Þjóðviljinn - 21.04.1940, Side 3

Þjóðviljinn - 21.04.1940, Side 3
rJOÐVILJINN Sunnudagur 21. apríl 1940 Á sölutorginu Það voru engir þingfundir í gær —, þingmenn voru að verzla. Það er í annað sinn á þessu þingi, sem þeir taka sér frí til að verzla. í fyrra skipti voru það fjárlög- in með öllum þeirra gögnum og gæðum, sem sýnd voru á sölutorg- inu. Nú er það útsvarsfrelsi tog- aranna, höfðatölureglan ef til vill afurðasölulögin og utan- ríkismálin, sem sýnd éru á þessu sama torgi. Og svo er auð vitað eins og gengur og gerist í viðskiptum talað um uppbætur og þóknun, og uppbæturnar og þókn- unin — það eru embætti, jafnvel sendiherrastöður. — Framsóknarmönnum er það Ijóst, að þeirra háttvirtu kjósend- ur heimta að stórútgerðinni sé gert skylt að greiða útsvar eftir efnum og ástæðum, eins og hverri ann- arri atvinnugrein. Sjálfstæðismönnum er ljóst, að helztu máttarstólpar þeirra, stór- kaupmennirnir, krefjast að fá stærri hlutdeild í verzluninni á kostnað kaupfélaganna. En þó kaupmennirnir séu mátt- ugir innan Sjálfstæðisflokksins, þá verður ekki komizt hjá að viður- kenna þá staðreynd að stórútgerð armennirnir hafa komið sinni ár betur fyrir borð í flokknum, það eru sem sé fulltrúar þeirra, sem fyrst og fremst stóðu að myndun þjóðstjórnarinnar, og það eru þeir sem ráða lögum og lofum í þing- flokknum. En báðir þessir máttarstólpar, stórkaupmenn og stórútgerðar- menn, standa á grundvelli, sem byggður er úr „attaníossum” „hinna stóru”. Þessum óbreyttu attaníossum hefur verið kennt. margt, þar á meðal að hin svokölluðu afurða- sölulög væru bókstaflega frá hinum vonda, og flest ef ekki allt böl dætra og sona íteykja- víkur stafaði frá lögum þessum og þeim vondu mönnum, sem þau settu. Samkvæmt þessu er það, sem Sjálfstæðisfl. fyrst og fremst girnist. Skattfrelsi til handa stór útgerðinni, vegna togaraeigenda, meiri verzlun til handa stórkaup mönnum á kostnað kaupfélaganna, og afnám afurðasölulaganna vegna þeirra, sem talið hefur verið trú um að þau væru frá ,hinUm vonda’. Hvernig á Framsóknarflokkur- inn að mæta öllu þessu? Við höfum áður minnst á hvem ig kjósendur hans líta á útsvars- frelsi stórútgerðarinnar. Allir vita að floltkurinn á líf sitt og tilveru kaupfélögunum að þakka, og sú var tíðin að leiðtog- ar hans töluðu um að öll verzlun landsins ætti að vera komin í hendur kaupfélaganna fyrir 1943. Ekki hafa menn heldur gleymt því, að flokkurinn telur afurða- sölulögin meðal sinna stærstu af- reka og eru þau í herbúðum Fram sóknar talin álíka heilög eins og þau eru talin vanheilög í herbúð- um Sjálfstðisflokksins. Framsókn er því nauðugur einn kostur, að leika sterkum mótleik á móti þessari þreföldu kröfu í- haldsins. Bezt er að hver njóti sannmæl- is, og það mega Framsóknarmenn eiga, að þeir Ieika oft vel á hinu pólitíska skákborði. Að þessu sinni ákváðu- þeir skáka að konungi þeirra íhalds- manna, Ölafi Thors. Þeir komu fram með tillögu um að leggja útsvar á stórátgerðina. Leikurinn er sterkur, því með atkvæðum Framsóknar, Alþýðu- flokksins og Sósíalista er hægt að gera frumvarpið að lögum, hvað sem íhaldið segir. Það er aug- ljóst að íhaldið hlýtur að leggja sig allan fram til þess að losna úr þessari skák. Framsóknarmenn gerðu sér ljóst áður en þeir léku, hvaða gjald Ólafur gæti borið fram til ■ lausnar sér. Hann gat fórnað stór kaupmönum, því þeir eiga ekki sterka fulltrúa á þingi. Hann gat fórnað kröfum hinna óbreyttu liðs manna sinna um afnám afurða- sölulaganna, þeir voru hvort eð er orðnir þeim svo vanir, og á allra síðustu tímum hefur ekki svo mjög verið á þau deilt. Þegar allt þetta er athugað, verð ur skiljanlegt að fundarfall yrði í þingi í gær. Sú heildverzlun, sem reka þurfti, til þess að forða ól- afi úr skákinni, þarf sinn tíma, þingmenn þurfa vandlega að at- huga hvað boðið er til sölu á mark aðnum, þeir þurfa einkum að at- huga persónulegui uppbæturnar, j embættin, bitlingana og önnur | fríðindi. Það var enginn fundur í þing- inu í gær, þingmenn voru á sölu- torgi. Sjómenn heímfa iréff sínn Framh. af 1. síðu. in skýringin á þögn forustuliðs- ins! Það er því sízt vanþörf á að við sjómenn látum til okkar heyra um okkar eigin hagsmunamál, þar sem tránaðarmenn okkar virðast hafa öðrum hnöppum að hneppa. Fari nú á þann veg, sem ég vil vona að forustan sjái sér ekki ann að fært, en að framfylgja skýlaus- um vilja okkar sjómannanna, um að knýja fram réttlát kjör, þá vil ég drepa hér á tvö atriði, sem er nauðsynlegt að taka með í reikn- inginn. Síðan verðið á lifrartunnunni á togurunum greitt til skipverja var ákveðið, hefur verðið margfaldast og gróði útgerðarmannanna á þess um lið aukizt að sama skapi. Það nær því engri átt að við sjómenn unum við það óréttlæti. Við verð um að krefjast þess að fulltrúar okkar í stjómum stéttarfélaganna taki þetta atriði upp við samninga — þannig að til fulls réttlætis sé stillt. Hitt atriðið virðist ef til vill veigalítið en sýnir þó glöggt að útgerðarmenn sleppa engu tæki- færi til þess, að skerða hlut okkar sjómannanna. Fyrst eftir að samn ingar um áhættuþóknun gengu í gildi var á flestum skipum reikn uð út áhættuþóknun þannig, að að í hvert sinn, sem skip sigldi inn á eða af áhættusvæði, var brot úr hverjum almanakssólarhring reiknað sem hálfur sólarhringur. Dæmi: Skip fer fyrir Reykjanes á útleið kl. 11,30 f.h. og reiknast þá áhættuþóknun frá kl. 12 á mið nætti. Sama skip siglir fyrir Reykjanes á heimleið kl. 10,30 f.h. og reiknast þá áhættuþóknun til' kl 12 á hádegi sama dag. Nú er þessu óskað breytt þannig að mið að er við þann tíma, sem siglt er inn á áhættusvæðið og svo aftur út af áhættusvæðinu, en þó þannig að brot úr hálfum sólarhring er reiknað sem hálfur sólarhringur. I dæminu, sem ég tók er því tap SKIPTIÐVIÐ: Vatnsglös kr. 0.60 Sherryglös — .0.55 ölglös ’ — 0.65 Sjússglös — 1.30 Maoasin. Gullsmíði Smída allskonar kvensilfun manchetthnappa, silfurhringa o. fl. — Gylli, geri við og hreinsa silfur- og gullmuni. Þorsteinn Fiimbjarnarson gullsmiður, Vitastíg 14A. Allir þurfa að eignast bókina! Leyndairdómur yndísþokkans Leiðbeiningar um hegðun í sam- kvæmislífinu, í ástamálum og á mannamótum, — um snyrtingu og yndisþokka í framkemu, hvemig menn eigi að velja sér vini og margt fleira. Fæst hjá bóksölum og kostar kr. 2 U. M. F. Velvakandi verður í Kaupþingssalnum, þriðjudaginn 23. þ. m. kl. 9. Dagskrá samkv. félagslögum. Stjórnin. Veggfööor ódýrast í Veggfóðursverzlun Victors Kr. Helgasonar. Sími: 5315. Hafnarstræti 5 við hliðina á Glæsi. Bókhald og endurskoðun, Maður, vanur bókfærslu, tek- ur að sér bókhald og endur- skoðun fyrir útgerðarmenn og stærri og smærri verzlunarfyr- irtæki. — Upplýsingar á skrif- stofu PÁLS G. ÞORMAR, Hverfisgötu 4. — Sími 1558. Húsmæður! Keyrum þvott í Þvottalaugarnar. Verðið er lágt séu nokkrir balar teknir á sama stað. Verzlunin Bergstaðastræti 10 Sími 5395. ♦♦♦♦♦♦WWWvWVWvWW** * “ * ♦ • J3 V ■> L. ^ * .Á RAFTÆKJA VIÐGERÐIR VANDAÐAR-ÓDÝRAR SÆKJUM & SENDUM cfyÓl/afoHBislig CAfi^KJAVERUUH - 0 ACVIRKJUH - VWGEROAiTOrA iGúmmí skógerðínl 1 VÖPNI 1 i I % ? Aðalstræti 16. % I I Sími 5830 X | X ? Framkvæmir ailar gúmmivið-* X gerðir vandaðast og ódýrast.|* T } Uínrelðslu stofur | Snyrtistofa i M A r;c I Skólavörðustíg 1. Sími 2564 _+_ PERMANENT-HARLIÐUN með nýrri tegund af þýzkum permanentvökva og fixativ- vatni. Hárgreiðslustofan Hollywood Laugaveg 3. Sími 3445 Saumasíofur Sníð og sauma kven- og barnafatnað. Bogga Sígurðar Klapparstíg 44. Sími 5573. Emailetríng Emaíleruð skíltí eru búin til í Hellusundi 6. Ösvaldur og Daníel. Sími 5585. Rafma$ns~plafa óskast til kaups. Upplýsingar á Grettisgötu 19B. Kaupum íómar flSskv Flestar tegundir. Kaffistofan. Hafnarstræti 16. skipverja jafnt áhættuþóknun fyr- ir hálfan sólarhring. Við sjómenn teljum sjálfsagt að þessu verði breytt til þess sem það var í upphafi. Mér finnst að tími sé til kom- inn fyrir okkur, sem sjóinn stund um, sem og aðra starfandi menn, að viðurkenna að ef við ekki hjálp um okkur sjálfir, þá hjálpar eng- inn okkur. Eða hver tráir þjóð- stjóminni, afkvæmi og verkfæri gamla mannsins frá Hriflu til þess að hjálpa okkur — mannsins, sem sagt er að kalli áhættuþóknun þá, sem við sjómenn höfum fengið, „hræðslupeninga”. Sjómaður. Kvemréffftidafclag íslands heldur minningarkvöld um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, í Oddfell- owhúsinu, kl. 8,30 annað kvöld. (mánudag 22. þ. m.). Félagskonur mega taka með sér gesti. Mætið stundvíslega. U.M.F. DaflsUrðn Fundur n. k. mánudagskvöld kl. 8,30 í sölum Ingólfskaffis í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. Ástandið og horfur í atvinnu- málum. Vinnuréttindaskírteinin gilda sem aðgöngumiðar!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.