Þjóðviljinn - 20.09.1940, Blaðsíða 4
IMÉÐVIUINK
Gr bopglnnl
NÆTURLÆKNIR í nótt: Daaíel
Fjeldsted, Hverfisgötu 46, sími 3272
NÆTURVORÐUR er þessa viku
i Lyfjabúðinni Iðttnn og Reykjavík-
urapóteki.
UTVARPIÐ í DAG:
12,00 Hádegisútvarp. ^
19.30 Hljómplötur: Tataralög.
19,50 Aaglýsmgar.
20,00 Fréttir.
20.30 Iþróttaþáttur (Pétur Sigurðs
son).
20.45 Otvarpstríóijð: Tríö eftir
Mózartt, nr. 2, B-dúr.
21,05 Erindi: Bálfarir og jarðarfárir
(Bjtírn Olafsson, kaupmaðurr).
21,20 Hljómplötur: Sónata' eftirr
Beethoven; Op. 27, nr. 1, Es-dúr.
21.45 Fréttir.
TrésnriZafélag Regkjavíkjr heldur
fuínd í jkvöld kl. 8,30 í Varðarhús-
inu.
Skólastjómj:mdi peim, er keunslu-
málaráðherra boðaði til (lauk í 'gær.
Höfuðafrek • fundarins mun hafa ver-
ið að semja ávarp til þjóðarinnar
um framkomuna gagnvart Bretum,
og verður ávarp þetta prentað og
sent inn á hvert heimili.
Er veríð að innlima
Island ?
Framhald af 1. síðu.
afskipti þeirra benda ótvírætt i
þá átt. Og ekki heyrist að íslenzka
ríkisstjórnin láti sig það neinuí
skipta.
Pá er og vitanlegt að þegar Bret-
ar hafa fundið ástæðu til þess
að hertaka ísland, þá inunu Banda
ríkin ekki síður vilja ráða hvað
um Island verður en um önnur yf-
irráðasvæði brezks hers, sein gildi
geta haft fyrir hernað Bandaríkj-
anna.
Við Islendingar getum því búizt
við þvi að um >oss sé nú samið
milli auðjöfranna í London og New
York sem værum við þrælar. Ó-
hugsandi væri ekki að Bretar
seldu hernaðarítök sin hér fyrir
gömul herskip, ,eins óg þeir nú
hafa gert við eyjar sínar í Kariba-
hafi.
Og ef Bretland skyldi tapast í
hendur þýzka nazismanum, þá
yrði Island á einhverjum mesta
hættustaðmum sem útvígi fyrir
bandalag brezka og Bandaríkjaauð
valdsiins í heimsvaldastríði þess
við Hitler og KTupp“.
Bandaríkín auka sfuðn-
ing vid Bretland
Stuðningur Bandaríkjanna við
Breta fer sívaxandi. Samkvæmt op-
inberri brezkri tilkynningu fá Bret
ar nú 500 flugvélar á mánuði írá
Bandarikjunum, þar á meðal þæi
stærstu og fullkomnustu hernaðái
flugvélar, sem fraanleiddar erU. þaf
í landi. Talið er að flugvélafranv
leiðsla Bandaríkjanna fyrir Breta
muni enn aukast inikið og geti orð
ið um ,1000 flugvélar á (mánuði
innan skanuns.
Þeir sem hafa keypt enska rafmagnsofna hjá eftirtöldum
verzlunum, eru vinsamlega beðnir að koma þeim í verzlanimar
til þess að fá þá endurbætta.
Raftækjaverzlun Júlíusar Björnssonar
— Eiríks Hjartarsonar
— Ljósafoss
— Lúðviks Guðinundssonar..
Ný íðnaðaf-
íymfækí rssa
upp í Sovéf-
Eístlandí
1 Sovét-Eistlandi er nú verið að
koina fótum undir eldspýtnaiðnað.
Hafa tvær verksmiðjur hafið fram-
leiðsluna og er gert ráð fyrir að
þær framleiði um eina milljón eld
spýtnastokka á dag.
Eidspýtnaiðnaður var í íniklum.
blóina í Eistlandi fram til ársins
1932 er stjórnin seldi Kruger-hringn
um sænska einkaleyfi á eldspýtna
jsölu í Eistlandi. Voru þá allar eist
neskar eldspýtnaverksmiðjur, sjö að
tölu látnar hætta störfum, en Eis1
lendingar neyddir til að kaupa mun
dýrari sænskar eldspýtur.
Svívirðíiegf athæfí
Framhald af 1. síðu.
ins, en hermaðurinn benti að þekn
byssu sinni og hurfu þeir þá frá,
en kölluðu á Lögregluna, sem kom
stúlkunni til hjálpar.
Atburður þessi er enn eitt talandi
tákn þess, að meðal hinna brezku
hermanna eru siðlausir skrælingj-
ar, sem ekki ættu að ganga lausir
meðal siðaðra manna. íslendingar
verða því, konur jafnt sem karlar,
að forðast allt samneyti við hina
erlendu hermenn, eftir því sem fram
ast er hægt, því enginn getur við
fyrstu sýn greintt skrælingjana frá
hinum siðuðu mönnum.
En meðal annarra orða.
Hvernig refsa Bretar þeim mönn
lum í liði sínu hér, sean gera sig
seka um svívirðilegt framferði?
Það er engin ástæða til að gleyma
þvi að Bretar hafa leyft sér að
taka fasta tvo Islendinga, sem lik
ur eru tii að hafi brotið íslenzk
lög, en hafi ekkert aðhafzt, sem
verið gæti Bretum til meins. Þessa
menn höfðu þeir í haldi og fluttu
þá síðan til Englands.
En þegar brezkir hermenn fremja
glæpi gagnvart íslendingnm, þá fá-
mn við ekki einu sinni að vita
hvaða refsingu slíkir nienn sæta.
Mikill er réttur smælingjans, und
ir hinni brezku vemd.
Gerízt
áskrífendur
að
límarífínu
Rósínkranz Á Ivarsson
Framhald af 3. síðu.
bera honum á brýn óhæfni tiL þess
starfs, en skoðanir hans munu hafa
ráðið, að hann var látiim víkja fyr
ir öðrum möimum.
Ég hef nú þekkt „Rósa“ utn ald-
arfjórðungs skeið og starfað með
honum að ýmsum málum, m. a.
mörg ár í stjóm Jafnaðartnanna-
félagsins (gamla). TeL ég hann ó-
hikað meðal hinna beztu og ein-
lægustu félaga, sem ég hef kynnst.
Áhugi hans er ódrepandi og allra
manna er hann vígreifastur, ekki
sízt, ef grípa þarf til \fleiri og
harðari röksemda, en tungunnar.
Mér er minnisstæður „kolagarðsslag
urinn“ 1923. Hjö haim þar á báð-
ar hendur og var ekki árennilegur
verkfallsbrjótum. Hin siðari árin
hefur vanheilsa bundið liann meira
við landvist en áður, og hefur hann
því getað fengizt af alhug við ís-
lenzk fræði. Hann hefur safnað
kynstrum af þjóðlegum sögnum og
mun nú eiga mikið safn þeirra, en
ritsnilld hans er nieð afbrigðunif
Mest hefur hann þó lagt rækt við
ættfræði og er að Iíkindum ineðal
lærðustu manna í þeirri grein, en
á þeirri starfsgrein hans veit ég
ekki jafnvel deili og á mörgum
öðrum.
Að endingu vil ég óska þess, að
Rósinkranz megi um nokkra ára-
tugi enn taka virkan og ósveigjan-
legan þátt í frelsisbaráttu verka-
lýðsins eins og hann hefur ;gert
til þessa og að honum auðnist að
lifa frjálst Island sósiálismans.
Hendrik J. S. Ottóssoru
Tvcír vífar faka
fíl sfarfa á ný
Vitamálastjóri tilkynmr:
1. Radíóvitinn á Dyrliólaey tekur
til starfa að nokkru leyti 15. sept.
n. k.
Ctsendingum verður fyrst um
sinn hagað þannig að sent verður
‘aðeins tvisvar á sólarhring, kl. 11,00
og kl. 23,00 eftir ísl. .suinartíma
— 10 mínútur í hvort sinn, venju-
leg útsending.
2. Á Klofningsvita við Flatey á
Breiðafirði logar nú aftur.
,Réttur'
Sfmí 2184
Kaupum tómar
flösknr
Fiestar tegundir.
Kaffistofan*
Hafnarstræti 16.
Kaupum hreínar
lóreffsfuskur
Víkíngsprenf Hvcrfísg. 4
14
urKafs
Skáldsaga ettir Mark Cay wood
byrðingurinn á aðra hönd en ýmsar vistarverur á hina. Fyrst
sá ég eldhúsið þar sem hinn ófétislegi svertingi stóð við mat
reiðsluna og hjá eldhúsinu var dálítill skáli, sem svertinginn
svaf í Þá komú tvær litlar káetur og var önnur þeirra fangelsi
mitt. Svo kom allt í einu beygja á ganginn og þar þóttist ég
strax vita að væri káeta eigandans — hinar breiðu dyr hennar
voru beint á móti uppgöngunni. Við héldum áfram, fórum
gegnum vélarúmið eftir jámbrú, sem lá yfir það og komum þá
beint inn í herbergi Hogans; en úr því lá sérstakur stigi beint
upp í glerbyrgi, sem var yfir þvi. Eg ímyndaði mér að vistar-
verur skipshafnarinnar væru fyrir framan hina snotru káetu
Hogans — en í henni námum við staðar og Hogan sagði:
— Fáið þér yður sæti og svoiitla hressingu. Hann beygði sig
og opnaði lokið á beddanum og sá ég þar miklar birgðir af
allskonar drykkjarföngum.
— Nei, helzt ekki svona snemma dags, sagði ég brosandi.
— Eins og þér viljið, sagði hann. Eg beið meðan hann hellti
brennivíni í glas og hvolfdi því í sig. Síðan gekk hann yfir
gólfið, opnaði stóran skáp og benti mér að koma til sín og sagði
mér að velja úr fötunum, sem þar voru. Eg gerði svo en sá
fljótlega að ekki var úr miklu að velja. því öll fötin voru af
honum sjálfum og vaxtarlag okkar var næsta ólíkt. En með
þv( að allt var betra en náttfötin varð ég að gera mér þetta
að góðu og innan skamms var ég kominn í hvítar buxur, sem
voru allt of stórar, dökka peysu, skó og treyju, sem hékk í
fellingum utan á mér. Eg leit í spegil sem var á skáphurðinni
og mér lá við að skella upp úr þegar ég sá sjálfan mig í hon-
um. Það vottaði meira að segja fyrir brosi á smetti Hogans
þegar hann leit á mig. En ég var ánægður, því það var þó
að nokkru leyti ráðið fram úr fyrstu þörfum mínum. Nú var
ég stýrimaður snekkjunnar og í kyrþei gerði ég mér ennþá
vonir um að verða aftur kominn til Sidney eftir tvo eða þrjá
daga. Og þegar ég leit framan í glottandi snjáldrið á Hogan’ í
speglinum skaut þeirri spuniingu upp í huga mér, hvar ég
hefði séð hann áður. Eg hætti á að varpa fram þessari spum-
ingu:
— Eruð þér vissir um að við höfuð ekki einhverntíma hitzt
áður skipstjóri?
Eitt augnablik horfði hann hvast á mig — hann vissi ekki
að ég sá framan í hann i speglinum — og það tillit sannfærði
mig enn betur um að ég hafði séð hann áður. þegar ég sneri
mér við leit hann beint fram^n í mig og sagði:
— Eg held það ekki, hr. Nichol.
Áður en ég fékk tíma til að hugsa meira um þetta var tekið
í káetuhurðina og svart snjáldrið á Jim kom í gættina og til-
kynnti að morgunverðurinn væri tilbúinn.
Samkvæmt boði Hogans fór ég aftur inn í salinn með honum
þar sem svertinginn var búinn að framreiða bezta morgun-
verðinn, sem ég hefi bragðað — bæði á sjó og landi. Vanlíð-
anin eftir svæfinguna var nú alveg horfin og hjalpaði ég ósleiti-
lega til þess að gera. matnum full skil. Sami svertinginn sem.
skömmu áður hafði hótað að berja mig og kallað mig „hvíta
þorparann” þjónaði okkur nú með mikillí auðmýkt. Meðan við
vorum að borða aflaði ég mér ýmissa upplýsinga og lét aðrar
í té, eins og gengur og gerist.
Eg fékk að vita að Narcissus væri mótorskip, ganggott og
færi mjög vel í sjó, og sömuléiðis að ástæðan fyrir ferð okkar
til Paradísareyju væri sú, að við værum með farm þangað —
en hver sá farmur var, fékk ég ekki að vita. Þá komst ég
lika að því, að ungfrú Mortimer væri mjög auðug og að hún
borðaði aldrei í salnum heldur i káetu sinni. — Og svo sagði
ég líka frá ýmsu, sem ég hafði annars ætlað að þegja um.
— Jæja, hr. Nichol, sagði Hogan þegar við vorum að ljúka
við að drekka kaffið. — Eg held að þér vitið nú allt, sem
. máli skiptir. En ég vildi gjaman að þér lofuðuð mér því, að
viðlögðum drengskap yðar, að þér finnið ekki upp á neinum
brellum til þess að reyna að komast til Ástralíu aftur fyrr en
við erum búnir að afferma í Kilowa. Eruð þér reiðubúinn tii
þess?
Eg hugsaði mig um. Mér hafði skjátlazt þegar ég imyndaði
mér að þessi maður hefði ekki vitað hve þýðingarlaust skjalið
var, sem ég skrifaði undir. Hann hafði ætlað að blekkja mig