Þjóðviljinn - 13.12.1939, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.12.1939, Blaðsíða 4
Næturlæknir: Eyþór Gunnars- son, Laugaveg 98, sími 2111. ✓ Næturvörður er í Ingólfs- og Laugavegs apótekum. Næturakstur: B. S. R. Sími 1720 Þórarinn Guðnason stud. med. les upp á kvöldvöku útvarpsins í kvöld, kafla úr bókinni „Baráttan gegn dauðanum” eftir Paul Kruif. Eimskipafélag Islands tuttugu og fimm ára, heitir bók, sem ný- lega er komin út og Guðni Jónson mag. art. hefur ritað í tilefni af 25 ára afmæli félagsins í sumar Er hún fullar 300 blaðsíður í stóru 4 blaða broti. Eru fyrst raktar í riti þessu siglingar erlendra skipa- félaga hér við land, þvínæst er rætt um stofnun og aðdraganda Eimskipafélagsins, og síðar um starfsemi þess í tuttugu og fimm ár. Loks eru skýrslur um starf félagsins ,myndir af forustumönn- um þess og starfsliði og ýmislegt smávegis, jafnvel tækifæriskvæði. Þingvísa. Þegar „höggormurinn” kom fram á Alþingi kvað verka- maður einn vísu þessa: Álpast stjórnin orkusmá ýmsar leiðir grunnar, „höggormarnir” hlykkjast á hryggjum alþýðunnar. ÍJtvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.15 Islenzkukennsla, 1. fl. 18.40 Þýzkukennstei, 2. fl. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Spurningar og svör. 20.30 Kvöldvaka: a) Einar Magnússon: Roald Amundsson og ferðir hans, IV. Erindi. b) 21.05 Þórarinn Guðnason stud. med.: „Baráttan gegn dauð anum”. Upplestur. c) 21.30 Tvísöngur með undir- leik á gítar (frú Elísabet Einars- dóttir og frú Nína Sveinsdóttir). 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Póstar á morgun: Frá Reykjavík: Mosfellssveitar, Kjalamess, Reykjaness, Kjósar Ölfuss- og Flóapóstar, Hafnar- fjörður, Þykkvabæjarpóstur, Akra- nes. Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar Kjalarness, Reykjaness, Kjósar Ölfuss- og Flóapóstar, Laugarvatn, Hafnarfjörður, Akranes. ' Sundkeppni skólanna. 1 fyrra- kvöld fór fram keppni í boðsundi milli skólanna hér í bænum. Bar Háskólinn sigur frá borði og var tími hans 17 mín. 5,3 sek. Iðnskól- inn næstur á 18 mín. 28,4 sek. og Verzlunarskólinn þriðji í röðinni á 18 mín. 29,3 sek. Esja fer vestur um land í hring- ferð á föstudaginn kemur kl. 9 sd. Hjónaband. Nýlega voru gefln saman í hjónaband ungfrú Guðrún Olfarsdóttir og Bjöm Guðmunds- son kaupmaður. þjúpymiMM Ný/abiö a§ Gulí hershöfdingínn j'; Y Ensk kvikmynd er sýnir harð vítuga baráttu enskra leyni- t*I þjónustumanna i Kína gegn X 7 % ofbeldi uppreisnarforingjans Wu Ling. Aðalhlutverkin leika: Adrianne Kenn, Griffith Jones 4 ? V V V V SX og hinn heimsfrægi mongólski ,,karakter”leikari X -x ? X Inkijinoff. Aukamynd: Hnefaleikur um heims- meistaratign. Joe Lois gegn Max Schmeling ^ sem er mest umræddi hnefa- V l leikur, sem háður hefur ver- y ið í heiminum. y Börn fá ekki aðgang. jL Gömlablö % Vinirnir. : ± * 1 I I I V y | y t Tilkomumikil og hrífandi fögur kvikmynd um sanna vináttu og fórnfúsa ást. Aðalhlutverkin leika fjórir heimsfrægir leikarar Robert Taylor, Francliot Tone, Robert Young og Margaret Sullivan, hin glæsilega leikkona, sem öllum mun ógleymanleg, er sáu myndina — „Aðeins ein X Y y y y y y y y y y y y y nótt” y y Mjólkur- og lýsisgjafir. Sam- þykkt var á síðasta bæjarráðsfundi tillaga um að hefja lýsis- og mjólk urgjafir í barnaskólunum á mánu- daginn kemur. Stækkun Sundhallarinnar. Fyrir siðasta bæjarráðsfund voru lagðar áætlanir og teikningar um stækk- un Sundhallarinnar til þess að unt verði að koma þar fyrir gufuböð- um og kerlaugum. Engin ákvörð- un var gerð á fundinum um fram- kvæmd verksins. Jólin nálgast. Eins og að undan- förnu tekur Mæðrastyrksnefndin á móti gjöfum til jólaglaðnings handa fátækum mæðrum og börn- um þeirra. Skrifstofa nefndarinn- ar í Þingholtsstræti 18, er opin daglega frá kl. 4—7. Þeir, sem vilja styrkja þessá starfsemi nefnd arinnar eru vinsamlega beðnir að beina gjöfum sínum þangað. Oft er þörf, en nú er nauðsyn. Skinfaxi, 2. hefti þessa árgangs er nýlega komið út. Birtist þar meðal annars eftirfarandi: Sam- vizkufrelsi eftir Halldór Kristjáns- s r, Samband Islands og Dan- merkur eftir ýmsa, Lýðræði — fé- lagsskapur, eftir Jón Konráðsson, Eg sendi kveðju, kvæði eftir Jó- hannes úr Kötfum, Frá félags- starfinu eftir Daníel Ágústínusson Aðalsteinn Sigmimdsson ritstjóri tímaritsins ritar um félagsmál ungmennafélaganna grein frá Fær eyjum og ýmislegt fleira. Símastaur stolið. I gær var lög- reglunni tilkynnt að símastaur hefði verið stolið vestur á Fram- nesvegi. Lá staurinn þar og átti að setja hann þar upp. Ekki er vitað hver valdur er að þjófnaði þessum. Fínnar og Rússar. Framhaid af 1. siðu stofan „Tass” lýsir yfir því, að fregn þessi sé uppspuni frá rótum og sé henni dreift. út í blekkinga- skyni. larðrækfarlögín. FRH. AF 1. SIÐU um og hefur hann sent Alþingi á- lyktun þessa. Breytingatillögur Brynjólfs miða að því að hækka jarðabóta- styrkinn um helming til smá- bænda, en hætta að greiða hann, þegar ræktað land verður yfir 10 ha. að stærð. Eiga þessar tillögur miklum vinsældum að fagna meðal smábænda. Samníngar í deílu hárgreíðslukventia". Samningar hafa tekizt milli Al- þýðusamsambandsins og Vinnu- veitendafélags Islands í deiiu jieirri er Sveinafélag li.árgrejðslukvenna hefur átt í að undanfömu við eig- endur hárgreiðslustofanna. Samkvæmt samningi þessum fá hárgreiðslukonur 150 króna lág markslaun á mánuði og kaup fyrir eflirvinnu, sem áður hefur ekki tiðkast. Er það 75 aurar fyrir J.verja byrjaða klukkustund. Vinnu tími er og ákveðinn í samningun- um, svo og ákvæði um kaffitíma en hv(<rugi þessara ákvæða var til áður. Sumarleyfi er ákveðið 12 virkir dagar og meistarar skuld- binda sig til þess að láta ekki aðra starfa í iðninni en þá, sem eru fé- lagar í Sveinafélagi hárgreiðslu- kvenna. Nemendataka er takmörk- uð og uppsagnarfrestur ákveðinn. Samningur þessi gildir til 1. nóv 1940. Rikislögreglan* FRAMH. AF 1. SÍÐU. hótanir Hermanns um að fótum- troða lögin — er tákn um hvert stefnir nú á Islandi. Gegn þessum fasisma, sem hér er að rísa upp. verður alþýðan að sameinast. Með hverjum mánuðinum sem líður, er hún rænd fleiri og fleiri réttindum og kjör hennar gerð verri og verri. Og valdaklíkan gerist því frekari og yfirgangssamari, því meira, sem hún finnur að henni helzt uppi. Þessvegna dugar enginn dráttur. Einingu alþýðunnar gegn einræði valdaklíkunnar verður að skapa — ,og það sem allra fyrst. Síglufjörður, FRAMH. AF x. SIÐTJ. engum takast að ná Rauðku úr eigu bæjarins fyrir lítið verð”. Hér er talið að söluverð Rauðku væri sanngjamt 350 þúsund krón- ur. Foringjar allra flokka lýstu því yfir, að þeir myndu aldrei hér eftir hafa neina samvinnu við Þormóð Eyjólfsson. EDNA FERBER: 38. SYONA STOR ,..! Hún hugsaði sig um. Hverju átli hún að svara. Það sem lá næst að segja mundi Roelf ekki skilja- Henni kom í hug setning úr skáldsögu, sem þau höfðu lesið saman, og svaraði með henni: „Til að þjóna honum og fylgja> honum á heimsenda”. Henni fannsl þetta hljóma fallega, en Roelf lét sér ekki segjast. „Petta er engin ástæða. Þetta er setning úr bók. Og það er bará vitleysa að tala um að fylgja honum á lieimsenda. Hann hreyfir sig víst ekki af High Prairie alla sína ævi. „Hvað veizl þú um það’, svaraði Selína, höstug. En þetta stakk hana. „O, ætli eg viti það eitki. Hann verður kyrr”. En han'n slóðsl hána ekki lengi. Hann hjálpaði henni til að stinga upp lilla garðinn við hús Pervusar, og búa lil nokkur blómbeð. Pað var orðið of seint að sá til túlíp- ana. Pervus færði Selínu blómafræ úr horginni. Hún hafði ekki mikið vit á slíku, en var fastráðin i því að hafa blómagarð við húsið sitl. Hús Pervusar var svo ljóll að það skar sig úr, þó að annað væri l'rekar hægl að segja bændabýlunum í High Prairie til jiróss en að þau væru falleg. Pað vantaði þann snyrtibiæ, er hvildi yfir hinum húsunum, og gérði þau viðkunnanlegri. En hús- ið var þrjátíu ára gámalt, grár og veðurskekinn hús- skrokkur. Pað hefði ekki verið vanþörf á að mála það. Dyraumbúnaður var af sér genginn, gluggatjöldin óhirðu- leg og slofan saggasöm og kuldaleg. Gamla konan, sem geröi húsverkin fyrir Pervus, var alltaf á þveitingi með vatnsskjólu og gólfskrúbb. Pað var alltaí hlaði af ó- hreinum diskuni og bollum á eldhúsborðinu, tíminn milli máltíðanna virtist aldrei endast lil uppþvottsins. Heim- ilið bar þess vott að það var engin umhyggjusöm hús- móðir er tók lil* hendinni. Selina sagði við sjálla sig (og raunar Pervus líka) að hún skyldi breyla þessu öllu saman. Hún sá sig í anda ganga um húsið með bursta og kollu með hvítu máli, og breytti öllú í fegurð og hreinlæti. Heimanmundur hennar gal varla verið fátæklegri. Hjá Pervus var til fyrir það sem þurftt af rúmfatnaði og slíku. Hún var í vandræðum með brúðarkjól, — þangað til Maartje stakk upp á að hún gifti sig í gamla hollenzka brúðarlcjólnum sem geymdur var í kistunni á herbergi Selínu. „Pú verður þá álveg eins og hollenzk brúöur”, sagði Maartje. „Ég er viss um að manninum þínum þykir vænt um það”. Pervus varð himinlifandi. Selína baðaði sig í geislum ástar hans eins og kettlingur í sólskini. Hún var svo einmana, álti enga að nema myndirnar tvær á hillunni í sv'efnherberginu. Gamli hollenzki brúð- arkjóllinn var alltof stór á hana. Pað varð að þrengja hann um mittið og stytta pilsið, saml vantaði mikið á að hún fyllti út í þennan mikla kjól. Húfan fór einkenni- lega vel við fölt andlit hennar og stóru dökku augun. Selína reyndi meira að segja að vera á útskornu brúð- arskónum, en varð að hætta við það. Peir gleyptu alveg litlu fæturnar hennar. Hún átli í mesta stríði við hnappa og bönd, — það var engu líkara en að hollenzku brúð- irnar, er notað liefðu kjólinn á undan henni, væru að vara hana við þessu skrefi. Pau voru gift heima hjá Pool. Klaas og Maartje vildu endilega kosta veizluna, og gerðu það rausnarlega. Sira Dekker gifti, og Selína gat ekki að sér gert meðan á athöfninni stóð að horfa á hvernig hökuskegg klerksins fylgdi nákvæmlega 'hverri hreyfingu kjálkanna, er hann lalaði. Pervus kunni ekki við sig í svörtu giftingarfötun- um, honum stökk ekki bros, og var nú allt annar mað- ur en fallegi risinn í vinnufötunum, sem Selina þekkti bezt. Þegar athöfnin stóð sem hæst varð Selína gripin skelfingu, snöggvasl sá hún í anda hvernig hún lagði á flótta, æpandi og hrópandi á hjálp, — burl frá þessum félagsskap, þessum manni, þessu húsi, — og hún hljóp niður veginn, áfram, en hvert? Pessi hugsun varð svo sterk, að þaö vakti furðu hennar, að hún skyldi standa þarna grafkyrr og segja „já” við spurningum prestsins, án þess að fipast hið minnsta. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.