Þjóðviljinn - 09.08.1939, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.08.1939, Blaðsíða 4
Næturlæknir: Halldór Stefáns- son Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. tltvarpið í dag: 11.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19.40 Auglýsingar. - 19.45 Fréttir. 20.10 Veðurfregnir. 20.20 Hljómplötur: Sænskir söngv ar. (Olof Sandberg). 20.30 Útvarpssagan. 21.00 Hljómplötur: a) „Saga hermannsins”, tónverk eftir Stravinsky. b) 21.25 Endurtekin lög. 21.50 Fréttaágrip. Dagskrárlok. Happdrætti Háskóla Islands: I dag eru síðustu forvöð að endur- nýja happdrættismiða sína, því á morgun verður dregið. Lögregluþjónabústaðir: Bæjar- ráð hefur samþykkt að gefa Ár- manni Sveinssyni og 11 öðrum lög- regluþjónum kost á byggingarlóð- um austan Hringbrautar, en norð- an Grettisgötu eftir nánari útvís- un síðar. Veitingamannafélag Eeykjavík- ur hefur farið þess á leit við bæj- arstjórn að settar verði nánari reglur um starfsemi veitinga- manna hér í bænum. Skipafréttir: Gullfoss er á leið til Leith, Goðafoss er á Isafirði, Brúarfoss var væntanlegur hingað frá útlöndum í nótt, Dettifoss er í Hamborg, Lagarfoss er á leið til landsins frá Kaupmannahöfn, Sel- foss er í Reykjavík, Dronning Al- exandrine fer frá Kaupmannahöfn í dag áleiðis til Reykjavíkur, Lyra er í Reykjavík, Súðin kom úr strandferð í fyrrinótt. Aflasölur: Bragi seldi afla sinn á laugardaginn var í Cuxhaven fyrir 26,000 ríkismörk. Hátíðahöld verzlunarmanna tók- ust sæmilega, þrátt fyrir slæmt veður. Auk fjölda manns er fór til Vestmannaeyja efndu verzlun- armenn til farar upp í Borgarfjörð Voru þátttakendur nær 300. Héldu þeir skemmtun við Þverárrétt í Þverárhlíð. Auk þess höfðu verzl- unarmenn skemmtanir að Eiði bæði á sunnudaginn og mánudag- inn, en þær voru fremur lítið sótt- ar vegna rigningar. Ekkert varð úr fyrirhugaðri skemmtiferð verzl- unarmanna austur að Geysi og Gullfossi og austur í Þjórsárdal. Hjónaefni: Nýlega opinberuðu trúlofun síná ungfrú Guðrún John son fréttaritari útvarpsins og Benjamín Einarsson verzlunar- maður öldugötu 30 A. Hallur Hallsson tannlæknir er kominn heim úr sumarleyfi sínu og tekinn til starfa á ný. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli í kvöld kl. 9 ef veður leyfir. Helgi Hávarðsson heitir nýr mótorbátur, sem nú liggur hér við þlÓÐVIUINN BWítiiMlWBBIIWiWW HBHBBUBBDHHnHaBna smEBmenH §B Mýya T5io s£ I Gnll 09 jðrð! Söguleg stómynd frá Warner& Bros. X » :»: Aðalhlutverkin leika: X George Brent, Oliva de Havilland, Claude Rains o. fl. * ♦*♦ ♦*♦ Öll myndin er tekin í eðlilegum!> litum eftir nýjustu uppfinningu!;! Multiplane Technicolor í hinni^ unaðslegu náttúrufegurð Sac-£ Californiu.!*! I Gambrb'io % X X Vopgsmygl- ararnir !»! ramento-dalsins í ♦ ♦ ♦ :»: Afar spennandi og vel leikin •:• ♦*♦ *♦* *:* v •:♦ frönsk talmynd, leikin af X *♦* ♦ :»: •!• fyrsta flokks frönskum og kín X !•! verskum leikurum. :»: Síldaraflínn Framhald af 1. síðu vík 584, Gulltoppur, Hólmav. 2242, Gunnbjörn, ísafirði 1381, Gunnvör Siglufirði 4840, Gyllir, Vestm. 752, Haraldur, Akran. 2136, Heimir, Vestm. (51) 2828, Helga, Hjalt- Lí n$íadcn»fara mír komu mfed Brúarfossi kL 3 í nóif Brúarfoss kom frá útlöndum kl. 3 í nótt. Með honum voru auk annarra farþega íslenzku þátttakendurnir á Lingiaden í Stokkhólmi. Hafa Ármenningarnir staðið sig ágætlega í þessari ferð, og hvarvetna þar sem þeir hafa sýnt fengið hið mesta hrós. I Drangeyjarsundíð Framliald af 1. síðu íþróttamenn og aðrir telja hann vel aö kominn. TíðindanVaður Þjóðviljans hafði tal af þeim Hauki og Jóni Inga, er þeir komu hingað til bæjarins með Laxfossi í nótt. Létu þeir í ljósi undrun sína yf- ir því, að búið var að bæta óvið- komandi skýringum við fréttina af sundinu, er þeir létu fréttaritara útvarpsins á Sauðárkróki í té. Töldu þeir skýringu þessa byggða á vafasömum heimildum, þar sem Erlingur Pálsson, er skýringuna gaf hafði ekkert tækifæri til sam- anburðar á sundi Hauks og sínu, og engar fréttir voru komnar til Reykjavíkur, er slíkur samanburð- ur gat stuðst við. Verbúðabryggjuna. Hann er 27—8 smálestir að stærð með 100 ha. Wickmannvél. Allur er bátur þessi hinn vandaðasti að sjá. Smíðið hef- ur leyst af hendi Vigelund í Njarð víkum. Báturinn er keyptur til Seyðisfjarðar og mun bráðlega fara þangað austur. Knattspyrnusýning Vals og Vík- ings í gærkvöldi fór svo að lið Divine sigraði lið Bucklohs með 2: 1. Fyrii’liðarnir voru mjög ánægð- ir með leikinn yfirleitt, og töldu hann hinn bezta knattspymulega séð. eyri 2232, Hermóður, Akranesi. 2060, Hermóður, Rvík 1386, Hilm- ir, Vestm. 1826, Hjalteyrin Akur- eyri 1663, Hrafnkell goði, Vestm. 1021, Hrefna, Akranesi 2101, Hrönn, Akureyri 2018, Huginn I. Isafirði (40) 2301, Huginn II. Isa- firði 2671, Huginn III. Isafirði 3825, Hvítingur, Sigluf. 2014, Höfr ungur, Rvík 1223, Höskuldur, Siglufirði, 1914, Helgi Vestm. 466, Isbjörn, Isafirði, 3004, Jón Þor- láksson, Rvík (Al) 2778, Kári, Ak, 1075, Keilir, Sandg. (35) 1732, Kolbrún, Akureyri 2093, Kristján, Ak. 1511, Leo, Vestm. 2944, Stuðla foss, Reyðarfirði (55) 830. Liv. Ak 1027, Már Rvík 3250, Marz Hjalt- eyri (39) 1392, Minnie, Ak. (92) 2869, Nanna, Ak. 2475, Njáll, Hafn arfirði 1533, Olivette, Stykkis- hólmi 1259, Pilot, Innri-Njarðvík (29) 866, Síldin, Hafnarfirði (92) 3235, Sjöfn, Akranesi 2003, Sjö- sfjarnan, Ak. 2065, Skúli fógeti II. Vestm. 428 Sleipnir, Nesk. 4180, Snorri, Siglufirði (71) 2323, Stat- hav, Siglufirði, 459, Stella, Nesk. 3968, Súlan, Ak. 5552, Sæbjöm, ísaf. 3510, Sæfinnur, Neskaupstað 4423, Sæhrimnir, Þingeyri 2463 Sæunn, Ak. (99) 1493, Unnur, Ak. 1331, Valbjörn, Isaf. 3681, Valur, Akranesi 1074, Vébjörn, Isaf. 2215 Vestri, Isaf. 2226, Víðir, Rvík 770, Víkingur, Siglufirði (214) 2486, Þingey, Akureyri 435, Þorgeir goði, Vestm, 1834, Þórir, Rvík. (22) 873, Þorsteinn, Rvík (139) 2987, Vöggur, Njarðvík (84) 489. Mótorbátar 2 um nót: Alda—Hannes Hafstein, Dalvík 545, Alda—Hrönn, Fáskrúðsfirði 1349, Anna—Bragi, Njarðvík (93) 1393, Anna—Einar Þveræingur, Ölafsfirði 1467, Bára—Síldin Fá- skrúðsf, 2062, Barði—Vísir, Húsa- vík, 2393, Björgvin—Hannes lóðs, Dalvík, 421, Björn Jörundsson—- Hegri, Hrísey 144, Brynjar—Skúli fógeti, ölafsfirði 203, Eggert— Ingólfur, Keflav (166) 1956 Kristi ane—Þór, Ölafsfirði 2116, Erling- ur I.—Erlingur II. Vestm. 2739, Freyja—Skúli fógeti, Vestm. (49) 2173, Frigg—Lagarfoss, Vestm. 2178, Fylkir—Gyllir, Nesk. (178) 2565, Gísli J. Johnsen—Veiga, Vestm. 3023, Gulltoppur—Hafald- an, Vestm. 3412, Haki—Þór, Hrís- ey, 288, Jón Stefánsson—Vonin, Dalvík 1486, Karl II.—Svanur II., Hrísey 8, Leifur Eiríksson—Leifur heppni, Dalvík 472, Muggur— Nanná, Vestm. (148) 931, Muninn —Ægir, Sandg.—Garði (430) 1806 Muninn—Þráinn Nesk. 2485, Öð- inn—Öfeigur II. Vestm. 1874, Reynir—Víðir, Eskifirði 2414, Reynir—Örninn, Keflavík 575, Víðir—Villi, Garði—Sigluf. 1428, 46 GRAHAM GREENE: SKAMMBYSSA T I L LEIGU Pað yrði ekki hjá því sneitl, að tekið yrði eftir honum. Pvi reikaði hann einkúifi um þær gölurnar, seni fjölfarnastar voru, og var þó hvergi óttalaus. Petla var leiðiníegur og dimmur dagur, en það ringdi þó því betur ekki. Búðirnar voru fullar af jólayarningi. Allt þetta skran, sem legið hafði el'st upp á hillum eða niðri i kjöllurum allt árið hafði nú verið tekið fram og raðað í gluggana, súlur með dýra- eða drekahöfðum, útskornar sleifar, ótöluleg barnaleik- föng með teningum og töflum, af allskonar tegundum. í einni búðinni, í grend við katólsku kirkjuna, sá hann aftur gibsmyndina sem hafði farið í taugarnará honum í Saho kaffihúsinu: hina heilögu jómfrú með barnið, vitr- ingana og hirðana: Pessu var uppslillt eins og i lillum lielli gerðum úr brúnum pappa mitt á milli guðsorðabóka og smá guðræknismynda af St. Theresu. Undir myndinni stóð: heilaga fjölskyldan. Iiann kom með andlitið fast upp að rúðunni í fieiti vandlætingu yfir, að þelta ævintýri skyldi enn þykja gjaldgeng vara. „Aí því að þau fengu ekki inni í gistihúsinu”. Hann minntist, livernig þau hörn in á uppeldisheimilinu sátu úppstillt á' bekkjunum og hiðu jólamatarins, meðan lesið var með grannri, ísmeygi- legri röddu um Ágústus keisara og um það, að allir voru á leið heim til ættborgar sinnar lil að láta skrá sig við mannlalið. Engum var refsað á jólunum, öllum refsingum freslað þangað til eftir jólin. Kærleikur, mann- gæzka, þolinmæði, auðmýlct: jú, hann hafði.svo sem geng- ið í þenna skólann, hann hafði heyrt um þær allar þessar dyggðirnar og séð hvers virði þær voru. Allt var skrurn- skæít, jafvel helgisagan, sem þarna var sýnd i gluggan- um, hún hafði að vísu gerzt, en öðruvísi, henni hafði ver- ið breytt, þangað til hún þótti fara vel. Barnið þarna höfðu menn gert að guði, lil þess að fylla sig isælli vínur að hugsa um hann og losna við samvizkubit fyrir það sem þeir gerðu. Hann átti af frjálsum vilja, að hafa friðþægt fvrir þá, eða var það ekki eitthvað á þessa lcið. Já, og svo sögðu l’cir, a' hai n hefði getað kalíað á heila legio af éngium ofan af himni, þegar honum leiddist að hanga á krossinum. Eg held nú það, að sá hafi getað þvílíkt, hugs- aði Raven í vantrúargeðvonzku, svona álíka og hann fað- ir minn, sem var hengdur i Wandsworth. Hann klemmdi andlilið inn í rúðuglerið, og heið þess að einhver eða eitt- livað yrði til að mótmæla sér um þelta efni, hann starði með óttablandinni hlíðu á harnið í reifunum, „litla ves- alingin”; því að hann vissi, hvað það átti í vændum: hatur Gyðinganna og svik Júdasar, og að aðeins einn lærisvein- anna mundu sýna, að hann hefði þá mannrænu að hú- ast til varnar, þegar hermennirnir komu til að taka hann í grasgarðinum. Lögregluþjónn geklc fram hjá, meðan Raven starði inn um rúðuna, gekk fram hjá án þess að veita honum at- hygli.t Itaven fór þvi að grufla yfir, hversu mikið þeir mundu um sig vita. Hafði unga stúlkan sagt frá því, sem fyrir hana hafði komið. Hann gerði vissulega ráð fyrir því. En þá átti að vera frá því sagt í hlaðinu. Hann leit eftir því. Par var ekki á hana minnst einu orði. Ilonum varð hverft hann hafði verið kominn á fremsta hlunn með að drepa hana, en hún hafði ekki farið lil lögreglunnar. Af þvi mátli ráða, að hún hefði trúað honum. Og nú minntist hann atvikannna úr bílskúrnum við ána, hagléls- ins og myrkursins einstæðingsskaparins, lilfinningarinn- ar, að hann hefði tapað einhverju, sem mikils var um vert, og að hafa gerl einhver óskiljanleg mistök. En hann fann jafnframt annað lil að hugga sig við: þetta gamla viðlag: „híddu bara, hún slúðrar vissulega — þannig er allt kvenfólk”. Hann liafði löngun og þörf á að finna liana, en hugsaði með sér: hvert á ég að leita? Mér lekst ckki svo miiuð sem að finna Gholmondeley. Hann horfði gremjulega á gipsmyndina i pappahellinum: „ef þú ert giuð, þá veiztu að eg ælla ekki að gera henni illt, gefðu mér tækifæri, láttu hana vera hér á götunni þegar ég snv mér við”. Hann sneri sér á hæli og sá engan. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.