Þjóðviljinn - 12.10.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.10.1939, Blaðsíða 2
Finimtudagurinn 12. október 10.19. ÞJÓÐVILJINN þjðovnuiNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritst jórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritst jómarskrifstoíur: Aust- urstræti 12 (1. hæð). Símar 5276 og 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Áskriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr, 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. í lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Simi 2864. Verkalýður Is~ lands bíður ekkí um náðarbrauð, en hann heimfar slnn rcít Þegar borgarablöðin ræða vandamál atvinnuleysisins og fá- tækraframfærisins, þá leynir sér aldrei það álit á verkalýðnum, sem á bak við býr: borgurunum finnst verkalýðurinn vera ómagar á sér, sem svo erfitt verði að framfæra, að óþolandi sé, og því verði eitt- hvað að gera: t. d. flytja atvinnu- laysingjana upp í sveit! Burgeisunum finnst það ógur- legt að skattar og útsvör á þeim skuli hækka vegna neyðarástands- ins í þjóðfélaginu. Þeir hugsa auð- vitað ekki svo langt að þeir sjái hvaðan tekjur þeirra koma, sem þeir borga skattana af. Og því sið- ur hugsa þeir um, hverjum at- vinnuleysið er að kenna, að það eru þeir sjálfir, sem með yfirráð- um sínum í þjóðfélaginu valda því að atvinnuleysið er til og að verkalýðurinn þjáist af þvi og millistéttirnar liða undir því, Verkalýður Islands veit að það er hann, sem framleiðir þann auð, sem skapaður er á íslandi. Verka- Is’ðurinn veit að án hans vinnu verður engin vara flutt til eða frá J. ■ ssu landi, enginn fiskur dreginn úr sjó, enginn iðnaður rekinn, eng in hús reist. Miklum hluta islenzka verka- lýðsins er og þegar ljóst, að ef bann yrði og væri búinn að skapa þjóðfélag sósíalismans, þá væri ekkert atvinnuleysi til. Atvinnuleysið fátæktin og neyð in — það eru fylgjur auðvalds- skipulagsins, afleiðingar þess þjóð félags. sem gerir muninn á auð og örbirgð hróplegri en nokkurntíma fyn, en hræsnar svo samtímis -neð því, að eitt eigi yfir alla að ganga. Þegar verkalýðurinn heimtar at- vinnu og kaup fyrir vinnu sína, sem nægi honum til sómasamlegs lifs, — þá er hann ekki að biðja iiuðmannastéttina um neitt náðar- brauð. Það er auðmannastéttin sem lifir af brauðinu, sem verka- manninn vantar á borð sitt, — en ekki verkamaðurinn, sem lifir á molunum, sem hrynja af borði alls næktanna, Verkamaðurinn er að- eins að heimta sinn rétt, réttinn til vinnu og réttinn til sómasam- legs lífs. Og segist auðmannastétt in cg valdhafar hennar ekki ver?, færir um að láta verkamanninn fá þennan rétt, þá er sannarlega timi kominn fyrir úrræðalausa klíku gjaldþrota auðvalds að hröklast frá völdum, að gefast hreinskiln- •> X ---------------------------- I BÆKDB Tvær góðar barnabækur. Helgí Hálfdánarson: Ferdalangar. Æfíntýri handa börnum og unglíngum. Bókaútgáfa Heímshrínglu. Reybjavík 1939. — Sigurður Thorlacíus: Sumar- dagar. Útgefandí: Ísafoldarprentsmíðja h.f. Rvik. 1939' Samning bamabóka er sízt vanda- minna verk en ýms önnur bók- menntaiðja, enda hafa margir góð- ir rithöfundar beitt snilli og eytt tíma til þeirra hluta. Og barnabók- mentir eiga stóran og þakklátan lesendahóp, enda eru þær venjulpga allmikill þáttur í því bókaflóði, sem haustmánuðimir bera með sér. Mik- ið af því er nauðalélegt ævintýra- rusl, þýtt beint eftir bókum, sem sízt eru miðaðar við unga lesendur á Islandi, og má merkilegt heita að bókaútgefendur skuli ekki frem- ur notfæra sér þau auðæfi, er liggja i íslenzkum þjóðsögum og ævintýr- um gefa þau út með nýjum fall- egum myndum og góðum frágangi, sennilega er það kostnaðar- hliðin, sem hræðir. Frumsamdar bækur íslenzkar eru flestar ævintýri eða sögur um börn og barnaleiki og hafa á seinni tím um bækur Sigurbjörns Sveinssonar náð mestum vinsældum og útbreiðslu og haft áhrif á yngri höfunda, er nú feta í fótspor lians. Bækur Hall- gríms Jónssonar, Ólafs Jóh. Sigurðs sonar og barnakvæði Jóhannesar úr Kötlum þekkjast víða um land. Fjöl margir höfundar aðrir hafa samið barnabækur með mismunandi á- rangri. Þær tvær bækur, sem hér skulu gerðar að umtalsefni eru báðar ó- venjulegar. Ferðalangar Helga Hálf- dánarsonar er frumleg barnabók að efni, þetta eru „ævintýri“ og öllum þorra af atriðum þeim, sem venju- lega gefa ævintýrum lit og líf er þar að fjnna: Töframann með töfra staf, verndarteikn, börn gerð agnar- lítil með fjölkynngi til þess að þau geti fylgt töframanninum um heim ævintýranna og margt fleira. En heimur ævintýranna er hér nýstár legur og fróðlegur. Töframaðurinn hejtir nefnilega Kemius, og er per- sónugerfingur efnafræðinnar, börn- in tvö, sem eru aðalsöguhetjurnar, fara með honum út í igriminn, skoða þar tungl og sól og sjálfa vetrar- brautina, og Kemíus skýrir fyrir þeim í samtölum (sem auðvbað eru í venjulegum barnastíl) undirstöðu- atriðin i þekkingu manna nú á tímum á þessum stóra heimi. Og áfram er haldið, börnin skoða frum eindir efnisins og fá svalað forvitni sinni um allt er Fyrir augun ber. þegar bókinni er lokið, hafa þau fengið hugmynd um ótrúlega marg- ar undirstöðustaðreyndir vísindanna i stjörnufræði, efnafræði, eðlisfræði og líffræði. Þau vita deili á mörg- um fyrirbærum daglegs lífs, sem ekki er hægt að skilja án þessarar undirstöðuþekkin£ar, Nonni litli náði í KemiutSi í upphafi vegna þes islega upp, og leyfa verkalýðnum sjálfum að skapa skynsamlegt fyr irkomulag í atvinnulífi íslendinga. að hann braut heilann um livað loginn v;eri — og gegnum bókina gengur eins og rauður þráður fyrir heitið: þeir, sem leita þekkngar öðlast hana. Stálpuð börn geta áreiðanlega les ið Ferðalanga sér til gamans og gagns, og jafnvel margur fullorðinn, seni í æsku fékk að læra kver og Iriblíusögur, en engan snefil af und- irstöðuatriðum náttúruvísindanna, getur haft gagn af bókinni. Börn- in, sem lesa Ferðalanga með athygli mæta aftur kunningjunum þaðan, þegar þau komasti í skóla og í stað þess að fá fyrstu kynni af undir- stöðuatriðum þekkingarinnar í þurrum og leiðinleguin kennslubók- um, eru þau þegar hugtöm og kunn ug úr ævintýrum. Það er ekki ó- fyrirsynju að skólaráð itarnaskól- anna mælir með Ferðalöngum sem lestrarefni í barnaskóium. Ferðalangar eru skreyttir nokkr- um myndum eftir höfundinn, af Kemiusi, börnunum, kolakarlinum og ýmsu því, er fyrir augun ber á ferðalaginu. Helgi Hálfdánarson á þakkir skil- ið fyrir þessa bók. Telja tná vist að hún beini hugum barnabókahöf- unda inn á nýjar brautir, gefi þeim i og þá ekki síður börnunum hug- I mynd unt hve ævintýralegur heimur yeruleikans er, að náttúruvísindin eru ótæmandi brunnur fróðleiks og skemmtunar fyrir unga og fullorðna, fyrir hvern þann, sem leitar að þekkingu. Bók Sigurðar Thorlacius, hins vinsæla skólastjóra Austurbæjar- skólans í Reykjavík er svo ólík Ferðalöngum að efni, að mörgum kann í fýrstu aö virðast fjarstæða að nefna þæ'r í sama otðinu. Er hægt að hugsa sér meiri andstæður en andrúmsloft rannsóknarstofunn- j ar og íslenzk öræfi, skýringar Kemi j usar á undirstöðum náttúruvísind- 1 anna og samtöl Forustu-Flekku og Brúðu litlu? Sumardagar er liezta saga, ótrúlega viðburðarík og v:ða það vel sögð, að smávægileg atriði í lífi gimbrar- innar Brúðu og móður hennar, allt frá því að lambið fæðisi!. í vorhret- unum þar til það er komið á gjöf um haustið, verða að skemmtilegum söguköflum. öll náttúran lifir og talar, dýrin, grösin, lækurinn. Og það er ekkert heimskuhjal sem þeim fer á milli, heldur margvíslegur fróðleikur um dýrin, jurtirnar, nátt- úrúfyrirbærin. Sameiginlegt með Sumardögum og Ferðalöngum er einmitt f/œoamli tilijangur. Sigurði tekst enn betur en Helga að fela fræðsluna í samfelldu söguformi, enda er efnið betur til þess fallið. Hér er fræðslan um ramíslenzkt efni . og þaulræktaður íslenzkur orðaforði I tiltækur. Mikið má vera ef bók : sem þessi getur ekki orðið mörgu , Reykjavíkurbarni opinberun, þau börn, sem nú alast upp í höfuð- SIGURÐIJR THORLACIUS borginni hafa allt annað og fábreytt ara samband við náttúruna, dýr og jurtir og atvinnuvegi en sveita- og þorpabörnin. Ekki fer hjá því að þessi breyting á umhverfi geri skilning barna og unglinga á ís- lenzku þjóðlifi og atvinnubáttum torveldari og einhæfari og hugsun þeirra einstrengislegri. En Reykja- víkurbarn, sem hefur heyrt Sumar- Framnaid á 4. síðu Innflntningnr á nokkrum uöru- tegnndnm. Samkvæmt nýútkomnum skýrslum Hagstofunnar er innflutningsverð- mæti nokkurra þeirra virrutegunda sem mest hefur verið flutt inn af sem hér segir: Eldsneyti og ljósmeti (kol og olía) smurningsolíur kr. 5.484.000 Trjáviður og trjávörur, kork og; korkvörur kr. 3.846.000 Jarðefni óunnin og litt unnin (salt, sement o. fl.) kr. 2.863.000 Álnavara o. fl. kr. 2.003.000 Komvörur kr. 1.879.000 Vélar og áhöld kr. 1.858.000 Munir úr ýmsum málmum kr. 1.857.000 Járn og stál kr. 1.614.000 Rafmagnsvélar og áhöld kr. 1.585.000 * Vagnar og flutningstæki kr. 1.422.000 Innflutningur þessi er á tímabilinu 1. janúar til 31. ágúst. Anna Guðmundsdótfír, híúkrunairkcna. í dag mætast vinir og kunningj- ar Önnu Guðmundsdóttur, hjúkrun- arkonu við gröf hennar. Sögu henn ar og starfi er lokið og hún sjálf horfin inn á svið minninganina, og um það tjáir ekki að sakast, þó starfsdagurinn yrði styttri en vonir stóðu til. Sá er þessar línur ritar kynntist Önnu fyrst sem unglingsstúlku við hjúkrunarnám hér í bænum. Við fyrstu kynni skar hún sig úr hópi jafnaldrn sinna hvað gáfur, fjöl- hæfni og áhuga snerti. Hugur henn- ar var á þeim árum reikandi í eýrðarlausri leit að viðfangsefnum og starfi. Hún orkti ljóð, sem hvorki voru betri né verri en allur fjöld- inn af öðrum ljóðúm unglinga, mál aði laglegar myndir úr heimi ævin- týranna og dagdrauma sinna og var staöráðin i því að vinna mikla sigra i framtiðinni. Fáein ár líða, Anna lauk námi sinu og helgaði hjúkrunarstarfsem- inni og heimili sínu krafta sína jöfnum höndum. Leit æskuáranna að viðfangsefnum var lokið. Hún hafði fundið sjálfa sig og gekk örugg óg hiklaust til starfs með sömu einlægni, sama áhuga og áð- ur einkenndi leit hennar. Starfs- dagurinn blasti við, þegar sú frétt barst hingað til bæjarins i fyrra- sumar, að hún hefði lagst fársjúk, þar sem hún var i skemmtiför með manni sínum um æskustöðvar hans. Heilsan batnaði aftur um hrið og vonir manna, um að hún næði fullri heilsu glæddust, þar til andláts- frétt hennar barst fyrir fáeinum dögum. Anna Guðmundsdóttir var gift ANNA GUÐMUNDSDÖTTIR Sigurði Magnússyni kennara og áltu þau tvær kornungar dætur. Það skarð, sem nú er fyrir skildi skilja þeir einir, sem éinhverntíma' hafa íttaðið í sporum eftirlifandi manns hennar og dætra. - H. Samníngar Rússa og Lítháen, FRAMH. AF 1. SÍÐU. . gr. Sá hluti samnings þessa, er fjallar um gagnkvæma hjálp milli Sovétríkjanna og Litháens (2.-7. gr.) gildi til 15 ára, og hafi hvorugur samningsaðili sagt honum upp ári áður en hann á að renna út, framlengist hann r.i' krafa til næstu 10 ára. Samningurinn er undirritaður af Molotoff og Urbsys.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.