Þjóðviljinn - 15.09.1939, Side 2
Föstudaginn 15. september 1939.
iyiUINN
1
Ctgefandi: ', .
S&meiningarflokkor . alþýðc
[ — Sósíalistafiokknrinn —
j Bitstjórar:
Einár Olgeirsson.
Sigfús A. Sigurhjartarson.
j Sitstjórnarskrifstofur: Hverf-
iá'götu 4. (3. hæð), sími 2270.
Afgreiflsln- og auglýsingaskrif-
stofa; Austurstræti 12 (i.
hæð) sími 2184.
iskriftargjald á mánuði: .. .
Reykjavík og nágrenni kr.
2,50. Annarsstaðar á landinu
kr. 1,75. I lausasölu 10 aura
eintakið.
'/ikingsprent h. f. Hverfisgðtu
4. Simi 2864.
iiiiiuiiiiiuiiiuiiiiiiungmi
Pvt cfebá að loka?
ÖIl blöð bæjarins hafa tírýnt
það rækilega fyrir fátækum verka
mönnum, sem þessa dagana eru
að koma úr sumaratvinnunni,. að
eyða ekki hýrunni sinni til áfeng-
iskaupa.
Ekki verður um það deiit, að
þessar áminningar eru þarfar og
réttmætar, og væri vel, að sem
flestir, helzt allir, tækju þær til
greina.
En það er nú einu sinni svo, að
meðæn áfengið er á boðstólum,
þá verða margir til að kaupa það,
hversu vel og viturlega sem menn
eru hvattir til hins gagnstæða.
Þegar þessara staðreynda er gætt,
þá hljóta menn að spyrja: Hvers-
vegna á að vera að hafa áfengið
á boðstólum ? Því ekki að loka á-
fengisverzluninni ?
Það er ríkið sem verzlar með
áfengi. Það er ríkið sem telur sér
skylt að legga fram fé til að
vinna að útrýmingu áfengisnautn-
ar. Það er ríkið, sem verður að
greiða stórfé á ári hverju vegna
fátæktar sem á rætur sínar að
rekja beint til áfengisnautnar,
Einhvern tíma var sagt að það
ríki, sem væri sjálfu sér sundur-
þykkt, fengi ekki staðist. Áreið-
anlega sýnist íslenzka ríkið vera
sjálfu sér sundurþykkt hvað á-
fengismálin snertir. Og nú er rétti
lega talað um, að þjóðin verði að
vera við því búin að leggja hárt
að sér og neita sér um margt,
sem hún hefur áður notað, og
einnig það sem þarft er og gott.
Er þá ekki sjálfsagt að hún neiti
sér með öllu um áfengið? Er ekki
sjálfsagt að ríkið hætti að vera
sjálfu sér sundurþykkt í þessu
efni, að það loki öllum sínum á-
fengisútssölum tafarlaust. Það er
leiðin ti! þess að forða fátækum
og ríkum frá ]jví að eyða fé, kröft
um og mannviti i áfengisnautn.
Bezt er að gera sér ljóst, að
krafan um lokun áfengisverzlunar
kemur til með að mæta mikilli
mótspyrnu og þá fyrst og fremst
hjá rikísstjórninni. Ástæðan er sú.
að ríkissjóður hefur sem kunnugt
er, gifurlegar tekjur af áfengis-
sölu. Bindindismenn um allt land
verða því að fylgja kröfunum um
lokun áfengisútsalanna fast fram
ef árangur á að fást. Rikisstjórn-
in krefst þess, réttilega, af þjóð-
inni, að hún taki upp nekkrar lífs-
venjubreytingar, þjóðin hlýtur að
krefjast þess sama af ríkisstjórn-
inni. Eitt af því sem stjórnin verð
ur að neita sér um, á þessum al-
vörutímum, sem nú stáhda yfir,
er að græða á flónsku manna og
iöstum. Hún verður að neita sér
um að græða á áfengissölu.
DNBA FÓLKIB
1 . ; .. ; . *■ ( •••*,. •' . ^ •■ .;: =
nTii'i<:i;J:iMiimtiiuiti::iM.iiii;i:<iiiimiuiiimuimiiiiiiiMiiiiiimiiiilitiiimiiiiiiuiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiittiUHinmt ‘' 4 ' * ‘ " . . n. • i. . ••••.■ u: •• .iiimÍ.m,-: : ..•■ui.úi
Æskulýður Siglufjarðar gefur fordæmið
Siglufjörður er ungur bær. Fyr-
ir ekki ýkjalöngu var hér bara fá-
mennt þorp. Aðeins frá því 1920
hefur íbúatala bæjarins allt að
þrefaldast. Það er sildin, sem hef-
ur vérið hverfipunkturinn í lífi
þessa bæjar, enda saga síldveið-
anna bundin við Siglufjörð, sem
er orðinn miðstöð þesskonar at-
vinnugreina á landsmælakvarða.
Samhliða þessum vexti hefur
síldin og Siglufjörður orðið mikil-
vægari í búskap þjóðarinnar —
síldin, þessi silfraði duttiungafisk-
ur hefur svo að segja haft ráð
þjóðarinnar í hendi sér — og út-
flutningsmagn Siglufjarðar stjj^id-
um fært þjóðinni allt að y3 af er-
lendum gjaldeyri hennar.
Siglufjörður er ekki aðeins ung-
ur bær að áratali, hann er líka
ungur í öðrum skilningi. Hann er
bær í örum vexti — með öll merki
bernskunnar í fari sínu — ófull-
gerð form, sundurleitar óskipu-
legar byggingar og götur, en jafn-
framt glæsileg fyrirheit um fram-
tíðina. En Siglufjörður er fyrst og
fremst bær æskunnar og alþýð-
unnar. Það er sjálfsagt enginn
kaupstaður á þessu landi, þar sem
býr jafnmargt verkafólk að til-‘
tölu við fólksfjölda. Og það er hin
tápmikla æska þessarar alþýðu,
sem einnig setur svip sinn á síld-
arbæinn — strákar í verksmiðjum
og á plönum — ungar stúlkur við
síldarsöltun — synir Siglufjarðar
og dætur. Og þessi æska hefur
ekki hugsað sér að flýja óðal sitt
— Siglufjörð. Hinn ófullgerði,
hálfvaxni bær, hefur eggjað hana
til átaka til að vinna að því, að
skapa hér reisulegan menningar-
bæ, sem samsvari því hlutverki,
sem Siglufjörður gegnir í búskap
þjóðarinnar. ■— Hér vill siglfirzk
æska byggja sér heimili og-niðjum
sínum farsælan samastað.
Það var þessi æska, sem átti
sinn þátt í þeim sigri, er verklýðs-
’flokkarnir unnu hér í síðustu bæj-
arstjórnarkosningum, Þröngsýni,
sofandaháttur og afturhald er
henni alls fjarri, hún er kynslóð
hinna jákvæðu lífsviðhorfa, sem
tekur öllum framförum með fögn-
uði. Og hún hefur ekki aðeins tek-
ið þeim fagnandi, heldur lagt hönd
á plóginn til að hjálpa núverandi
bæjarstjórn í öllum framfaramál-
um bæjarins.
Það er skammt síðan verklýðs-
Myndin sýnir hina nýju sundlaug Siglufjarðar, þegar hún var vígð.
flokkarnir tóku völd hér í bænum
og það kostar sjálfsagt mikil átök
og fórnir að bæta fyrir vanrækslu-
syndir fyrri valdhafa og gera
Siglufjörð að þeim menningar- og
öndvegisbæ, er efni standa til.
En þegar æskan er með, eru
engin vígi óvinnandi. Siglfirzk
æska hefur líka sýnt það, að hún
er þróttmikil og ákveðin. Hún
hefur þegar náð mikilvægum ár-
öngrum á ýmsum sviðum, allt um
það að mjög hefur skort viðun-
andi skilyrði.
Hér eru íþróttafélög og 2 skíða-
félög, sem hafa leyst mikið starf
af hendi. Það er alkunna, að Siglu-
fjörður hefur fóstrað beztu skíða-
menn landsins eins og t. d. Jónas
Ásgeirsson, Jón Þorsteinsson,
Guðmund Guðmundsson o. fl. Allt
efnismenn í sinni grein, sem með
aukinni þjálfun og kunnáttu gætu
sómt sér á alþjóðlegum vettvangi.
Þá hafa knattspyrnumennirnir
siglfirzku náð allgóðum áröngr-
um, þó að mjög hafi brostið á góð
æfingaskilyrði.
Eitt nærtækasta og mikilvæg-
asta verkefnið í íþróttamálum
Siglufjarðar er að koma upp góð-
um íþróttavelli. Völlur sá, sem nú
er notaður er bæði illa i sveit sett-
ur og svo gljúpur og blautur að
vart er hægt að telja hann not-
hæfan. Eins og að líkum lætur
dregur þetta mjög úr íþróttunum *
og þeim áröngrum, sem annars
fengjust,
Það er þessvegna á áætlun vald-
hafanna í bæjarstjórn að byggja
góðan íþróttavöll og er ekki að
Nýja bryggjan
efa að unga fólkið hér mun
styðja það verk á allan hátt.
Þetta samstarf æskunnar og bæj-
arstjórnarinnar hefur áður skilað
glæsilegum árangrl við sundlaug-
arbygginguna og mun svo reynast
einnig í þessum málum.
Siglfirzk æska hefur fylgzt með
fögnuði og áhuga með þeim
mörgu jákvæðu framkvæmdum,
sem bæjarstjórnin hefur látið gera
nú síðustu árin. Ný hafnarvirki,
bryggju og söltunarstöðvar, sem
skapa bæjarbúum aukna atvinnu
og tryggari framtíð — vegleg
sundlaug, þar sem yngri og eldri
afla sér þrótts og hreysti. (Með
því var líka hrundið því sliðruorði
af Siglufirði, að þessi bær sjávar
— og síldar, gæti ekki kennt börn-
um sínum sundtökin). Og svo nýj-
ar, steyptar götur, fyrirheit um
fallegan skipulagðan bæ. Allt
þetta er í samræmi við óskir æsku-
lýðsins hér -— og á þessari braut
vill hann halda áfram og leggja
fram það bezta, sem nokkur mál-
staður getur öðlazt, orku og á-
huga heilbrigðrar æsku.
Þó að ýmislegt hafi áunnizt
á siglfirzk æska enn margt ólært,
hún er enn í mótun eins og henn-
ar eigin bær. Félagslíf hennar er
enn of fáskrúðugt — og að sumu
leyti markað skortandi félags-
anda. — En allt eru þetta sjálf-
sagt vaxtarverkir, byrjunarörðug-
leikar, sem von bráðar tekst að
sigrast á.
Það hefur farið frekar lítið fyr-
ir pólitískum samtökum æskunnar
hér. Það hafa að vísu verið hér á
staðnum æskulýðsfélög helztu
pólitísku flokkanna, en borið frek-
ar lítið á þeim. Þó er æskulýður-
inn á Siglufirði pólitískur —r og
meirihluti hans róttækur og frjáls
lyndur í hugsun.
Með sameiningu verklýðsflokk-
anna s. 1. liaust liafa skapazt hér
skilyrði til umskipta — og með
þeirri samstarfs- og sameiningar-
pólitik sem rekin hefur verið er
lagður grundvöllur til að sameina
alla frálshuga og róttæka æsku
bessa bæjar. 1 fyrra vetur var und
irbúningurinn hafinn og Æsku-
lýðsfylking Siglufjarðar svo
stofnuð sl. vor. Stofnendur voru
um 50 og þó þá væri skammt eft-
FRH. Á 3. SIÐU.
Æ. F. R. assba fíl
sfarfa
Nú fer vetrarstarfsemi Æsku-
lýðsíylkingarinnar að hefjast. Er
því bráð nauðsyn á því, að sem
flestir æskumenn og konur standi
einhuga saman í baráttunni fyrir
hagsmunum sínum, Timarnir,
sem við lifum á núna, eru mjög
alvarlegir, alvarlegri en nokkru
sinni fyrr síðan samningurinn í
Versölum var undirritaður fyrir
20 árum.
Þau öfl, sem með stjórn fara í
landinu, háfa virt að vettugi hags
muni hins vinnandi lýðs. Alveg
sérstaklega gleyma þau hinni upp
vaxandi æsku og þá náttúrlega
fyrst og fremst verklýðsæskunni.
Engin æskulýðsheimili eru til fyr-
ir hana og skólarnir eru svo dýr-
ir, að fjöldanum er ókleift að
sækja þá.
Nóg er til að vinna, en auðvald-
ið liggur og lúrir á peningum sín-
um, heldur en að veita kjarna
þjóðfélagsins, verklýðsæskunni,.
viðunandi viðfangsefni.
Við sjáum, hvernig stjórnarvöld-
in hafa gersamlega brugðist
trausti kjósenda sinna. Hvernig
ríkisstjórnin í skjóli stríðsins hef-
nr hugsað sér að pína verkalýð-
inn undir því yfirskyni, að „eitt
verði látið yfir alla ganga”. Allt
bendir til þess, að mjög mikill
hluti þess fólks, sem ennþá hefur
atvinnu, verði atvinnulaust upp
úr áramótunum, ef ekki fyrr. Nú
þegar hefur t. d. mörgum verk-
smiðjustúlkum þessa bæjar verið
sagt upp vinnu sinni. Engin und-
irbúningur undir stríðið, sem nú
er skollið á, var framkvæmdur af
hálfu ríkisstjórnarinnar. Það sjá-
um við bezt á því, að skömmtun
á ýmsum vörutegundum hófst á
fyrsta degi stríðsins.
Af þessu sér maður, hversu
nauðsynlegt það er fyrir æskulýð-
inn að gera sér ljóst, um hvað
baráttan er háð, hvaða öfl það
eru, sem nú koma til að berast á
banaspjótum og hverju megin við,
öreigar þjóðfélagsins stöndum.
Við hljótum að komast að raun
um það, að annarsvegar stendui*
afl kúgunar og ófrelsis og hins-
Framh. á 'l. síru.
Halló, sfúlkur
Um leið og veturinn byrjar,
hefjum við líka starfsemi okkar í
ÆFR eins og í fyrravetur. Mun
stúlknaklúbbur ÆFR því mjög
bráðlega hefja vetrarstarfsemi
sína með ánægjulegum klúbbfundi
núna á næstunni. Þar verður
margt skemmtiIegU ,á boðstólum,
áreiðanlega eitthvað við allra hæfi
Einnig munum við ræða okkar á
milli væntanlega vetrarstarfsemi
okkar, hvað við getum gert, hug-
sjón okkar til stuðnings og okkur
sjálfum til ánægju. Þessvegna
skuluð þið fylgjast vel með, þegar
við auglýsum fundinn.