Þjóðviljinn - 12.08.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.08.1939, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1936 ÞJÓ»VILJINN toyiuiiiii trtgef andi: Samelnlngarflokknr . alþýQn —- Sósíalistafloklnirinn — Bitstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartaraon. Sitstjórnarskrifstofor: Hverf- isgötu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðsln- og anglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Áskriftargjald á mánnOi: .. . Reykjavík og nágrenni kr. 2,50. Annarsstaðar & landinu kr. 1,75. I lausasolu 10 aura eintakið. ‘/ikingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2864. Tvö sjónarmíd . Það er dálitið athyglisvert, að á sama (ima og Alþýðublaðið birtir hverja níðgreininá á fætur annari um Sovétrikin og þá einkutn ut- anrikjspólitik þeirra, skuli eftirfarr andj ummæli vera birt í aðalblaði sæuskra sósialdemókrata, „Sosial- flemakruten", . .. : Greinin birtist 26. júli, þegar ekki J yar annað sýnna, en að Chamberlain j - iain-&tjómin væri að .fullu að bug- , ast fy'rir kröfum Japana. Ummæli „Sosíaldempkraten" eru á þessa leið: ,jBnezk-japönsku samn- , ^ngamir í Kína eru árás á Kína og baráttu Sjang Kai Sjeks gegn fas- istískum árásarmönnum". — — — „Nýr Asíu-Mlinchen-sáttmáli er gerð ur, og ekki aðeins England, heldur einnig öll Evrópa hefur beðið hinn , jpesta álitshjnekki. En svo steik er frelsisþrá kinversku þjóðarinnar, að svik Englands við málstað hennar geta ekki fært Japönum sigur. England hjálpar Japönum nú á sama hátt og City hjálpaði fasíst- um Spánar til sigurs yfir spanska lýðveidinu. Cliamberlain er æfinlega , reiðubúinn að hjálpa afturhaldi . fasismans með hlutleysi (Abessinia, Spánn, Austurriki og Albanía) eða með beinni stoð (för Runcimans til Tékkóslóvakiu og Chamberlains til Miinchen)". Blaðið lýkur máli sínuSneð þess- um athyglisverðu orðum: „Nú á K1na aðeins eftir aðstoð Sovétríkj- anna, sem æfinlega hefur verið -’órum meiri ea hjólp Englands". Svona skrifa sósíaldemókratar í Svlþjóð um utanrikismálastefnu Sov étrikjanna. Á sama tima ritar' Al- þýðublaðið um utanríkismálastefnu þeirra sem óbeinan ef ekki hein- an stuðning við yfírgangspólitík fas- istarikjanna. Og um sömu mundir var Chamberlain forsætisráðherra Breta sungið lof sem hinum „sterka manni" frá samningaborðirúi í Míln- chen. Það breytir engu um niðurstöð- ur hins sænska sósíaldemókrata- biaðs, þó að brezka stjómin kunni nú eftjr á að heykjast á samningun- um við Japani, og þó að Banda- rikin hafi síðan stigið það mikil- væga spor, að segja upp viðskipta- samningum sfnum við þá. Alþbi. hefur að undanfömu ver- ið frakkast í því, að styðja málstað fasismans og afturlialdsins, en hitt er aðeins að vonum, að það reyni að klína þeim verknaði á aðra. Fyrir nokkru siðan skýrði Þjóð- viljinn nokkuð frá bamaheimihun félagsins Sumargjöf. 1 fyrradag gafst mér kærkomið tækifæri til þess að kjmna mér barnaheimili Vorboðans að Flúðum i Hreppum og að Brautarholti á Skeiðum. Stjórn Vorboðans bauð sem sé nokkrum bæjarfulltrúum og blaða- mönnum austur þangað. Saga Vor- boðans er í sem fæstum orðum þannig: Fyrir.5 árum byrjaði Alþjóðasam- hjálp verkalýðsins, A.S.V., á að starfrækja sumarheimili fyrir börn austur á Brautarholti. Smátt var bj'rjað. 24 börn fengu þarna þriggja vikna dvöl. . öll vinna við dvöl þessara barna var framkvæmd af sjálfboðaliðum. Litill hópur manna vann að þessu með þraut- seigum áhuga undir forystu Katrin- ar Pálsdóttur, en fáir sýndu þessari lofsverðu tilraun skilnmg. Ánnað og þriðja árið var starfað á lík- ,an hátt, en starfið færðist í auk- 1 ítna, og þfiðja sumariö fengu um 70 böm mánaðardvöl á heimiliun Vortooðans'. • < Fyrir tveugur árum síðan sneri A.S.V. sér til Verkakventutfélagsúls Framsókhar og Þvottakvennafélags- ins Freyju, og fór þess á ,leit, að þessi félög tækju þátt í störfum Vorboðans. Bæði félögin brugðust vel við. Nú er Vorboðanum þannig stjómað, að hvert þessara þriggja félaga kýs 5 konur í stjórn hans. Þessar 15 konur kjósa siðan 5 kvenna framkvævndastjóm. Hana skipa nú: Katrin Pálsdóttir, form., Jóhanna Egilsdóttir, Þuríður Frið- riksdóttir, Gislína Magnúsdóttir og Petra Pétursdóttir. Ríki og bær hafa styikt starfsemina 2 siðustu árin, fj'rra árið með 1000 kr. hvor aðili, en hið siðara með 1500 kr. Síðastl. sumar dvöldu 69 börn á heimili Vorboðans í Brautarholti í 5. vikur og 7 í 10 vik’ur- í sumar eru heim- I ilin tvö, á þeim dvelja um 70 böm , og, gert er ráð fyrir, að dvalartím- j irm verði 7—8 vikur. Það eru þrjú félög hins íslenzka verkalýðs, sem standa að þessu stórmerkilega starfi, með því hafa þau gefið öðr- um verklýðsfélögum gott fordæmi, ! enda er þess full þörf, því það er sannast máia, að flest eru þau furðu j lát um ýms þau mál, sem verka- lýðinn varðar mestu. En nú sknhim við snúa okkur að austurferðinni. Ad Flúdum, Hrepparnir eru fögur sveit, ein af allra fallegustu sveitum landsins. En jafnvel í fögrum sveitum má finna ljóta blettL Einn slíkur blett- ur er gilskora skammt frá Gröf í Hrunamannahreppi. Þar byggðu j Hreppamenn heimavistarskóla, og heitir staðurinn Flúðir. En svo gætt sé allrar sanngimi við Hreppamenn er bezt að geta þess að gilskora þessi er „heitur staður". Skólahúsið er byggt yfir sjóðandi heitum hver, hann hitar húsið og í honum sjóða Flúðamenn mat sinn. Þá er heldur ekki rétt að gleyma þÞvi, að ailmikið hefur verið unnið að þvi að prýða umhverfi skólans, með ræktun túns og trjágarða. En óneitanlega iiefði það verið skemmti tegra, að byggja menntasetur uppi á gilbanninum, þar er fagurt og þangað væri auðvelt að leiða heita vatnið. Ekki meira um þeita, en gott væri að þær sveitir, sem eftir eíga að byggja sér vandaða heimavistar- skóla gættu þess að velja þeim fagra staði. En hvað sem öllu þessu liður, þá skilaði bíll ,sem hann Steindór lánaði Vorboðanum, án alls endur- gjalds, okkur að Flúðum kl. rúm- lega 2. Þar var eins og við var bú- izt, hópur af brosandi bömum, sem beið okkar á hlaðinu. En það var ekki mikill timi til að kynnast þeim að sinni. Fyrst var að þyggja góð- gerðir, þær hafa ekki gleymt ís- lenzku gestrisninni Vorboðakonum- ar. Sem sagt gestirnir voru tafar laust leiddir að velbúnu miðdegis- verðarborði. Þegar þangað var kom ið, stóð frú Jóhanna Egilsdóttir, for- maður Verkakvennafélagsins Fram- sókn upp og bauð gestina velkomna með stuttri ræðu. Hún rakti sögu Vorboðans í fáum dráttum, og skýrði frá þvi að orðið hefði að synja álika mörgum bömum um sumardvöl á heimilum hans, eins ög þeim, sem hægt var að veíta viðtöku. Kvaðst hún ekki efast um að mörg þeirra barna, sem ekki gátu fengið pláss hefðu haft eins mikla þörf fyrir sumardvöl í tsveit eins og þau, sem tekin voru. Að lokum gat hún þess, að sér þætti vænt um, ef gestir þeir, sem hér væru mættir fengju tækifæri til að kynnast heimilum þeim, sem börnin koma frá. Stefán Jónsson kennar’i, sem er húsbóndi á heimilinu, flutti ræöú undir borðrun, og skýrði frá dag- legu iífi á Flúðum. Hann mæltí meðal annars eitthvað á þessa leið: Ég vil láta allt ganga hér sinn eðlilega gang, sem mest af sjálfu sér. Ég hef sett heimilinu fáar, einfaldar reglur, en þeim er framfj'lgt. Ég er með bömunum i leikjum þeirra og störfum. Ég hef fundið allmikið til þess, að börnin eru ekki hugkvæjm; í leikjum sínum. og þeim veitist erfitt að stefna að ákveðnu njark' nreð þeim. Þetta finnst mér einkenna Reykjavikur- börn almennt. Helzt vilja þau vinna að því að leggja vegi og keyra bila, og ákaflega þykir þeim gaman að keyra útaf, láta lögregluna koma á vettvang og, taka bílstjórann fast- an. Þegar við erum inni, höldum við okkur í leikfimishús- inu, við söng og hringdansa, og á kvöldin eftir matinn, les ég eða segi sögur. Elzfru börnin hjálpa of- urlítið til með húsverkin og stöku sinnum förum við til nágrannanna og hjálpum þelm til við heyvinnuna. Þegar staðið er upp frá borðum sýnir Stefán húsið hátt og lágt Mörgu er þar sæmilega fyrirkomið og umgengni virðist vera ágæt, en húsið er þó ver til reika en skóla- hús á að vera.Rifnir gólfdúkar óg veggfóður sjást allvíða. Vorboða- konurnar upplýsa, að þær borgi 200 kr. á mánuði í húsaleigu. Manni verður á að hugsa: Húsið var, eins og önnur skólahús, byggt með all- • verulegum rikisstyrk. Væri það ekki sanngjarnt að ljá slik hús til þjóðnytjastarfa, eins og þeirra, sem hér eru framkvæmd, án þess að gjald kæmi fyrir, annað en það að bætt væri óumflýjanlegt slit? Nú er gengið út í leikfimihúsið. Þar eru börnin 32 að tölu, þau eru á aldrinum 8—11 ára.Þau syngja og dansa hringdans. Allt útlit þeirra og framkoma ber vott um að þeim liður vei. Eftir litla stund eru þau komin í borðstofu, þau drekka mjólk og kakó og borða brau^. Hveri skyldi trúa því að í borðstof- unni er hljótt. Við og við rétta bömin upp hendina, á augabragði staðnæmist þjónustustúlka hjá hinni uppréttu hönd og bætir í boll ann. Lystin sýnist ver/i í bezta lagi, — , Það er nú kannske ekki vel gert, segir Stefán, en ég hef siett þá reglu, að á meðan bórðað er verða allir að þegja. Ef til vill má deila um þessa reglu, en víst er um það að þarna fá börnin tækifæri tíl sjálfsögunar. Viö kveðjum Flúðir og þökkum öllum á heimilinu, börnum og full- orðnum fyrir mjög góðar viðtökur. Að Braufarholfí, Það er ekki eins fallegt á Skeið- unum eins og í Hreppum. En Skeiða menn hafa valið heimavistarskóla arholtí í Húsatóftalandi. Skólahúsið og samkomuhúsið, er þar hefur verið reizt, er líka mjög myndarlegt, hvorttveggja í allra fremstu röð þess, sem þekkist í íslenzkum sveitum. Þó er sá ljóður á að þarna er erött um vatnsból. Að Brautarholti er staðnæmSt í bakaleið, því þar er annað sumar- heimili frá Vorboðanum. Bamahóp urinn kemur á mótí okkur út að bilnum, 37 böm, á aldrinum .5—8 ára, fram úr skarandi sælleg og glaðleg; og nú er tekið til óspiltra máianna að sýna okkur heimilið I hátt og lágt Það má lýsa þessu heimili með fáum orðum — það er prýðilegt. — Þegar þessari skoðun er lokið er sezt að kaföborðum. Frú Þur- íður Friðriksdóttir, formaður Þvotta kvennafélagsins Freyja, flytuir stutta ræðu. Hún minnist þess brautryðjenda- starfs, sem A. S. V. vann með því að hefja starfsemi Vorboðans. Hún telur að það haö vakið imdrun henn ar, hve mikið verk þetta félag var búið að vinna, þegar það fyrir tveimur ámm snéri sér til Verka- kvemiafélagsins Framsókn og Þvottakvennafélagsins Freyju og fór fram á samstarf við þau. Skiln ingur og viðurkenning á þessu starfi hefur farið sí vaxandi. Bær og ríki styrkir það nú, og fjöldi einstaklinga rétta því hjálparhönd. Ég bið sumarblæinn að færa öll- um þessum vinum Vorboðans þakkir okkar, mælti Þuriður. Þó við blaða- mennimir teljum okkur nú ekki eiga mikið skylt við vindinn, sem enginn veit hvaðan kemur eða hvert hann fer, þá vil ég ganga í lið með sumarblænum og skila þakk- læti Þuriðar öl lesenda Þjóðvilj- ans, þeirra, sem geta tekið það til sín. En beztu þakkimar geta þeir lesið í augum barnanna, ef þeir koma að Flúðurn og Brautarholti. Bæjarfulitrúamir Guðrún Jónas- son, Guðrún Guðlaugsdóttír og Bjöm Bjamason sögðu nokkur orð að ræðu Þuriðar lókinni. Luku þau börnin öll verðskulduðu lofsorði á starf- semi Vorboðans, og má vænta þess, að þau verði öflugir talsmenn hans innan bæjarst jómarinnar. Að kaffidrykkju lokinni var geng- ið út i leikfimissalinn. Þar var Þorgerður Jónsdóttir kennslukona, húsfreyjan á heimilinu, með öll sin böm, þau sungu sér og gestunum til ánægju. Siðan er gengið til bii- amia og heimilfcfólkið fylgdist með. Bömin ráða sér ekki fyrir kætí, þau una sér auðsjáanlega við leik iog störf i Brautarholti. Mamma og pabbi geta verið viss um að þeitn líður1 vel. Á heímleíðínní, Þið ættuð að kynna ykkur heini- ilin, sem börnin koma frá, sagði frú Jóhanna Egilsdóttir. Þessi orð komu aftur og aftur í huga minn á heimleiðinni. — Böm eru ekki hug- kvæm, þó erti þau vel geön, sagðí Stefán Jónsson. Ég get ekki verið Stefáni samdóma um það, að hug'- kvæmdaleysi sé einkenni Reykja- víkurbarna almennt, sízt þeirra, semi pru vel geön. Ég þykist þvert á móti hafa orðíð var mikillar hug- kvæmni í leikjum og störfum Reykvískra barna og unglinga. Ætli maður fái ekki skýringuna hugkvæmdaleysinu, ef maður fer að ráðum Jóhönnu og kynnir sér heim- ili bamanna. Það mættí byrja á þvi að ganga um Hverfisgötu, Lind_ argötu, Njálsgötu, Grettisgötu o. s„ frv. og reyna að telja íbúðarglugg- ana, sem eru fyrir neðan götubrún að mestu eða öllu leyti. Leiðin liggur áreiðaniega niður í margar þessar íbúðir ,ef kynn- ast á heimilum bamánnzt, senv mi teru í Brautarholti og FÍúðum. Er hugsanlegt að ala app hugkvæma aisku í þessum hofum? í þessum holum dvelja börnin 10 mánuði árs- ins, en fyrir atbeina verklýðssam- takanna fá þau að búa tvo mánuði vrð skiiyrði, sem bömum eru bjóð- andi. Aðeins tvo mánuði við sæmi- leg Iifsskilyrði, hina 10 við ósæmi- leg skilyiði. Er það of djúpt tekið í árinni, að segja, að þjóðfélag, sem þannig býr að sinni eigin framtíð bömunum, fremji glæp, sem ekki verður fyrirgeönn, heldur kemur jniður á niðjunum) í þriðja og fjórða lið? Reykjavík býr illa að börnum sinum, hörmulega illa, hin vjLrðing- arverðu störf Sumargjafar, verk- lýðsfélaganna og Mæðlrastyrksnefnd ar, fyrir börnin, ná svo skammt,. þrátt fyrir gífurlega fórnfýsi og þrauiseigt starf, að bamaheimili þessi eru eins og gróðursælir óasar í eyðimörk hirðuleysisins. Það er gleði að dvelja um stund á óasa, þó minnir hann alltaf á eyðimörk- ina. Hvaðan koma þessi hugkvæmda lausu böm? Væri það ekki verk- eflni fyrir blaðamenn og bæjarfull- trúa að velta þessari spurningu fj'r- ir sér í fullri alvöru? Væri það ekki verkefni Vorboðans að fara með þetta fóik í heimsókn á heim- ili þessara barna? Ætli það gæti ekki orðið tíl þess, að flýta fyrir því, að breyta eyðimörkinni í gróðr nreælar grundir? Ætli það gætí ekki orðið tíl þess, að Reykjavík breyttist von bráðar í borg fram- tíðarinnar — borg barnanna? S. A. S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.