Þjóðviljinn - 16.11.1939, Page 3

Þjóðviljinn - 16.11.1939, Page 3
Fimmtudagur 16. nóvember 1939. Þ J ú u V I L j i N N Um verkalýðshreyfinguna á Eskifirði. Eftir Alfons Sigurðssen, 1 herhúðum aflurhaldsflokkanna kennir greinilegs ótta við hinn vak- andi hluta verklýðshreyfingarinnar. Árásir þeirra og rógburður um hið nýstofnaða Landssamband stéttarfé- laganna, jafnframt afskiptasemi lög gjafarvaldsins um skipulag sam- takanna, sanna að það sem aftur- haldið óttast mest er einhuga ó- klofin verklýðshreyfing og það vilja peir fyrirbyggja að hún verði. Sam- einingu og vöxt verklýðsfélaganna í landinu hyggjast afturhaldsöflin að hindra og gera verkalýðinn varnar- lausan gegn hverskonar árásunr á lífskjör hans. Þessvegna er lögð á- herzla á það að kljúfa og veikja samtökin par sem þau eru einhvers megnug og hælzt yfir að einhvers- staðar verður vart veikleika. I Alþýðublaðinu 13. þ. m. er lítils háttar minnst á Verkamannafélagið „Árvakur“ á Eskifriði og í þeim tón að ég finn mig knúðan til að gefa dálitla viðbótarskýringu. Ekki þó vegna þess að ég álíti ummæli þessa blaðs hafi nokkur áhrif, og sízt á stéttarfélaga mína á Eskifirði sem nú liafa sagt því upp í stór- hópum með verðskuldaðri fyrirliln- ingu. Heldur fyrst og fremst til þess að benda verkalýðnum á Eski firðl á, að hann þarf að hefja sam- tök sín upp úr því ófremdarástpndi sem þau eru komin í af völdum Alþýðusamhandsins og livaðan hann getur vænst fjandskapqfl í garð saiL takanna. Alþýðublaðið hælist yfir því að broddaklíka sú, sem að því blaði stendur, er búin að sljóvga svo hugi verkalýðsins á Eskifirði, að mikill meirihluti hans hefur svo að segja algerlega lapað trúnni á tilverumöguleika samtakanna á staðn um og jafnframt hafin lævís árás á þá menn, sem enn eru ekki upp gefnir á því að reyna að blása lífi í þann samlakavott, sem eftir er. — Ég vil benda á eftirfarandi stað reyndir, sem sanna hversvegna verk lýssamtökin á EskifirÐi eru komin í þá niðurlægingu sem raun er á. Árið 1936 var tala meðlima „Árvaks“ kom in uppy í 150 rnanns. Á því ári var í fyrsta sinn í sögu félagsins send- ur fulltrúi á Alþýðusambandsþing, en það mátti eins og kunnugt er, ekki vera nema yfirlýstur Alþýðu- flokksmaður, enda þótt ekki væru nema um 15 Alþýðuflokksmenn í félaginu. Jafnvel þótt maður sá er kosinn var nyti fyilsta trausts alls • þorra félagsmanna, kenndi megn- ustu óánægju með einræðisaðstöðu þessa flokks, sem var í greinilegum minnihluta og afleiðingin varð sú að fjöldinn allur hætti að greiða gjöld sín og lenti þannig út úr sam tökunum. Kom það greinilegai í ljós haustið 1937 að verkamenn höfðu tapað tni á samtökin undir slíku skipulagi, því aðeins 36 menn greiddu þá gjöld sín til félagsins og enn færri 1938. Og í ár hefði ekki einn einasti maður greitt, ef félagið hefði haldið áfram að vera í Alþýðusambandinu. En sem betur fór tókst þeiin mönnum, sem ennþá hafa áhuga fyrir verklýðssamtökun- um á staðnum og þrá að þau verði sterk og þess megnug að bæta hag hinnar sárþjáðu alþýðu, að koma í veg fyrir að hinn veiki visir, sem nú er til samtaka hyrfi ofan í sömu gröf og hið dauðadæmda Alþýðusamband er nú í þann veginn að falla í. Pó að Alþýðublaðið hælist yfir veikleika verklýðssamtakanna á Eskifirði, ásaintþeim Arnþóri Jensen og Sveini Quðnasyni, þeirn tveim mönnum á staðnum, sem ennþá fylgja því að málum, og þó þessi vanheilaga þrenning þrái það heitast af öllu að koma þeim algerlega fyr- ir kattarnef, þá get ég þó sagt þeim það, að verkanrannafélagið á enn eftir að verða sterkt og öflugt bar áttutæki í höndunr verkalýðsins sjálfs. Nú, þegar loks eru sköpuð skilyrði fyrir fyllsta jafnrétti inn an félagsins, mun allur sá fjöldi, sem hvarf burt vegna þess óréttar sem hann var beittur, koma aftur og taka virkan þáítt í því starfi og þeirri liaráttu sein framundan er. Með aðstoð Landssambandsins og þeirra sterku félaga, sem það skipa mun okkur takast að byggja upp okkar félag og gera það forustu- ■hæft í hagsmunabaráttu verkalýðsins á staðnum. Að lokum nokkur orð um það á- stand, sem ríkir rneðal fátæklinga á Eskifirði og sein getur enn versn- að, ef allur sá mikli skari, sem nú verður fyrir hörðuslum árásurn og Ireittur er mestum órétti af auð- valdinu ekki ber gæfu til að standa saman i einni órjúfandi fylkingu. — Síðan á byrjaðri velrarvertíð til þessa tíma, hafa sjómennirnir ver- ið að þræla fyrir því kaupi, sem aðeins og í sumum tilfellum alls ekki er nægilegt til framfærslu skylduliði jieirra yfir þennan tíma hvað þá lengur. Nú er kominn vet- ur og fjöldinn sér ekki fram á ann að en neyð og örbirgð. Menn þurfa ábyggilega ekki að gera sér háar vonir um þau bjargráð, sem Sveinn Guðnason, með aðstoð Jónasar Guð mundssonar ætlar að finna upp, komi til framkvæmida fyrst um sinn. Slíkum loforðum er lítt á að hyggja fyrir því höfum við reynslu. Þau eru aðeins gefin til að veikja bar- áttuþrótt okkar, sætta verkalýðinn við neyðina í bili og blekkja hann til fylgis við kúgara sina. En slíkt megum við ekki láta hafa áhrif á okkur. Sem einn maður verðum við nú þegar að hefjast handa um öfl- uga atvinnuleysisbaráttu og endur- reisa samtök okkar í þeirri baráttu Við skulum sýna þeim mönnum, sem vilja samtök okkar dauð, íý* þau eru það afl, sem getur staðist allar þeirra árásir og dæmt dauðan og ómerkan rógburð þeira tveggja Alþýðuflokksmanna, sem til eru á Eskifirði og aldrei hafa unnið ær- legt handtak fyrir verklýðslireyfing una. Alfons Sigurðsson. Lúdrasveííín Svanutr 9 ára. Lúðrasveitin Svanuk’ á 9 ára starfs afmælj í tíag. Hún var stofnuð 16. nóvember 1930, og var Hallgrímur Þorsteinsson söngkennari aðalhvata niaður stofnunarinnar. Öll starf- semi sveitarinnar hefur verið starf áhugamanna, sem Ixirið hafa allan þunga af störfum hennar, án þess að fá liinn minnsta opinberan styrk Hallgrímur stjórnaði „Svaninum-c um hríð, en hann gjörðist aldraður og varð því að láta af störfum. Síðustu árin hefur Karl O. Runólfs- son tónskáld stjórnað lúðrasveit- inni og hefur hann eflt starfsemi hennar mjög. Sveinn Sigurðsson inálari er formaður „Svans“ og hef ur hann verið stjórnandanum sam- hentur um að efla starfsemi henn_ ar. Lúðrasveitin „Svanur“ leikur í útvarpið í kvöld í tilefni af afmæl- inu. Skuldaskil Jónasar Jónssonar víð sósialísmann cftír Héðínn Valdímarsson er bók, sem allir þurfa að eiga og lesa, sem fylgjast vilja með í íslenzkum stjórnmálum. Bókin er yfir 200 síður, en kostar aðeins kr. 1,50. Fæst m. a. í Bókavetrzlun Heímsktrínglu Laugaveg 38. Sími 5055. Æ» FR« Aimælisi'agnaður Æ. F. R. verð- ur í Oddfellowlnisinu n. k. laugar- dag. Dagskráin verður mjög fjöl- breytt og vel til hennar vandað M. a. verður sýnd kvikmynd frá Þingvallamóti Æskulýðsfylkingar- innar s. 1. vor. Félagar Æ. F. R. ættu að tryggja sér aðgöngumiða í tíma því að húsrúm er takmark- að. f kvöld verður enginn fundur í málfundaflokknum vagna ráð- stefnu Æ. F. R. Flokkurínn Ý t I :*• V Hlutavelta Sósíalistafélagsins er á sunnudaginn kemur. Undir- búningsnefnd hlutaveltunnar skor- ar á alla flokksmenn að sýna dugnað við söfnunina dagana sem eftir eru. Munum á hlutaveltuna er veitt móttaka i skrifstofu Sósí- alistafélagsins Hafnarstræti 21. Flokksstjórnarfundurinn heldur áfram í dag í Haínarstræti. 21, og hefst kl. 10 f. h. Fulltrúar beðnir að mæta stundvíslega. Bókabúð Æskunnar, Kirkjuhvoli Ýmsar úrvals barna- og unglingabækur, þar á meðal Bíbí með niðursettu verði. Áður innb. — bæði bindin kr. 14.00, eru seld nú fyrir kr. 8.00. Öbundin áður bæði bindin kr. 10.75, nú kr. 5.00. Nýir kaupemlur að næsta árgangi „Æskunnar”, sem borga við 1 ''niun fá yfirstandandi árgang í kai pbæti, meðan upplag endist Þar eru einnig seld Minningarspjöld Sig. Eiríkssonar-sjóðsins. Kaupið nýjustu unglingabókina, Sandhóla-Pétur. Því ekkí? Því reyníð þér ekkí lika híð ljúffenga og remmulatisa ^ Blöndahls~kaffí með RITZ-kaffíbsefísduftí, Fæst svo að segja í hverrí matvörubúð. Vörubílstöðín Þróftur: Tilkvnnir Vegna stórfelldrar verðhækkunar á nauðþurftum til reksturs vörubifreiða verður leigugjald fyrir vörubíla stöðvarinnar frá og með 16. nóv. 1939 kr. 6,00 um klukkustund í tíagvinnu. Aðrir ósamningsbundnir taxtar hækka frá sama tíma í sama hlutfalli. Frá jiessum tíma verða aksturslaun ekki skriluð hjá öðrum en þeim, sem hafa opnar skrifstofur og minnst vikulegan úthorgunar- tíma'. Vörubílsföðín Þróffuir, Utbreiðið Þjóöviljann M.ikki Mús lendir í ævintvrum. 212 Opnið þið hliðið undireins? Eru allir sofandi hér í höllinni. Eg er með þýðingarmikil skilaboð til konungsins. Hver ert þú? Hvað vilt þú? — Eg er i'rænka Músíusar lcon- ungs og er með þýðingarmikil skilaboð til hans. En hvernig veizt þú að hann er hérna? — Það vita allir menn Opnaðu hliðið strax! Biddu svolítið. Hvað ertu að hugsa! Hér er eitthvað á seiði. Vektu alla varðmennina í snatri, ég skal tala við kvenmanninn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.