Til þess að gefa því gott heiti mætti vel segja, að slík fyrirtæki þurfi vitanlega ekki á lánsfé að halda! Þurfa heilbrigðir læknis við, eða bjargálnarfienn styrk?! VII. Stundum er talað um dauða hönd í sambandi við fjármál og atvinnumál. Það er „dauð hönd“, sem leggur fjármuni í framkvæmd- Árás á rétlindi síma- manna og starismanna við fleiri opinberar stofnanir Frumvarpí var laumað ínn á þíngíð um starfs- reglur víð opínberar sfofanír án þess að bera þser undir nokkur sfarfsfélö$. Sígurvin og klukkan. Félag ísl. símamanna hefur barizt um tuttugu ára skeið íyr- ir því að fá fastar starfsreglur settar fyrir meðlimi sína. Á 20 ára afmæli íélagsins 1935 fékk það þessar langþráðu starfsreglur í afmælisgjöf, írá ríkisstjórninni. 'Starfsreglur þessar fólu í sér miklar kjara- bætur til handa símamönnum, og veittu þeim all mikið öyggi. Um líkt leyti fengu símamenn aðra gjöf einnig frá hærri stöð um. Maður er nefndur Sigurvin Einarsson, hann er barnakenn- ari að atvinnu, framsóknarmað- ur að skoðun(?) og all hátt- settur rnaðluy í iðnfyrirtæki einu sem heitir dósaverksmiðja. Mað ur þessi var gerður að formanni í rekstrarráði nr. l,.en það hef ur eftirlit með rekstri pósts, út varps og símaj. í þessu embætti uppgötvaði hann að taka yrði upp eftirlit ineð vinnubrögðum símamanna. Eftir hans ráði var sett upp stitnpilklukka í gangi símahússins, og skyldu starfs- menn stimpla tímann þegar .þeir kærnu til vinnu. En þrautin var , ekki þar með leyst, einhver ; varð að hafa eftirlit með klukk uririi. ‘Sigurviri hlaut embættið i og 250 kr. að launum á mánuði, | ,auk þess fékk hann skrifstofu ir, sem ekki svara kostnaði og fvrirtæki, sem ekki „bera sig“. En hvað á að segja um þá liönd, 9em beitir öllum brögð um til að hilma yfir þvílík fyr- irtæki og „bjarga“ þeirn á kostn að heilbrigðra fyrirtækja og j alls almennirigs. Hún er ekki aðeins „dauð hönd“ heldur drepandi. Hún er ekki fulltrúi fyrir heil brigt auðvald, heldur sjúkt. Það er þessvegna, sem hún kýs blekkingar fremur en skýrt mál, vinnur með leikbrellum en ekki eftir leikreglum, kýs ofbeldi fremur en lýðræði, og býður að lokum íasisma fyrir frelsi. Það er þessvegna, sem hún k)'rs Öl- af Thors og Stefán Jóhann til æðstu stjórnarvalda til uppbót- ar á þá Hermann og Eystein. Meðal annarra orða: Hvert stefnir íslenzkt auð- uald? a+b. í símahúsinu, þar semur hann skýrslur um stundvísi og fjar- vistir símamanna, og sumir segja að þaðan sé dósaverk- smiðjunni stjórnað. Síðasta afrek Sigurvins er að semja frumvarp til laga um starfsregliur fyrir fólk við op- inberar stofnanir. Með frum- varpi þessu ef að lögum verður, eru símamenn sviptir miklu af þeim kjarabótum, sem þeir fengu með starfsreglunum 1935. Ekki var þetta frumvarp bor- ið undir ^rieitt starfsmannafélag heldur var því komið beint til þingnefndar. Símamenn eru staðráðnir í því að láta ekki bjóða sér þá smán og það réttindarán, sem fyrirhugað er með samningi og meðferð þessa frumvarps, án mótmæla. Fyrsti liður þessara mótmæla er sá, að þeir hafa allir sem einn neitað að stimpla, og hafa þeir þannig gert klukk una og klukkuvörðinn atvinnu- laus. Vonandi sér Eysteinn um I að Siguryin haldi sínum 250 kr. á mánuði,' væntanlega getur Þjóðviljinn birt fréttir af því innan skamms hvernig Eysteinn fer að því. Ætlar Breíð~ fylkíngín að stöðva bygg~ íngarnarísnmar Ekki bólar enn þá á, að rík- isstjórnin, sem lagði milljóna- byrðar á alþýðuna, „til þess að auka atvinnuna”, eftir því sem hún sagði, hafi gert ráðstafan- ir til þess að tryggja' innflutn- ing á byggingarefni. 60 hús- byggingar geta hafizt, þegar efnið er fengið. En ríkisstjórn- in lætur verkamennina ganga atvinnulausa og stofnar til enn vaxandi húsnæðisvandræða í haust og þó sízt á þau bætandi. Hvað myndu íhaldsblöðin hafa sagt, ef verkamenn hefðu gert verkfall og stöðvað bygg- ingamar? Þá hefði líklega heyrst hljóð úr strokki um „niðurrifsstarfsemi” „komm- únista”! En þegar það er Breið fylkingin, sem stöðvar bygg- ingarnar, þá þegir öll hersing- in. Verkalýðsfélög bygginga- manna verða tafarlaust að láta þetta mál enn betur til sín taka, til að sýna valdhöfunum að svona ástand verður ekki þolað. Lesendar! Skíptíð víð þá sem auglýsa í Pjóðvíljanum Ás ?trH®isdlar Þfóðvil jans scm æfla að hafa búsfaðaskipfí fíl- kynní nýja heímilísfangíd á af~ gtreíðsfuna. Símí 2184. Mngvallaierðlr vegnrinn opinn Fcrdk alla míðvíkudaga, lau$arda$a o^sunnu* da$a þar 4íl daglcgar ferðír hefjast. Steindór - Símatr 15S0, 4581, 1582, 1583 og 1584 FATAPBESSm BETKJAVIKDB (lEagins:.. dnr Jónssen) Kemisk „Trikohl11 hreinsnn gnfnpressnn. Hafnarsfrœfí 17. —Símí 2842. Kemisk-hreinsar allan kvenn- og karl- mannaiatnað, gardinnr, portéra og m. fl. Sackjum. « Símí. 2743 Sendum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.