Þjóðviljinn - 17.01.1940, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.01.1940, Blaðsíða 3
7 JÖÐVILJINN Miðvikudagur 17. jan. 1940. Alþýðublaðið daemír Alþýðuflokkínn Alþýðuflokkurinn gerist nú und- irtylla íhaldsins, til að reyna að afhenda því Dagsbrún. Veslings Alþýðublaðið kallar þessa þjón- ustu við atvinnurekendavaldið samfylkingu „lýðræðisflokkanna”! — Öðruvísi mér áður brá. — 9 febr. 1936 var leiðari í Alþýðu- blaðinu, sem hét: „Hverjum dett- ur í hug að Sjálfstæðisflokkurinn sé lýðræðisflokkur ?” — Ólafur Thors má sannarlega segja við Alþýðuflokkinn: „Þú ert samvizkuliðugur”. 22. júlí 1936 segir Alþýðublaðið í leiðara: „Hin fámenna klíka, sem ræður Sjálfstæðisflokknum, berst gegn verldýðssamtökunum og öll- um hagsmunamálum verkalýðsins Hún stefnir ákveðið að þvi marki að svipta verkalýðinn fé- lagsfrelsi, málfrelsi og fundafrelsi Það er hún, en ekki strákarnir sem gefa út „ísland”, sem er hinn eiginlegi boðberi nazismans hér á landi”. — Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki breytzt síðan, en Al- þýðuflokkurinn hefur nú gefið sig undir forustu hans og berst fyrir því að afhenda honum Dagsbrún. — Það þarf því ekki frekar vitn- anna við um innræti beggja nú og hvert þeir stefna. Ár eftir ár var viðkvæðið í Al- þýðublaðinu: „Ihaldsflokkarnir eru dauðadæmdir. Alþýðuflokkarn ir eru flokkar fjöldans”. — Og nú? Nú reyna leifar Alþýðuflokks- ins að fá að hanga aftan í „dauða- dæmda” íhaldinu til að reyna að hindra rísandi öldu sósíalismans frá því að sigra. 1936 samþykkti Alþýðuflokkur- inn á þingi sínu í októberlok að: „Hættan, sem alþýðunni stafar af ofbeldis- og einræðisstefnu auð- valdsins og íhaldsflokkanna er meiri en nokkru sinni áður”. Og sem fyrstu ráðstöfun slíkr- ar „einræðisstefnu auðvaldsins og íhaldsflokkanna” telur þingið eft- irfarandi: „1. Þeir myndu lækka gengi ís- lenzku krónunnar um að minnsta kosti 30%. Þar með væri kaup og tekjur allra vinnandi manna í landinu lækkað um þriðjung, því verð á öllum lífsnauðsynjum myndi tafarlaust hækka að sama skapi", Síðan lýsir þingið því í ávarpi sínu hvað ske myndi: „Ef verka- lýðurinn risi upp og krefðist launa'. hækkunar í samræmi við auknar tekjur atvinnurekenda og aukna dýrtíð, yrðu verkföll bönnuð verkalýðssamtökin leyst upp og foringjar þeirra fangelsaðir, mál- og prentfreisi afnumið, samkvæmt fyrirheitum íhaldsforingjanna 1934 og síðar”. Nú er þetta byrjað að koma fram allt saman. En Alþýðuflokk- urinn hefur bara gengið í lið með einræðisstefnu auðvaldsins! Þetta ávarp, sem Alþýðuflokk- urinn þá samþykkti, endaði á því að menn yrðu að kjósa „þetta eða fasismann”. — Það er auðséð á öllu hvernig Alþýðuflokkurinn nú hefur kosið. 3. júní 1937 birtir Alþýðublaðið undir 6-dálka fyrirsögn: „Ofbeld- isfyrirætlanir íhaldsins afhjúpað- ar. ólafur Thors hefði, ef hann hefði mátt ráða „sennilega leitt Verndum einingu Dagsbrúnar! Rekum erindreka gullkálfanna við ríkisjötuna af höndum okkar Da$sbrúnarfélagair! Við eigum nú við stjórnarkosn- ingar í félagi okkar um tvennt að velja — í fyrsta lagi, að styðja þá menn til sigurs í þessari bar- áttu, sem trúnaðarráð hefur stillt upp með einróma samþykkt, og hafa með áratuga baráttu sinni og fórnfýsi innan verkalýðssam- takanna sýnt það, að þeir eru full- komlega verðir þess að við verka- menn sýnum þeim traust til ó- trauðrar baráttu fyrir bættum kjörum verkalýðsins. Þessir menn hafa ávalt staðið á verði gegn hverri árás afturhaldsins á fætur annarri, er það hefur gert á verk- lýðshreyfingúna og hlotið að laún ■ n hrakmæli og svívirðingar þess. En við verkamenn munum sýna þann stéttarlega þroska, og tr.yggð við framherja verklýðs- baráttunnar, þegar á hólminn kemur ,að kjósa lista hinna þraut- reyndustu meðal vor — A-listann! Á hinn bóginn er okkur boðið upp á glansnúmer frá Ölafi Thors og Sankti Jóhanni, menn sem hafa sér það til ágætis að vera þægir þjónar Kveldúlfsmála- og bráða- birgðaráðherrans. Vissulega er það eina rétta í þessu máli, að allir verkamenn, hvaða pólitíska skoðun, sem þeir hafa, sameinist um að stjórna stéttarfélögum sín- um öllum til hags, en slíkt sam- komulag verður að koma neðan frá, frá verkamönnum sjálfum, en ekki sem valdboð og hrossakaup á milli fjárplógsmanna, er sýnt hafa verkalýðssamtökunum fullan fjandskap og afnumið skýlausan rétt þeirra til að ákveða kaup og kjör verkamanna, með þrælalög- um á Alþingi. Éf B-listamenn ynnu sigur við þessar stjórnarkosningar, sem aldrei má verða —, þá yrðu þeir blóðbað yfir Reykjavík”. „Her- mann Jónasson forsætisráðherra flettir ofan af fyrirskipunum Öl- afs Thors sem dómsmálaráðherra 400 manna vopnað lið átti að taka 20—30 forvígismenn alþýðunnar fasta á næturþeli”. — Og nú. Nú vill Alþýðublaðið gefa íhaldinu Dagsbrún. — 16. júní 1937 afhjúpar Alþýðu- blaðið með ógurlegri fyrirsögn: „Breiðfylkingin ætlar sér að fella krónuna”. Og Alþýðuflokkurinn lofar hátíðlega að berjast gegn þvi. 17. júní 1937 er svo fyrirsögn Alþýðublaðsins 6-dálka: „Hyldýpi fjármálaspillingar arðráns og kúg- unar bíður þjóðarinnar, ef BREIÐ- PYLKINGIN sigrar!” Undirfyrir- sögnin er: „Yfirráð Kveldúlfsklík- unnar i fisksölumálunum hafa kostað þjóðina á fjórðu milljón króna, sem tapazt hafa í sukk og svindl á síðustu 3—4 árum. Um- boðsmenn Kveldúlfs á Spáni hafa sannanlega stolið heilum fiskförm um af fslendingum!” — Og nú! Nú hefur Alþýðu- flokkurinn sjálfur hjálpað til að gera allt þetta, sem hann sagði þjóðinni að gerast mundi, ef Breið fylkingin sigraði. — Og nú ætlar hann að reyna að brjóta niður eitt bezta vígi verkalýðsins, með því að afhenda íhaldinu Dagsbrún. viljalaus handbendi atvinnurek- enda og ríkisvaldsins og myndu ávalt ganga að þeim kostinum sem verri væri fyrir verkamenn, því að þessir menn eru svo háðir þeirri stjórnarklíku, sem nú þjarm ar að okkur verkamönnum með sí- hækkandi dýrtíð á öllum lífsnauð- synjum og minnkandi lífsmögu- leikum — atvinnulega og fjár- hagslega, að þeir eru neyddir til þess að velja á milli pyngjunnar og atvinnumissis, eða að gerast þægir þjónar og fóma hagsmun- um verkamanna á altari Kveldúlfs og annarra atvinnurekenda. Við Dagsbrúnarmenn getum með engu móti lyft þeim mönnum í stjóm- arsess, sem láta gullkóngana við ríkisjötuna tefla sér fram og aft- ur í refskák auðvaldsins gegn frjálsum verkalýðssamtökum, og ef við verkamenn eigum slæman leik á borði núna, þá verðum við þó gersamlega mát, ef B-listamenn fengju völdin i hendur. Af þeirri sömu atvinnurekenda- og stjórn- arklíku, sem nú reynir af fremsta megni að sá úlfúð á meðal verkamanna til þess að veikja og sprengja verkalýðssamtökin og fyrst og fremst þann vísi til frjálsra og óháðra stéttasamtaka sem Landssambandið er, þar sem öllum verkamönnum er sýnt fulít lýðræði og opin leið til brýnustu starfa fyrir samtökin, hvaða póli- tíska sannfæringu sem þeir aðhyll ast — er nú þrengdur kostur okk- ar verkamanna til stórra muna: Framlag til atvinnubóta er lækk- að um iy2 milljón, en hækkað við kónginn um 15 þús. og lögregluna um 30 þús., og okkur er hótað sveitarflutningum hvert á land sem vera skal, þar sem við verðum að vinna fyrir sultarlaun eins og vermenn á miðöldum, og ef við möglum, þá er ríkislögreglan til taks með nýtízku hernaðartækni, til þess að berja inn í okkur hina réttu ,skapgerð”, sem kennd er við Hermann „svitadropa”. Sú kauphækkun sem þingið veitti okkur og nemur ekki nema litlum hluta af dýrtíðinni. sem eykst og margfaldast á þeim þrem mánuðum, sem við verð um að bíða til næstu hækkunar — er eingöngu að þakka kröfum og samþykktum verklýðsfélaganna er rigndi yfir þingið, svo að þá sá sér ekki annað fært en að taka kaupgjaldsmálið til meðferðar. Orlausn þess sýnir okkur ljóslega vesaldóm Skjaldborgarinnar og hve langt hún er komin út fyrir takmörk þess máls sem hún hefur þótzt berjast fyrir — jafnaðar- stefnuna — að hún skuli fóma hagsmunum verkalýðsins og hjálpa til að reyra verklýðssam- tökin í þrælabönd þau, sem mun kosta þau harða baráttu að leysa sig úr — fyrir ráðherrastól sæl- kerans, St. Jóhanns, bankastjóra- stöðu mannsins sem sagði, að kreppan væri eins og vindurinn sem enginn vissi hvaðan kæmi eða livert hann færi! — og eilífðar- tryggingu karlmennisins Haraldar Guðmundssonar! Það er að vonum að þessir menn skuli beygja kné sín fyrir atvinnurekendavaldinu og láta „Sjálfstæðisflokkinn” og „Framsók” — sem nú er í aft- ursókn — segja sér fyrir verkum Framhald á 4. síðu. Nýsoðin S YÍð Kaffistofan Hafnarstræti 16. Gnmmívinnn' stofan Adalstræti 16 framkvæmir allar gúminíviðgerðir vandaðast og ódýrast. SsfBið ðsbrifendvin lil uiðsftlplamanna Bl Kauputn fómar flöskur og glös | hæsfa vcrdí, Láfíð sendlana | faka það þcgar þcir koma með vörur fíl yðar cða hríngíð I | búðírnar og láfíð sækja það, í G^kaupféloqiá Fnndnr verður lialdinn í Verkamannafélaginu Dagsbrún i Nýja Bíó iinnntu- 'daginn 18. þ. m. ki. 6 síðdegis. FUNDAREFNI: Umræður um kosningu stjórnar og trúnaðarmanna. Sýnið félagsskírteini við innganginn. Félagsstjórn. !llil!li K0SNIN6 sfjórnar, frúnaðarráðs og annarra frún« aðarmanna, samkvacmt félagslögum, fer fram 18. o$ 19, jan. 1940 í Hafnarsfæfí 21. Kosningín stendur yfir: Fímmtudaginn 18 jan. frá hl. 3-6 e. h. og frá hl. 8-11 e. h. Föstudagínn 19. jan. frá kl. 9 f. h. tíl kl. 11 e, h. og verður þá lohið, þar sem aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudagínn 20. janúar. Allír félagsmenn hafa athvæðísrétt, sem ehhí shulda félagínu meira en ársgjald fyrir áríð 1939, þegar hosning hefst, þann 18. jan. Kjörstjórn „Dagsbrúnar“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.