Þjóðviljinn - 12.08.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.08.1939, Blaðsíða 1
IV. ARGANGUB LAUGARDAGUR 12. AGUST 1939 183. TÖLUBLAÐ Hvad hctur þú gcrf fíl ad úfbreida Þjóðvíljann ■ 9 Siglnijörður hoinr enn ekkl iengið leyfið lilverk smiðjnbyggingarinnar Dráffurínn á svarínu er ordinn eíff- hverf mesfa hneykslí í afvínnumál- um fandsíns Nú hefur bæjarstjórn Siglufjarðar beðið meir en þrjá mánuði eft- ir svari atvinnumálaráðherra við því, hvort bæjarstjórnin megi endur byggja verksmiðju sína „Rauðku” og skapa þarmeð verksmiðju er afkasti 5000 málum á dag. Ríkisábyrgðar þarf ekki með, aðeins leyf- is til að mega byggja verksmiðjuna. Útgerðarmenn og sjómenn hafa eindregið skorað á ríkisstjórnina að veita Ieyfið, en ekkert svar hef- ur fengist enn þá, Gctur rikíssfjórn, scm lánsfílboðí Þessi framkoma í máli, sem varðar afkomu aðalatvinnuvegs þjóðarinnar, er slíkt hneyksli og ó- trúlegt að það skuli gerast, jafnvel í okkar útvalda landi f jármálaspill- ingarinnar. Að ríkisstjórn, sem hvergi fær nein lán sjálf, skuli ekki verða fegin, þegar aðrir útvega lán til framkvæmda, -— og að ríkis- stjórn, sem alltaf vantar gjaldeyri skuli ekki grípa það fegins hendi, að upp rísi verksmiðja, er fram- leiði gjaldeyrir í stórum stíl — það er sannarlega verra en nokkum hefði getað grunað. Allir vita hve áríðandi það er að hafa slíka verksmiðju, þegar vel aflast og allt er fullt af síld, — en jafnvel líka á vertíð eins óheppi- legri og þessari, sem nú stendur yf- ir ,sézt hve fljótt hundruð þúsund- ir mála fara forgörðum vegna þess að skipin verða að bíða strax og nokkuð veiðist. Og enn er vitanlegt að undir eins og eitthvað rættist úr með afla nú, þá verða skipin aftur að fara að bíða við ríkisverksmiðjumar, — meðan bezta síldarhrotan gengur hjá. Síldarverksmiðjumál Siglfirð- inga er mál sem alla þjóðina varð- Blaðamönnum var boð'ð shoða shípíð í gær að ensha her~ .Pelícan u Blaðamönnum var í gær boðið að skoða eitt af nýjustu herskipum Breta, „Pelican”, er mun dvelja hér í nokkra daga. „Pelican”, sem er um 1200 smál. að stærð, var hleypt af stokkunum í byrjun þessa árs. Skipið annast sem stendur eftirlit með brezkum fiskiskipum hér við land. Héðan fer það eftir helgina vestur og norður um land heim til Bretlands. Á skipinu er 200 manna áliöfn. Reykjavík er fyrsta erlenda höfnin, er það heimsækir. Almenningi var í gær gefinn kostur á að skoða herskipið og verður það enn til sýnis almenningi kl. 2—4,30 í dag. hvergí iestr íáný hafnað Síglufjarðar ? ar. Það er krafa og vilji þjóðarinn- ar að Ieyfið verði veitt. Ríkisstjórn in er nóg búin að spilla fyrir mál- inu með því að tefja það svona. Nú verður. hún að svara játandi og það strax. Frílfsiínn Samkvæmt tilkynningu í síðasta Lögbirtingablaði er bætt við á frí- lista” eftirfarandi vörum: hveiti- grjónum, hrísmjöli, sagogrjónum, sagomjöli, matbaunum, kartðflu- mjöli og sítrónum. Ot af fyrir sig er ekkert nema gott um þennan frilista að segja, en skoðaður í ljósi þess gjaldeyris- ástands, sem „þjóðstjórnin” og önnur óhamingja búa landinu, þá verður hann harla einkennilegur. Hafi síðasti frílisti verið „snuð”, sem Eysteinn stakk upp í Jakob og kaupmennina, þá fer þessi nán- ast að verða tilraun gjaldþrota ríkisstjórnar til að fá nú innflytj- endurna til að leggjast á eitt um að stinga „snuðum” upp í okkar erlendu viðskiptavini, því að nú- verandi gjaldeyrisástandið virðist þessi frílisti eiga að tákna að þess- ar vörur sé innflytjendum frjálst að „plata” erlendu viðskiptavinina til að láta af hendi gegn greiðslu, sem yfirvöldin sjá svo um að ekki verði innt af hendi. „Prílistinn” er allur saman eitt táknið enn um algert ábyrgðar- leysí hinna „ábyrgu” flokka, hvern ig þeir láta vaða á súðum og hugsa sér að fleyta sér á tómum blekk- ingum, sem þó hrynja um leið og þeim er hrófað upp. Br ezlta stjúpnin framselur laponun Hfnoepjana Hriá í Tienfsin Brczkí sendíherrann í Tokío ftlkynnti jap- ðnsku sfjórnínní þetfa í $ær. EINKASKEITI TIL ÞJÓÐV. KAUPMANNAHÖFN I GÆRKV, Brezka stjórnin hefur nú ákveð- ið að framselja Kínverjana fjóra, sem flúðu á náðir Breta í Tieiiísír. í apríl, í hendur Japönum. Til- kynnti brezki sendiherrann jap- önsku stjórninni þetta í dag. Jafn- framt er talið að Tokio-samning- arnir hefjist aftur bráðlega, því brezka stjórnin sé nú búin að taka ákvarðanir sínar og tilkynna Cra- igie ,sendiherra sínum í Tokio þær. Vínsfrí blöðín i Eng« landí mófmæla ráðsföf* unum sfjórnarínnar. Ákvörðunin um framsal Kínverj- anna mælist afarilla fyrir í vinstri blöðum þar sem brezka stjórnin þykir hér vinna böðulsverk fyrir Japani. Benda mörg þeirra á að undarlegt . sé að telja Kínverjana seka um hermdarverk og afhenda þá til Japana til dóms, þar sem all- ar aðfarir Japana sjálfra í Kína síðustu 2 ár eru óslitin r.öð hermd- arverka. Tveir Englendingar eru að gera tilraunir til að bjarga Kín- verjunum með því að heimta þá fyrir enskan dóm samkvæmt göml- um enskum lögum um persónu- frelsi. RÚMAR 2000 TUNNUR SALTAÐAR Á SIGLU- FIRÐI í GÆR, Veður var slæmt fyrir norðan í gær og lítil síld. Á Siglufirði voru saltaðar rúmai' 2000 tunnur frá því í fyrrakvöld og þar til í gær- kvöldi. Þennan tíma kom engin síld í bræðslu á Siglufirði, Nokkur síld barst til söltunar á öðrum síldveiðistöðum norðanlands Á Húsavík var hinsvegar svo hvasst, að engin skip þaðan leituðu til veiða, en ýms skip leituðu þar hafnar í gær. Dýtragatrður fasismans Japanskir hermenn skjóta kínverska fanga fyrir augunuin á félögum þeirra. Hernaðarsérfræðingnm Breta og Frakka tekið með mikilli við- hðfn i Leningrad og Moskva EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐVILJANS. MOSKVA I GÆRKV. Frönsk skopteikning — dýragarðu fasismans: 1. japanska slangan, 2. sjakalinn í Berlín, 3. rottan í Salamanca, 4. hýenan í Rómaborg. Þegar ensku og frönsku herfor- ingjarnir, sem nú eru komnir tii viðræðna við yfirmenn Rauða hers- ins, koniu til Leningrad var þeim tekið með mikilli viðhöfn. Fyrir liinni brezk-frönsku lierforingja- nefnd eru Drake aðmíráll, brezkur og Doumenc hershöfðingi, fransk- ur. Hcrshöfðíngjar Rauða~ hersíns ióku á mófí þeím, Þegar hermálasérfræðingarnir líomu til Leningrad var þeim veitt móttaka aí Tsjibsoff stabsforingja I Leningrad og umliverfi, Rumisj- eff flotaforingja á baltiska flotan- um og Demisoff majór. Þá voru ennfremur til staðar, þeir Palasse hermálafulltrúi Frakka í Sovétríkjunum og Fire- brice hermálafulltrúi Breta. Að móttökunum í Leningrad loknum, héldu hermálasérfræðingarnir á- fram til Moskva, þar sem umræð- ur þeirra við hernaðarsérfræðinga Sovétrikjanna fara fram. Suvaroff hershöfðingi veitti þeim móttöku í Moskva. Landbúnaðarráðherra Esilands í opínberrí heímsókn í Moskva Landbúnaðarráðherra Estlands Tupits dvelur í opinberri heimsókn í Sovétríkjunum um þessar mund- ir. Hefur hann meðal annars heim- sótt landbúiiaðarsýningu þá, er nú stendur yfir í Moskva. Þegar Tup- its kom á járnbrautarstöðina komu landbúnaðar- og utanrikismálafull- trúarnir þangað á móts við hann, ásamt sendiherra Estlands í Moskva. Landbúnaðatrsýníníngin hefuir staðíð i 10 daga, Landbúnaðarsýningin í Moskva hefur nú staðið yfir í 10 daga og meira en þrjú hundruð þúsund manns hafa sótt hana. 1 dag hélt Lyssenko, kunnur jurtakynbóta- fræðingur fyrirlestur í sambandi við sýninguna um stigþróun plantna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.