Þjóðviljinn - 07.06.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.06.1939, Blaðsíða 2
Miðvikudagurinn 7. júní 1939 ÞJÖÐVILJINN pitavnjiwi Ctgefandi: Sameiningarflokkor . aiþýðn — Sósíalistaflokknrinn — ftitatjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Bitstjórnarskrifstofnr: Hverf- isgötu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðslu- og anglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. 4skriftargjald á mánuði: .. . Reykjavík og nágrenni kr. 2,50. Annarsstaðar á landinu kr. 1,75. I lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2864. Bíflíngafarganíð og Breíðfylkíngín Eitt af því sem Breiðfylking- in lofaði þegar hún komst til valda, var að gangast fyrir Bparnaði í opinberum rekstri. ' Táknandi fyrir hið venjulega samræmi milli loforða og efnda í þeim herbúðum var að byíj- að var með því að fjölga ráð- ‘herrunum uppj í 5! Síðan hefur svo ríkisjatan fengið á því að kenna að íhald ið var komið að henni líka og ganga nú drjúgum styrkirnii: b|inir og óbeinir, til íhalds- mannanna. En jafnframt fcr svo íhaldið að reyna að telja fólki trú um að það sé ekki samsekt hinum alræmdu bitl-- ingaflokkum Framsóknar og Skjaldborgarinnar — og er í blöðum sínum, einkum Vísi, að heimta sparnað á ríkisrekstrin- um. Fyrir þá sem þekkja til um rekstur Reykjavikurbæjar, þíir sem fhaldið er alrátt, kemur þíað einkennilega fyrir sjónir, í>egar það er að tala á móti bitlingum og eyðslu. Það er sekki svo títið, sem Reykjavíkur bær lætur til gæðinga íhalds- ‘ins ífoænum og bitlingum. F>að er einkum Vísir, sem þykist geta talað borginmann- lega. Satt að segja virðist held- ur lítið leggjast fyrir Vísis-kapp ana, þegar á hóíminn kemur. Af öllum sínum kröfum hafa ]>eir ekkert fengið nema eitt snuð — frílistann, og það virð- ast >eir totta af slíkri ánægju að þeir sjá ekki hvemig allt, sem þeir þóttust ætla að berj- ast fyrir rennur út í sandinn. Reir fá ekki að hreyfa við Hótel Borg. Það fæst engu um þokað með gjaldeyririnn. Og sparnaðarhorfumar fara hríð- versnandi, ef þeir þá sækja þá hlið fast. — En hinsvegar am- ar ekki að þeim sjálfum; í flatf' sænginni, þó afkoma fjöldans fari síversnandi — og virðast þeir því ánægðir. Og svo á Vísir að mala og mala, til að dylja fyrir óánægð- um .fylgjendum að efndirnar koma ekki, — en með loforð- um er haldið áfram. En alþýðan lætur ekki til lengdar blekkt alþýðuna uni um; sem alltaf eru svikin. Hún ætlar ekki að horfa upp á það til lengdar, að atvinnutækjun- um, sem hún á allt sitt líf og atvinnu undir, fara síhrörnandi, — en burgeisar Breiðfylkingar- innar byggja sér því fegri ,,villur“ á meðan fyrir ,,tapið“ á útgerðinni. Ekkert lýðskrum getur til lengdar blekt alþýðuna um hið sanna innihald Breiðfylking arstefnunnar og ekkert ofbeldi eða ofsóknir munu heldur hindra sigur hennar yfir aftur- haldinu. Þar sem skólarnir eru öllum opnir Inn í miðri Mið-Asíu, þar sem enginn háskóli var áður, og hirðingjar flökkuðu um, rísa nú upp menn- ingarsetur þessara frjálsu þjóða oj tengja saman veruleika sósíalismans og æfafornar arfleifðir þess- ara landa. — Myndin er af háskólaborginni í Alma-Ata eins og hún á að verða. Byggingin er hafin, Þegar skólunum nú er að ljúka þetta skólaárið, þegar hundruð nemenda ekki vita hvað þeir eiga til bragðs að taka til að g', eta haldið áfram námi, þegar aðrir, sem þrá að læra, sjá dyrnar í skólana lok- ast fýrir sér sökum fátæktar þeirra sjálfra og fyrirskipana stjórnarvaldanna, — þá verður vafalaust mörgum á, að hugsa til þeirra komandi tíma, þtgar skólarnir standa al'ri alþýðu- æsku opnir. — og að hugsa þá til þess lands, þar sem þessi framtíðardraumur íuenntaþyrstr ai æsku þegar hefur rætzt, til lands sósíalismans, Sovétríkj- anua. I Rússlandi keisaranna þóttl það frekja og fífldirfska, ef böm alþýðunnar vildu nema í gagnfræða- eða menntaskólum. f sérstökum'reglugerðum var, börnum vinnúkvenna bönnuð innganga í menntaskób. Það þótti alveg sérstök sönnun fyrir byltingarkenndu hugarfari, ef böndakonu dreymdi um það að láta son sinn læra. ' í öllu • gamla Rússlandi voru aðeins rúmir 8 milljónir nem- enda á skólum og þar af tæp rnilljón í igagnfræða- og mennta; skólum. Og af þessari milljón, sem lærði í menntaskólunum, fór aðeins hverfandi lítill part- ur á háskólana. í Sovétríkjunum er skóia- skyldan í barnaskólunum nú þegar fyrir löngu komin á og nú er svo komið, að í gagn- fræða- og menntaskólainum eru 33 milljónir unglinga. Þessir „milliskólar“ (gagnfræða- og- menntaskólar) eru sumir 7 ára og aðrir 10 ára skólar og reikn- ast aðeins hinir síðarnefndu fullkomnir. Áætlunin er, að 1942. í lok þriðju 5 ára áætl- unarinnar, verði skótaskyldan í 10 ára milliskólunum komin til framkvæmda í bæjunum, en í 7 ára milliskólunum í sveitun- um, og yrðu þá 40 milljónir nemenda í iþessum sknlum. Og auðvitað eru allir þessir skól- ar algerlega ókcypis fyrir nem- endurna. Svo að samanburður sé tek- imi skal þess getið,; að í Lond- on jókst tala nemenda í æðri skólum á 40 árum úr 10.500 upp í 34 þúsund. En í Lenin- grad voru 1924 297 skólar með 407 þús. nemendum. Og( í Sov- ét-Kasakstan, þar sem áður var menningarleysi keisaranýlendn- anna' í lAsíu, óx tala skólanem- enda alls frá 1933 til 1937 úr 560 þús. upp í 1 milljón. Þar 10-faldaðíst tala nemendanna í gagnfræða- og menntaskólun- um. Þaunig rís menntunarald- an í öllum þjóðlöndum. — Kasakstan er engin undantekn- ing. Og þegar menntaskólunum lýkur, taka háskólarnir við. — Spyrji menn syni eða dætur verkamanna eða samyrkju- bænda hvað þau ætli að gera þegar skólanum sé lokið, þá svara þau: Auðvitað að halda áfram námi. Námsmöguleikarnir eru líka nógir. Fyrir byltingiuia voru 91 háskóli í Rússlandi. Nú eru í Sovétríkjunum 700 háskóiar. og 2572 verkfræðiskólar. Fyrir stríð voru 124 þús. stúdentar í Rússiandi. og þar af aðeins 2<>/o böm verkamanna og bænda Nú eru 600 þús. stúdentar á háskólunum og 711 þús. á verkfræðiskólunum, Og- há- skólar Sovétríkjanna eru dreifð- ir um öll þjóðlöndin, hver þjóð hefur nú sína háskóla, þar sem kennslari fer fram á tungu hennar sjálfrar og tengd við, menningararf hennar. Áður var var þessum þjóðum bannað að gefa nokkuð út á þjóðtungu sinni og háskóla áttu þær enga. T. d. v.ar enginn háskó’íi í,Mið- Asíu, þar sem nú rís upp háskólaborgin fagra í Alma- Ata, sem hér birtist á mynd — og er hún þó aðeins ein af mörgum. ; I háskólum Sovétríkjanna er ekki aðeins ókeypis kennsla, heldur fá og flestallir stúdent- ar námsstyrk, nú sem stendur t. d. 89<>/o af þeim. Þeir geta því stundað námið án þess að verða foreldrum sínum til byrði og án þess að steypa sér í óbotnandi skuldir. Og ekki þurfa þessir stúdent- ar að kvíða atvinnuleysinu þeg- ar úr háskólanum kemur. Alls- staðar bíður blómgandi at- vinnulíf sósíalismans eftir að veita kröftum beirra og þekk- ingu viðfangsefni við þeirra hæfi áð gfíma við. —o— Þanuig er viðhorfið í þjóð- félagi sósíalismans, þar sem menningin er að verða alþjóð- areign og menntavegurinn stendur öllum opinn. En hér á Iandi, sem hefur verið stolt af alþýðumenningu sinni, fer alþýðumenntuninni aftnr og æðri skólunum er meir og méir lokað fyrir börn- um alþýðunnar, með aftur- haldssömum fyrirskipunum yf- irvaldanna og vaxandi fátækt og erfiðleikum alþýðu, sem koma jafnvel einna þyngst nið- itr á uppvaxandi kynslóðinni/ Hraðferðir B. S. A. Alla daga netr«a mánudaga um Akranes og Borgar- nes. — M.s. Laxfoss annast sjóleíðína. Afgreíðsluna í Reykjavík Bífreíðastöð íslands, símí 1540. Bffreiðasföð Akureyrar- Hnaið bifreiðastðð Nagnúsar Gnnnianossonar Akranesí — Sittií 31 Áasflunarferðír Akranes — Borgarnes. Útbreiðid Þjóðviljann Verkamannabrcf: Krafa ísleszkn æsknnn^r er skól- ar sem hnnfærgreiöan aðgang að, en ekkí kírkjuf, sem sfanda auðar mesfan hlufa ársíns Alltaf öðru hvoru eru útvarp og blöð að minnast á nauðsyn, þjóðarinnar á nýjum kirkjum. Þar á meðal að leitazt við að benda á þörf Reykj-avíkur á nýrri dómkirkju. Mér -er ekki vel kunnugt um kirkjurækni hér í jReykjavík, en óhætt mun þó að fullyrða, að t-eljandi séu þau tilfelli, sem fólk þarf ,að hverfa frá kirkjudyrum vegna þess að guðshúsið rúmi það ekki. Enda virðist slíkt ó- þarfi þar eð margir þeirra er þarfnast svo mjög þeirrar and- 1-egu fæðu er prestar láta þeim í té, geta meðtekið hana á hverjj um sunnudegi gegnum útvarp- ið, þar sem reiknað er með að sú andlega næring sé í orðinu fólgin, en ekk'i í ásjónu prests- ins. En fyrir aðra og fyrir þær athafnir sem fólki finnst sérstak lega nauðsynlegt að fram- kvæma: í jkirkju, duga áreiðan- iega þær sem fyrir eru. Sama er að segja um sveitir. Þær eru víst teljandi sveitirnar sem ekki eiga kirkju sem rúmar það af söfnuðinum s-erti á annað borð sækir kirkju, þá sjaldan messað er. Þetta nægir til að sýna, að það eru sízt nýjar kirkjur sem okkur vanhagar um. En okkur vanbagar um aimað, s-em æskan krefst að verði látið ganga fyrir nýjum kirkjubyggingum — það eru skólar — skólar sem hún hefur greiðan aðgang að, en ekki eru lokaðir fyrir henni með uemendatakmörkunum eða sví- virðilegum pólitískum ofsókn- um. Árlega verða alþýðuskól- amir að neita fjölda umsækj- enda um skólavist vegria pláss- leysis. Sama sagan endurtekur sig við menntaskólana. í þess^ ari torvelduii æskurmar til j menntunar á íhaldið sterkastan þáttinn. Það hefur troðið allar kröfur alþýðuæskunnar um tær ' jafnt í þessu sem öðru. Það eru ekki mörg ár síðan alþingi samþykkti fjárveitingu til bygg- ingar gagnfræðaskóla hér í Reykjavík. En þegar til bæjar- ins kom að leggja fé á móti var það bæjarstjóruaríhaldið sem neitaði. Skótahúsið er ó- byggt enn. Skólinn hefur órð- ið að vísa mörgum umsækjend- um frá, vegna oflítilla húsa- kynna. Þetta .sama íhald, serri neitaði að veita fé til gagnfræða- skólabyggingarinnar, verður frá leitt á móti því að leggja fram fé úr bæjarsjóði, til dómkirkju- byggingar, , ef til þess kæmi. Þáttur þess er auðskiUnn. Það veit s.em er„ að því lengur sem því tekst að halda alþýðunni reikandi. í þoku vanþekkingar- innar, því lengur hefur það áð- stæður til þess að blekkja haná rrieð sínum fölsku fjöðrum og i láta presta sína hrópa „sælir ( eru þeir sém ekki sjá en trúa þó“. En það er víðar en í æðri skólunum sem ástand mennta- málanna er óviðunanlegt. Fyrir komulag barnakennslu í >mörg- um sveitum landsins er óforsvar anleg. Fjöldi þeirra á ekkert skólahús. Kennslan verður því. æði víða að fara frarrf í rfúmlitl-j um og loftslæmum baðstofum, s-em gera það að verkum að börnin verða sljó, máttlaus og löt við námið, og getut' í Smörg_; um tilfellum verið stórhættulegt fyrir heilsu þeirra. Þar ofan á bætist svo sífelldur umgángur heimilisfólksins, arg og ólæti smábarna. Og innan um þetta allt er s vo skólabörnunum æt!- að að nema fög sín. En sem von er geta börnin í slíkum kennslustofum kvorki haft hálf not af tilsögn kennara, né not- ið sín við lestur námsgreina. Það er ekki svo að skilja, að ekki hafi verið bent á þettia ó- fremdarástand bæði af mönnum innan hlutaðeigiandi sveita og í ritum. Svarið er ávallt þáð sama hjá ráðaimönnum uin- ræddra sveita, að engir pen- ingar séu til að leggjía í slíkan kostnað sem að byggja skóla- hús. Hvernig í ósköpunum stendur á því að hinar sömu sveitir hafa efni á að láta dýrt hús standa autt tólf mánuði á ári hverju. Það hefur einnig verið bent á að kirkjujr í sveit- um mætti auðveldlega nota fyr- ir skólahús, án þess að það kæmi neitt í bága við hið til- ætláða starf þeirra. En yfir- menn kirkjunnar kjósa helduiK að fóriia heilsu og námsmögu- Ieikum bamanna en að leyfa slíka óhæfu að kirkjan veiti hjálp til að ala upp hraustan og menntaðan æskulýð. íslenzka; æskan mótmælir því harðlega að reistar verði nýjar kirkjur á meðan núverandi ástand ríkii* í skólamálunum. Hún (k refst þess að meira kapp verði lagt á að byggja skóla og ala upp hrausta og< menntaða alþýðu, en láta stór- fé liggja í skrauthýsum, sem örsjaldan er notuð. Æskan, í landinu mun ábyggi lega muna íhaldinu að það hef ur reynt eftir beztu getu að slæða hana inn í myrkurhjúp fávizkumiur. Hún mun líka í framtíðinni muna eftir mannin- um, sem mestan dugnað sýndi ás ínum tíma við að fletta þeimt hjúpi af. — Manninum, sem svo altt í einu stoppaðj,, í bar-í áttunni fyrir alþýðuna eins og útgengið sigur\'erk! í þlukku, ogl datt þiá í jhug. að rétt væri að útiloka þann hluta æskunnar frá skólunum, sem heföu hugs- anir er kæmu í bága við hans núverandi kyrstöðupólitík. Já, — hún mun ábyggitega muna eftir mönnunum sem hún reikn aði með að væri sér trúir, en sést nú sænga með íhaldinu. Elríkur SÓSÍALISTAFÉL. RVIKUR. SKRIFSTOFA félagsíns er í Hafnarsfraefí 21 Sími 4824. Opin alla virka daga frá kl. 2—7 e. h. Félagsmenn eru áminntir um að koma á skrifstofuna og greiða gjöld sln. Þeir félagsmenn, sem ekki hafa fengið skírteini geta vitjað þeirra á skrifstofuna. STJÓRNIN. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.