Þjóðviljinn - 28.10.1939, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.10.1939, Blaðsíða 3
Laugardag 28. okt. 1939. ÞJ6ÐVILJINN Er ísland orðið þýzk nýlendaj? Það vakti h inn mesta óhug meðal allra manna hér, er það spurðist að þýzku piltamir, sem neituðu að hverfa heim til herþjónustu voru sendir austur á letigarð og hafðir þar í varðihaldi sem morðingjar eða ránsmenn. Sú spurning, sem fyrst og fnemst skaut uppi í huga almenn ings var eðlilega hvort þeir hefðu framið nokkuð það, sem gagnstætt er lögum og velsæmi hér á landi, þvi ermþá hafa lög þriðja ríkisins ekki verið átitin ná til hins „lýð- fr'jálsa Islands" enda þótt starf þýzkra flugumanna hafi áruin sam- an farið í þá átt án þess að yfir- völdin hafi á nokkum hátt reynt að hindra slikan erindrekstur. Er þar skemmst að minnast hótunar- bréfa slátrarans Hensings, herganga þýzkra sjóliða, hernaðarlegar mæl- ingar á sjó og landi og annarra freklegra brota á gestrisni Islend- inga og alþjóðalögum. . Þýzku ])iltamir, sem nú sitja aust- ur á Litla-Hrauni höfðu ekkert ann að aðhafst, en að neita að láta hafa sig til manndrápa — ef til vill að skjóta íslenzk skip í kaf, sem flytja bjargir til landsins. Þeir hafa Iagt allt i hættu. Heima fyrir bíður þeirra ekkert annað en dauðinn á- samt undangengnum pintingum að nazista sið. — Þeir eru hetjur, er bjóða l)yrginn drápsvélum valdhaf- anna og eiga þeir því fremur skilið samúð Islendinga af öllum stéttum og flokkum. Alþjóð manna hefur líka fundið þetta og sízt vænzt þess, að vald Hitlers næði svo langt að umboðsmaður hans, dr. Gerlach, gæti gefið dómsmálaráðuneytinu fyrirskipanjr um lugthúsun manna hér á íslenzkri grund. Hvað er eiginlega að gerast hér? Erum við vísvitandi að stofna sjálf stæði vorú í voða með því að ger- ast handbendi valdhafani{h( í Berlín? Það hefur að vonuin vakið undr- un almennings, að þýzki kafbátsfor inginn, sem hingað kom vígmóður1 og særður skuli ganga hér um sem frjáls maður. Hann kemur í land úr einu af dráj)stækjum nazismans. Það tæki hefur víst sízt verið til þess að auka öryggi íslenzkra sjó- manna hér við land, eða hafa stjórn arvöld gleymt togaranum Nirði eða Ceres og Floru, sem þýzkir kafbát- ar sökklu í millilandasiglingum 1918? f þessu máli öllu er að gerast hið argasta lmeyksli, sem vilanlega spyrst út um lönd og mun það sízt verða til vegsauka fyrir hið ,,lýð- frjálsa ríki“ ísland. Ríkisstjórnin verður nú þegar að Ráða fYrírskípanírdr.Gerlachs meíruhér á landí, en lög og mannúð Íslendínga? breyta um stefrtju í þessu máli. Mennirnir eru ekki grunacir um glœp samkvœmt islemkum lögum og verda pvi ekki settir í gœzlu- vardhald, en til þess parf rökstudd an úrskurd vegna gruns um glœp- samlegt athœfi. Þeir eru heldur ekki dcemdir fgrir brot á íslenekum lögum, en samkvœmt peim eimun er hœgt dö halda mönnum inni sem glcepamönnum. Ef mönnunum verður ekki veitt fullkomið frelsi nú þegar verður almenningw ad álgkta, ad vald dr. Gerlachs sé svo mikid, ad pad rádi meiru hér en landslög og manmiö lslendinga. J. P. S. Hvað segja Lettar og Eisl- lendingar nm samning- ana vlð Sovétríkin? í sambandi við allar þær rangfærslur og ósannindi, sem fram eru borin hér heima í sambandi við samninga Sovétríkjanna við Eystrasaltslöndin, er fróðlegt að heyra hvað stjórnarvöld og blöð þessara landa sjálf segja. Bii*tist hér nokkuð um undirtektirnar í EistJandi og Lettlandi. Um Litháen þarf vafalaust ekki að fjölyrða, engir óvitlausir menn munu ætlaað þurft hafi að þvinga Litháa með ógnunum til að fá Wilnu, höfuðborg sína aftur. Dómur Eistnesku blaðanna um samninginn milli Eistlands og Sov étríkjanna voru mjög á einn veg ,,Uusi Eesti”, er stendur mjög ná- lægt stjórninni bendir á hve góð sambúð ríkjanna hafi ætíð verið og leggur áherzlu á að báðir aðil- ar hafi alltaf haldið til hins ítr- asta aila þá samninga er gerðir hafi verið. I friðarsamningnum frá 1920 hafi verið kveðið á um flutn- ing sovétvara yfir eistneskar hafnir, og hafi Sovétríkin notfært í sér það ákvæði. Blaðið „Páeva Leht” tekur skýrt fram að samningarnir við i Sovétríkin snerti á engan hátt ■ stjórnmálalegt né atvinnulegt | sjálfstæði Eistlands. Það sé í i fylsta máta eðlilegt, fyrst sovét- stjórnin telji öryggi Eistlands I þýðingarmikið fyrir öryggi Sovét- j ríkjanna, að hún geri ráðstafanir, er af þessu sjónarmiði leiði. Sovét- ríkin séu svo illa sett, að eiga enga flotahöfn við Eystrasalt, nema Kronstadt. Með tilliti til knýjandi nauðsynjar Sovétríkj- anna á flotastöðvum og hinnar góðu sambúðar milli Eistlands og Sovétríkjanna hafi stjórn Eist- lands ákveðið að verða við ósk sovétstjórnarinnar um flotastöðv- ar á ströndum Eistlands og gagn- kvæma hjálparsáttmála milli ríkj- anna. Eftir heimkomuna frá Moskva I sendi Karl Selter, utanríkisráð- herra Eistlands, Molotoff eftirfar- andi skeyti: ,,Fyrir hönd eistnesku stjórnarinnar vil ég tjá yður per- sónulega, Mikojan þjóðfulltrúa og leiðtoga sovétþjóðanna, Stalín, ein lægt þakklæti fyrir ágæta stjórn á stjórnmála- og verzlunarsamn- ingunum í Moskva og fyrir far- sæla samningagerð milli ríkis- stjórna vorra, er verður grundvöll ur áframhaldandi þróunar á góð- granna og friðarsambúð ríkjanna Jafnframt flyt ég yður einlægt þakklæti fyrir gestrisni þá er ég og fylgdarmenn mínir urðum að- njótandi”. Molotoff svaraði, og þakkaði Selter fyrir samstarfið og lét í ljós vonir um beztu sambúð og við- skipti Sovétríkjanna og Eistlands. Einnig í Lettlandi er almenn- ingsálitið samningunum við Sovét- ríkin mjög í vil. Almennt er það álitið, að samningurinn þýði trygg ingu fyrir því, að Lettland fái að vera í friði fyrir árásum. Manna á meðal er mjög um það talað hvort samningurinn muni þýða aukið menningarsamband við Sovétríkin, hvort muni verða leyft að sýna sovétkvikmyndir, selja sovétblöð og bækur, hvort sovét- listamönnum verði nú leyft að koma til Lettlands o. s. frv. Mikill áhugi er fyrir fram- kvæmd samninganna, einkum möguleikum þeim er opnast utan- ríkisverzlun Lettlands. Öll lettnesk blöð birtu með stór- um fyrirsögnum orðréttan samn- inginn og þær opinberu tilkynn- ingar, er gefnar voru um sarím- Fyrír hönd ohhar SYsthínanna, þakka ég ínnílega öllum þeím, er sýndu móður okkar SlGRfÐI MAGNÚSDÓTTUR vínáttu og trygð síðustu árín, og tóku þátt í síðustu kveðjunní með okkur. Ársæll Árnason. Píanókennsla Söngkennsla Hallgrímur Jakobsson. Brávallagötu 4. Til víð- tals kl. 5—9 alla vírka daga. ingsgerðina. Blaðið „Jaunakas Sinjas” birti nær orðrétta rit- stjómargreinina úr Pravda um samningana við Lettland. Bætir blaðið því við, að í Lettlandi hafi alþýða manna orðið samningun- um mjög fegin, og bendir á að Lettland hljóti ekki einungis hern- aðaraðstoð á landi ef á það verði ráðizt, heldur einnig gegn árás af sjó. Sjálfstæði Lettlands sé nú verndað af hinum volduga Rauða her og flota Sovétríkjanna. Þegar Munters, utanríkisráð- herra Lettlands, kom heim frá samningunum í Moskva, sendi hann Molotoff, forsætis- og utan- ríkisþjóðfulltrúa Sovétríkjanna eftirfarandi skeyti: „Við brottför mína frá Sovétríkjunum vil ég tjá yður innilegt þakklæti fyrir gest- risni þá, er ég varð aðnjótandi, og þátttöku yðar i þeim samninga- gerðum er nú hafa • tekizt milli landa vorra. Einnig og sérílagi bið ég yður að tjá Stalín einlægt þakk læti mitt, en vegna, áhrifa hans tókst- að ná svo skjótum árangri í andrúmslofti gagnkvæms traust og treysta vináttu Lettlands og Sovétríkjanna”. Molotoff svaraði um hæl, þakk- aði Munters ágæta samvinu að samningsgerðinni og lét í ljós þá sannfæring, að samningurinn mundi tryggja varanlegan frið og farsæld þjóðanna í Lettlandi og Sovetríkjunum. Það gegnir furðu, er menn nú hafa þessar fréttir og umsagnir stiórnarvalda og blaða Eystra- saltsríkjanna, að blöð eins og t. d. „Samvinnan” skuli dirfast að bera þau ósannindi fram að sovétstjórn in hafi sett Eistlandi úrslitakosti En hart að málgagn samvinnu- hreyfingarinnar skuli notað til slíkra ósanninda, sem ekki einu sinni hafa verið borin fram í borg- aralegu fréttaskeytunum. Lesendw! Shíptíð víð þá sem auglýsa í Pjóðvíljanum Nýsoðín Svíð daglega Kaffísalan Hafnarsfræfí 16 Hvifkál gulrófur gulræíur rauðrófur Verzlunín Kjöf & Fískur Símar; 3828 og 4764 Laxfoss. fer til Breiðafjarðar mánudaginn 30, þ. m. —Viðkomustaðir: Arn- arstapi, Sandur, Ölafsvík, Grund- arfjörður, Stykkishólmur, Búðai- dalur, Salthólmavík og Króksfjarð arnes. — Flutningi veitt móttaka í dag. A\ikki TAús iendir í ævintýrum. £02 Nú er ég fallega settur Ef ég segi af mér verður Varlott prins eftirmaður minn, og Músíus finnst aldr ei framar. Ef ég segi ekki af mér, segir Varlott alla söguna ég verð líklega myrtur og Varlott fær konungstignina engu að síður. Ekki get ég hjálpað Músíusi með því móti. Ráðherrarnir taka ekki í mál að sleppa mér burt úr landinu, og ef ég verð kyrr þá verð ég að giftast Pálinu á morgun, og svo verður hún ekkja hinn daginn, auminginn. ■WWHi I Esja vestur um land þríðjuda? 31. þ. m. kl. 9 síðdegís. Pantaðír farseðlar ósk- ast sóttír og flutningí skíl að á mánudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.