Þjóðviljinn - 26.08.1939, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 26.08.1939, Qupperneq 4
Næturlæknjr: Halldór Stefáns- son, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í ReykjavÍKur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Ágústa Björnsdóttir flytur ferða söguþátt af Vestfjörðum í útvarp- ið í kvöld kl. 20,30. Þýzkalandsfarar Vals og Vík- ings keppa í Trier á morgun. Bæjarverkíræðingur . skorar á fólk í auglýsingu hér í blaðinu í dag, að ef það byggir ný hús eða breytir eldri húsum að haga hita- lögnum í samræmi við væntanlega hitaveitu. Alfons Pálinason kaupfélags- stjóri á Norðfirði varð fertugur 23. ágúst. Ásta Bjarney Pétursdótth- and- aðist að heimili sinu i fyrradag, Ferðafélag Islands fer skemmti- för til Þingvalla n. k. sunnudag Lagt af stað frá Steindórsstöð kl. 9 f. h. Skipafréttir: Gullfoss fór til Vestmannaeyja í gær, Goðafoss fór frá Hamborg í gær, Brúarfoss er á leið til Grimsby, Dettifoss kom að norðan í gærkvöldi, Lagar- foss var á Skagaströnd í gær. Sel- foss er í Antwerpen. Dronning Alexandrine er á leið til Kaup- mannahafnar. Lyra er á leið til út- landa. Frá höfninni. Enskur togari kom með veikan mann hingað í gær. Diinsku kennararnir fóru austur að Geysi og Gullfossi í gær. I dag heldur kynningarmótið áfram og flytja þeir Jón biskup Helgaon, Bjarni Bjarnason skólastjóri og Hallgrímur Jónasson erindi um fræðslu- og kirkjumál Islendinga. Iðnó og Ingólfs Café. Þeir, sem hafa hugsað sér að fá húsnæði ein- staka daga í Iðnó og Ingólfs-Café fyrir samkomur og annað þess- háttar eru beðnir að gera aðvart um það fyrir lok ágústmánaðar. Sjá auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. K. R. heldur kveðjusamsæti á morgun kl. 9 síðdegis að Hótel Skjaldbreið fyrir þjálfara sinn mr. fL. Bradbury. Aðgöngumiðar fást í verzlun Haraldar Árnasonar til há- degis í dag. Almennan félagsfund heldur Sósíalistafélag Reykjavíkur næst- komandi þriðjud. kl, 8y2 í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu. Til um- ræðu verður: Heimsástandið, Ein- ar Olgeirsson hefur framsögu. Ennfremur: Horfur í stjómmálum innanlands, framsögumaður Sigfús Sigurhjartarson. Færeyjafarar K. R. kepptu í Þórshöfn í fyrradag og sigruðu þar með 3:0. „Heroldo de Cinio” heitir blað á esperanto, sem gefið er út í Tsjúu- king, hinni nýju höfuðborg Kína- veldis. Þjóðviljanum hefur borizt fyrsta tölublaðið og flytur það flóðlegar greinar um styrjöldina í Kína og lífið bak við vígstöðvarn- ar. pidoviyiNW Bfs Ný/abio a§ I y í Frfálslynd aska X Hrífandi fögur og skemmti-.j- '... leg amerísk kvikmynd frá Col-!*I umbia Film um glaða og frjáls-X * ? T X lynda æsku. *:* X Aðalhlutverkin leika: X X Gary Grant, Katharine Hep-.j. j'burn, Doris Nolan, Lew Ayres.lji §> Gevmlö fö'io 4 I Krentzer-' | sönatan ! •♦♦ : '< % . .;. .*. Ahrifamikil mynd tekin eftir •:* A A V skáldsögu Lcos Tolstoi. X t X X Aðalhlutverkin leika: £ X •:• ♦♦♦ ♦.♦ ♦•. Lil Dagover, Per Petersen v ♦♦. v ♦♦. t j og Albrecht Schoehhals. $ { * {*Ö*»M«W*****VV*.%*VVVV*.,%4*.**»*%*V4»*VVV*.**»* Þora Alþýðubl. og Morg- unblaðíð ekkí að bírta nema falsaða texta af ekkí-árás- arsamníngnumj Alþýðublaðið birti í fyrradag lygafrétt um efni ekki-árásarsátt- málans milli Sovétrikjanna og Þýzkalands, og setti einmitt lygina í fimmdálka fyrirsögn! Sama dag birtir Vísir þetta at- riði, 2. gr. samningsins, rétt, í skeyti frá United Press. I gær flutti Þjóðviljinn nákvæma þýðingu á samningnum, samkvæmt hinni opinberu tilkynningu Sovét- stjórnarinnar mn efni hans, og bar þar saman við skeytið frá United Press. Síldín Siglufirði í gær. 7743 tunnur síldar voru saltaðar á Siglufirði sl. sólarhring, þar af 819 tn. reknetasíld. I dag veiddist engin síld. Var veður vont, en er þó að lægja með kveldinu. Verksmiðjurnar eru nú að verða búnar að bræða þá síld, sem þær hafa fengið undanfarna daga. Útvarpið í dag: 19.45 Fréttir. 20.10 Veðurfregnir. 20.20 Hljómplötur: Norskir kérar. 20.30 Upplestur. Ferðasöguþættir af Vestfjörðum (ungfrú Ágústa Björnsdóttir). 20.55 Útvarpstríóið leikur. 21.15 Hljómplötur: a) Raviez og Landauer leika á píanó. b) 21,30 Gamlir dansar. 21.50 Fréttaágrip. 21.55 Danslög. Súðin var á Húsavík kl. 6 síð- degis í gær. Nýr mótorbátur. Nýlega var hleypt af stokkunum á skipabygg- ingarstöð Daníels- Þorsteinssonar nýjum bát, „Jóni Finnssyni”. Hann er 27 smálestir, með 100 hesta Wickmann vél, og mun kosta um 53 þúsund krónur. Bátinn tefur látið smíða Jóhannes á Gauksstöð- um í Garði, og fer brátt á síliveið- ar með reknet í Faxaflóa. SteingTÍmur Arason kennari er sextugur í dag. Áttræðisafmæli átti í gær hinn lcunni dugnaðar- og atorkumaður Guðmundur Guðmundsson, Bjarg- arstíg 14. Sama dag flytur Morgunblaðið lygafréttina úr Alþýðublaðinu: Lygafrcfí Alþýdu- bladsíns „Skuldbinda báðir aðilar, Þýzka- land og Rússland sig til þess að — hjálpa ekki neinu þriðja ríki, sem annaðhvort skyldi ráðast á”. (Einkaskeyti). Það sanna í málínu 2. grein samningsins er rétt þannig: „Ef amiar samningsaðilji verð- ur fyrir hernaðarárás af þriðja ríki, mun liinn aðiljinn á engan Iiátt styðja árásarríkið”. Ef Alþýðublaðið og Morgunblað- ið birta ekki leiðréttingu á ]>essu atriði, 2. gr, samningsins, verður að skilja það sem vísvitandi frétta- fals gert í hreinu blekkingaskyni. ; Meísiaramóíið FRH. AF 1. SÍÐU | nes, Sig, Finnsson og Jens Magn- ússon, en ayk þess 4 aðrir 12 metra menn. X stangarstökki er Þorsteinn Magnússon líklegur til sigurs, þó má búast við að Hallsteinn og Sig. Sigurðsson verði honum erfiðir. Annars eru keppendur frekar jafn ir. — 1500 m. hlaupið verður spenn- andi því þar lendir þeim saman Sigurgeir og öla Sím og getur vel svo farið að met Gígju falli í þeirri baráttu. Kl. 8 um kvöldið verður svo keppt í 1000 m. boðhlaupi, sleggju- kasti og má þar búast við meti af Vilhjálmi, og 10 km. hlaupi. Allt eru þetta skemmtilegar greinar og þar sem öldungaboð- hlaupin eru alveg nýnæmi má vænta mikils mannfjölda á vellin- um á morgun. Farþegar með Lyru til útlanda i fyrrakvöld voru meðal annarra: Helgi Bergs, Snorri Þorsteinsson, Þorvaldur Pálsson, Guðný Guð- jónsdóttir, Finnur Einarsson, Sig- urborg Jónsdóttir, Sigrún Geirs- dóttir, Ásgerður Þorleifsdóttir. Guðbjörg Kristinsdóttir, Vésteinn Guðmundsson, Björn Jóhannsson Sveinn Einarsson o. m. fl. 61 GRAHAM GREENE: SKAMMBYSSA T I L LEIGU luinns.ta kosti hlýða íyrirskipunum yðar. Eg krefst aldi'ei neins, sei er ósanngjarnt „Petla eru afbragðsmenn”, sagði lögreglustjóri. Eg hef ofl setið Iijá þeim á lögreglustöðinni á kvöldin og drqkk- ið með þeim eitt eða tvö staup. Peir eru hugrakkir. Hug- rakkari menn eru ekki til. l’eir eru vissir með að taka hann. Pér þurfið ekkert að óttast um þá, sir Marcus”. „Dauðann eigið þér við?” „Dauðan eða lifandi. Peir láta hann ekki sleppa. Þetta eru ágætis menn”. „Eg krefst þess, að hann vcrði skotinn”, sagði sir Marc- us. Hann hnerraði, og það var eins og haxm icllaði ekki að ná andanum. Hann hallaði sér aftur á bak og dró and- ann mæðilega. „Eg get ekki geíið sldpun um það”, sir Marcus, guð minn góður, það væri sama og morð”. „Pvættingur”. „Pér vitið ekki, hvers virði kvöidin niðri á slöðinni hafa verið fyrir mig. Ef ég gæfi slíkar fyrirskipanir, gæti ég ekki sýnt mig þar framar. Eg geri mér því heldur að góðu það sem ég er. Eg verð þó alltaf dómari í herréttinum”. „Þér fáið ekkert embætti við herinn”, sagði sir Marcus. „Eg skal sjá fyrir því”. Kamfórulyktin gaus upp frá skyrtubrjósti Calkins og sló fyrir vit hans. „Eg skal einn- ig sjá uin, að þér verðið ekki lengi lögreglustjóri hér. Og Pikfer verður hér eklci lengi heldur”. Hann snússaði út um nefið. Hann var orðinn of gamall til þess að geta hleg- ið, lag’ nokkuð til þess frá lungunum. „Verið þér nú skvnsamur og fáið yður eitt staup í viðbót”. „Nei, þakka yður. Pað held ég að ég láti vera. En heyr- ið nú, sir Marcus. Eg skal setja vörð við skrifstofuna vð- ar. Og ég skal sjá fyrir því, að Davis verði verndaður”. „Eg hef nú ekki svo sérstaklega miklar áhyggjur af Davis”, sagði sir Marcus. „Viljið þér gera boð eftir bíl- stjóranum mínum”. „Eg vildi svo gjarna vera yður lil þægðar, sir Marcus: Viljið þér ekki koma inn í stofuna og lala við frúrnar”. „Nei, nei”, hvíslaði sir Marcus. Ekki meðan hundurinn er þar”. Það varð að hjálpa honum að standa upp frá slólnum og rélta honum göngustafinn. Fáeinir kexmolar sálu í gisnu skegginu. Hann sagði: „Ef þér skiptið um skoðun í nótt, þá hringið lil mín. Eg mun vaka”. Maður á hans aldri, hugsaði lögreglustjórinn umberandi, lítur öðruvísi á dauðann, cn við hinir: hann getur mætt hon- um á sléltri gölunni eöa í baðkerinu. Maður á hans aldri er ekki lengur alveg allsgáður vegna stöðugs ólta við dauðann, það verður að taka tillit til l>ess. En þegar hann sá sir Marcus staulast úl yfir þröskuldinn og vera studd- an upp í bílinn, gat hann ekki látið vera að muldra fyrir munni sér: „Ofui'sli Calkin, ofursti Calkin”. Hundurinn gclli inni í stofunni. Frúrnar höl'ðu lokkað liann undan bekknum. Hann var af ákaflega fínp kyni og hárviðkvæmur, og ef ókunnugur maður talaði til hans i höstum rómi, skreið liann um gólfið, froðufelldi og vældi á óskemmtilegasta hátt. Eg ætti að labba niður á stöð, hafa tal af piltummi minum og fá mér eilt glas með þeim, hugsaði lögreglustjóri. En hugsunin var honum ekkert gleðiefni. Gat það verið, að sir Marcus g:eti líka r;ent hann gleðinni? Hann liafði gert það nú þegar. Lögreglustjóri fann, að hann gat ekki gengið til fundar við fulltrúa sinn og aðra yfirmenn lögreglunnar, meðan þetta allt lá á hon- um eins og mara. Hann gekk inn í skrifstofu sína og sett- isl við símann. Eftir firnm minútur muncli sir Marcus vera kominn heim. Honurn fannst nú, að haini vera svo djúpt sokkinn, að raunar gerði liað honum ekkert lil, l>ó að liann beygði sig fyrir sir Marcus. En hann sat þarna án þess að lireyfa sig. Konan hans kom í dyrnar. „Hvað hugsarðu Jósef”, sagði hún. „Komdu strax að skemmta mrs. Piker”. 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.