Þjóðviljinn - 07.12.1940, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 07.12.1940, Qupperneq 4
E3SB Op'boíglimt Nœturlœknir í nótt: Björgvin Finnsson, Laufásv. 11, sími 2415. Nœturvördur er þessa viku í Ingólfs- og Laugavegsapótekum. Otvarpid í dag. 12,00 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19,00 Enskukennsla, 2. fl. 19,25 Hljómplötur: Kórsöngvar. 19.50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Aldursmunur“, eftir „Dagfinn bónda“ (Brynj. Jóhannesson, Ölafía Jónsdóttir). 21,15 Otvarpstríóið: Kaflar úr „Grand tríó“, Op. 93, eftir Hummel. 21.30 Upplestur: Kvæði ogkviðl- ingar eftir Sigurð Jónsson frá Brún (Sigfús Halldórs frá Höfn um). 21,40 Danslög. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Sýning Guðmundar Kristinsson ar er í húsnæði Þjóðminjasafns- ins. í gær höfðu sótt hana um 270 manns. Sýningin er opin kl. 2—7 daglega. — Það sem allra flestir ættu að gera, er að sjá þessa merkilegu sýningu. Æ- F- R- X SKEMMTIKLOBBUR Æ. F. R. Skemmtikvöld n. k. sunnudag á skrifstofu Æ. F. R. Nánar auglýst á morgun. Daglega nýsoðin S VIÐ Kaffistofan* Hafnarstræti 16. GLÍMUFÉLAGIÐ ARMANN DANSLEIKUB í Oddfellow-húsinu í kvöld, laugardaginn 7 des., kl, 9(4. — Húsið opnað kl. 9. DANSAÐ UPPI OG NIÐRI Aðgöngumiðar seldir í Oddfellow frá kl. 6 í dag. AÐEINS FYRIR ÍSLENDINGA. Handknattleíkskeppntn Basar Mæðrafélagsins verður á morg un, sunnudaginn 8. des. kl. 4 e. h. í Hafnarstræti 21, uppi. Margir eigulegir munir. BASARNEFNDIN. Meðal handknattleiksáhuga- manna var mikil eftírvænting að sjá hvernig leikar færu hjá kvennaflokkum Armanns ag K. Frá Lítháen Framhald af 1. síðu. Þegar maöur ber saman verðlag og vinnulaun frá 15. júní þ. á. og verðlag og laun eftir 1. nóv., sést að vinnulaun in hafa hækkað um 150% en hækkun á lífsnauðsynjum er allsstaðar undir 100%. Breyt- ingar á verölagi og vinnulaun- um eru því greinilega verka- mönnum í hag. Þar við bætist ókeypis læknishjálp, fullkomn ar þjóðfélagstryggingar verka- mönnum að kostnaðarlausu, ókeypis skólaganga barna og unglinga og útrýming atvinnu leysisins, Fyrir árið 1941 hefur verið gerð mikil áætlun um áfram- haldandi vöxt atvinnulífs og menningarframfarir i Sovét- Litháen. Það nægir að benda á, að 1941 verða útgjöldin til aukn- ingar stóriðnaðar 250 milljón- ir rúblna, en það er fimmföld sú upphæð, er veitt hefur verið til þessa undanfarin ár. Árið 1941 taka til starfa 100 nýir barnaskólar, 66 tækni- skólar, 71 barnagarðar og 250 sumarheimili barna. Upplög blaða hækka upp í 900 000 ein- tök, tvær til þrjár milljónir ein taka af bókum veröa gefnar út. Á sviði heilbrigöismála veit- ir hið opinbera 25 milljónir rúblna til byggingar nýrra sjúkrahúsa. Og þetta er ekkert hug- myndaflug, segir Gedwilas að lokum. Áætlunin hefur verið gerö með hinni mestu ná- kvæmni og allsstaðar miðað við það sem mögulegt er. Og við munum framkvæma hana með kommúnistiskum áhuga og elju . Hinn 12. janúar næstkom- andi fer fram kosning í Lithá- en til Æðstaráðs Sovétríkj- anna, Við erum staðráönir í því, að senda á hið sameigin- lega þing sovétþjóðanna að- eins hina beztu og traustustu leiðtoga alþýðunnar til þess að taka þátt í hinu mikla sköp- unarverki — framkvæmd kom múnismans. y. — Á innimótínu í fyrravetur urðu Ármannsstúlkurnar nr. 1, en þá gátu .stúlkurnar úr Vestmanna eyjum ekki komið. 1 Vestmannaeyjum hefur hand- knattleikur verið iðkaður meðal stúlkna um langt skeið, svo bú- izt var jafnvel við að Ármanns-< stúlkurnar yrðu að lúta í lægra haldi. Svo varð þó ekki, því þær unnu með 13:6.'Hér má þó taka fram að aðstöðumunur er mikill. í fyrsta lagi eru K. V. stúlkurnar óvanar að keppa inni, og þá ekki sízt í svona stórum sal. Þá eru þær vanar að keppa með 7 manna liði, en kepptu nú 6, en einmitt sú breyting hefur mikla þýðingu fyrir liðið í skipulagi leiksins, en þessa aðstöðu hafa Ármenningar haft til sinna æfinga. Þar að auki keppa þær í sal, sem þær eru óvanar og fyrir ókunnu fólki. En Ármanns stúlkumar aftur á móti vanar húsinu og eru „heima“. Eftir gangi Ieiksins eru þessi úr- slit ekkert ósanngjörn. Ármanns- stúlkurnar léku betur saman, og höfðu öruggari staðsetningar og skot. K. V. stúlkurnar voru hver fyrir sig ef tíl vill eins sterkar og dug- legar, en þær vantaði ná- kvæmari samleik og hraðari stað- setningar. Markvörðurinn vandaði ekki útköstin en stóð sig annars vel. Bakverðirnir, sérstaklega sá vinstri voru ekki mjög nákvæmir með köst sín til framherjanna, þar að auki fylgdu bakverðirnir ekki nógu skipulega með í leikn- um, og framherjarnir gerðu sig seka um að nota þá ekki eins og skyldi, heldur skutu á markið úr stöðum sem tilganigslaust var að skjóta. Auk þess voru skotin ekki hnitmiðuð, flest of há. Þær unnu allan tímann af dugnaði og krafti og létu aldrei bilbug á sér finna. Fyrri leikurinn þetta kvöld var milli Hauka í Hafnarfirði og Ár- manns í karlaflokki, lauk honum með litlum sigri Hauka 25:24. Ég varð fyrir dálitlum vonbrigðum með Hauka, eftir leikinn þeirra á landsmótinu í fyrra, sem v^ru voru margfalt betri. Hinsvegar furðaði mig á þeim tilþrifum sem. Ármannsflokkurinn sýndi, þegar miðað er við að þetta er byrj- endaflokkur og sennilega fyrsti opinberi leikur hans. K. V. stúlkurnar keppa aftur við Ármannss-túlkurnar á mánu- dagskvöld og verður þá sennilega 7 manna lið sem keppir. Mr. X. 76 urHafs- Skáidsaga ettir MarkCaywood lega um borð í einhverja skútu, áleiðis til Fidji — eða Samóaeyja. Það var lafhægt fyrir hann að kom- ast út úr lóninu og halda til Omatu á meðan tundur- spillirinn var á varöbergi hjá Pardísareyjunni. Fari hann grábölvaöur, hugsaði ég. Var mikið benzín í bátnum? spurði ég Virginíu. Okk- ur þótti báðum vænt um að vera komin um borð í snekkjuna aftur. Hún hafði farið úr fatagörmunum og hallaöist afturábak í hægindastólnum, hvítklædd frá hvirfli til ilja. (Eg mátti ekki til þess hugsa, að slíkum kvenmanni yrði varpað í fangelsi fyrir vopnasmygl). Eg hafði náð mér í rakhníf frá Hogan og önnur föt, svo að ég var ekki eins líkur flakkara eða fjörulalla, eins og ég hafði verið undanfarna daga. Það hef ég ekki hugmynd um, svaraði hún, og þaö rann upp fyrir mér, að það voru engar líkur til þess, að hún vissi það fremur en ég. Eg stóð á fætur og hróp- aði spurninguna niður í vélarrúmið. Sandey, sem rnér hafði enn ekki auðnazt að sjá, hafði klefa aftur í rétt hjá vélinni. Mér var sagt, að hann kæmi sjaldan undir bert loft og það var hald manna, að í tómstundum væri hann að semja bók um bolsévisma). Viö fylltum geymana, herra, hrópaði hann á móti, Eg gekk til baka og settist niður. Þá hefur Hogan komizt undan, tautaði ég. Heldurðu það? Eg er hræddur um það. Það er verst, að við getum ekkert gert í málinu, án þess að lfenda sjálf í klípu. Svo bezt, að við komumst undan sjálf, sagði Virginía brosandi. Eg brosti líka. Eg hafði alveg gleymt því, mælti ég. Það fer svo vel um mig hérna hjá þér. Eg þagnaði. Æi, bætti ég við. Eg vildi, að við gætum alltaf verið hérna, þú og ég. Hún brosti ástúðlega. Svo varð hún allt í einu alvar- leg. Hvenær getum við vogað okkur til Kilowa? spurði hún með eftirvæntingu. Til þess að vita, hvort við frétt- um nokkuð af Harry. \ í kvöld, svaraði ég, þegar myrkrið er skollið á. Við tökum Abel með okkur og göngum eftir fjörunni. Það veröur gaman, sagði hún þakklát og ég sá að eftirvæntingin skein úr augunum. Við þögðum stundarkorn. Hitinn var svo lamandi, að við gátum varla talað. Ákafi hennar og bjartsýni snart mig illa, því aö í hvert sinn, er hún minntist á bróður sinn, datt mér 1 hug ófreskjan á Lonely Atoll og málmpeningurinn, sem ég varpaði í lónið, Eg þótt- ist nærri viss um. .. . Hvernig heldurðu, að okkur takist að komast í burtu? sagði hún og rauf hugsanir mínar. Það er nú einmitt það, sem ég er að brjóta heilann um, skrökvaði ég. Það skyldi ekki undra mig, þótt þeir væri á sveimi hér úti fyrir í einn eða tvo daga, í þeirri von að við gerum tilraun til þess aö komast undan rétt við nefið á þeim. Nú, og svo? Við gerum það alls ekki. Við biðum hér í ró og næði enn um hríð. Við getum ekki verið hér aö eilifu. Þeir ekki heldur, svaraði ég. Þeir verða leiðir á bið- inni og eftir einn eða tvo daga senda þeir bát á hnot- skóg. Og þá? Jæja, ef þeir finna okkur ekki, þá er alft í lagi. Og ég er ekki svo hræddur um, að þeim takist það. Eg er miklu hræddari um, að einhver þeirra innfæddu rek- ist á okkur hér og segi frá því, en það er ómögulegt að vita óðara en á dettur. Þessir blökkumenn geta legið í runni eins og þessum þarna í fimm faðma fjarlægð, án þess að þú hafir hugmynd um. Það getur vel verið, að þeir gefi okkur gætur nú.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.