Þjóðviljinn - 06.01.1940, Page 3

Þjóðviljinn - 06.01.1940, Page 3
Í'JÓÐVILJINN Laugardagur 6. jan. 1940. Hversvegna mega verkamenn ekki ráða verðlagi vöru sinnar? Verzlunarfólkíd er ofurself náð atvínnurekendanna Verzlunarfólk þarf að skapa sér sterk stéttarsamtök Þegar við bomum inn í búð, þá spyrjum við í allri hæversku um verð á þeim vörum, sem við girn umst. Ef okkur líkar það ekki, .þökkum við fyrir, göngum út. Af viðskiptum verður ekki. Seljandi ræður verðinu en kaupandi hvort hann kaupir. Þannig hefur petta ætíð verið og þannig fhmst mömi- um að þetta hljóti að vera. Það veldur ekki teljandi truflun á þessari reglu, þó ríkisvaldið setji verðlagsnefnd, sem á að koma i veg fyrir okur, eftir sem áður er það seljandi, sem ræður verði, en kaupandi hvort hann kaupir. Á sínum tíma var þó ein tegund vöru undanþegin þessari verzlunar- reglu, það var vinnuaflið. Þegar útgerðarmaðurinn var að búa báta sína til róðra, keypti hann olíu, salt og veiðarfæri við því verði sem það var boðið fyrir á mark- aðnum, en þcgar að því kom að kaupa vinnuaflið, hina lifandi orku, þá var gripið til annarra verzlunar liátta. Seljendurnir, sjómennirnir, keppt- ust um að bjóða vöru sína, vinnu- «.flið til sölu! Kaupandinn, útgerðar maðurinn, lét sér hægt, hann beið þess að seljandi lækkaði verðið, og hann keypti að lokum, þegar hon- um þótti verðið komið nógu neðar lega. Þanni g var liinni almennu verzl- unarreglu snúið við, það var kaup- andinn, sem réði verðinu, en ekki seljandinn. Verkamenn fundu, aft meðan þessu fór fram hlutu þeir að vera hinn réttlausi aðiii, og búa við sult og seyru. Þetta varð til þess að þeir tóku að mynda verklýðsfélög, tilgangur inn var fyrst og fremst sá að verka menn gætu ráðið verðlagi á vöru sinni, eins og aðrir seljendur, að þeir gætu sagt: Fyrir þetta kaup vinn ég annars ekki. Mörg hin sterkustu verklýðsfélög hafa náð þessu marki. Þannig hef- ur Dagsbrún árum saman auglýst taxta fyrir meðlimi sína, sem hef- ur verið það verð, er verkamenn settu á vöru sina, vinnuaflið; kaup andimi, atvinnurekandinn, varð svo að ganga að eða frá. Það var ekki að furða, þó „frjáls bornum“ Islendingum tæki nú að lítast illa á blikuna. Það var hvorki meira né minna en það, að verka karlar leyfðu sér að hegða sér eins og kaupmenn, þeir settu hinum „frjálsbornu“ kosti. En verklýðssamtökin voru sterk og ekki svo auðvelt að hindra þau j baráttunni fyrir réttlætismálunum. Atvinnuiekendur leituðu þá að- stoðar þingsins. Þingið brást vel við, það var hvort sem er þeirra verkfæri. Það setti lög um stéttar- félög og vinnudeilur. Þingmeim Skjaldborgarinnar léðu þessum lög um fylgi, til þess að afstýra öðru verra, að þvi er þeir sjálfir sögðu. Það hefur ætíð verið afstaða þeirra sem hafa viljað gefast upp í bar- áttu verkalýðsins, bæði í einstök- um vinnudeilum og í allsherjarbar- áttunni. Og lögin um stéttarfélög og vinnu deilur voru samþykkt. Hvemig átti líka Alþingi, aMnnurekendanna og hátekjumannanna, að láta það við- gangast, að verkalýðurinn hefði fullt og ótakmarkað frelsi til þess að á- kveða kaup og kjör sér til handa? Slíkt gat sem sé vel leitt til þess fyrr eða síðar, að 5—6 verkamenn fengju allt að þvi eins há árslaun og meðal þingmaður. Það kom brájlft í ljós að lögin um stéttarfélög og vinnudeilur voru býsna handhæg fyrir atvinnurek- endur, en þó ekki einhlýt, sér í lagi meðan Félagsdómur sýndi nokkurn vilja á því að dæma að lögum Og því bar ekki að neita að hinii föstu dómarar Félagsdóms höfðu gerzt svo hlálegir, að halda að þeim bæri að dæma að lögumr Fyrir þessa einfeldni hjartans var þeim hótað ævarandi sumarleyfi frá dómstörfum. En atvinnurekendur og hálauna menn sáu að betur mátti ef duga skyldi. Og nú var þingið alvarlega tekið í þeirra þjónustu, og það var látið banna verkamönnum skýrt og skorinort að verðleggja sína vöru, vinnuna. Þannig er þá komið hag verkaj Iýðsins á íslandi í ársbyrjun 1940 að hann hefur verið sviptur þvi frelsi, sem hann hafði áunnið sér með áratuga samtakabaráttu. Lætur hann sér það lynda? Jarðarför mannsíns míns og föður okkar, BALDVINS BJARNASONAR, fer fram i dag, laugard,, 6, þ. m og hefst með hús- kveðju á heímílí hans, Freyjugötu 34 kl. 1 e. h. Ragnheíður Þorsteínsdótfír og dæiur. 8KEMMTIFÉLAGIÐ GÖMLU DANSARNIK, Dansleikur í kvöld Iilukkan 10 síðdegis í" Alþýðuhúsinu við Hverfisg. Aðgöngumiðar afhentir frá kl. 2 sama dag, sími 4900. Pöntun að- göngumiða veitt móttaka. í síma 4727. — Harmoníkuhljómsveit fél- agsins spilar (4 menn). Eingöngu dansaðir eldri dansarnir. STJÓRNIN. Starfsfólk; í verzlunum og á skrif stofum spyr þessa dagana, hvað eigi að verða um það viðvíkjandi kaupgjaldsmálunum. Sú smánarlega hækkun, sem verkamenn fá og er svo langt fyrir neðan það, sem þarf tíl að vega upp á móti dýrtiðinni, keinur ekki verzlunarfólkinu tíl góða sjálfkrafa. Víða hefur verzlunarfólk verið að ympra ó hækkun kaupgjalds, en atj vinnurekendur hafa yfirleitt .tekið dauft í það. Sumir atvinnurekendur gefa beinlínis í 'skyn, að þeir muni fækka fólki og ætla þannig, með því að hóta með atvinnuleysinu að knýja verzlunarJólkið tíl að láta af sanngjömum kröfum um kauphækk un. Ný bób. Ný bók. Einar Olgeirsson Valdakerfið á íslandi 1927-’39 Rit þetta sem er sérprentun úr „Rétti”, fæst nú í bókaverzlunum. Allir þeir, sem vilja skilja stjórnmálaástandið á fslandi verða að lesa þetta rit. Bókaverzi. Heimskringlu Laugaveg 38. —Sími 5055. Hreinar lér- eftsfnskur kaupír hæsfa verdí Víkfngsprent h,L Lítíð orgel óskast tíl leígu. Upplýs- íngar í síma 2785. Það er aðeins eitt óbrigðult ráð til að knýja fram kauphækkun al- mennt handa verzlunarfólki, sem þrælalögin skammta verkalýðnum- Það ráð er að gera samtök verzÞ unarfólks svo sterk að þau megni að knýja fram hagsmuni þess. Verzlunarmannafélagið, sem líiili hluti verzlunarfólks myndaðli í þessu skyni. hefur ekki reynzt fært um að heyja þessa baráttu. Verzlimar- mannafélag Reykjavíkur er hinsveg- ar alveg gefið undir forostu at- vinnurekendanna. Verzlunarfólk! Takið kaupgjaldsj málin nú þegar til umræðu á vinnu- stöðunum og í félögum ykkar! Ræðið um leiðirnar til að knýja fram hækkun á kaupinu. Ráðið er aðeins eitt: að allt verzlunarfólk standi) í einu og sama félagi um að vernda hagsmuni sina og rétt. Alþíngí slítíð í gær. Versta þíng f manna mínnum Alþingi var slitið í gær kl. 11. Flutti Haraldur Guðmundsson, for- seti sameinaðs þings, ræðu, þar sem hann gaf yfirlit yfir gerðir þingsins. Alls höfðu 81 lög verið afreidd frá þinginu ,en það hafði staðið i 137 daga og haldið 236 þingfundi, — 104 í neðri deild, 103 í efri deild og 27 í sameinuðu þini. Þing þetta mun verða mönnum minnisstætt sem versta þing, sem íslendingar hafa þekkt. Það mun i endurminningunni lifa sem þing ríkislögreglunnar, sveitaflutning- anna, harðvítugri tollalaga, og hegn- ingarlaga, — þing þyngstu fjár- laganna og verstu kaupþrælkunar- innar, — þing menningarfjandskap- ar og spillingardýrkunar, —< í einu orði þjóðstjórnarþingið, þar sem skuldakóngamir létu 10 þús. kr. mennina sína samþykkja hvað sem Kveldúlfi var nauðsynlegt. 4511 verblýdsfélög veröa að faka höndum saman 7\ikki /Aús í nýjum ævintýrum. 240 Hvað er að sjá þig, Mikki vin- ur. Þú mátý ekki krukla skyrtuna þína. —- Mikki: Það er þessi fjandi sem ég hef um hálsinn. Hefur þetta annars ekki verið skemmtileg ferð ? Og endar vel, — við borð skip- stjórans sjálfs — Ooo! Fyrirgefið skipstjóri. Herra Mikki Mús biður að afsaka, að hann getur ekki þegið boðið. Ahumm! Jú, ég skil, — það var leiðinlegt. Magga mín, ég held ég ætli að deyja. — Magga: Sltelfiiegur ræf- ill geturðu verið. Þurftirðu nú endilega að verða sjóveikur. Eg skammast mín niður í klær. Frainhald af 1. síðu. fyrir verkfalli en nú, þegar hún á allt undir útflutningnum. Það eru því meiri möguleikar en oft áður, bara ef verkalýðurinn er samtaka uan að nota þá. 1 hverju einasta verklýðsfélagi þarf nú að taka þessi mál til um- ræðu. Islenzkur verkalýður mun ekki láta litla kliku skuldakónga og bitlingamanna ræna sig og rýja inn að skyrtunni, neyða sig til að svelta konur og börn sin meðan yfirstéttin eykur gróða sinn og liá- tekjur. Verkamenn! Tökum liöndum sam- an um að hrinda af okkur kúgun- inni! Sameinaðir erurn vér ósigr- andi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.