Þjóðviljinn - 28.11.1939, Blaðsíða 1
IV. ÁRGANGUK.
ÞRIÐJUDAGUK 28. NÓV. 1939
276. TÖLUBLAD
■
I
fitflntDingsatMdiö græöir miiljónir, en
kanpgjaldi alpýðu er haldið niöri með valdl
Oý nú æílar framkvœmancfnd braskaranna, ríkís~
sffórnín, að slá skjaldborg um spillinguna með of~
beldsher handa eínvaldísherra.
Dagsbrún hvelur til mótmaela $e$n þcss-
arí húgun! Allir í Idnó í kvöld!
Síðan stríðið hófst hafa útflutningsvörur fslendinga stigið
stórkostlega í verði. Síld og síldarafurðir, ull, gærur lýsi, fiskur —
allt hefur hækkað, sumt margfaldast. En gróðann lirifsa útflytjend
urnir að mestu leyti til sín. Framíeiðendur á síld og fiski fá enga
hækkun, liún fer öll til braskaranna. Og einstakir kaupmenn, sem
finna náð fyrir augum útflutningsnefndar, taka stórgróða á ull og
gærum.
En meðan útflytjendur græða milljónir á stríði og gengislæklt-
un, |)á er alþýðu manna bannað með ofbeldislögum að hækka kaup
sitt, en dýrtíðin hinsvegar auldn svo á innlendum sem útlendum
vörum að óbærliget er orðið. Kol, sykur, smjörlíki, smjör, brauð,
olíur og benzín — allt hækkar gífurlega, en kaupi verkamanns-
ins er haldið niðri með valdi.
Gerspillt ríkisstjórn, sem mynd-
uð hefur verið til að varðveita
gróðamöguleika útflytjendanna
en tríu'ka á hagsmnnum almenn
ings, dnufheyrist við öllum króí-
um fr.'.ícins um ) ickað kaup, ei:
heim+ar nú gífur'egai tollahak).-
anir, a. til að fá að ausa ótak-
mörkuðu fé i ríkislögreglu og
vopn handa henni. Svar ríkis-
stjórnarinnar við réttlátum kröf-
vm fólksins um kauphækkun er að
heimta ótakmarkað vald yfir ó-
takmarkaðri ríkislögreglu til að
berja niður réttlætiskröfur lýðs-
ins.
Meðal allrar alþýðu ríkir rétt-
lát reiði yfir þessari margföldu
ósvinnu ríkisstjórnarinnar.
Dagsbrúnarmeiin, hags-
munamál ykkar eru fíl
umraeðu á fundinum i
kvöld.
Dagsbrún, sterkasta félag
verkalýðsins, ríður nú á vaðið
sem fyrr og boðar til félagsfund-
ai í kvöld. Málin, sem taka á fyr-
ir. ei’U m. a. bæði kaupgjaldsmál-
in og ríkislögreglan. Þetta eru
mál, sem hvern einasta verka-
mann varðar persónulega. Líf og
franitið verkalýðssamtakanna get-
ur nú oltið á því að hver maður
geri í kyldu sína gagnvart samtök-
unum.
Dagsbrúnarmenn! Svarið árás-
um valdaklíkunnar á kaup ykkar
og kjör, á rétt ykkar og frelsi
m< ð því að f jölmenna í kvöld á
Dagsbrúnarfund og krefjast rétt-
í,r ykkar! Dagsbrún hefur alltaf
staðið fremst í flokki í baráttu
verkalýðsins fyrir sanngjörnu
kaupi og frelsi. Sýnið að hún ger-
ir það enn! Allir Dagsbrúnarmenn
á fundinn í Iðnó í kvöld!
V. K. F. Framsókn heldur fund
í kvöld kl. 8,30 í Alþýðuhús-
inu við Hverfisgötu. Til umræðu
verða félagsmál, en Lúðvíg Guð-
mundsson flytur erindi.
Kvartmílljón fyrír
ísfískfarm ?
Það er talað um gróða út-
flytjenda á öðrum stað hér í
blaðinu og bent á hve hrópandi
mótsögn hann stendur í við
kjör verkalýðsins. Nýjustu
fréttir lierma, að íslenzkur
togari hafi nýlega selt afla
sinn við verði sem svarar til
rösklega kvartmilljón króna.
Þess skal getið að fregnir
um aflasölur eru ekki birtar
hér í blaðinu vegna banns þess
sem ríkir um að gefa upplýs-
ingaf um ferðir skipa.
Lðg S'L Jóhanns um verka-
mannabústaði skreiddust tíl
3. utnræðu.
Ýmsír þíngmenn stjórnarflokkanna átítu bráða-
bírðalögín óþörf og aðfarírnar ijófar.
Bráðabirgðalög St. Jóhanns um
verkamannabústaðina voru til 3.
umræðu ' neðri deild í gær. Hafði
allsherjarnefnd lagt til þá breyt-
ingu að fella burtu þá grein, er
bannar fleiri en eitt félag á hverj-
um stað.
Vilmundur Jónsson hafði fram-
sögn f. h. nefndarinnar — aðeins
örfá orð. Vildi auðsjáanlega sem
minnst óhreinka sig á frumvarp-
inu. Enginn þingmanna Alþýðu-
flokksins tók til máls. Bergur
Jónsson kvað það ekki hlutverk
•nefndarinnar að leggja dóm á
hvort bráðabirgðalögin hefðu ver-
ið nauðsynleg.
Garðar Þorsteinsson kvað útgáfu
bráðabirgðalaganr.a hafa verið ó-
•þarfa og sagði að hún hefði farið
fram á ,,óviðkunnanlegan hátt”.
Pétur Halldórsson viðurkenndi
að „aðferðin hefði verið ljót”, sem
beitt var af St. Jóhann.
Garðar lýsti þvi ennfremur yfir
að, að sínu áliti hefði Byggingar-
sjóðsstjórnin verið skyld til að
veita Byggingarfélagi alþýðu lán-
ið.
Þannig treystust engir þing-
jnenn til þess að verja aðgerðir
St. Jóhanns. Aðeins hann sjálfur.
.utanþingsráðherrann, reyndi af
•veikum mætti að bera hönd fyrir
höfuð sér, en blekkingar hans
voru hraktar jafnóðum af Héðni
Valdimarssyni. Töluðu þeir Héð-
■inn og Einar oft í málinu og
sýndu hvað eftir annar fram á
hvílíku gerræði hefði verið beitt
bæði með útgáfu laganna og i
skjóli þeirra. En þótt engir þing-
menn treystust til að mótmæla
því að þetta væri rétt ,þá mátti
samábyrgðin um ríkisstjórnina sín
meira en viljinn til að leiðrétta
rangindin.
lrar frumvarpið samþykkt með
15 atkv. gegn 3 til 3. umræðu og
breytingatillaga nefndarinnar sam
þykkt.
Sovctsfjórnín sakar Fínna um árás,
cn þcír svara mcd gagnásökunum.
SAMKVÆMT EINKASKEYTUM FRA KHÖFN OG MOSKVA.
Herforingjaráðið í Leningrad tilkynnir að síðdegis í gær hafi
finnskar stórskotaliðssveitir hafið skotahríð á sovéthersveitir í Kirj-
álanesinu, einn kílómetra fyrir norðaustan Mainil. Finnar skutu sjö
fallsbyssuskotum að sovéthernum og biðu 3 óbreyttir hernienn og
einn liðsíoringi bana. 7 óbreyttir hermenn og tveir liðsforingjar
særðust. Yfirmaður herforingjaráðsins í Leningrad Tichomiroff of-
ursti fór þegar á staðinn til rannsóknar.
Utanríkismálafulltrúi Sovétríkj
anna átti í gærkvöldi viðræður við
Yrjoe Koskinen, sendiherra Finna
í Moskva og lagði hann fyrir sendi
herrann mótmæli sovétstjórnarinn
;ar við árás hinna finskú hersveita
Yrjoe Koskinen lýsti því yfir að
hann mundi tafarlaust setja sig i
samband við stjórn sína um svar
við mótmælunum.
Tílgangur Fínna „fjand**
skapuir við Sovciríkín",
1 mótmælum sínum til finnsku
stjórnarinnar kemst Sovétstjórnin
svo að orði, að hún hafi leitt at-
hygli þeirra Paasikivis og, Tann-
ers að þeirri hernaðarlegu hættu
sem Sovétríkin telja sér stafa af
hersamdrætti Finna í Kirjálanes-
inu. Sovétríkin hefðu einkum tal-
ið hættu fyrir Leningrad af liðs-
safnaði þessum, en eftir atburði
dagsins í dag yrði hún að líta svo
á að liðssamdráttur Finna væri
beinn fjandskapur við Sovétríkin,
Loks krefst Sovétstjórnin þess
að Finnar tryggi, að atburðir sem
þessir endurtaki sig ekki og því til
tryggingar er krafist, að Finnar
dragi herlið sitt til baka í Kirjála-
nesinu um 20—25 kílómetra.
Ga$násakaníir Fínna,
Finnar halila því fram, að þeir
hafi elski skotið á rússn. liðssveitir
og telja ásakanir sovétstjórnar-
innar tilbæfulausar. Þá segja þeir
ennfremur að rússneskar liðs-
' FRAMH. A 2. SIÐU
MOLOTOFF
utanríkisráðherra Sovétrikjanna.
Skipatjón fer vaxaidi af vðidnm
taern ðaraðgerða.
EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐVILJ. KAUPMANNAHÖFN I GÆRKV.
Mörg skip hafa farist um helg-
ina af völdum styrjaldarráðstaf-
ana. I gær fórst eitt brezkt skip
og annað pólskt, sem sigldi undir
brezkum fána. 1 dag fórst hol-
lenzkt skip í mynni Thames-fljóts-
ins. Þýzkur kafbátur sökkti
brezku skipi i Norðursjónum í dag
Þá hefur loks verið tilkynnt að
Bretar hafi tekið eða sökkt þrem-
CAJANbER
forsætisráðherra Finna.
ur þýzkum skipum um helgina.
Brezka stjórnin hefur endan-
lega samþykkt að leggja hald á
allar vörur af þýzkum uppruna.
en framkvæmdum á þessu sviði
verður frestað fyrst um sinn.
Chamberlain forsætisráðherra
Breta hefur haldið ræðu um styrj-
aldarhorfurnar Telur hann að-
stöðu Bandamanna fara batnandi
að sama skapi, sem aðstaða Þjóð-
verja versnar.