Þjóðviljinn - 29.03.1940, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.03.1940, Blaðsíða 4
jUÓPVIUINN Úr borglnnt, Næturlæknii- í nótt: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er þessa viku í Ing ólfs- og Laugavegs-apótekum. Á kvöldvöku útvarpsins verður flutt erindi eftir dr. Jón Dúason um Fund Grænlands. Árni frá Múla flytur erindi um Kristján Kristjánsson lækni og tónskáld, og syngur nokkur af lögum hans. „Frou Frou” heitir amerísk kvikmynd, sem Gámla Bíó sýnir um þessar mundir. Luise Rainer leikur aðalhlutverkið. títlaginn Jesse James”, amerísk kvikmynd, með Henry Fonda, Tyrone Power og Nansy Kelly í aðalhlutverkunum, er sýnd á Nýja Bíó þessa dagana. Munið að sækja skömmtunar- seðlana fyrir aprílmánuð, og drag- ið það ekki fram á síðustu stund. útvarpið í dag: 11.00 Veðurfregnir. 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 18.20 Islenzkukennsla, 1. fl. 18.50 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.15 Þingfréttir. 19.35 Auglýsingar. 19.45 Fréttir. 20.10 Veðurfregnir. 20.30 Spurningar og svör. 20.35 Kvöldvaka: a) Jón Dúason, dr. jur.: Fundur Grænlands, II. Erindi (H. Hjv.þ b) 21.05 Um Kristján Kristjáns son lækni. Erindi, söngur, upp- lestur (Árni Jónsson frá Múla). 21.50 Fréttir. Veðurfregnir. Iþróttafélag Reykjavíkur. Þátt- takendur í næsta skíðanámsskeiði 1. R., sem hefst að Kolviðarhóli mánudaginn 1. apríl, vitji skír- teina í Gleraugnabúðina Laugaveg 2, fyrir kl. 12 á laugardag. Næsta skíðanámsskeið Ármanns í Jósefsdal hefst á mánudaginn kemur, og stendur yfir í 6 daga. Mun þetta verða síðasta námskeið félagsins í vetur. Áskriftarlisti liggur frammi hjá Þórarni Björns- syni, sími 1333, til hádegis á laug- ardag. Sigurður Pétursson, skipstjóri á Gullfoss, átti í gær 25 ára skip- stjóraafmæli. Hann tók við skip- stjóm á Gullfoss þegar hann hóf sína fyrstu ferð frá Kaupmanna- höfn hingað heim, og hefur gengt því starfi jafnan síðan. Skipstjórn Sigurðar hefur ætíð verið hin far- sælasta, enda nýtur hann mikilla vinsælda þeirra mörgu er hann þekkja. Póstar á morgun. Frá Reykja- vík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóst- ar, Laugarvatn, Hafnarfjörður Grímsness- og Biskupstungnapóst ar, Álftanespóstur, Akranes, Lax- foss til Vestmannaeyja. Til Reykjavíkur: Mosfellssveit- ar-, Kjalamess-, Reykjaness-, Ölf- uss- og Flóapóstar, Hafnarfjörður Álftanespóstur, Vestur-Skaftafells sýslupóstur, Rangárvallasýslupóst ur, Akranes. m Níy/abio ag Íltlagínn Jesse James Söguleg stórmynd frá Fox •j* um frægustu og alræmdustu !•! | útilegumenn Ameríku, bræð- !*! X urna Frank og Jesse James X •:• j... , . i Ý ust ræningjar. X X Aðalhlutverkin leika: X !*. Tyrone Power, Nancy Kelly X |! og Henry Fonda. !*! X Myndin er tekin í eðlilegum X !*! litnm. X X Böm fá ekki aðgang. *!* ©amiarSib % V ? J V 't* X Fron-Frou i *!* t y t t t t * Tilkomumikil amerísk ,.<tór- X mynd. I f t t t t t X t t t $ I ! t t t ♦ V c»*>*>':<-:**>*:*,:*<.*>*>*>-:**:**>*:*->»:*.:.*:»*:~:**>-C‘<*< I Aðalhlutverkin leika: LUISE KAINEK, Meivyn Douglas og Kobert Young. Sýnd kl. 9. Siðasta sinn. Áður en klukkur komu hingað til lands, höfðu menn ýmislegt til að marka tímann eftir. Þegar sól- ina sá, vom menn nokkurnvegin vissir um hvað tímanum leið eftir ýmsum mörkum sem fyrir hendi voru. En þegar þokur voru, stund- um dag eftir dag, var allt verra viðureignar. Bóndi nokkur norð- anlands sem uppi var áður en klukkurnar komu segir eftirfar- andi sögu: „Fólkið vissi ekkert hvað tímanum leið, sökum þess að ekki hafði lengi séð til sólar. En til þess að reyna eitthvað, tók einn heimilismanna kaffibolla, setti hann á borð, tók tinhnapp og hnýtti honum neðan í þráðar- spotta og hélt honum hreyfingar- laust yfir bollanum. Smám saman fór að koma titringur á þráðinn við að halda hendinni hreyfingar- lausri, þar til hnapppurinn fór að slást út í bollabarminn. Jafnmörg högg og hnappurinn slóst í bollann jafnmargt skildi klukkan vera! — Sumir mörkuðu tímann á mag- anum á sér, sumir á því hve mik* ið var prjónað, ofið o. s. frv. Bezt voru þeir farnir sem voru nærri sjó, og gátu markað dmann eftir sjávarföllunum. Kvöldvakar var miðuð við sjöstjörnuna. — þegar hún var í dagmálastað, var klukk- an um 9, í hádegisstað, 12, o. s. frv. Þessi regla gilti þó aðems fram að miðjum vetri eða nokkuð Iengur. Á stað á Reykjanesi bjó eitt sinn prestur sem þótti nokkuð vinnuharður, og notaði sér óspart ef ekki sá til sólar um sláttinn. Vinnumaður sem þar var, kvað þar um þessa vísu: Þegar ekki sólina sér í svartri þoku-glýju, Staðarklukkan einmitt er aldrei nema níu. Bendir þetta til að klukka hafi þá verið til á Stað, og að unnið hafi verið til kl. 9 að kvöldi, en látið lengur danka þegar dimmt var veður. .♦..♦. .♦. .♦. .♦. .♦,.». .ytAA ►•%*%*%*%•%*%•%•%•%*%•%*%*%•%•%•%%*% ♦ ♦ ♦♦ ♦ ♦ | Æ> P- R- | Námsliringurinn verður í kvöld (föstud.) kl. 8 y2 á félagsskrifstof- unni. Þetta Verður síðasti tíminn, og framsögu hefur Gunnar össur- arson: Sósíalistaflokkurinn og verkefni hans. Á laugardagskvöld fer fram lokafagnaður með kaffi og pró- grammi. Mætum öll! Nýtt tímarít Framhald af 1. síðu. ins er Kristinn E. Andrésson, for- maður Máls og menningar. Efni þessa fyrsta heftis er vandað og fjölbreytt. Jónas Þor- bergsson, útvarpsstjóri, ritar um Einar Benediktsson, skáld. Hall- dór Kiljan Laxness ritar grein er hann nefnir Einræði og menning. Guðmundur Böðvarsson og Steinn Steinarr leggja til ríflegan skerf í kvæðum. Sverrir Kristjánsson rit- ar langa afmælisgrein um Bylting- una miklu í Frakklandi, Sigurður Nordal hugleiðingar um bókagerð á krepputímum og Theódóra Thor- oddsen aðra, er nefnist Skuldin. Auk þess flytur heftið ritstj.grein- ar, bréf til félagsmanna, umsagnir um bækur o. fl. Tímaritinu er ætl- að að koma út þrisvar á ári. Hækkun á rafmagni Framh. af 1. síðu. rafmagnið”. Frá hans sjónarmiði var það allur vandinn. Bara að leggja nefskatt á alla Reykvík*^ inga og aðra kaupstaðabúa, það var leiðin til þess að láta þá fá- tæku borga, þegar búið var að gera stórframleiðendur skatt- frjálsa, og það var leiðin til þess að geta látið rafstöðvar í kosn- ingamútur út um allt land. Ekki er enn séð hvernig þessu kosningamútufyrirtæki málaliðs- ins reiðir af, en allar líkur benda til þess að Sjálfstæðisfl. ætli að láta leika á sig og samþykkja málaliðshækkunina á rafmagni í Reykjavík og öðrum stærri kaup- stöðurm. Berizt áskrifendnr! Eg undirritaður óska hér með að gerast áskrifandi að Þjóð- viljanum. Reykjavík. 1940 EDNA FERBER: 121 STOR...! Dallas sal iast Iijá Dirk. „Sjáðu, þetla er það sem ég meina”, sagði hún lágt. „fetta er það sem ég meina, beg- ar ég segist helzt vilja gera mannamyndir. Ekki myndir ai' fínum irúm með perlufesti og liljuhvíta Iiesndi háli- ialda í íellingunum á silkikjól, heldur skapgerðarmyndir af konum og körlum, sem hafa eitthvað sérkennilegt við sig — sérkennilega amerískl til dæmis — eins og móðir þín”. Dirk leit snöggt upp til hennar, hrosti, og hjóst við að hún væri lílca hrosandi. En liún var alvarleg. „Hún mamma?” „Já, hara hún vildi loia mér að mála sig. Petla fínlega andlit, hjart af ljóma, sem kemur innan frá, og kjálka- linan sterkleg eins og á írumbyggjakonunum, þeim sem komu yfir hafið og fóru þvert yfir heimsálfuna í léleg- uni vagnskriflum, — og augun! Og þessi fyndni, gamli og beyglaði hattur, hvíta hlússan — og hendurnar! Sjáðu hve fögur hún er! Hún mundi gera mig fræga í einum svip. Þú skalt sjá!” Dirk starði á hana, eiás og liann vissi ekki livað liún var að fara. Svo sneri hann sér við til að horfa á móður sína. Hún var að tala við Roelf. „Og þú hefur komizt fram úr öllum lrægu mönnunum í Evrópu, Roell, er það ekki? Hugsa sér annað eins! Þú hefur farið um allan heim og lagt hann að fótum þér. Litli Roell' Pool! Og þú gerðir það einn og lijálparlaust. Prátt fyrir allt”. Roell' hallaði sér að henni og lagði hönd sína yíir hrjúfu höndina hennar. „Kálið er fallegt”, sagði hann, og þau hlógu bæði eims og að bezlu íyndni. En hann bælli vð, alvarlegur: „Og þú hel'ur lika lifað miklu og góðu lífi, Selína, glæsilegu og auðugu lífi”. „Eg!” hrópaði Selína upp yfir sig. „Góði Roelf, ég sem hef verið öll þessi ár hér á sama blettinum, þar sem þú kvaddir mig sem lítill drengur. Mér finnst að ég gæti sem bezt verið i sömu fötunum og ég var þá.. Eg heí hvergi iarið, hef ekkert séð. Eg má ekki hugsa til allra þeirra staða, sem ég ætlaði mér að sjá. Eða alll sem ég ætlaði að gera”. „Pú hefur farið um allan lieim”, sagði Roelf. „Pú hef- ur séð alla þá fegurð, sem hægt er að sjá. Manslu að þú sagðir mér einu simii, að faðir þinn hel'ði kennt þér að það væri aðeins til tvennskonar iólk 1 heiminum, sem eitthvað væri við. önnur tegundin væri eins og koimið, en liin eins og gimsteinar. Pú ert af korntegundinni, Selína”. „Og þú ert gimsteinn”, sagði Selína snöggt. Hershöfðinginn hlustaði á þetta samtal með áhuga, en skildi lítið í því. Hann fór að horfa á úrið og verða óró- legui. „En veizlan hjá Madame Storm! Pað er sjálfsagt að strjúka, en maður verður að koma einhverntíma aft- ur. Við megum ekki alveg gleyma hinni fögru Madame Storm”. „Já, er hún ekki fögur”, sagði Selína. „Nei! svaraði Roelf. „Munnurinn er mjórri en augun. Á frú Slorm er þetta bil” — hann sneri sér að Dallas og snerli lauslega varir hennar og augu með brúnum, sterk- legum fingrum — „lengra en þetla hérna. Par sem mumnurinn er mjórri en línan yfir augun, er ekki hægt að tala um sanna fegurð. Lítið þið til dæmis á Dallas—” „Já, lítið á mig”, sagði Dallas, brosandi út undir eyru. Ef þér finnst stór munnur sérstakt fegurðareinkenni, hlýt ég að vera eins og Helena fagra í þínum augum, Roelf”. „Já, þú. ert það”, sagði Roelf blátt áfram. „Svoina stór hefur orðið ákaflega vinsæl meðal les- enda Pjóðviljans. Slrax fyrsta daginn og tilkynnt var, að hún yrði sérprentuð komu margar pantanir lil afgreiðsl- u'nnar. Upplagið er svo lítið, að búast má við að bókin seljist upp á stuttum tíma. Verðið hefur ekki verið ákveð- ið, en verður haft eins lágt og hægt er. Tryggið ykkur þessa ágætu bók með því að hringja á afgreiðslu Pjóðviljans (2184) og ])anta söguna. Segið kunningjum ykkar frá henni, eða kaupið eintak til að gefa þeim. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.