Þjóðviljinn - 15.09.1940, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.09.1940, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 15. september 1940. IJr mmnisblSðnm Dagsbrúnarmanns Dagsbn'niarí'élagi! I dag og á morgun átt þú aÚ velja um hverjir stjóma félagi þínu á næsta ári. Þú hefur um tvennt að kjósa, að setja merki þitt við B-listann, lista lýðrseðisflokkanna, sem endurreisa félag þitt og vinna að hags- munum verkalýðs og þjóðarheildar. Eða að setja lóð þitt á metaskálarnar til hagsmuna fyrir komm unista með því að, kjósa A-listann. Engum manni, sem í eðli sínu er SANNUR íslendingur, getur blandazt hugur um, að valdi hinna rússnesku ofbeldismanna verður að útrýma, með öllu úr samtökum verkamanna. Burt með stjóm Dagsbrúnar úr höndum kommúnista og lepps, þeirra, Héðins Valdimarssonar, og í hendur þjóðhollra, Iýðræðissinn- aðra manna. Með því tryggir þú einingu og samtakamátt alþýð- unnar í hagsmunabaráttunni. Dagsbrúnarf élagi! Gákk þú að kjörborðinu SEM FYRST. Gerðu SKYLDU þína GAGNVART FÉLAGI ÞÍNLJ OG FÓSTLRJÖRÐ: Kjósfu x B-lístann 1 öllum blöðum þjóðstjómarinnar var tilkynnt að lýðræðisflokk amir hefðu meðal annars komið sér saman um eftirfai’andi: „Að rétta við fjárhag félagsins eftir því sem framast má verða”. Þannig eru minnisblöðin frá kosn- jingunum í vetur. Þegar ég skoða þau dettur mér ma;rgt í hug, og get ekki látið vera að biðja Þjóðviljann að birta sumt af þessum hugleið- ingum mínum, þó mér sé uim annað tamara en að færa bugsajiir mín- ar í Jetur Mér var sagt að ég ætti um tvennt að velja, að kjósa „lista lýðræðisflokkanna”, Já, það þurftí nú ekki mieira, ég hef frá því ég man fyrst eftir , mér, trúað þvi statt og stöðugt og ég trúi því enn. að lýðræðið sé það hnoss, sem verkalýðurjnn verður að varð- veita hvað sem það kostar, og ekki aðeins það, hann verður að full- komna lýðræðið, og það lærði ég á sínum tíma af Jóni heitnum Bald- vinssyni, blessluð sé minning hans, að fullkomið lýðræði náist fyrst i riki jafnaðarmanna. Þar var þvJi ekkert um að villast fyrir mig, lista lýðræðisflokkanna hlaut ég að kjósa. Svo var því bætt við, að þessir „ágætu flokkar“ ætluðu að „endur- reisa" félagið mitt „og vinna að hagsmunum verkalýðs og þjóðar- heildar“. Ég get ekki neitað því, að það færðist líf og fjör í mig, þegar ég las þennan boðskap. Héðinn fannst mér liafa vanrækt félagið á siðari árum, vér fannst hann hugsa meira um verzlun og pólitík, en um Dags- brún, og ég segi það satt, að mig langaði til að vera með í þvi, að „vinna að hagsmunum verkalýðs og þjóðarheildar“. Ég gat ekki annað en kosið B- listann. Og ég las ávarpið frá lýðræðis- flokkunum aftur og aftur. Þar vai talað um menn, sem i eðli sínu væru „sannir íslendingar“, sem yrðu að brjóta á bak aftur „vald rússnesku ofbeIdismannanna“ í Dagsbrún. Ja, hvorl það var. Eins og það væri nokkxirt vit i þvi, að láta Stal- in, sem var þetta þó litla óörtugur við frændur mína Finna, stjóma Dagsbrún. Auðvitað trúði ég hinum „sönrni íslendingum“, sem sögðu ILITIIELTH heldur knaffspyrnufélagsd V A L II R í Varðarhús- ínu og hefsí hún í dag hl. 4. — Meðal hínna mörgu gag ilegu og góðu muna má nefna: 500 kr. í peníngusn — katnina — 2 djúpir haegíndasfófar — snálverk — farseðíll fíl Vesfmannaeyja með Esju — allskonar fafnaður — búsáhöld — skófafnaður — mafarforði — kol o. fS., sem of langf yrðí hér upp að felja. — Lifíð í GLUGGANA í LITLU BLÓMABÚðínní, BANKASTRÆTI 14. Valsvclfan. mér að Héðinn lOg Stalin og þessi þama í Finnlandi, sem nnmdaði leppstjórn, væru allir eitt og sama tóbakið. Seinast orða sögðu þeir við mig: „Gakk þú að kjörborðirmi sem fyrst og gerðu Skyldu þína gagnvart fé- lagi þínu og fósturjörð“. Ég labbaði út léttari í spori en hversdagslega, það er gaman að geta gert skyldu sína við félag sitt og ^fósturjörð. Á leiðinni |á kjörstaðinn hitti einn „saftmur Is- lendingur“ mig, og sagði mér um þetta þó , lika litla „sukk“ með sjóði 'pg fjárreiður Dagsbrúnar, og hvemig „lýðræðisflokkamir“ ætluðu að koma þessu öllu i hinmalag. Ég var glaður þegar ég setti krossinn við B-ið, og ég hentist heim til 5 eða 6 kunningja minna og fékk þá til að gera „skyldu- sína gagnvart félaginu og fósturjörð- inni“. Þeir kusu allir B-ið. Og nú er ég að skoða þessi minnisblöð. „Sannir íslendingar“ hirtu úr sjóðum Dagsbrúnar 21 þús. kr. Ég svo sem efast nú ekki um, að stjórnin muni sjá um, að verkamenn tapi ekki þessum krónum, því þeir lofuðu mér að „rétta við fjárhag- inn“, en mér finnst, að þeir ættu að vera búnir að því. Svo er verið að segja mér, að starfsmenn Alþýðublaðsijns hafi sölsað undir sig verk, sem félag- ið átti að vinna, útborgun launanna i Bretavinnunni; félagið hefðu þó fengið fyrir þetta verk allt að 1400 kr. á viku, eitthvað held ég nú að hefði verið hægt að rétta Frh. á 4. síðu. RAFTCKJAVERZLUN OC VINNUSTOFA LAUCAVEG 46 SÍMI 5S5S V5ÐGERÐII? SÆKJUM SENDUM M*****I****4***.****4»**«*****»**Mm»*4»'m’*'m*míh»**»h»**«+4»*4*'h» !-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- BAETÆKJAVERHUN - RAPVIRKJUN - VIöGEROAH0PA Kaupum tómar flðsknr Flestar tegundir. Kaffistofan. ISiilnarstræti 16. Kosníngar fíl sænska þíngsíns fara fram í dag Fréttabrcf frá Sfokkhólmi Ef engir sérstakir stórviðburðir gerast á sviði utanríkismála, eiga kosningar til fulltrúadeildar sænska þingsins (Andra kammaren) að fara íram 15. sept. Sænska auðvaldinu hefur tekizt að nota núverandí vandræðaástand og styrjöldina til allsherjarárásar á stjórnmálaréttindi og lifskjör al- þýðunnar. Á nokkrum mánuðum hafa ýmsar þjóðfélagsumbætur, er verklýðsstéttin hefur knúð fram með áralangri baráttu, ýmist verið þurrkaðar út, eða eru i beinni hættu. Stjórnin hefur heimild til að af- nema, hvenær sem henni sýnist, jafn þýðingarmikla hagsmunaávinn- inga og lögin um sumarfrí, lögin um lokunartíma sölubúða og ýms önnur lög og reglugerðir. Hvað snertir lögin um sumaTfrí og vinnu- vernd, hefur stjórnin nú þegar not- að heimildarvald sitt. Sett hafa ver- ið lög um „vinnuþjónustu'1, er gefa yfjrvöldunum leyfi ^til að dreifa verkalýð um landið eftir geðþótta, án tillits til vilja verkamaunanna sjálfra. Ef verkamaður nejtar að taka vinnu, sem honum er fengim af yfirvöldunum, má refsa honum j með allt að sex mánaða fangelsi. Lög um „sérstakar, óvenjulegar ráðstafanir", er leyfa lögreglunni að handtaka „i varúðarskvni'' hvern þanji mann, sem álitinn er grun- samlegur, þýða alvarlega skerðingu almennra borgararéttinda. Lög hafa verið sett, er heimila stjóminni að útiloka blöð frá póstsendinguih, end'i þótt slíkt sé andstætt stjórn- arskrá landsins. Þau lög og aðrar ráðstafanjr gegn útkomu vissra rita, hafr' einkum verið látnar bitna á blöðum Kommúnistaflokksins. Tndanfarna mánuði hefur veri, o gripic til þeirra ráðstafana, að banna að flytja blöð kommúnista með pósti, banna að selja þau : l)lí.ðasölum, tóbaksbúðum og i húsasölu og banna að selja þfíim fri'ttir Hvað eftir annað hafa Mg- reglurannsóknir verið gerðar á skrifi.tofum blaðanna. Tilgangurinn með þessum og öörun. afturhaldsárásum á lýðrétt- indi og almennan borgararétt er tviþættur. Það á að auka stórum arðrai.ið á verkalýðsstéttinni og skappa möguleika til að eyða millj- óixum króna í vigbúnað á kostnað alþýðunnar. Á ráðstefnu Sósíaldemókrata- flokksins, sem haldin var í júhílok í sumar, lýsti hinn sósialdemókrat- Framhald á 4. síðu. BréfaskóliSIS. Bx-éfaslíóli S. 1. S. tekur til starfa naestkomandi október. Kent verður: 1. Skipulag og starfshættir samvinnufélaga. Kennslugjald kr. 15,00. 2. Fundarstjórn og fundarreglur. Kennslugjald kr. 10,00. 3. Bókfærsla fyrir byrjendur. Kennslugjald kr. 30,00. 4. Enska fyrir byrjendur. Kennslugjald kr. 40.00. Fleiri námsgreinum verður bætt við síðar. Umsóknir sendist til Sambands ísl. samvinnufélaga i Reykjavík eða til Sambandsfélaganna, sem gefa allar nánari upplýsingar um starfsemi skólans. Walterskeppntn KNOCK OUTI - ÚTSLÁTTURI Síðasfa knaffspyrnumóf ársíns hcfst í dag kL % þá kcppa FIRH -- UDbUR Takíð effír: Áður en leíkurinn hefst kl. 1,30 keppa OLÐ BÖYSúr sömu féíögam Sprcnghlægílcgt og spcnnandí!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.