Þjóðviljinn - 15.09.1940, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.09.1940, Blaðsíða 2
Sunnudagur 15. september 1940. PJÖÐVILJINN Hlnlr pðlltlskn drangar oplnberra stofnana Barátfa sfarfsmanna víð fónasarpálmana þlðOWIUlNII ÍJtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritst jórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Eitstjórn: Hverfisgötu 4 (Víkings- prent) sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Askriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent h,f., Hverfisgötu 4. Sími 2864. Á nú loksíns að rýmka um ínn~ flufnin$ínn ? 1 langan tíma hefur Þjóðviljinn sýnt fram á hve fjarri öllu viti það væri að eiga stórfé inni í Eng- landi, en hafa landið illa birgt að nauðsynjum. Hefur Þjóðviljinn krafizt þess að strax væri gefið fullkomið frelsi til innflutnings a. m. k. á öllum nauðsynjavörum frá Englandi og öðrum þeim löndum, þar sem hægt er að kaupa fyrir pund. Ríkisstjórnin hefur að vanda tafið fyrir öllum viturlegum að- gerðum í þessu máli. — Hún hef- ur þrjózkast við að gefa verzlun- ina með nauðsynjar frjálsar. Hún hefur reynt í lengstu lög að hindra að landsbúar yrðu frjálsir að þvi að birgja sig að nauðsynj- um. Og meðan rikísstjórnin þannig hindrar framgang þessa nauð- synjamáls, fer verðlag síhækkandi í Englandi og erfiðleikamir á að fá vörur þar vaxa í sífellu, m. ö. o. pundinneignimar minnka raun- verulega í verði og hættan á að þær verði lítilsvirði vex óðfluga. 0 Nú loksins mun ríkisstjórain vera að láta undan þessum sjálf- sögðu kröfum þjóðarínnar, en auð- vitað er um leið hætta á að ýms bönd reyni hún að hafa á nauð- synjainnflutningnum til að tefja málið. En þetta þolir enga bið. Og þjóð in verður að skrifa á reikning rík- isstjómarinnar þann skaða, sem hún verður fyrir af því að verðlag sé hækkað svo mjög í Englandi eða vörur orðnar ófáanlegar. Jafnframt verður svo að gera gangskör að þvi að nota möguleik- ana til að kaupa fyrir pund alls- staðar þár sem það er hægt, og bað mun vera m. a. bæði í Cænada og Portugal. Þarf því að skipu- 'eggja flutningana þaðan, svo inn- kaup séu raunvemlega möguleg. Og svo verður að herða á þeirri kröfu við ríkisstjórnina, að hún fylgi því nógu fast eftir við Breta að fá yfirfært í dollara allt, sem við ekki getum keypt fyrir í pund- um. Þjóðin verður að fá að vita, hverju enska ríkisstjórnin svarar þeirri kröfu, því það er augljóst, að það fé, sem við getum ekki keypt fyrir í sterlingspunds-lönd- um eða fengið yfirfært i dollara, getur hæglega orðið einskisvirði — og að borga okkur með slíku ! fé er bara rán undir fínna formi. Grein sú sem Þjóðviljinn birti i gær um stöðuveitingar innan bank- annai, sýndi eins ljóslega og á verg- ■ur kosið, í þvilíkt óefni komið er í þessum sökum innan bankanna. en alhr vita, að bankarnir eru hvað þetta snertir engin undantekning, heldur er hér um að ræða reglu, sem gildir við allar opinberar stofn anir, án undantekninga. Áður en farið er lengra út i þetta mál, þykir rétt að nefna eitt dæmi, sem verða mætti til fyrir- myndar fyrir hinar ábyrgu klíkur þjóðfélagsins. Kaupfélag Eyfírðlnga — Þarerfarin hín réffa leið Það er ekki ótítt að heyra talað um Kaupfélag Eyfirðinga sem fyrir- mynd fyrirmyndanna meðal kaup- félaga þessa lar.ds, og jafnval jaeð- al allra hinna stærri fj’rirtækja landsins Ekki er þetta talað^ út í bláinn, fyrirtæki félags þessa hafa verið ,rekin með frábærum myndarskap og ágætum .árangrij Auðvitað er þessi árangur þakk- aður framkvæmdastjórum félagsins fyrst íDg fremst, og að sjálfsögðu er hann að miklu leyti þeim að þakka. Þó ímm því ekki gleymt, að starfsfólkið er yfirleitt samhuga og samhmt í að gera veg og gengi félagsins sem mest, og árangurinn er mjög voldug stofnun. Hvernig hafa nú framkvæmda- stjórar þessa volduga fyrirtækis verið valdir. Hefur Jónas Jónsson fundið þá i sinni alkunnu leit að ungum niönnum? Nei og aftur nei. Menn- irnir sem Jónas hefur fundið eru menn af gerð Pálma Hannessonar, menn sem eiga lítið af skoðunum en mikið af þægð. Hvernig voru þeir þá valdir? Fyrstur kom Hallgrímur Krist- insson. Hann var brautryðjandinn, hugsjónamvaður sem valdi sér sjálf- ur sess og skapaði sér tækifæri til þess að vinna fyrir hugðarefni sín. Þegar hann var kallaður til ábyrgðarmeira starfs fyrir sam- vinnustefnuna, tók einn af starfs- mönnum kaupfélagsins, Sigurður bróðir hans, við starfinu. Hann var einnig síðar kvaddur til meira sterfs fyrir samvinnufélögin. I’á tók Vilhjálmur Þór við fram- kvæmdastjórastörfunum. Hann byrj- aði að starfa hjá félaginu sem sendill, gekk síðan stig af stigi frá einu starfi til ábyrgðarmeiiX starfs innan félagsins, þangaö. til honum var falin forastan. íÞegar hann hvarf frá störfum tók Jakob Frímannsson við. Einnig hann er svo að segja upp alinn innan félagsins. Þarna hefur verið farin hin rétta leið. Starfsmenn félagsins hafa átt þess vísa von að njóta dugnaðar og samvizkusemi á þann hátt, að sé falin ábyrgðármeiri störf eftir því, sem efni standa til á hverjum tíma, og þetta hefur skap-_ duglega framkvæmdastjóra og á- hugasamt starfslið. En þvi er þetta dæmi nefnt, að œtla nxá, að Zeiðtogör hinna „á- byrgu“ flokka ,taki nokkurt til~- lit til þess. í bönkunum er öllu snúíð öfu$i En lítum aftur til bankanna. Ungur sendisveinn hefur þar starf. Hann verður þess brátt á- skynja, að innan þessarar stofn- unar á hann enga framtíð. hann fær að vita hjá starfsfólkinu, áð þegar góð- ar stöður Iosna innan bankanna, þá getur að vísu verið, að bankastjór- amir vilji láta duglega og samvizku sama starfsmenn bankans sitja fyr- ir, en þeir hafa yfir sér bankaráð, það er kosið af stjórnmálaflokkum, að nafninu til á þaðað hafa gát á fjárreiðum bankans, í reyndinni gætjr það hagsmuna flokkanna gagnvart bönkimum og starfsliði þeirra. Undir þetta bankaráð hafa bankastjóramir mikið að sækja, og þeir gerast oft þær dulur, þegar um stöðuveitimgar er að ræða, að láta það ganga inn á starfssvið sem þeim einum ber áð annast, og þar ineð eri fengin fullkomin trygging fyrir því, að hvorki starfsreynsla, gáfur, dugnaður né önnur hæfni, .ráði nokkru um stöðuveitingar, heldur aðeins pólitiskur litur, og umfram allt þægð og þrælsótti við auvirðilega stjómmálaleiðtoga. Þann ig koma pálmar Jónasar-stufmmnar inn í ábyrgðarstöður, allra opin- berra stofnana Sendillinn sér því brátt, að heið- arlegt og dugmikið starf er ekki leiðin til frama, heldur þýlyndi og skrðidýrsháttur, og vesalmennska Jónasar-pálmanna. Árangurinn af öllu þessu verður er tímar liða: Áhugasnautt og lélegt starfslið, og óhæfir vesalingar í þýðingarmestu stöðunum og skal þó fram tekið að starfsliði bankanna og annarra opinberra stofnana, á enn mikið meira af dugnaði ’og heil- brigðum hagsmunahætti en vænta mætti, eftir ,allar 'þær pólitosku misþyrmingar, sem það hefur sætt. Ekkí er það befra í úfvarpínu Þjóðviljinn hefur nýlega skýrt frá einu stórhneyksli, af því tagi, sem hér um ræðir og fram fór innan Ríkisútvarpsins. t | Þrjár stöður voru auglýstar til umsóknar við þessa stofnun. Hin eina rétta leið í þessu máli var, að svipast fyrst um bekki með al starfsmanna stofnunarinnar éft- ir hæfum mönnum, sem kynnu að vilja færa sig um set, til meiri ábyrgðarstarfa og betri launa, og gefa síðan nýgræðingum kost á að reyna pjg í hinum Iægri stöð- um. Um tvo yienn að mjnnsta kosti var þannig ástatt innan stofnun- arinnar, að þeir höfðu í senn sýnt hæfni. til starfans og löngun til að færa sig um set. Otvarpsstjórj og fréttastjóri tóku nú þann skynsamlega kost að láta umsækjendur ganga undir próf til þess að í Jjós kæmi hvort einhverj- ir rneðal umsækjenda byggju yfir framúrskarandi hæfni. Annar hinn umræddu starfsmanna gekk undir prófið og var dæmdur hæfastur. En nú kom hjnn pólitíski draug- ur útvarpsins, útvarpsráðið, á vett- vang. Um þetta mál átti það að réttum lögum ekkert atkvæði. En það tók málið í sinar hendur, alveg á sama hátt og bankaráðin taka stundum veitingavaldið af banka- stjórunum. Jónasar-pálmar-ráðsins vildu að enginn þeirra kæmi til greina, sem prófið stóðuzt, og eng- inn þeirra, sem í stofnuninni höfðu starfað, en þrátt fyrir harðfylgi þeirra tókst þó að koma í veg fyrir að sá starfsmaður stofnunar- innar, sem sigraði i prófsamkeppjn- inni væri rekinn frá stofnuninni, en laun hans voru lækkuð um 50 kr. á mánuði, í viðurkenininga;rskyni fyrir að hafa starfað af sæmd og prýði fyrir stofnunina og að hafa á samkeppnisprófi verið dæmdur hæf astur til þess starfs sem hann sótti um. Aðra sem prófið stóðust tókst Jóni Eyþórssyni og Pálma Hann- essyni að útiloka með öllu. Jónas var á línunni þegar hann valdi Jón og Pálma sem sína menn. Er fleírí hneyksla að að vænfa frá hínum pólífíska draug úfvarpsins ? Nú stendur fyrir dyram að veita aðalþularstarf útvarpsins. Um það sækir varaþulurinn (Þorsteinn 'Ö. Stephensen Hann hefur getið sér hinn bezta orðstír sem þulur, og ætti þvi að sjálfsögðu að hljóta þetta starf, en nýjum manni ætti að gefast kostur á að reyna sig á varaþularstarfinu. Ástæða er þó til að ætla að þetta eigi ekki sva að vera, eftirtektarvert er, að einn af gæðingum Jónasar og stórvinun Jónasar-páhWanna, sótti um starf- ið iriánuði eftir að umsóknarfrestur var útrunninn, og það er ekki: að efa, að Jón Eyþórsson og Pálmi Hannesson ætli honum starfið, en þá er aðeins eftir að vita hvort þeim sem heiðarlegir aru í útvarps- ráði tekst að komþl í veg fyrir frek- ari hneyksh, í líkingu við það sem áður er frainið. Að lokum skal því sérstaklega beint til starfsmanna allra opinberra stofnana, að standa fast saman gegn þeim pólitísku draugum, sem magn- aðir eru á hendur þeim, þeir verða að læra að standa sem einn mað- ur að rétti sínum, og krefjast þess að starfsmenn stofnumarinnar gangi að að öðru jöfnu ætíð fyrir mft all- ar stöður innan stofnunarinnar, þannig að rnenn geti átt þess vísa von að fá dugnað og samvizkusemi í starfjð, verðlaunað með betri störfum og ábyrgðiarmeiri. Slik barátta starfsmanna við opinberar stofnanir er í senn barátta fyrir hagsmunum þeirra og rétti, fyrir velferð stjfnananna og fyrir al- mennu velsæmi í opinberu lifi. 25 skólastjór- ar koma sam an á fund í Reykjavík. Skólastjórar allra framhalds- skóla í landinu, þar með taldir báðir menntaskólamir og Háskól- inn, svo og skólastjórar bamaskól anna í Reykjavík og á Akureyri, hafa verið kallaðir til fundarhalda hér í bænum. Það er kennslumála- • ráðherrann, Hermann Jónasson, sem boðað hefur til fundar þessa og mun ætlunin vera að ræða um ýms vandamál, sem að höndum hafa borið vegna hemámsins og snerta kunna skólana og störf þeirra. • Gott er til þess að vita að skóla- stjórar landsins komi við og við til fundarhalda og ræði sameigin- leg vanda- og áhugamál. Walthers- keppnín hefst í dag Walterskeppnin hefst í dag, og er það síðasta kappmót meistara- flokks á þessu sumri. Er keppt um bikar, sem frú Helga Sigurðsson gaf Víking til minningar um mann sinn, en Víkingur gaf bikarinn til þessarar keppni. Þetta er „knock- out”- keppni, þannig að það félag, sem tapar leik, er þar með úr keppninni. Félögin, sem keppa í dag eru Valur og Fram. Áður en leikur hefst, eða kl. 1.30 fer fram kappleikur milli „öldunga” úr Val og Fram, og koma þar til leiks margar gamlar „stjömur”. Úiflufningsnefndin gerír ráðsfafanír Framhald af 1. síðu. til að banna að leigja erlend skip til fiskflutninga og halda þannig niðri verðinu á fiskinum innan- lands. En það er einmitt það, sem út- flutningsnefnd nú ætlar að gera. Hér verður tafarlaust að taka í taumana. Það dugar ekki að láta Kveldúlf vaða þannig uppi, að hann sitji fyrir hlut allra íslenzkra fiskframleiðenda. En það gerir hann, ef þeir ekki sýna manndáð í því að taka sig nógu vel saman til að hnekkja valdi hans og koma leppstjórn hans, þjóðstjórninni, frá. Valur heldur hlutaveltu í dag. Hófst hún í gærkvöld við mikla aðsókn, en heldur áfram í dag kl. 4. Er þarna margt góðra muna á boðstólum, svo sem sjá má á aug- lýsingu í blaðinu í dag. 6erízt áskrífendur að fímarífínu ,Réttur‘

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.