Þjóðviljinn - 13.12.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.12.1939, Blaðsíða 2
Miðvikudagurinn 13. desemb. 1939. ÞJÖÐVILJINN piðmnuiNN Ctgef andi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Bitstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Bitstjórnarskrifstofur: Aust- urstræti 12 (1. hæð). Símar 5276 og 2270. Afgreiðsia og auglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Askriftargjalð á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr, 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2864. Auðvaldíð verðuir að dcyja, ef fólk- ið á að lifa. Frumvörp þau, sem valdaklíkan ber nú fram á Alþingi, sýna og sanna, að valdhafarnir treysta sér ekki lengur til að halda völdum sinum, nema með því að svelta fólkið, eyðileggja verklýðssamtök- in og koma sér upp vopnuðum her til að halda þjóðinni nauðugri undir okinu. Með aðgerðum siðustu þipga, — einkum gerðardómnum, vinnulöggjöf inni og gengislögunum, — var farið inn á þá braut að afnema þau rétt indi, sem verkalýðurinn hafði öðlast með áratuga baráttu. Nú er haldið áfram á þessari braut með margföld um hraða —. í áttina til fullkomins einræðis Kveldúlfs- og Landsbanka- klíkunnar. Með „höggorminum“ og framfærslulögunum nýju á að koma á vinnuskyldu styrkþega fyrir hvaða kaup, sem yfirvöldin ákveða, og sveitaflutningi styrkþega hvert, sem yfirvöldunum þóknast. Það á að leggja alla atvinnubótavinnu undir harðstjórnarnefnd þá, sem þjóð- stjórnarklíkan útnefnir. Þessi nefnd á að hafa rétt til að ákveða kaupið sem verkamenn vinna fyrir í at- vinnubótavinnu. Þannig ætlar þjóð stjórnarklíkan að framkvæma það sem íhaldinu mistókst að gera 9. nóv. 1932: að níðast á atvinnuleys- ingjununi og lækka kaupið fyrst á þeim lægst launuðu og verst settu. Og um leið er svo stofnað til rík- islögreglu, til þess að hægt sé að fylgja þessari hungurárás fram með því ofbeldi, sem þarf til að drepa niður viðleitni verkamanna til að lifa sómasamlegu lífi. Hungrið og ofbeldið — það eit það, sem íslenzka yfirstéttin út- hlutar alþýðunni. Nakið ofbeldið til að halda alþýð- unni á hungurstiginu, meðan skulda kóngar og bitlingalýður vaðía í pen ingum, — það er stjórnarfarið á Islandi 1939. / Og til þess að pína hungur- og ofbeldisáform gegnum Alþingi áað uppræta síðustu leifar sómatilfinn- ingar úr þjóðstjómarþingmönnunum svo þeir þori ekki annað en hlýða í auðmýkt boði og banni Landsbanka klíkunnar, því ella vofir embættis- missir og bitlingatjón yfir þeim. Auðvaldið sannar með þessu fram ferði sínu að það er ekki Iengur fært um að stjórna þessu landi. Það getur ekki leitt yfir land og Sex-menningunum svarað. Þar sein þeir sex menn, sein þ. 7. þ. m. sögðu sig úr miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu — Sósíal- istaflokknum, og þar með úr flokkn- um, hafa allir undirritað og birt greinargerð fyrir- úrsögn sinni, þykir •étt að þeir miðstjórnarmenn, sem ekki yfirgáfu flokkinn, svari greinargerð þessari að nokkru, og getj grein fyrir málinu frá sínu sjón- armiði. Annars væntir miðstjórnin þess að ekki þurfi að eyða k röft,- um né rúmi blaða, til þess að deila við þessa sexmenninga. Þeir hafa bruðist flokknum á hættulegum tíma en sökum þess, að þeir hafa margt vel gert, viljum við óska þeim þess hlutskiptis, að þögnin og síðar gleymskan breiði yfir brigð þeirra, og að þeir. fái notið náða meðal þreyttra og fallinna stjómmála- manna.. Tvennt er það einkum, sem við teljum að dregið hafi til þessara at- burða. Tortryggni og skoðanamun- ur. Rétt er að fara um hvort þess- ara atriða nokkrum orðum: Torfryggni. Síðastliðið sumar og það sem af er þessum vetri, liafa miklar sögu- sagnir gengið innan flokksins um það, að armar þeir, sem gengu til stofnunar flokksins væru hvor um sig með allskonar klíkustarfsemi. Báðurn „var borið það á brýn a<J þeir smöluðu á félagsfundi og hefðú uppi áróður innan flokksins. Eftir því, sem miðstjórnin bezt veit er1 þessi orðrómur tilhæfulaus með öllu. Þykir sennilegt að til hans liggi tvær meginorsakir: Fyrst sú að áhugasamir menn innan flokks hvetja ætið þá félaga, se'm þeir ná til, til þess að mæta á félagsfund- um, og hafa þeir á fundum, af fé- lagsstjórn og af starfsmönnum Sósí- álistafl. í Reykjavík iðulega verið til þess hváttir. Þeir af þessuin mönnum, sem áður voru í Konun- únistaflokknum, hafa af þeim, sem kornu úr Alþýðuflokknum, verið sakaðir um, að með þessu væru ofbeldi. Það getur ekki né vill hag- nýta þannig auðæfi landsins og vinnukraft þjóðarinnar að ölluin líði vel. Þvert á móti stefnir það aftur til miðalda á öllum sviðuin, einokun, sveitaflutningar, þrælahald, afturgöngumar frá verstu niður- lægingartímum þjóðarinnar, eru að rísa upp aftur. i Ef þjóðin ætlar ekki að láta leiða yfir sig að nýju hörmungar liðinna alda, þá verður hún að rísa upp gegn þeirri afturhaldsstjóni, sem sviki'zt hefur til valda og setja hana frá þeim völdum, sem hún með mútum, baktjaldamakki og svikum hefur náð þvert ofan í vilja þjöð- arinnar eins og kosningarnar 1937 sýndu hann. Og fyrst og fremst mun íslenzki verkalýðurinn risa upp gegn kúg- un braskaravahhins, því lífshamingja verkamannafjölskyldnanna á auðsjá anlcga að verða fyrsta fórnin á alt- ari Kveldúlfsvaldsins, svo hægt sé að viðhalda fjármálaspillingunni og okrinu á Islandi. Skilyrðið til þess, að alþýðan losni úr sívaxandi eymd og áþján, er að hún hnekki árás auðvalds- klíkunnar með gagnsókn sinni og setji braskaraklíku þess frá völd- um. Leiðin til þess er leið Sósíal- istaflokksins, leið allrar alþýðu. Yfirráðin til alþýðunnar. Það er lausnin, það er markið, sem al- þýða íslands nú verður að samein- þeir að frainkvæma óleyfilega klíku starfsemi og gagnkvæmt. Það þarf ekki að taka fram um hve hörmun legan misskilning er að ræða, þegar flokksleg skyldustörf eru kölluð ó- leyfileg klíkustarfsemi. í annan stað þykir ekki ósenni- legt, að þessi orðrómur eigi rætur Sínar að nokkru til þess að rekja, að deilur hafa -verið all harðár á ' sumum félagsfundum, og hafi þá farið eins og oft vill verða, að þeir sem urðu í minnihluta í hvert sinn hafi gripið til þess að skýra ósigur sinn ineð því, að hinir hafi smalað. En hvernig svo sem menn vilja skýra þá staðreynd, að allmikil tor- tryggni hefur átt sér stað innan vébanda flokksins, þá er> víst að |. hún hefur átt sinn þátt í tiltæki, sexmenninganna, og kemur það m, \a. framí I þessum uminæluin í grein- ai'gerð þeirra: „Síðari hluta ársins hefur það stöðugt orðið berara, að meðal nokkurra aðalforustumanna gamla Kommúnistaflokksins hefur verið tekin upp algerlega ný stefna og vinnuaðferðir, sem ekki varð vart yið í fyrstu, enda þótt fram hafi komið á ýmsan hátt að fyrir þessum mönnum liafi ekki vakað stofnun nýs óháðs flokks, heldur að gainli Kommúnistaflokkurinn yfirtæki þenn an flokk. Mannaskipti á ábyrgða- stöðum hafa átt sýr stað á eina leið, þannig að ýtt hefur verið- út þeini, sem ekki höfðu fylgt rétth'nu Iiólitik, og er þannig komið, að eng- inn blaðamaður flokksins getur tal- izt fulltrúi hinna fjölmörgu flokks- manna, sem slíkum starfsaðferðum eru andvígir“. Allt er þetta tilhæfulaust, allt er þldtta bygígt á tilhæfullalusri tor- tryggni, og ekkert atriði stenzt gajgnrýni, og er leitt til þess að vita, að greindir og gegnir menn skuli láta ímyndaðar sakir hafa á- hrif á gerðir sínar í þýðingarmikl- um málum, á þýðinganniklum augna blikum. Skodanamunur. Engjnn gekk þess dulinn þegar Sósíalistaflokkurinn var myndaður að I honum tóku hönduin saman menn, sem höfðu ólíkar skoð- anir. á ýmsum atriðum varðandi sósialismann. Hinsvegar verður ekki hjá því komist að Iíta svo á að hin- ir sex hafi ekki verið við því búifir1 að taka afleiðingum af þeim skoð- anamun. Þess hefur gætt hjá sum- um þeirra um alllangt skeið, en aftur á móti var því trúað til síð- ustu stundar að þeir mundu vilja fara meðalveg milli hinna ólíku sjónarmiða, og bjarga þannig ein- ingu flokksins. Ekki má gleyma því í þessu sambandi, að af fundi flokks stjórnar, sem haldinn var í Reykja- vík snemana i nóvember, fóru menn í þeirri trú, að allir væru á það, sáttir að leita leiða til að sætta hin ólíku sjónarmið, og voru gerðar sam þykktjr á fundinum, sem fólu þetta í sér. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti, þegar Héðinn Valdlmarsson kom á fund miðstjórn arinnar laugardaginn 4. þ. m. og lagði fram eftirfarandi tillögu: „Miðstjórn Sameiningarflokks al- þýðu — Sösíalistaflokksins ályktar að lýsa samúð flokksins með finnsku þjóðinni og baráttu hennar fyrir sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti gegn árás þeirri er gerð hefur ver- ið á hana af núverandi stjórnend- um Sovétlýðveldanna og herafla þeirra, og telur árás þessa um leið vera árás á finnsku verklýðshreyf inguna og brot á grundvallaratrið- um sósíalistiskra baráttuaðferða. Miðstjórnin felur ritstjórn flokks- blaðanna að stjórna þeim samkvsemt þessu og formanni flokksins að bjrta yfirlýsingu þessa í þeim og útvarpinu nú þegar“. Hann lýsti því yfir, að ef þessi tillaga yrði ekki samþykkt þá sæji hann sér ekki fært að vera áfram I flokknum. En ef hún yrði samþykkt yrðu aðrir .rnenn að taka við rit- stjóm blaðsins, sem ráunar lá í hlutarins eðli. Með pessari ijjirlýsingu uar horf- ið frá peiin grundvelli afi piœ'öa meöalueg inilli hinna óliku sjónar- miða flokksmanna, enda var pví Igst gfir af ýmsum peim, sem til- lögunni fglgdu, ao peir teldu ekki lengur mögulegt að lialda flokknwn saman, og vœri tillagan franv komin lil pess að staðfesta petta. Og petta uoru sömu mennirnir', sem fgrir nokkivm dögum höfðu fstaðíó upp frá flokksstjórnarpingij par sein allir uirtust satnmála um' að vernda eininguna. Það kom einnig fram á þessum fundi að ýmsir miðstjómarmeðlimir héldu því fram, að ef þessi tillaga yrði samþykkt, þá væri gengið feti lengra en ínögulegt væri, ef flokk- urinn ætti að haldast heill og ó- skiptur, ýmsir beztu kraftar flokks- ins myndu glata trúnni á stjórn lians og málgagn, riðl myndi komast á fylkingarnar og flokksstarfsemin lognast út af áður en ráðrúm feng- ist til að leiðrétta þetta frumWaup á flokksþingi, enda væri hér brotið í bág við stefnuskrá flokksins og nýgerðar samþykktir. Það virtist því einsætt að gera bæri tilraun til þess að fara meðal- veg. Sú tilraun var gerð með eftir farandi dagskrártillögu, sem Sig- fús Sigurhjartarson bar fram: „Þar sein augljóst er að samþykkt eða höfnun framkominnar tillögu frá Héðni Valdimarssyni mundi þýða að flokkurinn klofnaði og þar sem fullkomin eining er rikj- andi innan flokksins um innanlands pólitík, telur miðstjórnin rétt að blöð flokksins og flokkurinn út á j við gæti hlutleysis um frásagnir frá ; styrjöldinni milli Finna og Rússa og tekur fyrir næsta mál á dagskrá“. ./ Peir sem voru andstceðir tillögu Háðins Igstu puí gfir, að peir ■mgndji sætta sig við pessá tillögu, peir Igstu pvi ennfremur gfir að grði tilr taga Héðins sampgkkt pá myndw peir skjóta máli sínu til flokkspingsy Tillaga Héðins var, sem kunnugt er samþykkt með eins atkvæðis meirihluta. Því var tafarlaust lýst yfir, að krafist væri atkvæðagreiðslu flokksstjórnarinnar allrar, og aðsú atkvæðagreiðsla skyldi fara fram þegar daginn eftir. En svo fast sótti Héðinn mál sitt að hann kmfð ist pess að tillagan yrði býrt í blaðk- inu pegar daginn eftir og sömuleiðiá i útvarpinu, áður en lokið vœri aí- Iwceðagreiðslu flokksstjórnarinnar, Benli hann á að sér vœri i tillögp nvnni falið að birta hana, og kvaðst hann fara ineð hana í blaðið, en petta var kl. 12 á ihiðnœtti, og á peim tima á blaðið dð vera fultr búið til prentunar. Arnór Sigurjónsson, sem eiga mun manna mestan þátt í þeim atburðum sean gerzt hafa, varð þegar Ijóst ,að slíkt. ofurkapp i málflutningi1 var ekki héppilegt og fékk hann Héðinn til þess að falla frá þessari fyrirætlan. Atkvæðagreiðslu flokksstjórnarinn ar lauk daginn eftir, með því, að til laga Sigfúsar var samþykkt méð 18:14. Brynjólfur Bjamason vildi halda miðstjórnarfund á þriðju- dagskvöld. Héðinn bað um frest vegna lasleika. lið sama gerðist á miðvikudag, en á fimmtudag kom úrsögn hinna sex. Engin ósk kom frá þeim um frekari viðræður um málið, og til ílokksþings vildu þeir alls ekki skjóta þvi. Þeir virtust haldnir af þeirri kennisetningu Arn órs Sigurjónssonar, að ekki þýddi að reyna að halda flokknum sam- an. Það er ekki nema að vonum þó þeim sexmenningunum vefjist nokkuð tunga um tönn, er þeir fara að gera tilraunir til að skýra brott- hlaup sitt úr flokknum, en hitt er á móti vonum, að* þeir skuli grípa til þess að flytja rangt mál, fram komu sinni til réttlætingar. En þetta kemur ekki aðelns framí i þvi sem þegar er sagt um frásögn þeirra um mannaskipti í trúnað- arstöður innan flokksins, heldur miklu fremur í umræðum þeirra um aístöðu flokksins til utanríkis- pólitíkur Rússlands. Meðal annars segist þeim svo frá: „Okkur er orð- ið það ljóst, að nokkur hluti for- ustumanna gamla Kommúnistaflokks ins, sem komizt hafa í trúnaðar- stöður Sameiningarflokks alþýðu hafa ekki gengið til samstarfs i einurn flokki af einlægni, heldur hafa þeir notað sér það, að við höf- um sýnt þeim fullt' traust og að- stöðu innan flokksins til þess að breyta svip hans frá grundvelli, þannig að hann lagaðist eftir stefnu og geðþótta núverandi valdhafa Sov jétríkjanna í hvert sinn, en ekki eftir þörfum íslenzkrar alþýðu og hafa fórnað hagsmunamálum hennar fyr ir það að verja málstað hinnar breyttu utanríkispólitíkur Sovétlýð- veldanna". Allt er það sem sagt er í þess- um tilfærðu ummælum markleysa ein og fleipur og því aðeins fram- sett að skortur er á frambærileg- um forsendum, þó tekur út yfir þegar Arnór segir fyrir munn hinna sex: „Við erum þess full- vissir að af umræðum um þessi mál við ýmsa þá menn, sem eru valdandi um myndbreytingu flokksins hið ytra, að þeir mundu, ef tiltækilegt væri, telja rétt, að Sovétlýðveldin beittu Is- lendinga sömu tökum eins og Finna, en slíka afstöðu álítum við engan íslenzkan stjórnmálaflokk eiga að þola”. Það er óhugsandi að þessi orð séu sögð nema gegn betri vitund Þeim sem þau skrifaði og þeim sem undirrita þau er fullkunnugt, að enginn maður innan miðstjórn Manchetiskyrtur, bíndí o$ annar karlmanna- fafnaðurl niiklu úrvalí Tekfuafgangur eftír áríd. Okaupíélaqii þjóð annað en bölvun: hungur og I ast um. Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.