Þjóðviljinn - 21.01.1940, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.01.1940, Blaðsíða 2
Sunnudagur 21. jan. 1940. ÞJÖÐVILJINN tMðOVHJINM Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýíu — Sósíalistaflokkurinn. Kitstjórar: . Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Bitstjórna rskrif stofur: Aust- urstræti 12 (1. hæð). Símar '2184 og 2270. Afgreiósla og auglýsingaskrif- stota: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Áskr iftargjald á mánnði: Reykjavík og nágrenni kr, 2.57. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. I lausasölu 10 aura t'ntakið. Víkingayrent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2864. Ef afviiinurek~ endur ná völdum í Dagsbrún 1 dag verða tilkynnt úrslit kosn ingannaj í Dagsbfún á aðalfundi fé- lagsins, sem haldinn verður i Gamla Bíó kl. 1. Fram að þeim tíma verða menn að láta sér lynda að leiða getum að úrslitunum. Afturhaldið í Dagsbrún hafði við siðustu atkvæðagreiðslu um 170 at- kvæða meirihluta. Hefur því tek- izt að halda þeim meirihluta, eða svo miklu af honum sem til þarf að halda meirihluta í félaginu og ná völdum? Ef svo er, þá hefur Sjálfstæðis- flokkurinn, flokkur atvinnurekenda, fengið völdin í stærsta verklýðs" félagi landsins, og mun slíkt full- komið einsdæmi i sögu verkalýðs- hreyfingarinnar. Samkvæmt samningi þeim, sem afturhaldsflokkamir gerðu um þess- ar kosningar, þá þýða völd atvinnu- rekendaí í Dagsbrún einnig, að félag ið segir sig úr Landssambandi ís- lenzkra stéttarfélaga og þar með «r kippt burtu forustunni úr sveit þeirra verkalýðsfélaga, sem að þvi vinna að koma á fullkomnu lýð- ræði og jafnrétti innan verklýðsfé- laganna og sambanda þeirra. Færi þannig mætti með sanni segja að báðir aðal höfundar sam- særisjns gegn verkamijnnum' í Dags brún fengju nokkuð; Ölafur fengi fulla tryggingu fyrir að félagið gflrði engar kröfur lil kauphækkunar og kjarabóta, og. Stefán fengi trygg ingu fyrir því að alræðiswald hans í Alþýðusambandinu verði ekki skert fyrir atbeina Dagsbrúnar á þessu ári, og mætti þá heita oð nokkrar stifur hefðu verið settar við valda- stól þjóðstjórnarinnar. En. hvað sem úrsliturrí í Dagsbrún iiður, þá er eitt víst, að megin- kjarni félagsins, mennimir, sem halda uppi starfi þess, eru enn sem fyrr staðráðnir/ í því að berjast fyrir félag sitt og stétt, að berjast gegn öllu athæfi afturhaldsins, frels isskerðingum þess verkalýðnum til handa, gegn kaupkúgun þess, rík- islögreglu þess og sveitarflutning- um. Slík eru og verða í næstu fram- tíð baráttumál hvers ærlegs verka- ■ranns, í hvaða félagi, sem hann starfar, að því ógleymdu að vinna að fullkomnu lýðræði og jafnrétti innan verklýðssamtakanna. Vertu ekki að aka þér Islanðs frjálsi sómi, hara ef Iúsin íslenzk er er þér bitið sóml”. Mennimir við kjötkatlana hafa nú gripið til örþrifaúrræðis hverrar yfirstéttar, sem ekki finnur lengur nein rök til að verja sinn málstað: að tala svart - um þjóðernið, að ala á þjóðrembingnum, að öskra að Hitlers sið: kommúnisminn, rússn- eska pestin tekur ykkur nema þið krjúpið fram og tilbiðjið mig. Fjárglæfralýðurinn, sem lofar mönnum að komast að kjötkötlunum gegn þvi að menn dásami hann og 1 hilmi yfir með honum, hefur leitt hverja smánina yfir þjóðina á fæt ur annarri. Islenzka þjóðin hefur ver ið beygð undir ánauð, verri en þá, sem hún hefur þekkt í heila öld. Hver svívirðingin hefur henni ver- ið gerð annarri verri. Frcísí verkalýdsíns irænf Réttur, sem islenzkur verkalýður hefur haft síðan á svörtustu miðöld um: sá að mega ráða kaupi sínu með samningi við atvinnurekendur, hefur nú verið af honum tekinn. Fulltrúar yfirstéttarinnar lögákveða nú kaupgjald verkalýðsins og skammta honum svo smánarlega, að hann, sveltur við. Skulda^adílínn gerður | skafffrjáls Þeir menn, sem undanfarin 20 ár hafa misnotað fé og lánstraust þjóðarinnar, glatað svo skiptir tug- um milljóna króna af þjóðarfé, þeir eru að launum fyrir óreiðuna gerðir skattfrjálsir eins og aðallinn !í Frakklandi á mestu niðurlægingar tímum frönsku þjóðarinnar. Síðan er krónan tvívegis felld í verði og þeim gefin einokunarafstaða til að græða á stríðinu. Og stríðsgróði þeirra er síðan undanþsginn skatti á meðan tap alira annarra er skatt- að því þyngra. Fyrr á tímum borguðu Hörmangar ar og aðrir einokunarkaupmenn kónginum skatt fyrir að fá að fé- fletta íslenzku þjóðina. En Hör- mangarar nútímans fá skattfrelsi, há laun, jafnvel orður og embætti fyrir að rýja þjóðina inn að skinn- inu. Og þeir eru kallaðir bjargvættir þjóðarinnar. i Afvínnufrelsíð afnumíd ; Islendingum sveið sárt er þeir voru undir dönsku valdi, að fá ekki að ráða sjálfir í hvað þeir legðu peninga sína, bæði einkafé og op- inbert fé. En nú bannar hálf- danskur ráðherra Islendingum að reisa nýtízku síldarverksmiðju, til að bæta afkomu íslendinga. Og á- stæðan er að hann óttast að fyr- irtæki kjötkatlamanna og fjárglæfra manna, sem ræna 4 milljónum kr. af framleiðendum á einu sumri, myndi eiga óhægra með slíkt arðrán áfram, ef óháð, íslenzkt fyrirtæki kæmi við hliðina. Og þá er ráðiö að svipta Islendinga atvihnufrelsi, svo kjötkatlalýðurinn fái setið að sínu. Sveífaflufníngarnír Þeir valdhafar, sem neita íslenzkn alþýðunni um að fá að skapa sér atvinnu, víla ekki fyrir sér að lög- leiða, að fara skal nú með ^tvinnu- léysingja éins og verst var farið með þá fátækustu liér áður. Sveit arflutningarnir er,u aftur í lög leidd- ir. Svartasti smánarbletturinn er aftur settur á íslenzkt þjóðfélag, ' eftir að bezfu menn þjóðarinnar hafa unnið í. hálfa öld að því að þurrka hann burt. Og sézt hér nú mark eftir synina þá, sem síð- ustu gripunum farga”. Islenzku þjóðinni er allt of gott að áliti þessara manna, sem nú rýja hana og reita úr valdastól, sem þeir hafa svikizt í. Ríkíslö$re$lan Þeir sem völdunum hafa rænt með því að svíkjast aftan að þjóð- inni, vita að völdum þeirna er hætt eins og allra einræðisherra, þeir búa sig því undir að halda með of- beldi, því sem þeir unnu með svik- um. Þessvegna lögleiddu þeir ríkis- lögreglu, sem dómsmálaráðherranr hefur hart nær einræðisvald yfir. Það sem dönskum kúgurum aldrei tókst að skapa hér á landí, það ætla nú arftakar þeirra að leiða yfir íslenzku þjóðina: hervald til að kúga fólkið til hlýðni við rang- læti og mannúðarleysi, því ef stjórnað væri með réttlæti og mann úð, þyrfti hér engrar ríkislögregiu við. Andle$ kú$un Áður voru ofsóknir og andLeg kúgun eins og koma fram við skáldin allt frá Bólu-Hjálmari til Þorsteins Erlingssonar einstakar hryggðarmyndir heimsku og þröng sýni. Nú á að skipuleggja þessa kúgun, auðvitað undir þjóðremb ingsins yfirskyni, beita atvinnu- og skoðanakúgun samtímis á hærra stigi en áður hefur þekkzt. Ríkið sem verndar skuldasöfnun Kveld- úlfs, á að leggja fram stórtfé í þessu skyni. Það ríki, sem skorið hsfur við nögl sér framlögin fil skálda og listamanna hingað tii sér nú ekki eftir tugum þúsunda í að skipu leggja kúgunarherférð gegn þeirn. Jarlar Bretlands Og þessir valdhafar, sem þannig kúga íslenzku þjóðina, liggja svo hundflatir fyrir brezku auðvaldi og ofurselja því yfirráð fjármála vorra .þegar það krefst þess. Þeir lofa að taka ekki lán, nema þar sem brezkt auðvald leyfir, og þeir inn heimta fyrir brezka hankavaldið vextina af lánum þess: 200 kr. á ári af hverri 5 manna fjölskyldir Þjóðstjórnín — þjóðar- smán Og svo er islentlingum sagt að þeir eigi að -þola alla þessa kúgun og þakka fyrir, af þvi mennirnir sem kúga þá séu svo „sannir Is- lendingar1' Thors, Möller ög jivað þeir nú. allir heita. Þeim islendingum,: sem ekki eru svo dauðir úr ölium æðum aö þeir vilji láta nírkkra fjárglæfra-. og kjöt katlamenn.lrjóða sér hvað séfn ?r,.og rjst þvi upp og segja meiningu sína um þá, i þeim Islendinguin er sagt að þeir séu ekki „sannir islend ingar“, þeir séu Rússar eða ein- hverjir bölvaðir byltingaseggir. Rétt eins og islendingar gætu ekkert ver- ið nema amlóðar, sem kysstu á vönd kúgarans. En þessum þrælum þjóðstjórnar innar, sem nú reyna að fteyta sér á þjóðremtnngnum sem síðasta flot holtinu, skai sagt það: að alla tíð, sem íslenzk alþýða hefur verið kúg- uð af erlendri yfirstétt, þá hsfur sú yfirstétt aðeins haldið völdum vegna þess, að innlend, „islenzk" yfirstétt hjálpaði henni til þess og gekk í bandalag við hana á móti alþýðunni, rétt eins og Ólafur Thors, Jónas og Eysteinn gera nú við brezkl banhkavald og annað út- lent auðvald. Og þó síðasta yfirstéttin, sem reynir að ræna þessa þjóð, hin auð- virðiiega klika fjárglæframanna og bitlingamanna, sem nú situr að völdum, reyni að fleyta sér á þjóðrembingnum, þá flýtur hún ekki lengi á honum. Til þess hrópa v'erk hennar of hátt. Til þess ar smánin, óréttlætið og neyðin sem þessi klíka leiðir yfir þjóðina of mikil. Þessvegna mun ísienzka þjóðin, sem berst fyrir frelsi og réttlæti fyrir því að losna að fullu og öllu við arðrán erlends og innlends auð valds og sníkjudýr þess, þurrka af sér þá þjóðarsmán, sem þjóðstjórn m og verk hennar eru orðin. Frá námshring Æ. F. R. Af sérstökum ástæðum verður fundinum, sem átti að vera í dag í Hafnarstræti 21, frestað til mánu- dagskvölds kl. 8,30. Fundarstaður sá sami. Félagar, mætið vel og stundvíslega. Póstferðir á morgun: Frá Reykjavík: Mosfellssveitar- Kjalamess-, Reykjaness-, Kjósar-, ölfuss- og Flóapóstar, Laugarvatn, Hafnarfjörður Rangárvallasýslu- póstur, Vestur-Skaftafellssýslupóstur Akranes. Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Kjósar-, Ölfuss- og Flóapóstar, Hafnarfjörður Akranes. Póstferðir á þriðjudag: Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, ölfuss-, og Flóajióstar, Hafnarfjörður, Borgarnes, Akra- nes, Húnavatnssýslupóstur, Skaga- fjarðarsýslupóstur. Til Reykjavíkur: Mosfellssveiiar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Elohkurínn f ? Ý 5: Stjórnarfundur Sósíalistafélags Reykjavíkur, sem átti að verða i dag, verður annað kvöld kl. 9 á skrifstofunni. Þjóðviljinn þarf á aðstoð allra flokksmanna að halda. Árás aftur haldsins á blaðið er mjög hatröm og markviss. Það ræður yfir fjár- magninu, og því skal beitt til að kæfa rödd verkalýðsins. Flokkprinn getiir koiriið í veg fýr ir að öryar:afturhaldsins nái settu marki, hann getúr tryggt útkomu Þjöðýiljans, en aðeins með mikilli vinnu óg mjög miklum fórnum. Éri þússa hvorutveggja verður að kr^f jaat af hverjum einasta félaga ýi ;>íV ■. t V . 1 Rödd frá Eyratrbakka Ein's og kunnugt er fór fram um síðustu áramót á Eyrarbakka eins og í Reykjavík og víðar, undir- skriftasöfnun, um að skora á Al- þing og ríkisstjórnina að loka á fengisútsölum ríkisins, á meðan Evrópustyrjöldin stendur yfir. Sú undirskriftasöfnun varð í fram- kvæmdinni svo almenn að allir kjósendur í þorpinu, sem til náðist skrifuðu undir þessa áskorun ■— til Alþingis og ríkisstjórnar, að undanteknum sóknarprestinum og 5—6 kjósendum öðrum.Auk þeirra kjósenda, sem undir skrifuðu, var fjöldi af ungu fólki, sem ekki hafði náð 21 árs aldri, sem var þess albúið að skrifa undir slíka. áskorun. Þetta unga fólk er bæði innan Goodtemplarareglunnar og utan hennar. Auk þ°ssara undirskrifta á Eyr- | arbakka sendi þann 12. des. sl. hreppsnefndin á Eyrarbakka, ó- skift um málið, Alþingi eftirfar- : andi áskorun: „Hreppsnefnd Eyrarbakka- hrepps, skorar á hið háa Alþingi 1 Islendinga, að taka fyrir allan inn- flutning áfengis til landsins á meðan styrjöldin í Evrópu stend- ur yfir”. Ef til vill hafa fleiri slíkar á- skoranir borizt Alþingi, um það væri fróðlegt að vita. Ekki þarf um það að efast að hver einasti kjósandi á Eyrar- bakka, sem undir skrifuðu, og að ofan getur, hefðu verið jafn á- kveðnir með algjöru aðflutnings- banni, ef sú atkvæðagreiðsla hefði veri fram að fara Þetta sjónarmið Eyrbekkinga til áfengisins gefur tilefni til at- hugunar á því hvort eins sé ekki ástatt í öðrum landshlutum. Hvort almenningsálitið til innflutnings á- fengis hefur ekki breytzt siðart bannlögin voru afnumin. Hvort nú sé ekki þegar tími til kominn enn á ný, að gjöra tilraun að reka á- fengið af höndum sér, og allt það illa, sem af því Ieiðir með algeru: og fullkomnu aðflutningsbanni alls áfengis inn í landið. Að sjálfsögðu er aðgerða í slíka [ átt helzt að vænta frá Goodtempl- arareglunni á íslandi. En allt bendir til að ekki megi dragast lengur en til vorsins 1941 að láta fram fara almenna at- kvæðagreiðslu jafnframt kosning- um til Alþingis, hvort þjóðin vill eftir jafn sorglega reynslu und- anfarinna ára veita áfenginu frið- helgi í landinu. Þ. Flóapóstar, Laugarvatn, Hafnarfjörð ur, Rangárvallasýslupóshir, Vestur- Skafiafellssýslujróstur, Akranes.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.