Þjóðviljinn - 05.01.1940, Síða 3

Þjóðviljinn - 05.01.1940, Síða 3
J> J Ó Ð V I L J I N N Föstudagur 5. jan. 1940. Aramöt í útvarpinu Þjóðstjórnin ætlar að nota Ríkisútvarpið sem ó- svífið áróðurstæki fyrir sig Það eru merkileg tímamójt í sögu Rílösútvarpsins, áramótin 1939—40, Jirátt fyrir hjal þess um tilbreyt- ingarleysi timanna að undanskildu tímatalinu. Eins og menn muna voru útvarps- notendur sviptir rétti til Jiátttöku í útvarpsráðskosningu, i/feí' í nafni lýðræðis og réttlætis, til þess að hægt væri að raða bitlingalýð bitlingalýð stjórnarflokkanna að útvárpsjötunni, en þetta lið átti svo að nota til að þröngva upp á hlustendur pólitískum áróðri. Næsta skref þjóðstjórnarinnar var að segja upp öilu starfsfólki sínu frá þessum áramótum. Trúgjarnir menn héldu að hér væri um sparn aðarráðstöfuin að ræða. En hinir viðkvæmu skoðanasalar hjá stofnun- inni voru skilningsbetri og fóru all- ir að bannsyngja kommúnista, er- lenda og innlenda, og flétta flokks- pólitískum áróðri inn í hverja ein- ustu ræðu og læða hlutdrægni inn í allan fréttaflutning. Pað nægir að minna á klerkinn, sem orti „Sordavala“ meðan til voru ærlegar taugar í honum, kvæðið um grinnnd aræði Mannerheimlýðsins gegn al- þýðunni finnsku, kvæðið þar sem i eru þessar spámannlegu línur: „En verkamánnarikið er veruleiki þó það vakir og það hlustar á bak við þetta vatn, sem nú býst í kvöldsins ró, nokkrum bæjarleiðiun austar. Og þaðan kemur höndin, sem mun hefna hinna dauðu og hefja hina föllnu og líkna hin- um snauðu“. Nú reynir maðurinn, sem sá svonfl skýrt fyrir 10 árum að nudda sér u()p við íslenzkt og erlent auð- vald og hefja Mannerheim til sljiýjanna. En víkjum aftur að áramótunum. Vilhjálmur Þ. Qíslason flutti ára- mótahugleiðingu af alkunnri snilld að segja mörg falleg orð um ekki neitt. Á nýársdag kom svo forsætisráðherrann með sína gam- alkunnu ræðu, en Jón úr Kotinu hafði sagt innihaldið úr henni kvöld ið áður. Þeir sem á hhistuðu full- vissuðu sig um, að siðgæði ráð- herrans hafði sizt batnað á árinu. Og það er leitt að hann skuli ekki vera svolítið gáfaðri, stöðunnar vegna. Mér er svo farið, að mér leiðast grobbnir menn, og alveg sérstak- lega þegar þeir eru grobbnir af engu. Þessvegna hef ég lengi haft þann sið að skrúfa fyrir Jón Ey- þórsson. Ég brá þó út af þessu vegna timamótanna og ákvað að 'hlusta á þenna Framsóknardindil, er látinn er belgja sig í útvarpinu í tíma og ótíma og borguð há laun fyrir, af skattl, sem ég og aðrir út- varpsnotendur greiða þessu merki- lega fyrirtæki. Erindið var herfilegasta smán fyr- ir hilutlaust útvarp, en frá þessum áramótum ber víst ekki að líta á útvarpið sem hlutlaust menningar- tæki. Jón Eyþórsson lýsti þvi yfir jafnframt því sem hann deildi á óréttmæta þvingun annarra rikja á einstaklingum, að í þetta sinn færu engar eldhúsumræðúr fram, sam- kvæmt samkomulagi stjómarflokk- anna, en í þess stað flyttu ráðherr- arnir boðskap til þjóðarjnnar. Er þeita mynd af þ'ngræði þjóðstjómar fíokkanna? Er þetta mynd af hlut- | leysi Ríkisútvarpsins? Þorir Ríkis- útvarpið að leyfa andstöðuflokk þjóðstjómarinnar að svara ráðherr- unum? Þorir útvarpið að standa við stefnuskráratriði sitt um hlut- leysi og jafnrétti með því að lofa sósíalistum að flytja eitt eða fleiri þeirra hápólitisku erinda, sem em nefnd „um daginn og veginn“. Jón Eyþórsson talar af „heilagri“ vandlætingu um flísár í augum er- lendra ríkisstjórna, en þegir um bjálkann í aúga sinnar eigin stjórn ar. Hann talar um samningsrof er- lendra ríkisstjórna og svik þeirra á gefnum loforðum. Líttu þér nær, Jón Eyþórssvm! Lifir þú ekki af náð svikanna, hvað hefur J)inn eigin | flokkur efnt af loforðunum frá kosningabaráttunni síðustu? Hvern;g efndir þú í kvöld gefin loforð um að gæta strangasta stjórnmálahlut- leysis í málflutningi Rikisútvarps- ins? Hvaða siðferðilegan rétt hefur svikari til að ákæra svik? Það er ekki til andstyggilegri baráttuaðferð en að æsa upp til- . finningalíf fjöldans á kostnað skyn semimiar, .en það hefur einmitt ver i ið baráttuaðferð afturhaldsins áöll- um tímum og| í öllum löndum, einn- ! ig hér. - Jón Eyþórsson hefur aldrei þótt neinn afburða spámaðuir í sinni sér grein, svo ekki er að búast við skynsamlegum spádómum frá hon- um um sálfræðileg efni, svo sem um afstöðu andans mikilirrenna eins og Stephans G. Stephanssonar til nútíma atburða. En vel má minna á þetta erindi í Andvökum: „Taki ei vit á tilfinningu taumhaldið, kann enginn segja, hvernig hennar brautir beygja byljir á tiðar straumhvirfingu. Hún hefur verið voði í höndum vanhyggju í öllum löndum“. Það væri rangt að halda þvi fram að útvarpið hefði verið alger- lega hlutlaust árið sem leið. Því fór fjarri, en það gætti þó stundum hófs. Eftir því, sem fram hefur komið þurfa hlustendur ekki að vænta neins slíks árið 1940. Boðskapur forsætisráðherra, að hann sé mótfallinn mikilli menntu^ meðal þjóðarinnar, er vel skiljan- legur, það hefur alltaf verið stefna íhaldsflokka og því í góðu samræmi við stefnu þjóðstjórnarinnar. Hún mun ætla sér að sjá um að liætta af aukinni menningu stafi ekki frá Rík sútvarpinu í framtiðinni, og eft' ir siðgæðishugmyndum útvarpsráðs að dæma ætti það ekki að verða erfitt. Og að lokum vil ég óska for- sætisráðherra þess, að honum megi á nýja árinu auðnast það bezta, sem hann þekkir, að neyta braudf tns í sveita síns andlitis, og vænti þess að hann skorist ekki undan ef einhver böndinn óskaði eftir hon- um sem fjósamanni. Útvarpsráði óska ég aukins siðgæðis, er geri þeim kleift að tala rétt, óhlut- drægt og frjálslega jafnt um and- stæðinga sem samherja. Ef sú ósk rætist ekki er komið að útvarps- hlustendum að taka til sinna ráða. 1. janúar 1940. Benedikt. Mikki r\ús í nýjum ævintýrum. 239 Það er fullt af fínu og frægu fólki hér um borð. Þetta er Clark Taylor. Ó, er hann ekki sætur. — Mikki: Þessi bannsett fugla- hrqeða! Magga: En sérðu Sylvíu Stanwjæk! Það er heill hóp ur í. kringum hana. — Mikki: Gott er að vera ekki frægur. Herra Mikki Mús. Skipstjórinn biður að heilsa yður og segja að hann vonist til að þér komið og borðið með honum í kvöld — með dömu. Jarðarför mannsíns míns og bróð- ur okkar, BALDVINS BJARNASONAR. , , ( ■ ; •. *. ^ fer fram laugardaginn 6, þ. m. og hefst með hús- kveðju á heímílí hans, Freyjugötu 34 kl. 1 e. h. Ragnheídur Þorsteinsdóttír o$ dœtur. •J* %* Y jj _ • r «i< __ _ m _ ■ ■ í * hA4*“ nA.nH.AMb> I t v ! r l y. x r r r l Þetta DjóOfræja vðrnmerki hefur stadíð afL sér alla samkeppní. undraefníð nýja TIPTIP etr metrkí htreínlæfís á IslandL TIP TOP hvítur þvotfur, aðeíns er notað er TIP TOP. X Hreinar lér- eftstnskur haupír hæsfa verði Víkingsprcnf SafniA ðskrifendnm Ný bók. Ný bófe. Einar Oigeirsson Valdakerfið á íslandi 1927-39 Rit þetta sem er sérprentun úr „Rétti”, fæst nú í bókaverzlunum. AHir þeir, sem vilja skilja stjórnmálaástandið á íslandi verða að lesa þetta rit. Bókaverzl. Heimskringlu Laugaveg 38. —Sími 5055. Magga: Hugsa sér annan eins heiður. Ertu ekki montinn. — Milcki: Æ, ég veit ekki hvort það er heldur mont eða sjóveiki. Lesendur! Skíptíð víð þá, seir auglýsa í Þjóðvíljanum

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.