Þjóðviljinn - 19.11.1940, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.11.1940, Blaðsíða 4
Nœt'jrlœknir í nótt: Gísli Páls- son, Laugaveg 15, sí'mi 2472. Nœturvöra'ir er pessa viku í Ingólfs- og Laugavegsapótekum. Sverrir Kiýstjánsson sagnfræð- ingur fiytur í kvöld í útvarpið fjórða erindi sitt í erindaflokknum „Frá Vínarborg til Versala“. Nefn- ist pað „Baráttan um sólskinið“. Útvarpstíðindi, vikuna 24.—30. nóvember eru nýútkomin. Flytja pau m. a. leiðara um dagskrá vik unnar, ag „danslag kvöldsins“ með texta eftir Jóhannes úr Kötlum. Starfsmannablaö Reykjavijía-r. III. árg. 3. tölubl., er nýkomið út og er efni pess sem hér segir: Verð- lagsuppbótin og afkoman á árinu, Borgarsjjóraskipti, Klúbbkvöld, Kjartan Ölafsson, Bókadálkur, Söngur starfsmanna (Kjartan Ól- afcsan). Hjónaband. Síðastliðinn laugar- dag voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Lára Nikulásdóttir og Svavar Hjaltested, forstjóri viku- blaðsins Fálkinn. Heimili peirra er á Víðimel 58. Útmrpiö i dag: 12,00 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 1 .flokkur. 19,00 Enskukennsla, 2 .flokkur. 19,25 Hljómplötur: Lög úr óperett um og tónfilm'um. 19,50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.30 Erindi: Frá Vínarborg til Versala, IV.: Baráttan um sól- skinið. (Sverrir Kristjánsson sagnf ræðingur). 20,55 Tónleikar Tónlistarskólans: Trfól í B-dúr, Op. 99, eftir Schu- bert. 21.30 Hljómplötur: „Dýrðarnótt", tónverk föftir Schönberg. 22,00 Fréttir. Dagskrárlok. Dr. Símon Jóh. Ágústsson heldur háskólafyrirlestur í dag kl. 6(4 í 1. kennslustofu, Efni: Manngeröir. Skuggamyndir yerða sýndar. Öllum heimill aðgangur. Brcyfíngarnar á brezku hcrstjórnínní Framhald af 1. aíðu. og landher. Breytingar þessar koma til framkvæmda 1. öes. n.k, Sir Arthur Barrett var áður yfirmaður orustuflugvélaflot- ans. Við því embætti tekur nú Douglas flugmarskálkur. Ým- is önnur mannaskipti hafa orðið í stjórn flughersins enska, og hafa margir hinna ungu foringja verið hækkaðir í tign. Breytingar þessar eru tald- ar mjög þýðingarmiklar. í stjórn brezka flughersins áttu sæti margir afturhaldssöm- ustu leiðtogar brezkra her- mála, og hefur þaðan verið að mæta sterkari mótspymu gegn því að settur væri einn yfir- hershöfðingi yfir landher, flug her og flota, eins og oft hefur verið imprað á í brezkum blöð- um. En allar þær breytingar, er gerðar hafa verið á stjóm þJéOVILIINH 1 sveitarblaði, sem gefið var út forðum aiuistur í Skaftafellssýslu, var sagt frá pví, að bóndi úr hér- aðinu hafi verið á ferð og dinglað rófunni utain 1 menxi. Bóndi höfð- aði meiðyrðamál vegna ummælanna og sýslumaðurinn felldi pann dóm, að par sem staðreyndir leiddu í ljós, að maðurinn væri með öllu rófulaus, pá væru ummælin dæmd dauð og ómerk. Ibúdírnar og brefarnír Franxh, af 1. síðu. Þannig er ástanaið i Reykja- vík, meðan brezkir liðsforingj- . ar sölsa undir sig íbúðir íslend inga og íslenzkir burgeisar safna stóraúði, en dettur ekki í hug að þrengja neitt að st-r í skrauthýsum sínum svo aðr- ir íslendingar þurfi ekki að hrekjast á götunni að vetri til. ; Þetta er þjóðrækni yfirstéttar- innar í framkvæmd. Þetta er pólitík þjóðstjórnarinnar um að eitt skuli yfir alla agnga. Og þetta er fyrsti forsmekkur- inn, sem við fáum af því hvern ig Bretar efna loforö sín til ís- lendinga. Þetta ástand er algerlega ó-' viðunandi. Menn hafa nú beð- ið 1 hálfan annan mánuö í þeirri vissu von að fá þá við- unandi húsnæöi. Fjölskyldur hafa orðið að hýrast í úthýs- um eða ísköldum súðarher- bergjum, sem valdið hafa heilsuspilli. En menn hafa þraukað svona í von um að 15. nóv. myndu íbúðir Bretanna losna. Hér er aðeins um tvennt að gera: Annaðhvort verða Bretarnir að víkja úr ibúðunum eða rík- isstjórnin — ef hún fær ekki reist rönd við ofbeldi þeirra — verðúr að knýja þá, sem hafa óhóflega mikið húsnæði til að þrengja að sér. Hér dugar nú enginn drátt- ur lengur. Heilsa og líf fjöl- margra manna er í veði. flughersins undanfarna mán- uði hafa gengið í þá átt að draga úr völdum eldri foringj- anna og setja í stað þeirra menn af yngri skólanum, er telja hina nánustu samvinnu lofthers, landhers og flota ó- hjákvæmilega í hernaði. Loftárásir Breta á borgir í Þýzkalandi og herteknu lönd- unum á meginlandinu færast stöðugt í aukana. Þýzki flug- flotinn hefur líka að miklum mun aukið loftárásirnar á England síðustu sólarhring- ana, og er ekki annað að sjá en að lofthernaðurinn sé fyrst nú að komast í algleyming, þvert ofan í það sem spáð var í sumar, að úr loftárásunum mundi draga þegar komið væri fram á haustið. Íslendíngur biður bana víð að slökkva cld í brezkum skála Á laugardagskvöld um 6-leyt ið vildi það sorglega slys til að slökkviliðsmaður einn, Hall dór Ámason, beið bana, er hann var að vinna að því að slökkva eld í brezkum her- mannaskála. Slökkviliðið hafði verið að kallað suður að hermannaskál unum við Stúdentagarðinn, af því kviknaö hafði í einum skál anum. Fóru þeir inn í skálann. Halldór, Karl Ó. Bjarnason og einn Englendingur, og munu hafa verið aö slökkvistarfi sínu með handslökkvitækjum, er rör, sem í var rafmagnsleiðsla féll ofan á þá. Fengu þeir þá í sig rafmagnsstraum. Heyrðu þá þeir, er úti voru, óp til þeirra, og þustu inn. Lágu þeir þrír þá meðvitundarlausir á gólfinu. Voru þeir bornir út og lífgunartilraunir geröar. Rökn uðu þeir Karl og Englending- urinn brátt við, en við Halldór voru lífgunartilraunirnar ár- angurslausar. Halldór var ungur maður, kvæntur, vel látinn og vinsæll. Bjarní Gudnason, frc- smíður íczí af slysförum Bjarni Guðnason trésmiöur lézt í fyrrinótt á Landsspitalan um af völdum slyss, en hann varð fyrir í síðustu viku. Haföi hann hlotið innvortis meiðsl við það að peningaskápur, sem hann var að flytja í Útvegs- bankanum féll ofan á hann, Drógu þessi meiðsl hann til~ bana. vÆzrfUNDIK^TILKyffNINGm Engir fundir í G.-T.-húsinu niðri þessa viku sökum við- gerðar. — Hússtjómin. fyrir alla ungmennafélaga verður haldinn þriðjudaginn 19. þ. m. í Kaupþingssalnum kl. 9. Þar talar Þorsteinn Jósefs- son og sýnir skuggamyndir, einnig verður þar upplestur of fleira til skemmtunar. Heilhveiti Ómalað hveiti Soyabaunir Hrísgrjón með hýði Brúnar baunir Perlusagó 60 Suðurhafs- ævintýri Skáldsaga eltir Mark Cay wood eins og öðrum elskendum, að við nærri því gleymdum allri varkárni, en hugsuðum mest um aö bæta okkur upp fyrir þær geðshræringar, sem við vorum nýbúin að verða fyrir, Tíminn hefur því sjálfsagt liðið miklu hrað- ara en okkur grunaði. Við sátum fast saman og ég hafði handlegginn utan um hana, þegar ég heyrði þursk í þykkninu fyrir aftan okkur. Eg hrökk frá henni og 1 sömu svifum gekk Hogan út úr runnanum. Virginía- roðnaði og leit niður til að dylja geðshrær- ingu sína. Eg býst við að ég hafi verið hálf vandræða- legur, þegar ég leit á Hogan, til þess að reyna aö sjá hvort hann hefði tekið eftir nokkru. En hafi svo verið, þá lét hann sannarlega ekki á því bera. Hann kom til okkar eins og ekkert væri um að vera og saug safann úr kókoshnetunni í mestu makindum. Mér varö um stund rórra í skapi, en svo skaut hroðalegri hugsun upp í huga mér. Ekkert er jafn auövelt og að afhjúpa elskendur. Gat ekki verið að Hogan heföi þegar verið ■farið að gruna, aö sambandiö milli okkar Virginíu væri breytt og að hann væri þegar búinn að gera sínar á- ætlanir samkvæmt því? Haföi hún ekki hljóðað upp, þegar hann miðaði byssunni á mig? Og hafði hún ekki verið‘undarlega róleg og ánægjuleg á svipinn í morgun, þegar hann kom til okkar þar sem viö sátum í sandin- um? Það var að minnsta kosti ærið grunsamlegt um konu, sem hafði verið svift frelsi sínu með valdi. Eg var mjög órólegur það sem eftir var dagsins og ég er viss um að Virginía var þaö líka. Ef Hogan vissi aö við elskuðumst þá mundi hann áreiðanlega ekki hætta á að láta okkur út á snekkjuna, því hann vissi vel hversu óljúft mér var að sigla snekkjunni til Para- dísareyjar og hann mundi geta sér þess til, að Virginía var það líka. Ef Hogan vissi að við elskuðumst þá mundi hann áreiðanlega ekki hætta á aö láta okkur út í snekkj una, því hann vissi vel hversu óljúft mér var að sigla snekkjunni til Paradísareyjar og hann mundi geta sér þess til, að Virginía hefði sagt mér alla málavexti, Hann vissi líka nokkurn veginn hvern hug ég bar til hans og mundi því gera ráð fyrir aö ég hefði sagt Virginíu hvern mann hann hefði aö geyma og hina sönnu ástæðu fyrir því, aö snekkian var hlaöin skotvopnum. Ef hann vissi allt þetta, þá mundi hann varla vera það flón, að stofna til vandræða með því aö taka okkur út i snekkjuna, heldur mundi hann fyrst koma vélbátnum á 'flot og skilja okkur svo eftir hjá vitfirringum. Allur dagurinn gekk í það að gera við bátinn og koma honum á flot. Flekinn, var aftur sendur út í snekkjuna eftir olíu í bátinn og mat handa okkur, Það var fyrsta góða máltíðin sem ég hafði neytt dögum saman. Það var komið að sólsetri, þegar allt var tilbúið. Mér þótti ekki miður að hin örlagaríka stund var upprunnin, því ekkert er verra en óvissan, og kvíöinn hafði hvílt þungt á mér allan daginn. Mér hafði meira að segja dottið í hug að koma léttibátnum á flot og róa honum út að snekkjunni um hábjartan daginn, en það aftraði mér frá aö gera þaö, að ég vissi, að riffilskotin mundu dynja á mér úr landi og einnig frá snekkjunni, ef ég kæmist svo langt. Eg hafði heldur ekki fengið tæki- færi til að tala einslega við Virginíu, síðan þeir komu á land, og ég mátti ekki hugsa- til þess að skilja hana eina eftir hjá þessum þorpurum eitt einasta augnablik. Þó verð ég aö játa, að hvað Abel snerti átti þetta ekki við, því ég var sannfærður um aö bróðir Tom Gaspools mundi ekki horfa aðgerðalaust á að kona væri illa leikin. Eg varð því fegnari en frá verði sagt, að ég 'skyldi ekki reyna að framkvæma þessa fáránlegu hugmynd, þegar vélbáturinn var*kominn á flot og Hogan sagði, Virginíu, mér og Abel að stíga út á hann. Mér létti mikiö fyrir brjósti við þessa sönnun þess, að grunur minn hefði verið á stæðulaus. Nú var ég sannfærður um að Hogan hafði ekki séð faömlög okkar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.