Þjóðviljinn - 22.06.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.06.1939, Blaðsíða 2
Fimmtudagurinn 22. júní 1939. IJéBVILJINN þJOOVIUINM Ctgefandi: Sameiningarflokkor . alþýðn — Sósíalistaflokkorinn — Kitst jórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Kitstjórnarskrifstofur: Hverf- isgötu 4 (3. hæð), sími 2270. 4fgreiðslu- og auglýsingaskrtf- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. \skriftai gjald á mánuði: . . . Reykjavík og nágrenni kr. 2,50. Annarsstaðar á landinu kr. 1,75. I lausasölu 10 aura eintakið. Vikingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2864. Bandalag sfcffa~ fclaganna íslenzkum verkalýð er stund- um legið á hálsi fyrir f>að hve óstéttvís hann sé og óþroskaður pólitískt, og er þá bent á verka-i lýðshreyfinguna á -Norðurlönd- um til samanburðar. Þessi sam anburður er samt ekki allskost ar réttmætur, þar sem verka- lýðssamtökin eru hér á landi miklu yngri en í þessum lönd- um. Átök'n innan verklýðssamtak. anna seinustu árin hafa einmitt sýnt, að mikill hluti verkalýðs- ins stendur fullkomlega jafnfæt- is þessum erlendu stéttarsyst- kinum sínum hvað stéttarvitund og pólitískan þroska snertir. Baráttan fyrir brejdingu verka- lýðsfélaganna úr almennum al- þýðusamtökum í fajgleg samtök hefur verið háð undir forystu hins stéttvfsa verkalýðs. Hann hefur barizt fyrir því að gera verkalýðsfélögin að sérstökum hagsmuna- og menningarsam- tökum verkalýðsstéttarinnar, undir hennar eigin forystu. Skilningurinn á nauðsyn sam- taka, sem sameinað geti alla verkalýðsstéttina, án tillits til pólitrskra skoðana, er nú orð- inn svo almennur að ekkert fær stöðvað baráttuna fyrir óháðu fagsambandi. Viljinn til sameininjgar í einu óháðu fagsambandi hefur und- anfarin ár komið frami í látlaus- um kröfum verklýðsfélaganna til Alþýðusambandsins um að því yrði breytt í fagsamband. En stjórn Alþýðusambandsins, hefur látið samþykktirnar sem vind um eyru þjóta, þótt þær væru öruggasta merkið um vax- andi stéttiarvitund og þroska verkalýðsins. Verkalýðurinn bað um brauð, en fékk steina: Pið standið á svo lágu menningar- stigi — svaraði Alþýðublaðið. En verkalýðurinn er búinn að sjá að samþykktirnar eru of veikt vopn á þeim velli lýðræð- isbrota og ofbeldis, sem stjórn Alþýðusambandsins hefur hasl- að sér. Hann hefur þessvegna gripið til samtakanna; Bandalag stéttarfélaganna er þessi samtök Með stofnun Bandalagsins er stigið þýðingarmikið skref til stofnunar Landssambands ís- lenzkra stéttarfélaga, sem stofn- að verðu.r í haust. Meðvitund verkalýðsins um mátt sinn fer stöðugt vaxandi Sjálfstæðisflokkurinn reyn!r að beita honum fyrir atvinnurek- enda- og stórkaupmannahags- muni þá, sem hann berst fyrir -— gegnum málfundafélög s'n. Alþýðuflokkurinn reynir að halda honum í pólitískum viðj-t um til framdráttar embættapóli- tík sinni. Sjálfur hefur verka. Ivðurinn svarað með stofnun fÞBÓTTIB Erlcndar íþróffafréftir Josef Patters&on, amerískur grindahlaupri, var einn af þeim sefn drukknuðu á 'kafbátnum ,„Squalus“ við Ameríku fyrir nokkru. ; Pattersson tók þátt í Olymp íuleikjunum 1936 og var þar í úrslitum eftir að hafa unnið glæsilega í. sínum riðli. f úr- slitum varð hann sá fjórði eftir Hardin, Loaring og White. Japanska íþróttasambandið hefur ákveðið að taka ekki þátt í ólympisku vetrarleikjunum í St. Moritz 1940. Um þátttöku í vetrarleikjunum hefur ekki enn verið tekin nein ákvörðun, en það er talið sennilegt, að Jap- an taki ekki þátt í is(umarleikjun- um 1940 í Helsingfors. Júgóslavíia — Italía kepptu ný lega í knattspyrnu og vann ítalía 2:1. Var leikurinn frem- ur hrottalegur. Einn leikmanna Jugoslava var hættulega særð- ur. Auk þess var kastað grjóti í hina ítölsku leikmenn. Eftir leikslok urðu lögreglumenn að skerast í leikinn og halda uppi reglu. í hálfleik hafði Júgóslavía 1:0 yfir. íþróttaverkamannasanibönd Noregs og Frakklands efndu ný lega til landskeppni í knatt- spyrnu í Oslo og fóru leikar þannig, að Noregur vann með 4:3 mörkum. Var leikurinn nokk uð jafn, en Norðmenn voru þó þeir sem voru meira ráðandi, sérstaklega vegna leikni sinnar. Heimsmet í hástökki fyrir konur setti nýlega Miss Dora- thy Odam í London, og stökk 1,66 m. Eldra metið var 1,65. Landskeppni í hnefaleikjum milli Pjóðverja og Pólverja hafa Pjóöverjar nýlega aflýst, vegna þess að þátttakendur gætu ekki „fengið frí“. Pessa afsökun fannst pólska sambandinu ekki tnikið til um og svaraði með því að aflýsa einnig öðrum leik sem var ákveðinn milli þýzkra og pólskra kvenna. Grunnt á því góða þar. > • . • • ■*-' , • 1 . .... Arsenal, enska atvinnumanna liðið fræga, ferðaðist um Sví- þjóð og Danmörku í vor og lék þar nokkra leiki. Vann t. d. danska landsliðið ineð 6:0 Setti félagið 28 mörk, en fékk 3! Bandalagsins. Og í ráðabruggi þjóðstjórnarforkólfanna um að Hlíf gengi úr Bandalaginu vildu verkamennirnir í félaginu eng- an þátt taka. Einir 3 fengust til að greiða tillögunni atkvæði, þótt hún svo væri lögð fram af málfundafélagmu Pór. Hvað það er sem stjórn Al- þýðusambandsins vill, sást á seinasta þingi Alþýðusambands ins. Pað er því ástæðulaust að gera sér háar vonir um störf hinnar skipucu nefndar alþýðu sambandsstjórnarinnar (Alþýðu- sambandsstj þorði ekki að láta félögin kjósa menin í nefndina). En verklýðsfélögin hafa með stofnun Bandalagsins sýnt hvað það er, sem þau viija — líka þessi nefnd. Það er ntörgum áhyggjuefui hve dauft er yfir frjálsum í- þróttum "hér fyrst og fremst hve fáir í ðka þær og svo hve áhugi fólk'sins er lítill. Ástæðurnar, sem ég tel fyrir þessu hef ég rætt hér áðuáj í íþróttasíjðunni. Staðfesting á þessu á- hugaleysi allra aðilja fékkst svo rækilega sannað á 17.-júní- mþtinu að ég er sannfærður um að menn sjá -að við svolbú- fði getur ekki staðið lengúr. En það þýðir ekkert að brópa í blöðum, á fundum og gatnamótum á æfingarvélli sem fyrst, það þolir enga bið. Það þarf framkvæmdir, skipulagsbundið, markvisst starf íþróttamannanna sjálfra. Pessvegna er það þeirra að sameinast um málið, gera áætlanir fyrir framtíðina fyrst hvað aðbúnaðinn snertir til æfinga. Við höfum dæmin fyrir okkur, þar sem vilji er að verki, þar fæst árangur. Lít- um á t. d. skíðaskálana Ármanns og K. R. sem bornir voru á bakinu langa Ieið. Lítum á skíðastökkpall í. R. , sem inikið til var reistur í sjálfboðavinnu. .Róðrarskýli Ármanns var einn- ig reist þannig og svona mætti lengi telja. Nú verður mér á að spyrja: Hafa frjálsir íþróttamenn ekkert af þessum krafti og vilja, sem kemur framí í starfi :því, er að framan getur? Að svo komnu vil ég ekki efast um að þeir búa yfir miklu ef það fær útrás. Og þið leiðandi menn, komið á fund saman og viðurkennið veikleika ykkar, komið ykkur saman um að. ráða bót á þessu. Fáið þið land þar sem þið getið lagt hlaupa- brautir, knatfvelli, stökkbrautir o. þ. h. út af fyrir ykkur. Fáið þið meðlimi félaga ykkar til að vinna að þessu og sýnið bæjarfélaginu að þið ráðið yfir sterkum vilja og eruð fúsir að leggja fram krafta félaga ykkar til bætts íþróttaaðbúnað- ar. Ef þið gerið þetta er ég viss um að bærinn mundi koma og hjálpa. Ef þið vinnið með fórnfúsum hug og byggið upp fyr- ir framtíðina, efast ég ekki um að virðing fyrir frjálsum í- þróttum mundi stóraukast. Þegar svo aðstaðan er orrin sæmi- leg þá er tími til kominn að athuga hvernig bezt væri að vinna upp fjöldann, t. d. með flokkakepphi í vissum greinum og fleiru. En til þess að nokkuð sé hægt er eitt nauðsynlegt, og það er: samstarf, samhugur og gagnkvæmur skilningur á þörfinni og nauðsyninni; skilningur á því að hér er .um að ræða grett- istak sem engin vetlingatök duga til. Dr. — Joe Louis, svarti hnefaleika- kappinn frægi og heimsmeistari í þungavigt, á að berjast við Tony Gelanto, hinn svokallaða ,,ölgreifa“, er hann sérkennileg ur að skapgerð og útliti og fram úr hófi ölkær. Er hann af engum talinn hafa mokkrar líkur (nema honum sjálfum!) til að standa Joe snúnipg. í haust er,svo: í 'ráði að Joe mæti mjög efnilegum hnefaleikamanni að nafni Lou Nova,, og er eina von hvítra manna sem stendur. Sagt og skrifað: — „Einkennandi fyr'r Arsen- al er ennfremur uppörvandi orð leikmanna livers til cnnars í leikjum: misheppnað spark eða leikaðferð, óvænt bylta eða ann að, er kallað: „bad luck“ óheppni af meðleikmönnum. Gott skot eða sérstaklega fallegt spil eða eitthvert afrek í leikn-j um er alltaf launað at' meðleik- mönnum þeim er það gerirmeð upþörvandi orðum: „Well played“ — vel Ieikið“. ! (Vald. Larsen, þekktur knatt- spyrnumaður og dómari). — „Hvað getum við gert tii að hjálpa? Eina vissa leiðin er auðvitað að láta þá leikmenn hætta er ekki vilja fara eftir þeim ráðleggingum, sem þeim eru gefnar. En ég skil vel að ; þ.-ssi iðM'-^ • ck"í ’ að nota hér, þar sem flest félögin hafa svo fáa leikmenn. Viðverð um þessvegna aftur og aftur að gera leikmönnunum þaðskilj anlegt, að allt sfarf er tii einskis ef þeir ekki hver í sínu lagi vilji gera sitt bezta bæði í leik og æfingu að leika fyrir liðið og aðeins fyiir Hðið“. - (Mag- ner, enskur þjálfari, sem þjálf- aði fyrjr danska knattspyrnu- sambandið Lvor). Íþrótíamolar 17. júní-mótið varð víst flest- um vonbrigði, bæðj hvað kepp- endaþátttöku snerti og áhorfend ur. Á sínuin tíma tóku íþrótta- menn upp á því að helga þenna dag Jóhi Sigurðssyni, og var þetta vel til fallið, því það er trú okkar íþróttamanna, að íþróttirnar geti alið upp frjálsa og heilbrigða þjóð ef rétt er á haldið, — og hans hugsjón var að skapa hrausta þjóð og frjálsa Ég get ekki betur séð, en að okkur íþróttamönnum sé aðstór fara aftur, og með sama áfram- haldi séum við naumast færir um að gangast fyrir hátíðahöld- um til minningar um þenna mæta rnann, og þar sem líka er um þjóðhátíðardag að ræða. Penna dag ættu að/fara fram um allt land íþróttasýningar og keppni, þar sem öllum íþrótta félögum væri skylt að taka þátt í, og sýna á þann hátt hugsun til hetjunnar sem barðist fyrir sjálfstæði Islands . íþróttamenn ættu að setja svip sinn á daginn ekki einung- is með íþróttum, heldur koma á skenrmtunum og hafa eitthvað fyrir alla. Okkur verður að skilj ast að þjóðhátíðardagur er eng- inn smádagur og fyrst við höf- um tekið daginn að okkur, verð um við að sanna að við séum færir um það. Ég er stundum að hugsa um það þegar ég sé knattspyrnu- dómara sem keppendur, ogþeir gera hv.að eftir annað stórbrot á knattspyrnulögunum, t. d. með ólöglegum hri ndingum, röngu innkasti, eða slá bolta með liöndiim, setja brögð fyrir eða hnefa í bak mótherjans, — hvort þeir viti ekki betur. Og ef svo er, hvernig gátu þeir fengið próf? Og hvernig geta þeir dæmt hjá öðrum þegar þeir sjálfir gera þessar yfir- sjónir? Ég reyni að afsaka þá ineð því, að hiti leiksips ráði fyrir þá. En þetta er bara leikur. Maður heyrir oft talað um að leikir í Meistaraflokki séu ljót- ir og leiðinlegir, og maður verður oft að samþykkja það. En hvernig stendur á þvf? Jú, ástæðan er aðeins sú, að það er hugsað meira um að vinna leikinn en að leika hann. Kappið kaffærir leikni og fagran leik. A4enn gleyina því, að það er lipurð og leikni sem skapa fagr. an ; leik, gefa árangur og skemmta áhorfendum. Það kemur stundum fyrir, að menn hætta að taka leiki sma Byg$íngarféla$íð Framhald at 1. síðu. störfum í félaginu, þar sem félag vort uppfyllti eigi skilyrði fyrir á- framhaldandi lánveitingum úr Bggingasjóði fyrr en fengin var staðfesting stjórnar Bygginga- sjóðs á lagabreytingunum, en Guð mundur hinsvegar skipaður for- maður þess félags, sem rétt hefði til að fá lán úr sjóðnum. Við þetta bætist og það, að samkvæmt sömu grein (5. gr.) hinna nýju sam- þykkta, á fyrri stjórn félagsins að I gegna störfum þangað til stað- festing er fengin á samþykktun- um. Það hefði því tvímælalaust verið lagabrot ef Guðmundur hefði þegar á þessum fundi verið látinn taka við formannsstörfum og sjá um stjórnarkósningu. Ger- um vér ráð fyrir að ráðuneytið híjóti við nánari athugun að sjá að þessi skoðun vor er alveg vafa- laust rétt. - I fyrrnefndu bréfi til ráðuneyt- isins er vikið að því, að 4. og 5. grein í hinum nýju samþykktum fái ekki staðizt, að því er virðist af því, að þær samrýmist eigi bráðabirgðalögunum. Þessa skoð- un ráðuneytisins getum vér með engu móti fallizt á. Bráðabirgðalögin frá 27. maí ná einvörðungu til þeirra byggingafélaga, sem lánsfjár eiga að njóta. Af því leiðir það, að svo framarlega sem oss væri synjað um staðfestingu á samþykktunum eða vér af öðrum ástæðum værum sviptir rétti til lána, erum vér al- gerlega sjálfráðir um hvernig vér I högum samþykktum vorum innan j þeirra takmarka, sem hin eldri lög | setja. Sama gildir og að sjálfsögðu ef bráðabirgðalögin féllu niður. Ef annað af þessu tvennu því ætti sér stað, hlýtur oss að vera heimilt að láta fyrrnefndar breytingar á samþykktum vorum falla úr gildi, i Meðan hinsvegar bráðabirgðalögin standa í gildi og ef vér fáum rétt til lána, eru samþykktir vorar, með þeim breytingum, sem á þeim voru gerðar á fundinum 13. júní | s. 1., í fullu samræmi við ákvæði bráðabirgðalaganna. Væntum vér að ráðuneytið muni einnig við nánari athugun hljóta að fallast á ! þessa skoðun vora. i Virðingarfyllst Stjórn Byggingaid'élags alþýðu. (undirskriftir). alvarlega og slá öllu upp ígrín og alvöruleysi. Er þetta oft það lið sem er í tapi, og á víst að skoðast afsökun fyrir tapinu. Fyrir mótherjanri er þetta gott því þeir fá betra tækifæri til ■ að njóta sín og sýna yfirburði síua, og hann kann þessu vel. En það er þriðji aðilinn tilsem ekki má gleyma og hann hefur kröfu til þess að þetta sé tekið alvarlega og menn sýni hvað þeir geta. Pessi aðili er áhorf- andinn. Honum er boðið að koma og h.prfa á „spennandiu leik, og hann borgar sitt gjald, sem er vel þegið af félögunum, en þá mega þau ekki láta hanm fá „svikna vöru“ fyrir. Bílsðngvabókín styttir Ieiðina um helming. Er seld á götunum og við broftför bíla úr bænum. I hnefaleikseinvíg’ milli franska boxarans A. Gaudrey og Rús;"ns Sjeronins sigra.i Gr udrey. litvarpsrœða Rutherfords er komín i bóhnverzlanír. Kostar 50 aura BÓKAVERZLUN SNÆBJARNAR JÓNSSONAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.