Þjóðviljinn - 12.08.1939, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.08.1939, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Úrborglnn! Næturlæknir: Kristján Gríms- son, Hverfisgötu 39. Sími 2845. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. ÍJtvarpið í dag: 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 20.20 Hljómplötur: Sjaljapin syng ur. 20.30 Upplestur: „Kærleiksverkið” saga eftir Þóri Bergsson (Brynj- ólfur Jóhannesson leikari). 20.55 Hljómplötur: a) Kórlög. b) 21.15 Lög leikin á ýms hljóð- færi. c) 21.30 Gamlir dansar. 21.50 Fréttaágrip, 21.55 Danslög. 88 ái*a er í dag ekkjan Björg Ölafsdóttir nú á Elliheimilinu Grund. Hjónaband: Síðastliðinn laugar- dag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Elsa Petersen og Þorvald- ur Guðjónsson kyndari á Selfossi. Heimili ungu hjónanna er á Bar- ónsstíg 57. Brynjólfur Jóhannesson leikari les upp í útvarpið í kvöld kl. 20,30, smásögu eftir Þóri Bergsson er nefnist „kærleiksverkið”. Kveðjusamsæti heldur Knatt- spyrnufélagið Valur í kvöid kl. 9 í Oddfellowhúsinu, fyrir þjálfara sinn, mr, Devine. Valsmenn til- kynni þátttöku sína í Kiddabúð, Þórsgötu og hjá H. Biering Lauga- veg 3. Skipafréttir: Gullfoss er í Khöfn Goðafoss er í Reykjavík, Brúarfoss fór vestur og norður í gærkvöld, Dettifoss er á leið til Hull frá Ham borg, Lagarfoss er í Leith, Selfoss er á leið til Djúpuvíkur, Dronning Alexandrine er á leið til landsins frá Kaupmannahöfn, Lyra er á leið til Bergen, Súðin er á Hornafirði. fkviknun: 1 gærmorgun kl. 6,30 kom upp eldur í húsinu nr. 16 við Ingólfsstræti. Hafði kviknað i her- bergi því er miðstöðin var í. — Slökkviliðið var kallað á vettvang og tókst því óðar að ráða niður- lögum eldsins. fslandssýningin í New York. Samkvæmt skeyti ,sem Ferðaskrif- stofunni hér ba.rst í fyrradag frá Vilhjálmi Þór er nú dvelur í New York skýrði Vilhjálmur svo frá að yfir ein milljón manna væri nú bú- in að skoða Islandsdeild sýningar- innar. Hefur aðsóknin að sýning- unni aukizt mjög eftir þjóðhátíð fslendinga, sem haldin var þar vestra 17. juní. Hæsti vinningurinn í happdrætt- inu í fyrradag féll á heilmiða, sem seldur var í umboði Stefáns A. Pálsson & Ármanns. Var vinning- urinn 15 þúsundir króna. Drengjamót Ármanns fer fram dagana 14, 15. og 16. ágúst, Þátt- takendur eru beðnir að gefa sig fram við stjórn Ármanns í dag. Frú Sigríður Sæland ljósmóðir í Hafnarfirði á fimtugsafmæli í dag. Torg'sala verður í dag við Hótel Heklu og á torginu við Njálsgötu og Barónsstíg. ap Ný/af5tb a§ [ finll og jorð j Gamlal3íb % f Söguleg stómynd frá Wamerjl 4 Bros " % Aðalhlutverkin leika: George Brent, Olivia de Havilland, Claude Bains o. fl. 5* Öll myndin er tekin í eðlilegumijj ;»* litum eftir nýjustu uppfínningu^ •| Multiplane Technicolor í hinniljl 1*1 unaðslegu náttúmfegurð Sac-Ijjl X ramento—dalsins í Califomiu.X Samkeppni stálsmiðanna I ± Y y y y ! “X ¥ Eftír sháldsögunni „Big“i; Y *j* f eftír Oven Francís f V T % A ;|Aðalhlutverhíð leihu:: ;| Victor Mc Laglen i r y i. y I f y y y y y y y f I y y y y y y I y y y i y y y I ? ? j. y y y y y y ¥ y f :í | y :f :f ! y y y y y y y y y y y x 4 ¥ ! I y 1 y y ? I x y t ! ¥ x * y i x f: ::: I ! x KVÆÐ I# orhf fíl þcss ad fá skáldasfyrk á Íslandí áríð 1939, Sbr. rífsf jórnargreín Vísís 27, s,l,m, Svo milt og rótt er kveldið og kyrrð um jörð og græði, ei kvikar strá í túni né gjálfrar unn við sand. Og loksins sezt ég niður og kveð hið bezta kvæði, sem kveðið hefur verið, frá því byggðist þetta land. Svo hef ég þá upp raust mína og byrja á byrjuninni, ég beygi mig í auðmýkt fyrir landsins kirkju og stjóm, þótt lítilsháttar breyting kunni að sjást á sálu minni og samvizkunni förlist, slíkt er þegnleg skylda og fórn. Eg leyfi mér að geta þess, að þjóðin biður ekki um þrjózku, víl og nöldur í skáldskap eða list. Hún heimtar það af öllum, sem sitja Braga bekki, að þeir brúki sínar gáfur fyrir Ölaf Thórs og Krist. Hið stolta og glæsta takmark er að vera eins og áður og ávaxta sitt pund á nokkurnvegin sama hátt, og leggja sína byrði á þann mann, sem mest er þjáður og miðla jafnan röngu, sé við vamarlausan átt. Satt er það að vísu, að nú fækkar miklum mönnum. Ö, manstu Stefán Th. og Sæmund Hólm og Riis. En sérstaklega virði ég og elska af alhug sönnum hinn illa stádda Kveldúlf og Landsbankann og SÍS. Eg dáist mjög að öllum, bæði karlmönnum og konum, sem kommúnisminn aldrei gat markað á sitt spé, og ekki skal ég gleyma því að þakka Þjóðverjonum, hve þrautgóðir þeir reynast ef Vísi brestur fé. Til Jónasar frá Hriflu ber ég ást og alúð sanna og afreksverk hans dái ég gömul bæði og ný. Eg tel hann jafnvel læknaðan af veiklun vitsmunanna, að vísu er nokkuð erfitt fyrir mig að trúa því, Þeir Alþýðuflokksforingjar, sem fyrir lýðnum réðu, víst féllu þeir frá villunni og sviku loforð hvert. Eg þakka þessum mönnum, sem lið sitt okkur léðu, það litla, sem þeir geta er af dyggð og iðni gert. En þó að allt sé rólegt og í lagi virðist vera, þá vakir óvinurinn við næstum fótmál hvert. Þótt mörgum væri falið í meinsemdina að skera, það misheppnaðist flestum, og reyndist einskisvert. En bráðum vaknar þjóðin og þá mun kýlið springa, og þrælshönd kommúnista ei framar taki ná. Hið hættulega rit, sem nefnist „Arfur Islendinga”, skal aldrei nokkurn tíma neitt mannlegt auga sjá. Svo milt og rótt er kvöldið og kyrrð um jörð og græði, samt kólnar mér á fótum og því skal halda af stað. En fái ég ekki skáldastyrkinn fyrir þetta kvæði, mér finnast brögð í tafli, og hvað finnst Vísi um það? Steinn Steinarr. I I | Í ? y ? í V y ! y *:♦ Ý y y y Ý y Ý I y X I •:♦ ! ! y y Ý ¥ Ý ! -¥ y y y •:• I ! y -■¥ ! y y y | * y y ! I Ý | 1 Y : í 48 GRAHAM GREENE: SKAMMBYSSA •—• . ••• u- . • •, , T I L LEI G U ólti maðurinn, þá fékk hún liana sem gjöf frá konu, sem leigði hérna. Er það ekki satl Ting?” „Hvenær?” „Fyrir fáum dögum”. ; ’ „Og hvar er konan nú?” „Hún var hér bara eina nótt”. „Hversvegna gaf hún yður töskuna?” „Við reikum nú bara einu sinni um þenna táradal”, sagði Acky. „Þér vitið hvað skrifað stendur!” „Var hún ein?” „Vitaskuld var hún ekki ein”, sagði gamla konan. Acky hrökk við, lagði lóíann á enni hennar og ýtti henni hóg- látlega aftur fyrir sig. „Hún var með unnusta sínum”, sagði hann. Hann gekk nær Raven. „Mér finnst annars ég kannast við þella andlit”, sagði hann. „Gerðu svo vel að rétta mér síðasta blaðið af Jour- nal Tiny”. „Óþarfi”, sagði Raven. „Pað er ég og enginn annar. En það er lygi þetla, sem þér segið um töskuna. Hafi unga konan verið hér, þá hefur þáð verið í nótt. Eg er að hugsa um að rannsaka þetta bölvaða hóruhús yðar”. „Tiny”, sagði Acky, „gáttu út um bakdyrnar og kall- aðu á lögregluna. Ráven hélt um skammbyssuna, en ógn- aði þó ekki með henni, heldur horfði eftir gömlu kon- unni, sem flýtti sér fram í eldhúsið. „Flýttu þér góða”, sagði Achy. „Ef mér dytti í hug, að hún færi til lögreglunnar, þá skyti ég yður, þar sem þér standið”, sagði Raven. „En hún lætur það vissulega vera. Pið erum smeykari við lög- regluna en ég. Hún felur sig bara í eldhúshorninu”. „Nei. Þér megið vera viss um, að hún er farin. Eg lieyrði þegar hún opnaði eldhúsdyrnar. Pér getið séð það sjálfur”. t því er Raven gekk fram hjá lionum, mið- aði Acky höggi bak við eyra hans. En Raven var við þessu búinn. Hann laut undir högg- ið og stóð nú í eldhússdyrunum með skammbyssuna á lofti. „Hreyfið yður ekki”, sagði hann. „Pessi byssa er hljóðlaus. Eg skýt yður eins og hund, ef þér hafið yður ekki hægan”. Hann sá gömlu konuna, þar sem hann hafði búizt við í horninu milli skápsins og dyranna. Hún barmaði sér: „Æ Acky, að þú skyldir ekki hitta hann”. Acky missti þolinmæðina. Bölvið og ragnið rann úr munni hans eins og froða, en málrómurinn var alltaf hinn sami, vitnandi um lians trúfræðilegu menntun. En svo sneri hann þessu upp í latneskan lestur, sem Raven skildi ekki: „Hvar er unga konan?” sagði hann óþolin- móður. En Achy heyrði ekikj hvað hann sagði. Hann stóð þarna í krampaflogi með augun liálflokuð, líkast því, sem hann væri á bæn, og Raven hélt helzt að svo væri: „Saccus stercois fancis” — Hvar er unga konan?” spurði hann. „Láttu hann vera”, sagði gamla konan. Hann heyrir ekki hvað þér segið. — „Acky”, vældi liún frá skápnum, „þetta er ekki hættulegt góði, þú ert hérna hjá mér”. Svo sagði hún höstum rómi við Raven: „Sjáið þér ekki, hvað um er að vera?” Allt í einu hætti Acky rausinu og stillti sér upp í eld- húsdyrnar. Hann fálmaði. eflir frakkalafi Raveps og sagði auðmjúkur — smeðjulega: „Yðar liáverðugheit, kæri biskup, munið þér ekki, að einnig þér, — 1 ung- dæmi yðar-------úti meðal heysátanna á enginu”. „Segið honum að víkja. Eg ætla að rannsaka húsið”. Hann hafði augun á þeim báðum. Honum var ljósit, að hér í þessu húsi bjuggu vitfirringin og vonzkan undir einu fiaki. Gamla konan horfði á hann hatursfullum aug- um úr króknum, þpr sem hún hímdi. „Pér verður ekki þyrmt, ef þú hefur drepið hana”, sagði Raven. „Veiztu hvernig er að'fá kúlu i kviðinn. Svo liggur þú þarna i blóði þinu”. Pað væri eins og að skjóta könguló, hugsaði liann. „Burt með þig”, grenjaði hann að Acky. „Sjálfur Páll poStuli . . ”, sagði Acky með starandi augum, en lireyfði sig ’ekki úr dvrununi. Ravén- rak lvnef-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.