Þjóðviljinn - 13.12.1939, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.12.1939, Blaðsíða 3
ÞJÖÐVTLJINN Miðvikudagurinn 13. desemb. 1939 Sex-menningnnnm svarað. FRAMH. AF 2. SIÐU. arinnar mundi réttlæta afskipti erlendrar þjóðar af högum okkar, sízt af öllu hernaðarleg afskipti. Alveg er augljóst að þessi orð verða notuð >sem vopn í höndum þeirra manna, sem banna vilja Sósíalistaflokkinn og er það alveg furðulegt athugaleysi eða barna- skapur, ef þeim Arnóri og félög- um hefur ekki verið það ljóst. Afsfaðan fíl Fínnlands- málanna. Vegna þessara getsaka sex- menninganna er nauðsynlegt að gera nokkra grein fyrir afstöðu þeirra manna í miðstjórninni, sem með engu móti treystu sér til að verða við þeirri kröfu að taka und ir með kórsöng þjóðstjórnarflokk- anna út af Finnlandi. Þeir álíta að Sovét-Rússland eigi ekki í Styrj- öld við finnsku þjóðina, heldur við finnska valdhafa, sem með blóð- ugu ofbeldi hafa haldið þjóðinni í áþján í 20 ár. — 1918 tók finnska alþýðan völdin á fullkomlega lýð- ræðislegan hátt. Þá kallaði finnska yfirstéttin, .þýzkan, fransk an og enskan her inn í landið til þess að kæfa hið finnska alþýðu- lýðveldi í blóði, og naut þó alveg sérstaklega amerísks fjármagns til þessa verks. Síðan'hefur land- inu verið stjórnað með blóðugu ofbeldi, og þótt um stund hafi ver- ið slakað á klónni, hefur jafnan verið hert að aftur. 1 tugþúsunda- tali hafa beztu menn finnsku verk lýðshreyfingarinnar verið drepnir og fangelsin yfirfull. Það hefur verið lífshætta að gera tilraunir til sósíalistiskrar starfsemi. En þessi styrjöld er ekki háð til þess að hlutast til um innri mál Finnlands, enda þótt afleiðing henni verði að finnska alþýðan tekur völdin og stofnar lýðveldi sem verður miklu sjálfstæðara en Finnland hefur nokkru sinni ver- ið, er það hefur rekið leppa er- lends auðvalds af höndum sér. Það eru blindir menn, sem ekki sjá, að síðan Múnchen-samningur- inn var gerður i fyrra, hefur ver- ið stöðugur undirbúningur undir að sameina auðvaldsríki heimsins í allsherjarherferð gegn Sovétlýð- veldunum. Styrjöldin sem nú er háð gegn Þýzkalandi af Vestur- veldunum hefur af hálfu valdhaf- anna fyrst og fremst þann tilgang að ýta þeim stjórnmálamönnum til hliðar, sem ekki vilja fara þessa leið, en ná samningum við hina, sem vilja beita geiri sínum gegn Sovétríkjunum. Á þessum grundvelli hefur Chamberlain- stjórnin líka jafnan verið reiðu- bundin að semja við Hitler. Allir viðurkenna, að einn þýðingarmesti stökkpallurinn í þessari herferð yrði Finnland. 1 þessum tilgangi hafa finnsku valdhafamir her- væðst í samráði við þýzka og enska hernaðarsérfræðinga um langt skeið og með hjálp amerísks fjármagns. Þessvegna vildu þeir víggirða Álandseyjar. Þessvegna eru 10 sinnum stærri flugvellir í landinu, en Finnar sjálfir geta notað. Þessvegna vildu þeir ekki semja við Sovétstjórnina, enda þótt svo megi að orði kveða að Leningrad sé í skotfæri við fall- byssukjafta af finnskri grund Það er vel hugsanlegt, að Sovét- lýðveldin hefðu mátt búast við ! allsherjarárás af hálfu auðvalds- ríkja Evrópu að örstuttum tíma liðnum. Sovétlýðveldin eiga því í j varnarstríði. „Þeir sem stríði vilja j verjast, verða stundum fyrst að j berjast”. j Þegar stjórn Sovétlýðveldanna stendur frammi fyrir því að verja tilveru hins sósíalistiska ríkis fyr- ir allsherjarárás auðvaldsheims- ins, þá var það skylda hennar að grípa til nauðsynlegra varnarráð- stafana. Það var skylda hennar gagnvart ýlovétlýðveldunum, gagn vart sósíalismanum og verkalýð alheims. Allt annað hefði verið glapræði, sem hefði getað teflt til- veru sósíalismans í tvísýnu. — Sovétríkin gera skyldu sína, — enda þó slíkar aðgerðir séu ill nauðsyn — hryllileg nauðsyn. Þegar svo þessir félagar í mið- stjórninni eru krafðir þess, að for- dæma Sovétlýðveldin, eins og Morgunblaðið, fyrir að gera það, sem þeir álíta skyldu við sósíal- ismann, þá vita allir að þeir geta ekki orðið við þeirri kröfu; það vita líka þeir sem bera kröfuna fram. Hér hefur verið gerð grein fyrir skoðun þessara félaga. Öðrum fé- lögum flokksins er frjálst að hafa aðrar skoðanir, innan ramma stefnuskrár flokksins. Við stönd- um sameinaðir í Sósíalistaflokkn- um fyrst og fremst um innanlands málin, og viljum ekki láta mismun andi skoðanir á erlendum málum sundra röðum okkar. En sex menn ingarnir hlaupa brott vegna skoð- ana um ,,fjarlæga erlenda at- burði”, þvert ofan í allar sínar fyrri yfirlýsingar. Þeir neituðu að hlýta úrskurði meirihluta flokks- stjórnarinnar og neituðu að leggja málin undir flokksþing, þvert ofan í allar fyrri yfirlýsing- ar sínar um lýðræðið og hollustu sína við vilja íslenzkrar alþýðu. Innlend mál ogerlend- ír vídburðír. 0 Þá hefur Þjóðviljinn verið sak- aður um að eyða of miklu af rúmi um erlend mál. Sjálfsagt hefur ekkert sósialistiskt blað i heimin- um eytt tiltölulega jafnlitlu rúmi um alþjóðleg mál og Þjóðviljinn á þessu tímabili. En hitt er rétt að um skeið birtust allt of langar greinar um þessi mál, frá einstök- um mönnum.Þetta stafar af því að ákveðið var að taka upp slíkar um- ræður í blaðinu samkvæmt kröfu Héðins Valdimarssonar og Arnórs Sigurjónssonar. Niðurlag. Undirritaðir settu sig á móti þessu, að undanskildum Sigfúsi Sigurhjartarsyni, sem vildi reyna þessa leið til samkomulags. Um Finnlandsmálin hefur ekkert birzt nema nokkur skeyti fi’á báðum að- ilum. Það þykir ekki- ástæða til að fara fleiri orðum um brotthlaup þeirra sexmenninganna, enda stendur flokkurinn heill og óskift ur eftir. Við sem eftir sitjum í miðstjórn flokksins og varamenn- irnir, sem tekið hafa sæti, eru staðráðnir í því að vinna fyrir flokkinn á þeim grundvelli, sem hann var stofnaður, sem sé þeim að vera sameiningarflokkur al- þýðu, flokkur sem er engum háð- ur, nema meðlimum sínum ís- lenzkri alþýðu, flokkur sem vinn- ur að því að sameina alla íslenzka launþega í stéttabaráttunni án til- lits til stjórnmálaskoðana og að ' því að sameina alla íslenzka sósí- alista í einum ílokki. Við væntum þess að þeir 'Verði fáir, sem vilji hlaupa á brott frá þvi merki, sem flokkurinn reisti síðastliðið haust, þó það hafi hent þessa sex menn og væntum þess að þeir, og þeir, sem þeim kunna að fylgja beri gæfu til að endurskoða afstöðu sína hið allra bráðasta. Áfram til starfa félagar, berjumst gegn í- haldi og auðvaldi, sem einn maður fyrir frelsi og jafnrétti, fyrir bættum hag alþýðunnar, fyrir sigri sósíalismans. Ársæll Sigurðsson, Brynjólfur Bjarnason, Einar Olgeirsson, Guðbrandur Guðmundsson. Sigfús Sigurlijartarson. MIPAUTCERÐ iii'i^i.'n Esja vestur um í hringferð föstudag 15. þ. m. kl. 9 sd. Flutningi óskast skilað fyrir há- degi á fimmtudag, og pantaðir far- seðlar óskast sóttir fyrir lokunar- tíma sama dag. Nýsodín Sríð da$Ie$a Kaffísalan Hafnatrslrsetí 16 Happdrætti Háskólans. Hæsti vinningur í 10. flokki kom á hálf- miða í Norðfjarðarumboði. t x * Æ* F • R- I Sainnaklúbburinn heldur fund í Hafnarstræti 21, kl. 8,30, í kvöld Mætið allar! 7 fV5fC>^ Jónas frá Hriflu hefur gefið sér nýtt lieilbrigðisvottorð. Hann hefur flutt nokkrar breytingaiillögnr við ,,höggorminn“ alrœmda, um „styrj aldarráðstafanir“ og er ein peirnt svo hljóðandi: „Hver sá maður Itarl eða kona, sem beiðist innr göngii i menntastofnanir, er starf- rœktar eru af rikinu eða styrktar, af pví, skal sanna með vottorði frá fo/'manni búnaðarfélags peirrar sveitar, sem lmnn dvelur í, að umf sœkjandi hafi starfað að minnsta kosti eitt ár samfleytt að algenguni heimilisstarfuni í sveit eftir l.‘i ára aldur og hlotið par góðan vitnis- burð“. Ákvceði sem petta munu vera ab ger nýung í uppeldisfrœðiim. Hefur víst aldrei heyzt að neiniim „forj göngumanni skól,imála“ hafi komið til hugar að setja sem inntökuskilf yrði i alla rikisskóla vottorð frá formanni búnaðarfélags um natni við sveitavinnu. Það sem Jónás hef ur hingað til haldið mest á loftl um „forgön.gu“ sina i skólamáíum, hefur yfirleitt verið annarra verkl En pessa tillöýíi á hann sjálfur, pessi hugmynd ein er .pess verð að nafn lians verði frœgt meðal is- lenzkra skólamanna - að endemt um. I AUG AVEG 2 f> iiMi 2303 RAf-TAKJAVtR JIUN - R A£VIRKJUH -VI0GEROASTOFA __ zSelur allskonar rafmagnsiæki, vjelar og raflagningaefni. • • * Annasi raflagnir og vidgerðir a lögnúm og rafmagnsiækjum. Dugíegir rafvirkjar. Fljói afgreiðsla Prestur, sem var að spyrja börn í kirkju, spyr eilt barnaima hver hafi skapað það. Barnið þagði. Kerl ing ein er þar var nærstödd sagði: „Það er nú ekki svo unga fólkið núna, að það viti það‘‘. Þá sagði presturinn: „fig veit þá að þú veizt það‘‘. Kerling svaraði: „Ég hef nú munað það, en það vaflast fyrir mér núna“. Prestur nokkur, sem var að messa á föstudiaginn. langa, hélt svo við- kvæma ræðu, að margir táruðust undir henni. Þegar klerkur sér það skiptir liann um tón og segir: „Samt ætla ég að biðja ykkur elsku guðs börn að gráta ckki, þvi ekki er að vita að nokkurt orð af þessu só featt,, því það er logið á styttri leið en frá Jerúsalem og hingað, þegar logið er nú á milli búrs og eldhúss” Séra. Hannes Bjarnason í Rij) (f 1776, d. 1838) var eins og kunn- ugí er ágætt rímnaskáld, og að sama skapi orðhvass og fljótur til svars. Samtímis var uppi með presti Sig- riður Gunnlaiigsdóttir skálda, hún var e'innig köliuð þar nyrðra Sigga „skamna“. Hún var orðhákur mik- ill og að mörgu því, er til skáld- skai:ar kom, ekki ólík Látra-Björgu. Eitt sinn, er Hannes prestur var á ferð ásamt fleiri mönnum, sáu þeir, hvar Sigga sat skammt frá veginum og er ber að ofanverðu, og tínir liún lýs úr skyrtu sinni þvi lúsug var hún sem fleira fólk þess tima Þegar prestur kom auga á Siggu inælti hann: Viljið þið piltar skoða skass, sem skömmum #up]> er troðið. Sigga greip óðara fram, í og botn- aði fyrár-presti: Kondu hérna og kysstu á rass, kumpánlega er boðið. Esja kom til Reykjavíkur í nótt úr strandferð að vestan. Grámana •5* 1 ! ? ? t 1 . . .. • . .-v. cr bófe barnanna og bczta jólagjöfin k. /Aikki Mús lendir í æYintvrum. ............ Við getum aldrei þakkað ykk- ur hjálpina eins og þið ætt- uð skilið. ,, O, okkur þó'tti verulega gaman að þessu öllu sam an. Meðan hann lifir, æ, hvað á ég að gera) Hvað þú átt að gera Músíus) Hvað áttu við) -ögin fyrirskipa að hver sá ótíg- inn maður sem sezt, í liásætið, skuli liflátast. Og þú hefur oft sezt í hásætið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.