Þjóðviljinn - 29.03.1940, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.03.1940, Blaðsíða 3
f'JOÐVILJINN Föstudagur 29. marz 1940. Bílslrar neita hægri handar umterð Mófmælasamþykkfír ásamf ýfair- fcgrí grclnargerd afhenf Alþlngt Hér fer á eftir mótmælasamþykkt og greinargerð bílstjóra: „Fjölmennur fundur meðlima Vörubílastöðvarinnar „Þróttur”, haldinn 19. marz 1940, mótmælir 6. gr. í frumvarpi til umíerðalaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, ásamt þeim ákvæðum frmnvarpsins, sem byggist á nefndri grein; enda telur fundurinn þá breytingu á umferðamálum, sem þar er gert ráð fyrir ástæðulausa og hættu- lega, og leggur eindregið til að hún verði felld, en í staðinn komi ákvæði um vinstri handar umferð” Tillögunni fylgir eftirfarandi greinargerð: Greinargerð. Vörubílastöðin „Þróttur”, Bif- reiðastjórafélagið „Hreyfill” og Bifreiðastjórafélag Hafnarfjarðar vilja hér með vekja athygli hæst- virts Alþingis á þeim rökum, er liggja til grundvallar mótmælum fyrrgreindra stéttarfélaga bif- reiðastjóra, á frv. því til umferða- laga ,er samgöngumálanefnd neðri deildar flytur að tilhlutun dóms- málaráðherra. 1. Bifreiðastjórar eru fyllilega sammála hæstvirtri samgöngu- málanefnd um það, að hægri handar umferð hafi enga kosti fram yfir vinstri umferð. 2. Rök þau, er nefndin færir fyrir framkomnu frumvarpi virð- ast í aðalatriðum vera þau, að Is- lendingar fari til útlanda með bif- reiðar sínar til aksturs og gagn- kvæmt og beri því nauðsyn til að samræma umferðalög okkar um- ferðalögum annarra þjóða. I því sambandi má benda á, að bæði England og Svíþjóð hafa vinstri akstur, og þar af leiðandi má telja fullvíst, að nokkrir þeirra útlendinga, er komi jtil landsins með bifreiðar sínar séu vanir vinstri umferð, og af þeim ástæðum teljum við ekki nauðsyn þeirra breytinga, er frumvarpið felur í sér. Á sama hátt má búast við að nokkrir þeirra Islendinga, er kynnu að fara til útlanda með bifreiðar sínar, færu fil þessara landa. En hinsvegar benda allar líkur til að utanfarir Islendinga með bifreiðar sínar verði mjög fá- ar á komandi árum. 3. Fumvarpið gerir aðeins ráð fyrir breytingu á strætisvögnum Reykjavíkur, en eins og kunnugt er, eru allir almenningsvagnar og stórar fólksflutningabifreiðar (kassabifreiðar) þannig byggðar, að út- og inngangur fyrir farþega- er á vinstri hlið. I greinargerð fyrir frumvarpinu er gert ráð fyr- ir að þessum bílum þurfi ekki að breyta, en hinsvegar ætlazt til að þeir nemi staðar á vinstri brún. Það má furðulegt heita, að nokkr- um skuli detta það í hug, að leggja það til, að bifreiðar þessar nemi staðar öfugt við hinar nýju umferðareglur. Með þessari ráð- stöfun einni saman myndi slysa- hætta aukast að miklum mun, svc að innan skamms tíma yrði eig- endum þessara bifreiða skipað að breyta þeim. En eins og ver'lag er á öllu nú er lítur að akstri bif- reiða, er mjög ósanngjarnt að fara fram á slíkt við bifreiðaeig- endur. 4. Bifreiðastjórar eru þeirrar skoð unar, að samfara breytingum auk- ist slysahætta, bæði vegna gang- andi og akandi umferðar. f því sambandi viljum við benda á, að undanfarin ár hefur lögregla Reykja víkur og einstaklingar lagt sig mjög fram um að leiðbeina fólki í umferðareglum, er byggðar eru á vinstri handar umferð, og náð i því sambandi svo góðum árangri, að umferöarslysum hefur stórlega fækkað, en fyrirhuguð breyting mun að sjálfsögðu gera þann árang- ur mjög lítils virði. 5. Hættulegustu afleiðingar breyt ingarinnar telja bifreiðastjórar vera aukna slysahættu, aukin umferða- slys hafa óhjákvæmilega' í för með sér hækkandi tryggingariðgjöld. En jafnframt má taka fram, að inn- flutningur á varahlutum til viðhalds bifreiða er mjög miklum erfiðleikum iMlrtil tirtju kiiúnieim Hinn vinsæli kór, Karlakór Reykjavíkur, efnir til mikilla kirkjutónleika í kvöld. Kórinn hef- ur æft af kappi undir þessa tón- leika í vetur. Viðfangsefnin eru mjög fjölbreytt og eru eftir Bach, Hándel, Beethoven, Schubert, Wagner, Godard, Björgvin Guð- mundsson, Sigurð Þórðarson o. fl. Auk karlakórssöngsins syngur tríó á hljómleikum þessum og Björn Ólafsson og Páll Isólfsson leika á fiðlu og orgel. Ennfremur syngur drengjakór með karlakórnum, er það nýjung í íslenzku tónlistalífi. Forráða- menn kórsins telja að hér sé um tilraun að ræða, en vænta þess að hún geti verið upphaf að skemmti legri nýjung í tónlistalífi okkar. Allir aðgöngumiðar æru þegar seldir á hljómleikana í kvöld, en þeir verða endurteknir á sunnu- daginn. háður, en bifreiðastjórar eru þes? fullvissir, að með breytingu á nú- gildandi umferðarreglum aukist að miklum mun þöri fyrir notkun vara hluta, vegna aukinnar árekstrar- hættu. 6. Stéttarfélög bifreiðastjóra, er standa að mótmælum á fyrr greind um ákvæðum frumvarpsins válja vekja athygli hátt- virts Alþingis á því, að meðan fjár- hagsafkoma þjóðarinnar ei* jafn bág borin sem raun ber vitni, þá sjá þau ekki neina ástæðu fyrir rikis- sjóð eða einstaklinga að eyða tug' um þúsund’a í brieytingu, sem viður- kennt er að hefur enga kosti fram yfir það, sem nú gildir. 7. Að síðustu viljum við taka fram að það eru bifreiðastjórar, sem mesta ábyrgð hafa á umferðinni, og þar af leiðandi hefur það vakið furðu þeirra, að stéttarfélögum þeirra hefur ekki verið gefinn kost ur> á að segja álit sitt á breytingu, er ‘orsakar jafn mikla byltingu í umferðarmálum þjóðarinnar, sem áðurnefnt fremvarp stefnir að. Vínarblaðið „Völkischer Beob- achter” hefur undanfarið birt all- margar greinar til andsvara skoð- unum, er blaðið segir að séu út- breiddar meðal almenniugs í Aust- urríki, en skoðanir þessar lýsa greinilega andúð almennings á styrjöldinni. I einni greininni er sérstaklega ráðizt að húsmæðrun- um, er kenni styrjöldinni um erf- iðleika og vandræði íbúanna í vet- ur, sem blaðið vill kenna kuldum og snjóum! Blaðið ræðst harðlega á „nöldr- unarseggina”, sem alltaf séu að finna að ráðstöfunum stjórnar- valdanna, og kaupmönnum, er svari viðskiptamönnum sýnkt og heilagt með því, að styrjöldin sé sök í vöruskortinum, sem oft sé aðeins vantandi skipulagningu að kenna. Safníð áskfifendoni . Eígnízt eitthvert glaesíle$asta skáld* rifíð, sem tíl er á íslenzku: Halldór Kíljan Laxncss: (Ljós heímsins, Höll sumarlandsínn og Hús skáldsins), fæst á 15 kr. ó- bundín og 20 kr. í bandí séu öll bíndín keypt í einu. Notið þessi einstöku kjör, meðan þau standa. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem tr. OúHaKrzlui OeinshrliilD h.l. Laugaveg 38. — Sími 505;"í. KarlaHop Reuhia Skíðamótí I.S.L á Akureyrí lauk með sígrí Stglfírðinga Jónas Ásgeírsson skíðakóngur Islands í annað sínn Landsmót þetta fór fram dag- ana 21. þ. m. til 24 og var það fjölmennasta, sem hingað til hef- ur verið haldið. Þátttakandi félög voru frá fleiri stöðum á landinu en áður, eða 9 alls. Þá er þetta mót sérstakt fyrir það hve margir af hinum yngri voru með í ýms- um greinum. Veðurskilyrði voru yfirleitt góð og aðsókn áhorfenda mikil. Sýnir það hinn almenna á- huga, sem fyrir þessari íþrótt er orðinn. Mótið hófst á keppni drengja í svigi 13—15 ára: Jón Gíslason, Sameining Ólafsfirði, varð fyrstur í þessum flokki. 10—12 ára varð Ari Guðmunds- son, Skíðafélag Siglufjarðar undir 10 ára varð fyrstur Friðjón Ey- þórsson, Iþróttafélagi Akureyrar. Brun drengja: 10—12 ára, nr. 1 Gottskálk Rögnvaldsson, Skf. Siglufjarðar. 13—15 ára, nr. 1 Guðm Ölafs- son, Sameining, Ölafsf. Stökk drengja A-flokkur. 13—15 ára, Sigtryggur Stefáns- son, Skb. 18,5 metra. B-flokkur: 10—12 ára, Ari Guðmundsson Skf. Siglufjarðar, 13,5 metra. Það vekur athygli að margir af þeim beztu eru frá Sameining í Öl- afsfirði, og frá Akureyri og bendir til þess að Siglfirðingar tai þar hættulega keppinauta þegar fram líða stundir. Þá kemur svig kvenna: vora í því 11 þátttakendur. 1. Emma Árnadóttir, Sameiniog 78,3 sek. 2. Martha Árnadóttir, Iþr. Ves!-. fjarða 80,1 sek. 3. Ingibjörg Hallgrímsd., Iþrf. Akureyrar 94,4 sek. 15 km. Skíðaganga 17—19 ára 23 þáttt.: 1. Haraldur Pálsson, Skf. Sigl. 50 mín. 25 selc. 2. Einar Ölafsson Skf. Siglufj. 51 mín. 42 sek. 3. Jón Jónsson, Iþróttafél. Þing. 52 mín. 55 sek. 18 km. ganga Afl. 12 þáttt.: 1 Magnús Kristjánsson Iþrótta- félag Vestfjarða 1,0,17 sek. 2. Guðm. Guðmundsson, Skfél. Sigl. 1,1,20 sek. 3. Jónas Ásgeirsson, Skíðaborg 11,36 sek. Einar Olgcirsson Valdakerfið á Islandi 1927--3g Bókaverzl. Heimskringlu Laugaveg 38. —Sími 5055. Kaupum tómar ilösknr Flestar tegundir. Kaffistofan. Hafnarstræti 16. Jónas Ásgeirsson. 18 km. B-flokkur. 19 þáttt.: 1. Sigurður Jónssori, Iþróttafél. Vestfjarða 1,6,55 sek. 2—3 Ásgrímur Stefánsson, Skf. Sigl. 1,7,47 sek. 2—3 Guðm. Sigurgeirsson, Iþrf. Þing 1,7,47 sek. Svig karla A-fl. 25 þáttt.: 1. Ketill Ölafsson, Skíðaborg 2 mín. 0,3 sek. 2. Jón Þorsteinsson, Skf. Sigl. 2 mín. 10 sek. 3. Ásgrímur Stefánsson. Skí'. Sigl. 2 mín. 10,2 sek. B-flokkur, 25 þáttt.: 1. Páll Lindberg, Iþr. Akureyri 1 mín. 39 sek. 2. Sigurður Þórðarson, Samein- ing 1 mín. 40,9 sek. 3. Björn MagnúSson, Skíðaborg 1 mín. 46,8 sek. Svigkeppnin í A og B-flokki var sveitakeppni. Tími fjögra beztu manna í hverri sveit var: 1. Skíðafél. Siglufj. 9,04,2. 2. Iþróttaráð Akuréyrar 9,28,2. 3. Skíðaborg, Sigluf. 9,45,1. B-f lokkur: 1. Iþróttaráð Akureyrar 708,3. 2. Skíðaborg, Sigluf. 8,5S,7. C-flokkur. 1. Stefán Stefánss., Rvík 1,42,5. 2. Hjörtur Jónsson, Rvík 1,46,5. Z. Sveinn ólafsson, Iþróttar. Ak. 147,5. Stökk. A-flokkur: 1. Jón Þorsteinsson, Skf. Sigluf. 226,1 st. Stökk 30,0 og 29.5 m. 2. Alfreð Jónsson, Skíðaborg 222.5 st. Stökk 30,0 og 30,0 m. 3. Jónas Ásgeirsson, Skíðaborg 218,8 st. Stökk 27,5 og 28,0 m. B-flokkur: 1. Sigurður Þórðarson. Samein- ing, 217,7 st. Stökk 23,0 og 23,5 m. 2. Einar Ölafsson, Skf. Siglufj. 217.6 st. Stökk 240—240 m. 3. Magnús Árnason, Iþróttar. Ak. 214,8 st. Stökk 23,5—25 m. 1 samanlögðu göngu og stökk- um varð Jónas Ásgeirsson, Skíða- borg, beztur og hlaut 448,3 stig, er það í annað skiptið, sem hann verður skíðakóngur Islands. Næst- ur varð Guðmundur Guðmundsson Skf. Siglufjarðar með 431,9 st. og þriðji Ásgrímur Stefánsson, Skf. Skf. Siglufj. með 396,2 st. Allir frá Siglufirði. Til að keppa um i móti þessu gaf Kaupfélag Eyfirð- inga þrjá bikara. Ennfremur gaf Aðalbjöm Pétursson gullsmiður frá Siglufirði fagurlega gerða fánastöng fyrir bezta afrek í svigi drengja innan 10 ára og er það farandgripur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.