Þjóðviljinn - 18.10.1939, Side 4

Þjóðviljinn - 18.10.1939, Side 4
Næturlæknir: Daníel Fjeldsted, Hverfisgötu 46, sími 3272. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur: Bifreiðarstöð Is- lands, Hafnarstræti 23, sími 1540. Athygli skal vakin á auglýsingu frá Iþróttafélagi kvenna á öðrum stað hér í blaðinu. Er þar auglýst ur æfingatími félagsins í vetur. Ljósið, sem hvarf. Sögukafli úr nýju útvarpssögunni verður les- in upp í kvöld kl. 20,30 í útvarpið. Þórólfur fór á veiðar í fyrrinótt Leikfélag Reykjavíkur sýnir sjónleikinn „Brimhljóð” eftir Loft Guðmundsson í kvöld kl. 8. At- hygli skal vakin á því að leiksýn- ing fer fram að þessu sinni á mið- vikudag, en ekki fimmtudag, eins og tíðkast hefur að undanförnu, og að nokkrir miðar eru seldir með lækkuðu verði. Hjónaband. 1 gær voru gefin saman í hjónaband, ungfrú Fríða Helgadóttir og Gunnar Ármanns- son. Heimili þeirra er á Þórsgötu 8. Fram-hlutavelta: Knattspyrnu- félagið Fram efnir til hlutaveltu næstkomandi sunnudag og verður vandað til hennar eftir beztu föng um. Félagar og aðrir velunnarar eru beðnir að bregðast vel við og koma mununum til Sigurðar Hall- dórssonar, öðinsgötu 29 og á rak- arastofu Jóns Sigurðssonar, Týs- götu 1. Útvarpið í dag: 11.00 Veðurfregnir. 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19.40 Auglýsingar. 19.45 Fréttir. 20.10 Veðurfregnir. 20.20 Hljómplötur: Ensk lög. 20.30 Útvarpssagan: „Ljósið, sem hvarf”. eftir Kipling. 21.00 Útvarpskórinn syngur. Lög úr Requim eftir Brahms: a) Því gjörvalt hold það er sem gras. b) Hve fagrir eru þínir bústaðir c) Því vér eigum hér engan varandi stað. 21.20 Hljómplötur: Forleikur eft- ir Chopin. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. . Stokksnesvitanum hefur verið breytt þannig, að rauða horninu, sem áður lýsti yfir Borgeyjar- boða, Hvanneyjarsker og Hvanney hefur verið skipt í tvennt þannig, að vitinn lýsir nú: rautt 53°—80° yfir Borgeyjarboða, Hvanneyjar- sker og Sveinsboða og grænt frá 80° og inn yfir Hvanney. Að öðru leyti er vitinn óbreyttur. Þórarinn Sveinsson iæknir hef- ur nýlega opnað lækningastofu í Austurstræti 4. Viðtalstími Þór- arins er frá kl. 6—7 síðdegis. Iðja, félag verksmiðjufólks skorar eindregið á atvinnulaust félagsfólk að koma á skrifstofuna til skráningar. Skrifstofan er opin daglega kl. 6—7 e .h. sb l\íý/aE5io as a. Gamlal3ib % V £ r t* |01ympíuleikarnir Æskudagar.f Amerísk tal- og söngvamynd '$* um æskugleði og æskuþrá. Aðalhlutverkið leikur og syngur hin óviðafnanlega Deanna Durbin. Aðrir leikarar eru: Jackie Cooper o. fl. Melvyn Douglas, Sýnd í kvöld kl. 9. L/EKKAÐ VERÐ Síðasta sinn. * ❖ Pöntunum í sima ekki veitty y móttaka. y V ■9 3 6 Síðari hlutinn: „Hátíð lijóðanna” Sýnd í dag kl. 9. Þar sézt m.a, úrslitakeppni í 1 V I ? ? i y •* tugþraut, knattspyrnu, kappsiglingu- og róðri, hnefaleik, sundi og dýfiiigum. Leikfélag Reykjavíkur: „Brimhljóð" sjónleikur í 3 þáftum eftir Loit Guðmundsson SÚNING I KVÖLD KL. 8. Aðgöngumiðar ^seldir eftir kl. 1 í dag. I y I % Gamla Bíó sýnir í kvöld síðari hluta kvikmyndarinnar, Olympiu- leikarnir 1936. Sézt þar meðal annars úrslitakeppni í ýmsum íþróttum. Iljónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband, ungfrú Sveina Sveinsdóttir og Björn Pálsson bif- reiðarstjóri hjá Ríkisspítölunum. Heimili þeirra er á Lauganesveg 81. Ríkisskip: Súðin var á Salt- hólmavík kl. 6 síðdegis í gær Esja fer kl. 9 í kvöld í strandferð aust- ur um land. Skíðafólk Ármanns. Fundur verður í Oddfellowhúsinu, uppi í kvöld (miðvikudag) kl. 8,30. Baráffa hín~ vcrsbra kvenna. FRAMH. AF 2.-SIÐU. 300 konur úr þessum hópi 700 manna herdeild Japana að óvörum. Japanir flýðu. Féllu þar 70 Japanir en 12 tóku konurnar fasta, auk þess sem þær náðú; í 130 byssur og mikið af skotfærum. Lauslega þýtt. Fyrír hönd Fram~. sóknarflokksíns. FRAMH. AF 2. SÍÐU. það eftir sem þyngst er. Það er að fá háttvirta kjósendur til þess að gleyma öllum þeim sannleiksorð- um, sem þér hafið sagt um spill- ingu Kveldúlfsklíkunnar og banka valdsins, þau sannleiksorð voru sögð fyrir hönd, og í fullu umboði Framsóknarflokksins. Það gæti svo farið, að „hálfdanska ævin- týrið” endaði með því að frjáls- huga og framsæknir menn lok- uðu hurðum á hæla yðar og hinna „hálfdönsku” í sömu mund. Fyrir hönd Framsóknarmanna í dreifbýlinu verður ekkert gert, með þeirra góða samþykki, í bankamálunum nema að uppræta spillinguna. Sjömannakjorin. FRH. AF 1. SÍÐU sjómennina njóta þess réttar, sem þeir eiga. Sjómennirnir gera hvorki að fæða né klæða fjölskyl(iuer sin- ar með fallegum ræðum eða gullnu lofi, það sem þeir krefjast, er að tekið sé tillit til þeirra og að þeir njóti þess réttar og öryggis, sem þeir eiga heimtingu á. Það er athyglisvert í þessu sam- bandi að niinnast ú það, að allan þann tíma, sem við sjómenn höfum gengið í landi nú undanfarnar vik- ur hefur stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur aldrei kallað sarnan fund í félaginu, hún hefur þótzt ein fær um að gera þá samnipga, sem gerðir hafa verið án þess að spyrja okkur sjómennina um álit okkar. Samningamir bera þess líka ljósan vott, að formaður félagsins Sigur- j jón Ölafsson hefur samið við hús- bónda sinn, Ólaf Thors, án þess að nokkur félagsfundur kæmi þar nálægt, og má það hart kallast, er stjórn Sjómannafélagsins leyfir sér að taka sér einræðisvald í slík- um málum sem þessum, þótt það ,sé skiljanlegt að Sigurjón Ólafsson óski ekki eftir því, að sjómenn fari að skipta sér af því livað honum og Ólafi Thors fer á milli, en sjó- rnenn ættu að hugleiða vel, hvo*>* forustu þeirra er bezt borgið undir handleiðslu Sigurjóns og Ólafs Thors. Krafa okkar sjómanna er fyrst og - fremst það: að fundur verði kallað- 'ur sama’.n í stjórn félagsins og samn ingunum sagt upp þegarf í stað, og þeir gallar, sem á þeim eru bættir, að séð verði fyrir því, að áhættu- þóknun láglaunaðra sjómanna verði hækkuð að verulegu leyti frá því, sem nú er, svo að sjómenn njóti einhvers af þeim verðmætum, sem þeir skapa, í réttu hlutfalli við aðr- ar starfsgreinar, sem' í landi eru, og litla eða enga áhættu leggja á herð1- þeirTa, sem þær stunda. Og að síðustu. Sjómenn, hafið for ustu ykkar mála í eigin höndum, þar er henni bezt borgið. Togarasjómaður Grein Jóhannesar Stefánssonar. Framhald af 3. síðu. stjórnað bænum (sem var eflaust dýrasti skóli landsins s. 1. ár, þar sem það kostaði um 3000 kr. að útskrifa hvern nemanda). * Aðgerðarleysi Karls Karlssonar lýsir sér í eftirfarandi staðreyndum: Álagning útsvara vt’jr i ár tæplega 60 000 kr. En Karl hefur innheimt frá áramótum rúml. 51 000 kr., eða 85°/o á 8 mánuðum. Fasteignaskattur1 1939 er rúmar 10 000 kr.. Karl hef- ur innheimt næstum alla þessa upp hæð, eða 95°/o. Ef desembermánuö- jur í fyrra er talinn með eða öll stjórnartið Karls, hefur hann á 9 mánuðum innheimt öll þessa árs útsvör og meira en þessa árs fast- eignaskatt. Til samanburðar má .geta þess, að Eyþór Þórðarson innheimti á II má% 1938 78o/o af álögðum út- svörum og 65°/o af húsaskatti sama árs, og var þá sízt verra að inn- heimta. Þessi dugnaður Karls hefur orsakað það, að enginn starfsmaður bæjarins á hjá bænum af þessa árs kaupi, og að öll ellilaun, sem eru mjög mikil, miðað við tekjur bæjar- ins, hafa verið greidd nokkurnveg- inn reglulega. Auk þessa hafa ver- ið greiddar lausaskuldir, sem nema þúsundum króna. Hefur þetta gengið svo langt, að Karl greiddi fyrrverandi bæjarstjóra, það sem Ey þór ekki gat greitt sér sjálfur, eða meira en bæjarstjóralaunin í fyrra og auk þess öll kennaralaunijii i ár. Styrkþegar liafa allir fengið sitt, og enginn þurft að svelta, þótt Oddur vilji láta líta svo út. Karl lét girða nýrækt bæjarins á Bökkum og leggja þar um veg, sem allt kostaði þúsundir króna. Einnig hefur bæjarstjórinn séð um hafnarhúsin og bryggjuna, sem áður voru greiddar 1000 kr. fyrir án nokkurs aukakostnaðar. Útsvörin eru aðaltekjustofn bæjar félagsins og réttlátustu gjöldin séu þau s anngjarnlega á lögð. Þau verða að vera sanngjörn og þá verður að innheimta þau, til þess að styrkþeg- arnir, gamalmennin, skólamir o. fl. sem er á vegum bæjarfélagsins fái sitt. Þetta hefur Karl gert af meiri dugnaði og lipurð, en nokkur ann- ar bæjarstjóri hér. Hefur liann eink- um lagt áherzlu á innheimtu hjá þeim, sein geta borgað. Greinarhöfundur segir fátækra- þyngsli minni í ár en undanfarið, er það rétt, en þó nemur það ekki miklu. En liann verður að gá að því, að ellilaun og örorkubætur hafa aldrei fyrr verið jafn mikil, og eru nú nokkrum þúsundum kr. meiri en undanfarin ár. Ég hygg Odd lítt dómbæran um hag undan- farinna ára. T'mislegt fleira er í grein skóla- stjórans, sem ekki er hér rúm til að svara. En liann ætti sem minnst að tala um P.A.N., því þar veit hann ekki annað en það, að hann ásamt öðrum Skjaldborgarbrodd- um gerði allt sem hann gat til að eyðileggja félagið, þegar þeir voru úrkula vonar um að halda stjórn þess og gera það að póhtísku fyr- irtæki, en þau banaráð urðu að engu, og vita má Oddur það, að P.A.N. dafnar þrátt fyrir bölbæn- ir Skjaldborgarinnar, og þótt hann rembist með öll sín grjón innan úr Kaupfélagi. Það er lika hrein fölsun gerð móti betri vitund, að sósíalistar hafi náð meirihluta í P.A.N. stjóm- inni, ásamt íbaldinu 1938, þvi þá náði kosningu listi Sigurjóns Kristj- ánssonar ineð 3 krötum, 1 ihalds- manni og einum konnnúnista. Krat- arnir réðu því félaginu algerlega til ársbyrjunar 1939, en þá féll þeirra einliti listi við lítinn orðs- týr, og að komst stjórn, sem leit þannig á, að neytendahreyfingin ætti ekki að vera flokspólitísk. En þetta var broddunum um megn, þeir þóttust eiga félagið og engir aðrir, og gengu úr því, en Oddur einn kvað hafa gengið í Fram, en ekki öll Skjaldborgin, þvi Framsóknar- bændurnir gáfu henni ótvírætt í skyn, að þeir kærðu sig ekkert um þá menn i félag, sein myndu strax svíkja það ef þeir fengju ekki öllu ráðið. En þeir ömuðust ekki við Oddi einum, því engu máli skipti hvar hann var. Einnig murr verklýðsfélagið lifa hans formælingar og vinna sitt starf undir forustu sósíalistanna, af þeim krafti, sem verklýðssamtökin fela í skauti sér. Að lokum, minnist greinarhöfund- ur á nýkosinn bæjarstjóra og telur hann lítinn mann og liðléttan í þetta starf. Kemur fram mikil af- brýðisemi við okkur sósíalistana, að Sjálfstæðið skuli kjósa með okkur bæjarstjóra. Finnst honum rétt að þeir einir hafi rétt á atkv. Sjálf- stæðisflokksins, þar sem nú er í- haldsstjóra ráðandi í landinu, sem samanstendur af Framsókn og Sjálf- stæðinu með Skjaldborgina í eft- irdragi. Læt ég Odd um að skamma hinn nýja bæjarstjóra, hann stendur það af sér. En það var vitanlega óliugs- andi að láta Skjaldborgina koma af stað hér stríði í bænum aftur, það varð að forða bænum frá því ó- friðarástandi og skrílslátum. Skjald borgin með framsóknarmanninn sem kjölfestu, mátti ekki ná stjórn bæj- arins. Þeir höfðu þegar siglt í strand. Skólastjórinn klykkir út með samskonar orðbragði og liann við- hafði, algerlega ókunnugur hér í plássinu, um Ingvar Pálmason al- þingismann. Ritaði hann þá svo ill- yrta grein, að ritstjórn hins sam- eiginlega málgagns kommúnista og alþýðufl.manna, tók hana ekki í blaðið, nema mjög breytta og orð- fegurri. Ég tel það hyggilegast fyrir Odd Sigurjónsson að hætta að troða ill- sakir við okkur sósíalistana með eilífu nöldri og ónotum í blöðum. Einkum ætti hann að láta' vera að ófrægja viðurkennda dugnaðar- menn, þvi fyrir slíkt athæfi verða laun almennings hér í bæ aðeins fyrirlitning. Við munum standa jafn réttir fyrir skrifum hans, og gera að engu það pólitíska ldutverk, sem honum var ætlað að vinna hér, en auka álirif sósíalistanna á hið félags lega líf bæjarins. i Jóhannes Stefánsson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.