Þjóðviljinn - 28.10.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.10.1939, Blaðsíða 2
Laugardag 28. okt. 1939. ÞJÓ9VILJINN HiómuiNii Ctgefandi: Samemingarfiokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Kitstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Kitstjórnarskrifstofur: Aust- urstræti 12 (1. hæð). Símar 5276 og 2270. Afgrúðsla og auglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sínai 2184. Áskriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr, 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. í lausasölu 10 aura eintakið. Víkingspreat h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2864. Þeír svelta. Það er ös á biðstofum fátækra- fulltrúanna pessa dagana. Atvinnu leysi, heilsubrestur og önnur óár- an sverfur að. Leið hins snauða launþega liggur að náðardyrum fá- tækrafulltrúanna. Ekki fá allir sömu svör, sem þess ar dyr knýja. Einum er sagt að hipja sig heim, hann fái enga úrlausn. Öðrum eru fengnar nokkrar krón- ur, og sagt að láta ekki sjá sig framar. Sá priðji fær húsaleigu og einhvem hluta af framfæri. Sá fjórði fær ,fullt framfæri“ — 80 aura á dag, — segi og skrifa átta- tíu aura, fyrir hvern fjölskyldu- meðlim, fyrir þessa áttatíu aura á hann að kaupa allar lifsins nauð- þurftir. Áttatiu aura á dag, það gerir kr. 5,60 á vilTu fyrir hvern mann, en 28 kr. fyrir fimm manna fjölskyldu. i Fyrir þessa upphæð á að kaupa , fæði, eldivið, ljós, hreinlætisvörur, fatnað o. fl. handa fimm manns á viku. Kaupi fjölskyldan allar þær i vörur, sem hún á rétt á samkvæmt j skömmiunarseðlunum, og auðvitað þarf hún þess ef hún á ekki að svelta, þá verður hún að greiða fyrir þær með núverandi verðlagi Tivi sem næst kr. 8,50. Þá koma kolin, pokínn kostar kr. 4,25. Það er spariega á haldið, ef ekki fara tveir pokar á viku, það gerir kr. 8.50. Mjólkurþörf þessara fjöl- , skyldna er niinnst 2>4 líter á dag það gera kr. 7,35. Rafnragn kostar varla minna en 2 kr. Leyfi fjöl- , skyldan sér þann iúxus að borða | kjöt einu sinni í viku, kostar það | 2.50. Fiskur hina sex daga vikunnar kostar varla minna en kr. 4,20.. Þá kemur smjörlíki, það kostar ekki minna en kr. 2,52. Þetta gerir nú , samtals kr. 35,57. Þá er eftir að borga föt, hreinlætisvörur o. fl. Þeirri spurningu er hérmeð alvar lega beint til forráðamanna bæjar- félagsins, hvaða liðir það séu j þessari áætlun, sem ætlazt er til að styrkþegar spari á. Þeir virðu- legu menn, sem stjórna þessu bæj arfélagi, verða að horfast i augu við þá staðreynd, að styrkþegar bæjarins, hafa hvorki í sig né á, þeir búa við skort. Það má ugglaust segja margt um fátækramál hæjarins almennt. En hvernig, sem þeim málum er velt fyrir sér, verður niðurstaðan ein og hin sama. Eins og sakir standa er það fjöldi bæjarbúa, sem á eink- is annars úrkostar en að lifa á bæjarframfæri. Samkvæmt stjórnar skrá íslenzka ríkisins ber bæjarfé- ? ___________________________ ______________________________________________ X n ....... .............. ■■■■ ■■■■■■■ ■■■■. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmm & ---------------------------------------- n mr. n ■■ ■■ ---------------------------------------- I BÆKUR j:-:~;~;~:..;..:..;..;..:">.>.><":"><"X"><"><"'."'."><"><"1"X"><"><' i* K“:"KK!"KK“K"!“K"KK"Krf/>K"W”K“K<<«4«>K"K^ Sftórrefsístefna og mannúd. lslenzk fræði. — Útgefandi Sigurður Nordal — 5. h. Um dómstörf í landsyfirréttinum 1811—32, eftir Björn Þórðar- son. — 6. h. Um hluthvörf, eftir Halldór Halldórsson. 1 safninu Islenzk fræði eru birt erfndi, sem flutt hafa verið og rædd á rannsóknaræfingum ís- lenzkra fræða í háskólanpm og stendur Sigurðúr Nordal fyrir æfingunum. Seinna erindið, sem nú er birt, er eftir námsmann, sem lokið hefur prófi fyrir allskömmu og gerzt kennari á Akureyri, hitt eftir góðan gest í „norrænudeild- inni”, lögmann Reykjavíkur. Rannsókn Björns Þórðarsonar bregður skörpu ljósi yfir tvo dóm- ara, sem eru þjóðkunnir menn í sögunni, Magnús Stephensen og Bjarna Thorarensen. Magnús var margreyndur „embættismaður hins upplýsta einveldis og sonur 18. aldarinnar”, þegar hann fékk fyrir meðdómara með sér í lands- yfirréttinn einhvern bráðgáfað- asta fulltrúa nýja tímans, sem þá var, skáldið Bjama, nýlega kom- inn úr 9 ára Kaupmannahafnar- dvöl og fullan af rómantík. Þriðji dómarinn var Isleifur Einarsson strangur og gamaldags, og varð hann oddamaður milli hinna tveggja, sem brátt greindi ákaf- lega á. ' "" Mannúðarstefna 18. aldar var Magnúsi samgróin. Franska bylt- ingin hafði ekki mótað hann beint að vísu, en þaðan má rekja nokk- uð af viðsýni hans og umbótaþrá. En hjá Bjarna var þröngt um mannúðina. Þar er skemmst af að segja, samkvæmt rannsókn Bjöms Þórðarsonar, að í hverju sakamáli var Bjarni vanur að greiða fyrst- ur dómsatkvæði og krefjast þyngstu refsingar, sem lög leyfðu, en Magnús ritaði síðan atkvæði sitt, með lærdómí og löngum for- sendum að jafnaði, og leitaði hvers konar málsbóta og vægðar. Ara- grúi dæma er sýndur um þetta Fáein skulu hér nefnd: Jón Andrésson í Fremra Skógs- koti í Dalasýslu vildi Bjarni dæma til missis hægri handar, auk sekta fyrir vísvitandi verzlun með falska peninga (og smíði þeirra) og studdist við Norsku lög. Magnús sannaði, að þau lög giltu ekki um þetta hér á landi, heldur sektar- laginu skylda til að sjá þeim far- borða. Þessa skyldu telur bæjarfé" lagið sig rækja með því að veita 5 manna fjölskyldu 28 kr. lífeyri á viku, þó hún viti með fullri vissu "áð tvöfalt hærri upphæð mundi að- eins endast fyrir mjög lélegu fram- færi. Hvað finnst þeim borgurum þessa bæjar, sem hafa álíka eða hærri dagtekjur en vikutekjur styrkþeg" anna? Hvernig rnundi þeim líða ef þeir væru settir á þurfamannafram færi? Hvernig geta Reykvíkingar al mennt lifað við þá smán að svelta þá, sem vanheilsa eða rangsnúið þjóðskipulag hefur varnað að vinna sér fyrir daglegu brauði. En stað- reyndirnar verða ekki þurrkaðar út, — styrkþegar Reykjavikurbæjar svelta! ákvæði Jónsbókar frá því herrans og mannúðarinnar ári 1281 og bjargaði hönd Jóns í Skógskoti. Samson nokkur í Húnaþingi, fyrrum í lífverði Jörundar, skyldi dæma árið 1821 fyrir samtals 5 lauslætisbrot og 3 hórbrót um æv- ina og loks eitt lauslætisbrot með eftirfarandi giftingu. Bjarni greiddi fyrstur sitt skriflega at- kvæði, veltir gaumgæfilega fyrir sér, hvort Samson sé ekki „jóm- frúkrenkjari” og dauðasekur sam- kvæmt ordinantsíu Friðriks II. frá 3. júní 1587, heldur þó raunar, að eftir laganna bókstaf muni Sam- son ekki vera „jómfrúrkrenkjari”; því að ordinantsían eigi aðeins við heldri konur o. s. frv., og vill loks láta hann sleppa með tvær 27 vandarhagga hýðingar. Magnús vildi láta nægja 23. ríkisdala sekt, en réð því ekki fyrir Isleifi, og niðurátaðan varð 15 vandarhögg. Þegar Bjarni vildi dæma karl- mann nokkurn í 5 ára þrælkunar- vinnu fyrir þríendurtekið hórbrot og konu til 4 ára fyrir sama brot ítrekað, fékk Magnús því breytt i viðráðanlegar sektir. En Isleifur hræddist mest sveitarþyngsli af vaxandi lauslæti, ef mildi Magnús- ar réði oft . 1 þjófnaðarmálum urðu sífellt árekstrar, sem langt yrði að telja Þegar meðdómendur hans dæmdu t. d. konuvesling í ævilangt tugt- hús fyrir smáhnupl, síðast og að- allega 16 fiska virði til að draga fram lífið, eftir að henni var neit- að um sveitarhjálp, mótmælir hann harðlega, að hún, „hafi ekki vegna óknytta rétt til forsorgun- ar af fátækrafé”, -— án mannkær- leika „mundu allir smábófar um- myndast í stórglæpamenn og enda ævi sina í þrældómi eða á aftöku- pallinum, ef hungrið gjörði ei út af við þá fyrri”. 1 þessu máli og fleirum staðfesti síðan hæstiréttur Dana dómsatkvæði Magnúsar og studdi stefnu hans yfirleitt. Tvisvar kom fyrir á tveim ára- tugum, að Magnús dæmdi eindreg- ið harðar en Bjami. Annað var níðvísnamál, hitt fyrir svívirðilega meðferð á sveitarlim. En sammála hefðu þeir víst verið um hinn milda dóm Bjarna í málum vand- ræða og gáfumannsins Sæmundar Magnússonar Hólm. Stórrefsistefna Bjarna átti sér málsbætur ,sem ekki þarf að skýra hér. Hún dregur lítt úr ágæti hans sem skálds. Hann kvað m. a. um frænda sinn: „skýldi hann aldrei skálkum”, og um Isleif: „Sá hann við skálka miskunn mest — við menn er fróma grimmdin verst”. Bjarni var annars einhver helzti yfirstéttarmaður i hugsun meðal íslenzkra skálda. Við hina snjöllu rannsókn og skýring lögmannsins á stefnumun dómaranna mætti helzt bæta því. að Bjarni var þar barn síns tíma, fylgdist að nokkru með því alls- herjarafturhaldi, sem lagðist yfir Evrópu í Napóleonsstríðunum og fram til 1830 — og minnir á síð- ustu og verstu tíma í kúguðustu löndum nútímans. Sól og syndir. Sígurd Hoel: „Sól og syndír^ Karl ísfeld íslenzhaðí. Útgefendur: Svan & Krístján. — ReYhjavíh 1929. Námsritgerð Halldórs Halldórs- sonar er ekki ætlað „að birta neinn nýjan sannleika. Það, sem hér hefur verið sagt, er allt áður kunnugt”, segir höf. „Ætlun mín I Norski rithöfundurinn Sigurd Hoel er Islendingum kunnur af skáldsög- unni ,Októberdagur“, sem flutt var i útvarpið í fyrra. „Októberdagur“ gefur góða hugmynd um Hoel, hann er nútimahöfundur i húð og hár, prýðisvel að sér í skáldsagnatækni og þaulkunnugur sálfræðirannsókn um síðustu áratuga, enda fatast hon- um sjaldan tökin. Sigurd Hoel lætur sér aldrei nægja yfirlxirðið, með næmri at- hugun, skerptri og þjálfaðri af snerfjngu við sálgreiningu Freuds, og skýrri hugsun, kemst hanh inn úr skelinni, sem menn safna utan uni sig og hafa til sýnis, leitar að upprunahvötum ínannsins og sýnir hvernig þær reka menn áfram, hvort sem þeim er ljúft eða leitt og hvernig sem menn dulbúa þær fyrir sjálfum sér og öðrum. En sjálfur stendur Hoel álengdar, rót laus h eimsmaður með kuldaglott á vörum og teflir fram sögufólki sínu þannig, að lesandinn -sér það rúið öllum blekkingaspjörum. Þannig kemur Sigurd Hoel fyrir sjónir í stóru núthnasögunum: „Okt óberdagur“, „Fjorten dage för frost nettene“ og „Sesam, Sesam“. Af þessum bókum er „Sesam, Se sam“ er kom út í fyrrahaust merki legust.. í henni er Hoel ekki lengur hlutlaus áhorfandi. Sagan inniheldur miskunnarlausa þjóðfélagsádeilu, á- deilu hinns sannmenntaða borgara, ervill ekki þola mótmælalaust sókn afturhaldsins gegn menningarverð- mætum og andlegu frelsi. En veilan í þjóðfélagsádeilu Hoels er sú, að hann eygir enga leið út úr ógöng- um auðvaldsþjóðfélagsins, — þar skilur með honum og öðrum glæsi_ legasta nútímahöfundi Nor,ðmanna, kommúnistanum Nordahl Grieg. var aðeins sú, að gefa íslenzkum lesendum dálitla hugmynd um á- kveðna tegund merkingarbreyt- inga, og ég valdi af ásettu ráði þá þeirra, sem snertir mest menning- arsöguna”. — Samkvæmt þessum tilgangi hefði greinin, finnst mér, átt að birtast í tímariti, sem færði liana alþýðu manna, en ekki í fræðasafni, sem hingað til virðist helzt hafa vakið athygli erlendis. Málfræðiatriði ber ekki að ræða hér, en bent skal á dæmi um þau hugðnæmu efni, sem þarna er gripið á. Þrjú íslenzk nútíðarorð að minnsta kosti sýna þróun frá steinöld: grýta, hamar og sax. Öll þýddu þau steina, þá pott og vopn úr steini og loks áhöld úr málmi Bátur, nór, nökkvi og skip eru orð sem víst hafa öll þýtt (holaðan) trjástofn i fyrstu. Fé og peningur þýddi forðum eingöngu kvikfé. Dæmi um órökrétta merkingar- breyting nú er heitið kirkjugarður um grafreiti án kirkju. — Ef höf- undur kannaði frekar merkingar- breytingar í íslenzku síðan um landnám, yrðu margir honum þakklátir fyrir það. Björn Sigfússon. En Sigurd Hoel á lika aðra hllð er kemur bezt fram í „Veien til verdens ende“, skáldsögu um dreng á uppvaxtarárunum, og hinu gull- faliega „Ingenting“, sögubroti -um fátækan stúdent. Þar er allt annað andrúmsloft en í hinum æsandi og ofsafengnu sögum eins og „Fjorten dage för frostnettene“. Hoel er jafn raunsær í „Veien til verdens ende“ og „Ingenting" og í öðrum bókum sínum, en hvergi tekst honum , eins vel að gera sögufólkið lifandi ( og mennskt. Þar er Hoel ekki utan við efnið, heldur lifir með í þvi, frásögnin vermist af innileik og sam úð, og þó er höfundur nógu hlut- laus gagnvart persónunum til að hvika hvergi frá kröfum listrænnar framsetningar. Skáldsögur Hoels hafa eflaust haft áhrif á yngstu höfundakyn' slóðina á Norðurlönduni, og þó á hún Hoel ekki síður að þakka starf semi hans að því að kynna henni nýjar skáldmenntir. — Hann hefur stjórnað útgáfu norska Gyld endals á nútímaskáldsögum, þýtt nokkrar þeirra sjálfur, en fengið ýmsa færustu höfunda og þýðend- ur Norðmanna; í lið með sér. — Er vafasamt að til sé á nokkru máli jafngott úrval af skáldsögrm núlif- andi höfunda og „Den gule serie“ en svo nefnist þessi útgáfa. Ég hef með vilja notað tækifærið til að skrifa nokkrar línur um Hoel almennt, því að um „Sól og syndir' er- ekki ástæða að skrifa langt mál. Hún er með eldri bókum Hoels, kom út 1927. .Tvímælalaust hefði verið nieiri fengur í íslenzkri þýð ingu á „Sesam Sesam“, eða „Veien til verdens ende“. Eiv „Sól og synd- ir“ hefur meiri líkindi til að ná almennum vinsældum, einkum meðal unga fólksins. Það er létt- ara yfjr henni en seinni bókunum, þó undirtónninn sé alvarlegur. Ný kynslóð menntamanna vopnuð keran- inguni Freuds kemur á sjónarsviðið i lok heimsstyrjaldarinnar. Nokkrir af fulltrúum þessarar nýju kynslóðar, norskir stúdentar, piltar og stúlkur, og kunningjar þeirra — ákveða að lifa frjálsu og fordómalausu nútíma- lífi í útilegu nokkra sumarmánuði. Sagan fjallar um þessa sumardvöl og baráttu holdsins við andann, bar áttu hvatanna við utanaðlærðar kenn ingar. Og Sigurd Hoel er það mik- ill Freudisti að hann lætur hvatirn- ar verða yfirsterkari kenningunum, og það þótt kenningarnar séu sjálf sálgreiningin! Sagan er skemmtileg aflestrar og á vel skilið þær vinsældir, er hún hefur þegar hlotið. S. G. Safnið ðsbrifendnm >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.