Þjóðviljinn - 07.11.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.11.1939, Blaðsíða 2
/ Þiiðjudagurinn 7. nóvember 1939. þjömniinui Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstof ur: Aust- urstræti 12 (1. hæð). Símar 5276 og 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Áskriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr, 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Simi 2864. 22 ára verfelýds- völd* Hve dásamlegt væri ekki að lifa á Islandi, ef ekkert atvinnuleysi væri þar til, enginn kviði fyrir morgun- deginum út af vinnuvöntun og skorti, síhækkandi, öruggt kaup, — síbatnandi afkoma verkamanna, bænda og fiskimanna, — ókeypis öll læknishjálp, spítalavist og lyf, án pess að þurfa að greiða til sjúkrasamlags, — ókeypis sumardvöl fyrir alþýðufólk að Laugarvatni, Þrastalundi, Laugum, Reykholti, — opinn aðgangur að öllum niennta- stofnunum eftir vild og styrkir til að nema þar — o. s. frv. Þann- ig er lífið í Sovétríkjunum í dag. Slík kjör hefur alþýðan skapað sér í landi, sem fyrir 22 árum var versta harðstjórnarríki Evrópu, landi, þar sem alþýðumenningin var engin, nær allt fólk ólæst og óskrifandi, kúg- unin og hörmungarnar svo skelfileg- ar að vart verður með orðum lýst. Þessi kjör hefur alþýðan skapað sér með því að taka sjálf völdín í land inu með byltlngunni miklu 7. nóv 1917 undir forustu Bolsévikkaflokks ins, binda enda á auðvaldsstríðið og hyggja síðan upp sósíalismann í jfyrsta sinn í veraldarsögunni. Á þessum 22 árum hefur alþýða Sovétríkjanna sannað okkur að sosi alisminn er meira en fögur hugsjón, meira en vísindum studd kenning, — að sósíalisminn er veruleiki, er lifandi þjóðfélag, sem með yfirburð- um sínuin sannar okkur að auðvalds skipuiagið er ekki aðeins dauða- dæmt af þróun þjóðfélagsins, held- ur kveður og sjálft. dauðadóminn upp yfir sér daglega með þeim hörmungum, sem það leiðir yfir hvert einasta mannsbarn alþýðunn- ar. Meðan alþýða Sovétríkjanna sæk- ir fram eftir leið sósíalismans til síbatnandi hags, — þá er alþýða — einnig hinna „lýðræðissinnuðu“ — auðvaldsrikja rænd hverjum rétt- indunum á fætur öðrum. I Frakk- landi er Kommúnistaflokkurinn bann aður, öll róttæk alþýðusamtök of- sótt, ritfrelsið afnumið, unnin rétt- indi og fengnar kjarabætur aftur af alþýðunni teknar. Hér á Islandi sjá- um við gjaldþrota braskara vaða uppi gegn alþýðunni á sama hátt. Studdir af liðhlaupunuin úr verk- lýðshreyfingunni, hægri „foringj- unum‘‘, ræna þeir verkalýðinn frels inu til að berjast fyrir kaupinu, stela svo milljónum króna skiptir af kaupi hans með þrælalögum sín- um, bæla byggingasaintök hans nið- ÞJéÐVILJINN Ávarp Alþjódasambands kommúntsfa í fílefní af 7. nóv. 1939, 22 ára afmæli rússnesku bylfíngarínnar. Öreigar! Alþýða allra landa! 1 dag heldur alþýða allra landa hátíðlegt tuttugu og tveggja ára afmæli hinnar miklu sósíalistisku nóvemberbyltingar. 1 dag minnast þjóðir Sovétríkjanna hinna heims- sögulegu sigra sósíalismans, er unnir hafa verið undir stjórn Bolsé víkaflokksins. Sovétþjóðirnar, er lokið hafa sköpun hins stéttlausa sósíalistiska þjóðfélags, sækja fram til kommúnismans. Stórfengleg eru þau afrek, sem unnizt hafa í Sovétríkjunum. Hinn samvirki iðnaður eflist daglega og stundlega. Undirstaða samyrkjunn ar styrkist með ári hverju. Með hverjum nýjum sigri sósíalismans batna lífskjör fjöldans. Gleðiríkt og hamingjusamt er hið þrótt- mikla starfslíf sovétþjóðanna. Æskan horfir örugg mót glæstri framtið og öruggri tilveru. Stakh- anoffhreyfingin hefur unnið fjölda afreksverka. Ný kynslóð mennta- manna, þrungin eldmóði fyrir mál- stað sósíalismans, er að vaxa upp. Vinátta þjóðanna, er byggja hin voldugu Sovétríki, verður æ nán- ari, eining sovétþjóðanna hefur ; aldrei verið traustari, né þær fast- ar tengdar flokknum og ríkis- stjórninni. Hemaðarvald ríkis sósíalismans eflist stöðugt. Landa- mæri þess verða æ óárennilegri. Áhrif Sovétríkjanna í alþjóðamál- um hafa vaxið gífurlega. Með hinum miklu afrekum sínum byrja Sovétríkin nýtt og fagurt blað í sögu mannkynsins. Lenin og Stalin leiðtogar hins sigursæla Bolsévikkaflokks, erstjórn ar sókn sovétþjóðanna til konnnúnismans. - Myndin er af líkneski er stendur í Menningarhöllinni i Voronesj. Sfórvcldaslyrjöld um heimsyfírrádín, Alþýða auðvaldslandanna er allt öðru vísi á sig komin þennan há- ur með ofbeldi og hrópa nú hástöf- um á bann Sósíalistaflokksins, eina baráttuflokks alþýðunnar. Það undrar því engan þótt auð- vald og verklýðssvikarar allra landa reki nú rógsiðju sína gegn Sóvét- ríkjunum af meiri grimmd en nokk- urntíma fyrr, því aldrei hefur ríki sósíalismans í austri áþreifanlegar sýnt þjáðu mannkyni auðvaldsland- anna veginn út úr öngþveiti auð- valdsskipulagsins en í dag, þegar auðvaldið auk allra annarra hörm- unga hefur líka leitt skelfingar styrjaldarinnar yfir alþýðuna. Það væri undarlegt auðvald og þjónar þess, ef þeir ekki reyndu að byrgja útsýni alþýðunnar til austurs með rykskýjum blekkinga sinna. Völd þeirra, arðrán og bitlingar eru undir því komnir að það tak- ist að villa alþýðunni sýn og ræna hana trúnni á mátt sinn og hlut- verk. Þessvegna er einmitt nú gildi Sov- étrikjanna og verklýðsbyltingarinn- ar 7. nóvember meira fyrir allan verkalýð en nokkru sinni fyrr. Því reynsla þeirra sannar ómótmælan- lega, að verkalýðurinn hefur kraft og forustuhæfileika til að leiða þjóð imar út úr hörmungum hrynjandi auðvaldsskipulags mn í ríki sósíal- ismans. tíðisdag. Hún býr við styrjaldará- stand, stjórnir auðvaldslandanna hafa byrjað hina aðra stórvelda- styrjöld. Japanska auðvaldið hef- ur þjáð kínversku þjóðina á þriðja ár. Styrjöld geisar í hjarta Ev- rópu. Hinar ráðandi stéttir Eng- lands og Þýzkalands heyja styrj- öld um heimsyfirráðin. Styrjöld þessi er áframhald margra ára deilu í herbúðum auðvaldsland anna. Þrjú auðugustu ríkir., — England, Prakkland og Bandaríki Norður-Ameríku ríkja yfir þyð- ings.rmestu heimsleiður. -i - oy n.o.kuðunum. Þau hafa hjiLsað til sin Júrmætustu h.é.efnalindirnar, og ráða yfir geysilegum auðæfum. Þær hafa bolað undir sig me-r en helming mannkynsins. Arðrán al- þýðunnar og arðrán hinna kúguðu r.ýienduþjóða hylja þau svika- blæju yfirskinslýðræðis, til að eiga hægara með að blekkja fjöldann. f-'.’gn heimsyfirráðum þeirra, og ivr'r eigin yfirráðum berjast önn- ur auðvaldsríki, er komust síðar í kiv phlaupið um nýlendur. Þau vilja skipta að nýju hráefna- og matvælalindunum, gullforðanum og nýlenduþjóðunum. Þe.ð er hið sanna eðli þessarar styrjaldar hún er ranglætisstyrjöld, aftur- haldsstyrjöld og stórveldastyrjöld Sökina á ófriðnum eiga fyrst og fremst auðvaldsstjórnir og yfir- ráðastéttir allra styrjaldarríkj- anna. Alþýðustéttin getur ekki veitt þessari styrjöld stuðning. Gegn slíkum ófriði hafa kommúnistar ætíð barizt. Þeir hafa hvað eftir annað varað verkalýðinn við því að yfirráðastéttirnar væru að steypa hundruðum milljóna manna út í styrjöld. Árum saman hafa burgeisarnir undirbúið þenn- an ófrið. Þeir hafa undirbúið hann með samningum sínum, ráðstefn- um og bandalögum, en reyndu jafnframt að dylja hið grimmdar- lega eðli stórveldastefnunnar með uppgerðarskrafi um friðarvilja. Þeir undirbjuggu hann með leyni- samningum og ögrunum gegn Sov- étríkjunum. Þeir undirbjuggu hann með árás á Abesiníu, innrás- arstyrjöld á Spáni og í Kína Miinchen-sáttmálinn var beinlínis undirbúningur striðsins. Burgeisa- stéttin hefur hafið þessa styrjöld vegna þess að hún er föst í hin- um ógreiðandi flækjum auðvalds- skipulagsins og reynir að losa um þærNqieð nýjum stríðum Sovcfsfjórnín afsfýrír audvaldsárás á rlkí sósialísmans. Á þriðja áratug hafa Sovétríkin reynt að viðhalda friði. Þau hafa sýnt óbifanlega festu gegn hinum tíðu ögrunum og árásum. Þau lögðu til að horfið yrði að al- mennri afvopnun eða takmörkuri vígbúnaðar, og skipulagningu sam eiginlegs öryggis. Þau haía gert allt, sem í þeirra valdi stóð til að stuðla að traustu friðarbandalagi. En hinar borgaralegu stjómir hafa hafnað öllum þessum tillög- um. Þau hafa haldið áfram heimskulegri einangrunarpólitík gagnvart Sovétrikjunum. Þrátt fyrir allt baktjaldamakk héldu Sovétríkin áfram baráttu fyrir vio haldi heimsfriðarins. En meira að segja þcgar svo var komið að allir sáu að styrjöld var á næstu grös- um, gerðu Sovétríkin enn eina til- raun til að bjarga friðnum, — hófu samningaumleitanir við Eng- land og Frakkland. En stríðsæs- ingamennimir ætluðu sér annað. Þeir reyndu að nota sér samninga- umleitanirnar til að svæfa varúð almennings og leiða ábyrgðina af styrjöldinni, er þeir vora að und- irbúa, yfir á herðar annarra. Þeir æstu Pólland gegn Sovét- ríkjunum. Meðan þeir sátu við samningsborð í Moskva reyndu þeir með leynd að siga Þýzkalandi á Sovétríkin. Með griðasáttmálanum við Þýzkaland eyðilögðu Sovétríkin hið lævísa baktjaldamakk hinna andsovétísku stríðsæsingamanna. Með þessum samningi tókst að halda sovétþjóðunum utan hildar- leiksins og þrengja svið ófriðar- eldsins. Þegar pólska ríkið, er var sannnefnt þjóðafangelsi, hrundi í rúst, réttu Sovétríkin bræðraþjóð- um Vestur-Úkraínu og Vestur. Hvítarússlands hjálparhönd, og tókst að þrífa þrettán milljónir manna úr hyldýpi styrjaldarinnar leysti þá undan oki pólska auð- valdsins og gaf þeim rétt til að á- kveða sjálfum þjóðfélagshætti og stjómarskipun. Og Sovétríkin hafa með samningunum við Eist- land, Lettland og Litháen vernd- að þau ríki frá ránsfyrirætlunum auðvaldsstórveldanna. Sovétríkin hafa ábyrgzt sjálfstæði þessara ríkja og um leið styrkt vestur- landamæri sín. Með afhendingu Vilna, er pólskir hershöfðingjar hertóku fyrir tuttugu áram, sýndu Sovétríkin slíkt tillit til þjóðarrétt inda smáþjóðar, að einstakt mun vera. Með viðleitni sinni til að binda enda á styrjöldina og með sæmn- ingunum við Þýzkaland um vin- áttu og landamæri hafa Sovétríkin enn unnið málstað friðarins. Þau hafa hindrað stríðsæsingamennina í að draga Balkanríkin inn í styrj- öldina. Þau eyðileggja áform þeirra manna, er vilja að Evrópur styrjöldin verði að heimsstyrjöld. Því mun alþýða allra landa aldrei gleyma. Auðvaldssijórnírnar hcyja ekki sfyrjöld fil að leysa þjóðír úr á** nauð — heldur fíl að kúga þxr. En myrkravöld ófriðarins eru ekki aðgerðalaus. Þau heimta að barizt sé „þar til fullur sigur er unninn’ Þau heimta að barizt sé þar til stórveldatakmörk”m þeirja er náð. Þessvegna reka þau þjóð- imar til blóðvallanna. En hvað getið þið, öreigar og alþýða, unnið í þessari styrjöld? Nú þegar hefur afturhaldið hvarvetna hafið æðisgengna sókn. Hið borgaralega alræði varpar frá sér „lýðræðis”grímunni ofsækir verkalýðshréyfinguna og kemur á stríðsgrimmdarstjóm. Burgeisa- stéttin ,bæði í ófriðarríkjunum og í hlutlausum löndum, þrengir aS lífskjörum ykkar.. Nú þegar eru afnumin réttindin, sem þið hafið náð með langri og erfiðri baráttu. Framhald á 4. siðu 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.