Þjóðviljinn - 04.02.1940, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.02.1940, Blaðsíða 2
Sunnudagur 4. febr. 1940. ÞJÓÐVILJINN „Þá munu þingmenn fá ’áía* . • öðrum hnöppum að hneppa“ lílÓOVlUINII L | Ctgefandi: J Samelningarflokkur alþýíu .. — Sósíalistafíokkiíiiöfij Bitstjórar e _, Mhar Ölgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Bitstjómarskrifstofur: Aust- urstrsRti 12 (1. hæð). Símar • 2184 og 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stota: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Askr íftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr, 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. I lausa9ölu 10 aura e'ntakið. Víkingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2864. Takmarka- laus frekja Á Islandi eru 47 togarar. Af þeim eru 14 í eign tveggja hluta félaga, Kveldúlfs og Alliance. Eig endur hinna togaranna eru undir tuttugu. Þeir tveir tugir mann'a og félaga sem mynda stétt togaraeigenda á Islandi, munu einsdæmi í víðri veröld, hvað frekju snertir gagn- vart þeirri þjóð, sem þeir tilheyra og eru þó tvö stærstu félögin frek ust allra. I tvo áratugi hafa flestir þess- ara togaraeigenda notið mikils lánstrausts hjá bönkum þjóðarinn- ai'. Milljónir króna hafa bankarri- ir orðið að afskrifa sem tapaðar hjá þessum togaraeigendum. Og hátt á annan tug milljóna, ef ekki tvo tugi, eiga bankamir enn hjá togarafélögunum, og helminginn þar af hjá Kveldúlfi. Þannig haf'a flestir togaramir í rauninni ver’ð reknir á kostnað þjóðarinnar og banka hennar. En þessum togaraeigendum næg ir ekki að heimta þannig takma ka laust lánsfé hjá bönkunum, og í krafti þess að sölsa undir sig ein- okunarafstöðu hjá þjóðinni. Þessir togaraeigendur knýja það líka fram að vera gerðir skatt- frjálsir, — en það var aðallinn í gamla daga í Frakklandi og var það eitt af orsökunum til stjóm- arbyltingarinnar frönsku 1789, að borgarar og alþýða vildu ekki leng ur una við slíkt ástand. En togaraeigendum þótti ekki nóg fengið þar með. Þeir kröfðust þess að sjómenn væru sviptir þeim rétti, sem þeir ella höfðu til að berjast fyrir sóma samlegu kaupi á togurunum. Og þetta var gert með samþykkt gerðardómslaganna í marz 1938. En togaraeigendur, skuldunaut- gr þjóðarinnar, heimtuðu meira. Þeir himtuðu gengi íslenzku krónunnar lækkað og verkafólki bannað að hækka sitt kaup. Og sjá: 4. apríl 1939 var krónan lækk uð um 18% og kauphækkun bönn- uð. En togaraeigendum fannst það ekki nóg. Og krónan vaÝ’ aftur lækkuð í september 1939 og enn var verkalýðurinn sviptur réttin- um til að hækka kaup sitt á fijáls an hátt, þrælbundinn út árið «940. En togaraeigendum fannst þjáð- in samt ekki hafa fórnað nógu fyrir sig. Tvö stærstu togarafé- iögin áttu síldarverksmiðjur. Á síldarverksmiðjunum var mikill gróði 1939. Sjómenn og smáútgerð armenn fóru fram á að fá það verð fyrir síldina, sem eigendur bræðslanna höfðu fengið vegna gengislækkunar og stríðsins. En hin stórskuldugu togarafélög létu „Hvað á þingið að gera°’' Morgunblaðið „veltir þessari spumingu fyrir” sér í gær, og það þarf hvorki meira né miuna en lieilan leiðara til þess að f jalla um málið. Strax í fyrstu setning i leið- arans getur það fullyrt, að flest- um muni þessi spuming hia mesta ráðgáta, „enda ekki vitað um eitt einasta stjórnmál, sem þingið fær til meðferðar”, segir blaðið. Þegar það hefur svo mælt, skrif- lar það langan kafla um alt og ekki neitt. En fyrr en varir er eins og Ijós taki að renna upp fyrir höf- undi leiðarans. Jú, það var nú ann- ars rétt, það em nú ýms verkefni til og þau býsna mikilvæg, bara að þingið vildi vinna að þeim. Þeg- ar þessar hugsanir hafa svifið yf- ir vötnum leiðaraskrifarans um stund, brjótast þær fram í þessum orðum: „Ef þingið væri þannig skipað, að einlægur vilji væri til umbóta í fjármálunum, þá væri nóg verk- efni fyrir Alþingi fram eftir vetri. En sá vlji kom ekki fram á síðasta þingi”. Það verður ekki annað sagt en að þetta sé furðu berorð yfirlýsing frá aðalblaði ríkisstjómarinnar, blaðinu, sem hrósar flokki sínum af því að formaður hans hafi átt upptökin að samvinnu „hinna á- byrgu flokka”, og seint og snemma hefur brýnt fyrir þjóðinni hvílík blessun mætti hljótast af samstarfi „hinna ábyrgu”, hvilík gæfa það væri þjóðinni, að fornir andstæðingar tækju höndum sam- an í bróðerni og færu að leysa vandamál þjóðarinnar. 1 framhaldi af öllu þessu þjóð- stjómarskrafi kemur svo bláköld yfirlýsing um, að hjá Alþingi sé ekki „vilji fyrir hendi til umbóta í fjármálum” og þessvegna hafi þingið ekkert að gera þó það sé kallað til funda. En bersögli Morgunblasins er þingið sitt, bankana sína, ríkið sitt — þverneita um slíkt. Og togarafélögin gerðu meir. Nokkrir venjulegir borgarar og alþýðumenn, sem ekki tílheyrðu hinni útvöldu stétt skuldugra tog- araeigenda, komust að þeirri nið- urstöðu að þeir gætu sjálfir látið bæjarfélag sitt byggja síldarverk- smiðju og haft hana til fyrir ver- tíðina 1940, svo síldarskipin þyrftu ekki að fleygja síld í sjó- inn, — svo framleiðsla og útflutn- ingur landsmanna ykist, — svo atvinna í landinu efldist. En skuld- ugustu togaraeigendunum fannst slík ráðagerð hættuleg sér. Þeir létu skuldugasta togaraeigandann, ráðherrann sinn, banna viðkom- andi bæjarfélagi að byggja verk- smiðju, þó það hefði útvegað allt fé tíl þess, sem þurfti. Togaraeigendum fannst samt enn ekki nóg komið. Þeir keyptu ísfisk af smærri bátum, en venjulega segjast tog- araeigendur og flokkur þeirra vera aðalhjálparhella smáútgerðarinn- ar. Togaraeigendur greiddu smá- bátaeigendum 15 aura fyrir kílóið af fiski, sem þeir sjálfir fengu 60 aura fyrir að frádregnum kostn- aði. — Þetta kölluðu þeir að sýna réttlæti í viðskiftum og láta eitt yfir alla ganga. Og við þetta jókst enn ágirnd togaraeigenda. ekki þar með búin. Næst upplýsir blaið, að milliþinganefnd sitji nú á rökstólum, tíl þess að endur- skoða skáttalöggjöfina, og leggur hina ríkustu áherzlu á, að hún þurfi *ð )úka störfum sem fyrst. Síðan bætir það við: „Útílokað er að þessi mál geti legið fyrir þing- hiu í vetur og er það með illa far- ið. Við erum komnir í hinar verstu ógöngur í skattalöggjöfinni og er því brýn þörf á róttækri endur- skoðun”. /!■'' Svo eftir þessu er beðið. Allir vita í hvaða átt þær breytingar eiga að stefna, sem Morgunbl. vill fá á skattalöggjöfinni. Það vill fá breytingar til hagsbóta fyrir há- tekjumenn, og því skyldi það vilja eitthvað annað, blaðið er gefið út af hátekjumönnum, til þess að vernda þeirra hagsmuni; þar í ligg ur allur galdurinn. Nú er það upplýst, að 30 þing- menn af 49 hafa persónulegra hagsmuna að gæta sem hátekju- menn, það er því enginn efi, að góður vilji er fyrir hendi hjá þing inu til þess að verða við kröfum þeirra manna, sem gefa Morgun- blaðið út, en þó — þó er eitthvert hik á þingmönnum. Hvernig skyldi standa á því? Morgunblaðið gefur líka skýring ar á því. En áður en það kemst að þeim skýringum, leyfir það sér að gefa „hinum 30” góðlátlega bendingu. Bending þessi er gefin með Svofellaum orðum: "’ar sem nú situr að völdum stjórn, sem hefur stuðning þriggja stærstu flokka, var einmitt tilvalið að endurskoða skattalöggjöfina”. Það er eins og Morgunblaðið vilji segja við „hina 30”: Sjáið þið ekki strákar, að nú er leikur á borði, þið getið velt af ykkur sköttunum yfir á herðar þeirra, sem lægri tekjur hafa og nú er um að gera fyrir ykkur að hafa hraðar hendur. Það er ekki víst að svona Sjómenn þeir, sem vinna öll verkin á togurunum, skapa gróða i togaraeigenda og hætta til þess lífi sínu, eiga samkvæmt samningi lifrina. 1 fyrra kostaði fatið af lifrinni 28 kr. Nú kostar það um 80 kr. — En togaraeigendur vilja ekki borga sjómönnum það, sem lifrin nú kostar. Togaraeigendum finnst, að fyrst þeir geti svindlað á smáútvegsmönnum, bönkunum, síldveiðendum, skattgreiðend- rsm, og — fyrst þeim hafi tekizt að svindla á sjómönnum með gerða- dómnum, gengislækkuninni, kaup- þrælkunarlögunum og síldarverð- inu, — þá hljóti þeir að geta svindlað á sjómönnum líka nú, með lifrina. Hroki hinna skuldugu togara- eigenda þekkir auðsjáanlega engin takmörk. En þeir gleyma í frekju sinni fornu spakmæli: að vega aldrei tvisvar í sama knérunn. Togaraeigendur vógu að sjó- mönnum út af lifrarverðinu 1916. Það vakti sjómenn til andstöðu og þeir hófu fyrsta verkfall sitt. Hver veit nema síðasta áras togaraeigenda veki sjómenn á ný ■— og það svo um muni. Það getur þá farið svo að togaraeigendur finni að það eru til takmörk fyrir því, sem íslenzk alþýða lætur bjóða sér. gott tækifæri komi strax aftur. Síðan endar blaðið með því að gefa fullgilda skýringu á því hvað dvelji” umbætur á skattalöggjöf- inni”. Skýringin er svona: „Það getur því orðið bið á að skattalögin verði epdurskoðuð, því varla þarf að ráðgera að sú endur- skoðun takist á síðasta þingi fyrir kosningar. Þá munu þingmenn fá öðrum hnöppum að hneppa, ef að vanda lætur”. Þetta er bersögli, sem vert er að muna og þakka. Morgunblaðið heldur því fram, að „hinir ábyrgu” flokkar eigi að starfa í einingu andans, tengdir bandi friðarins, fyrst eftir hverj- ar kosningar. Þegar aftur fer að nálgast kosningar, eiga þeir að láta koma tíl smá ýfinga. Þá geta t. d. bæjablöð afturhaldsins, Morg- unblaðið, Vísir og Alþöðublaðið skammast yfir því að kjötið hækki í verði, en Tíminn má hinsvegar skamma þessi blöð fyrir þá ó- svífni, að berjast á móti hagsmun- um bændanna. Á síðasta þinginu fyrir kosningar á svo allt að fara í hárok. Framsókn rífast yfir því hve hörmulega Reykjavík sé stjórnað. Morgunblaðið skrifa um fjármálasukk Framsóknarmanna, og telur það svo herfilegt, að eng- inn fái rönd við reist, ekki einu sinni þeir Ölafur Thors og Jakob Möller, Skjaldborgin ætlar að rifna endanna á milli yfir því að verkamenn hafi ekki fengið kaup- hækkun í fullu samræmi við vax- andi dýrtíð, og að sjómenn hafi verið rændir mörgum milljónum króna af síldar og fiskverðinu, að verklýðsfélögin hafi verið svipt samningsfrelsi o. s. frv. Svo á að ganga til kosninga og í þeim berjast allir gegn öllum. Að þeim loknum vonar Sjálfstæð- isflokkurinn að fá hreinan meiri- hluta á þingi. Þá má sparka í hina íhaldsmennina. Takist það hinsveg ar ekki, þá verður þráðurinn tek- inn upp þar sem var frá horfið, Hagsmunir hinna 30 hátekju- manna eru fullkomin trygging fyr ir góðu samstarfi afturhaldsflokk- anna, þangað til þeir þurfa að fara að leika fyrir fólkið, á síðasta þing inu fyrir kosningar. *« Stundum segir Morgunblaðið satt, svona óvart, og að þessu sinni hefur það lýst íslenzku aftur haldi svo vel, sem bezt verður á kosið. Meginatriðin eru þessi: Það er sameiginlegt með öllum afturhaldsflokkum, að þeir eiga yfirstéttarhagsmuni að verja, að þeir álíta það sitt fyrsta og helzta verkefni að halda í núver- andi stéttaskipulag þjóðfélagsins, og það af þeim góðu og gildu á- stæðum, að allir leiðtogar þessara flokka eru háttsetttir menn innan yfirráða- og forréttindastétta þjóð félagsins. Þetta er hinn rauði þráð ur, sem tengir þessa flokka saman á öllum örlagastundum. En þrátt fyrir þetta eru flokkamir þrír. Ástæðurnar til þess eru tvær. Fyrri ástæðan er sú, að milli. hinna einstöku hagsmunaklíkna, sem mynda afturhaldsflokkana, kemur oft fram hagsmunaárekst- ur. Þannig eru hagsmunir kaup- manna og stórframleiðenda oft andstæðir, launamenn eiga sér- hagsmuna að gæta, og eignamenn enn annara.. Þetta hefur komið greinilega fram í sambandi við I gengismálið. ' Síðari ástæðan er sú, að hægara er afturhaldinu um kjósendaveið- ar ef það gengur fram í þremur fyíkingum en einni. En fyrir allan almenning er spumingin þessi: Vill hann að þjóðinni sé stjórn- ið eftir sjónarmiðum stéttarþjóð- félagsins, eða vill hann að stéttar- andstæðurnar verði þurrkaðar út og byggt réttlátt og stéttlaust þjóðfélag. Með öðrum orðum, bar- áttan, stendur milli afturhaldsins og sósíalista, þá staðreynd fær eng in refskák dulið, ekki heldur það i þó þjóðstjómarlið telji sig eiga öðrum hnöppum að hneppa fyrir kosningar en að opinbera sam- ábyrgðina um svikin. Frú Annie Þórðarson leikur aðalhlutverkið í óperettunni „Brosandi land”. — Sjá grein á 1. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.