Þjóðviljinn - 04.02.1940, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.02.1940, Blaðsíða 3
''JðÐVILJINN Sunnudagur 4. febr. 1940. „Sagan cndurtcfcur síg fflmi M í ISlHfl 1914-11 -10 ■ Frásögn Þorsteíns Gíslasonar úr síðasfa heímssfríðí lslendin$ar fá að kynn ast droffnun Brefa á hafinu „Heimsstyrjöldin skall yfir sum- arið 1914. ...” „Drottnun Breta á hafinu var það sem Islendingar fengu nú fyrst og fremst að kynnast. Bretar drógu línu frá Skotlandi til Nor- egs og tilkynntu, að öll skip, sem yfir þá línu færu, yrðu tekin af herskipum þeirra, flutt til hafnar í Bretlandi og rannsökuð þar, bæði farmur og póstur, og ef þau flyttu vörur, sem ætlaðar væru Þjóðverj- um, yrðu þær teknar. Skeytasehd- ingar milli Islands og umheimsins yrðu einnig háðar eftirliti á Eng- landi. Þetta farbann og viðskipta- bann hélzt allan þann tíma, sem ófriðurinn stóð”. (Bls. 153). Brefair skammfa íslend* ingum sannleikann „Eitt af þeim atriðum, sem mik- il áherzla var lögð á af öllum að- iljum ófriðarins, var fréttastríðið. Hvorir um sig af ófriðaraðiljunum ltenndu hinum um upptök stríðs- ins og blöðin voru full af ósann- indum og níði um óvinina. .. . Svo var það ákveðið af stjóm Bret- lands að Islendingum skyldi sagð- ur sannleikurinn um ófriðinn af þeim einum, en að þeir fengju ekk- ert að heyra úr hinni áttinni”. (Bls. 155). Mr. Cable kemur „Skömmu eftir að ófriðurinn hófst kom hingað ungur maður, enskur, á dönsku farþegaskipi, sem kom frá Kaupmannahöfn og rannsakað hafði verið í brezkri laöfn. Hann hét Mr. Cable”.... „Þegar hann kom til Reykjavíkur settist hann að hjá ræðismanni Breta, Ásgeiri Sigurðssyni kaup- manni, fékk sér kennara í íslenzku og varð á örskömmum tíma svo vel að sér í málinu, að hann tal- aði það reiprennandi”....,Brátt varð það alkunnugt, að þetta var fulltrúi Bretastjómar, sem ætti að verða hér einráður um öll viðskipti landsmanna út á við meðan á ó- friðnum stæði. Hann kom nú fram eins og yfirmaður á skrifstofu brezka ræðismannsins, réði ýmsa menn í þjónustu sína og krafðist eftirlits með öllum vörusendingum og skeytasendingum frá símastöð landsins”. (Bls. 155—156). Ríkíssfjórnín samþykk- ír efiírlífíd. Blödín kefl« ud — eíns og nú „Islenzlcu yfirvöldin treystu sér ekki til að mótmæla þessari íhlut- unarsemi hans, og kvartanir og á- rur einstakra manna, sem þótt- ust verða fyrir órétti, voru kæfð- ar .niður. Blöðin voru aðvömð um það, að ekki dygði að koma fram með umvöndunargreinar út -af ráðsföfunum þessa manns. Bret ar réðu hér nú öllu, sem þeir vildu ráða, og menn yrðu að sætta sig við það. Mönnum fannst, að Mr. Cable hlyti að hafa njósnara allt í kringum sig, ekki aðeins hér í bænum, heldur einnig úti um land, Það væri hart, ef söguþjóð eins og Islendingar gætu ekkert lært af sinni eigin sögu. Þjóðviljinn ætiar nú að birta hér orðrétt nokkuð af þri, sem Þorsteinn Gíslason segir u myfirdrottnun Breta hér á stríðsárunum síðast í riti sínu „Þættir úr stjómmálasögu íslands 1896—1918”. — Er frásögn hans sett innan gæsalappa, en millifyrirsagnir eru frá blaðinu. svo undarlegt þótti mönnum, hve margt hann vissi. Og þó vom það nær eingöngu íslenzkir menn, sem hann hafði í þjónustu sinni. En hann skifti sér ekki af öðm en við- skiptamálunum”. (Bls. 156). Samníngur vid Brefa um allar íslenzkar vörur „Það var ekki lítið fjármagn, sem rann inn í landið á þessum árum. Bretar höfðu þörf fyrir framleiðsluvörur landsmanna og borguðu þær vel, enda var það lífs- háski að koma þeim til þeirra, einkum eftir að kafbátahemaður Þjóðverja magnaðist og höfin í kringum England voru lýst ófrið- arsvæði”... „Síðar komust þó á samningar milli landstjómarinn- ar og Breta um það að allar ís- lenzkar vörur færu til þeirra, en þeir lofuðu á móti, að birgja Is- land að ýmsum vörum öðram en matvömm”. (Bls. 159). Valdadfaumar Þjóð~ verja víðvíkjandí Norð- urlöndum og íslandi „Um tíma leit svo út sem Þjóð- verjar myndu verða ofan á í stríð- inu, og hér vom menn, sem trúðu því að svo mundi fara. Voru nokkr ir íslenzkir menn erlendis í þjón- ustu Þjóðverja, einkum fyrir milli- göngu þýzkrar stöðvar í Kaup- mannahöfn. Það hefur verið upp- lýst, ekki alls fyrir löngu, eftir skjölum, sem fundust í Helsing- fors í Finnlandi að þær ráðagerð- ir hafi um eitt skeið verið uppi hjá Þjóðverjum á stríðsámnum, að gera Norðurlönd að keisaradæmi í vináttutengslum við Þýzkaland og Gustav Svíakonung að keisara. Hér hefur það heyrzt að þeir ís- lenzkir menn, sem sambönd höfðu við Þjóðverja, hafi haft tilboð um ýmisleg fríðindi Islandi til handa, ef Þjóðverjar ynnu stríðið. Skyldi þá Island verða sambandsland Þýzkalands og þýzkur prins fara hér með æðstu völdin.’ Engar sönn- ur veit ég þó á þessum málum. Og hér heima gátu erindrekar Þjóð- verja engu til leiðar komið, þar sem allt var hér á valdi Breta, og þeir líka miklu fleiri, sem drógu þeirra taum og álitu að sigurinn yrði þeirra megin”. (Bls. 161— 162). Togaraflotínn seldur — effír skípun Brefa „Skortur á matvörum og skipa- kosti fór sívaxandi meðal banda- þjóðanna, því kafbátafloti Þjóð- verja eyddi skipum þeirra miklu meira, en uppi var látið á þeim tímum”.... „öll viðskipti héðan austur á bóginn urðu meiri og meiri erfiðleikum háð. Fyrir lok ó- friðarins var íslenzki togaraflotinn seldur bandamönnum. Sú sala var þó aðeins að yfirvarpi, því iands- stjórninni var tilkynnt, að ef hann fengist ekki keyptur með góðu samkomulagi, yrði hann tekinn með valdi. Svo mjög skorti banda- menn þá skip til aðflutninga. Verð ið ákváðu kaupendurnir. (Bls. 162 Leturbreytingar vorar). Svo segist Þorstein Gíslasyni frá því, sem gerðist í viðskiptum Breta og Islendinga í' síðasta stríði. Athuga þú nú lesandi góður: Hvað gerir ríkisstjórn íslands til að reyna að hindra að það fari eins nú? Fnllkomnasta GÚMMÍVIÐGERÐARSTOFA BÆJARINS. Sími 5113. Sækjum. Sendum. Gummískógerðin LAUGAVEG 68. Allir peir, sem ætla sér að skrá ný fyrirtæki í viðskiptaskrána 1940, eða breyta eldri skráningu, og hafa enn ekki lokið því, gjöri svo vel að tilkynna það nú þegar í Steindórsprent h.f., Aðalstræti 4, sími 1174. Handrit af auglýsingum þarf einnig að senda þangað sem fyrst. VIÐSKIPTASKRÁIN Karlakór Iðnaðarmanna, tilefni af 200 ára afmæli skáldsins í Gamla Bíó í dag, sunnud. 4. þ. m. kl. 2,30 e. h. SÖNGSTJÓRI: PÁLL HALLDÓRSSON. Píanóundirleikur: Carl Billich. Ræða: Aðalræðismaður Ottó Johansson. Aðgöngumiðar seldir í Gamla Bíó frá kl. 11 f. h. í dag. Sú hefur verið trú manna að til væm þeir dagar á ýmsum tím- um ársins, sem fylgdi svo rammar álögur að ekki mætti á þeim byrja nein fyrirtæki, svo sem ferðalög á landi og sjó. Allir þekkja ótrúna á mánudeginum. Fyr á öldum hef- ur þessi hjátrú verið öllu meiri. Vita menn með vissu að álitið var að minnst 2 dagar hvers mánaðar væri sérstakir óheilladagar, svo sem Janúar 1 og 25, febrúar 4. og 20, marz 1 og 30, apríl 10. og 20. maí 3. og 25, júní 8. og 16., júlí 13. og 22., Ágúst 5., 30., sept. 3. og 21. okt. 3. og 23., nóv. 5. og 28., des. 8. og 22. Af þessum 23 dögum mun éú skoðun hafa verið nokkuð algeng lengi vel, að 1. janúar væri verst- ur þeirra allra. •X-*5ý Forfaðir Brímsættarinnar var Sigurður Snorrason prestur á Brjánslæk (d. 1767). Hann var tal inn svo andheitur prédikari að rekið gæti hann út illa anda af fólki, sem var djöfulótt (geðveikt). 1 sóknum Sr. Sigurðar var ung stúlka, sem Katrín hét og þjáðist mjög af illum anda. Skipaði klerk- ur svo fyrir að komið skyldi með Katrínu til kirkju ákveðinn messu- dag og setið með hana undir pré- dikunarstóli og gætt þar af 4 mönnum meðan særingin færi fram. Tók svo prestur til lesturs- ins yfir stúlkunni og ókyrrðist hún 5 sætinu og vildi fara út, en gæzlu- mennirnir 4 hömluðu því, en prest- ur herti á ræðunni unz andinn byrjaði að mæla við prest. Spyr klerkur andann, hvað heiti ég? Þú heitir Urður svaraði andinn. Herti prestur þá enn á ræðunni og féll svo Katrín í dá, en prestur herti enn tneir á særingunni og hélt kirkjufólkið að stúlkan væri dáin, en sáu sem þokuflyksu svífa fram kirkjugólfið og út úr kirkjunni. Hafði prestur skipað svo fyrir að kirkjan stæði opin og harðbannaði fólki að standa á miðju gólfi, eftir að særingin byrjaði. Katrínu batn- aði heilsan að fullu, varð hún göm ul kona, og líst í hárri elli, og eft- irlét marga og hrausta afkomend- ur. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, viskípela, glös og bóndósir. Flöskubúðin Bergstaðastræti 10. Sími 5395 ■ I 1.0.61 Sfórkosileg hlufavelfa í Vardarhúsínu í dag hefsf kh 5 e- h., híé míllí 7—8, Dráffurínn 50 aura. Fjöldí elgulegra muna, medal annars í elnum dræftí, nýtízku svefnherbergíssett, rafmagnskam- ína, málverk eftír |óh. Kjarval, Benedíkt o. fl. o$ fjölda margt annað, auk þess 500 kr. i peníngum. Siver hefur efní á að sleppa slíkum fæklfaerum? Enginn, — Lífið I sýníngarglugga Sílva sfál- og fréhúsgögn, Laugaveg ll — og sannfaerisf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.