Þjóðviljinn - 14.01.1941, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.01.1941, Blaðsíða 3
1» JÖDVIL JINN Þriöjudagur 14. janúar 1941. „Eftir fyrirskipun frá Moskva“ Morgunblaðið hefur sem kunn ugt er, varið miklu af sínu dýr- mæta plássi til {>ess að sannfæra lesendur sína um [)að, að allar athafnir íslenzku sósíalistanna væru ákveðnar austur í ]>eirri frægu borg Moskva, enda telur blaðið að enginn islenzkur sósíal isti snúi sér við, nema hann fái fé fj'rir frá Stalin bónda í Moskva. I Reykjavíkurbréfum Morgun- blaðsins sl. sunnudag er gefin ó- venju nákvæm lýsing af verkum þeim, -sem íslenzkir sósíialistar vinna „eftir sklpunum frá Moskva* Lýsing Morgunblaðsins er þann ig: ,J/oe lengi —? Verkfallið, sem kommúnistar í Dagsbrún skelltu á á nýársdag og saga [)ess til enda, hefur orð- ið til pess að vekja ýmsa menn til umhugsunar um [)að, hve ótrú- lega margir það eru, sem eru ekki enn farnir að átta sig á starfsemi hinna rússnesku flugumanna. Hvað lengi og hvað oft eiga kommúnistar sjálfir að þurfa að sýna og sanna stefnu sína ag vilja til þess að hver einasti ls-» lendingur trúi sínum eigvn augum og eyrum? Það skal fúslega játað að það er ótrúlegt að óreyndu, að íslenzkir menn skuli á alvörutím- um eins og nú, gerast viljalaust verkfæri í höndum erlendra manne sem vilja stefna þjóðfélagi voru í upplausn og beinan voða. Þetta er vilji og stefna kommúnista hér á 1 slandi, eins og annarsstaðar. Þeir vinna að sundrung þjóðfé- lagsins, atvinnutjóni, og hvers- konar skemmdarverkum, sem þeir geta höndum undir komizt. Og fá fyrirþaðfé, sem Rússinn kemur ar á máli hefði mátt lagfæra í prófarkalestri, en liann hefur orð- ið mjög slælegur. Margt lausa- vísna er þar tilfært eftir minni, sem getur skeikað. Frásagnirnar eru af Kaldadal, Arnarvatnsheiði og Kili (1920, vegavinna), frá gos- stöðvum Heklu og Fjallabaksvegi, Langavatnsdal í Mýrasýslu og Hítardal (1934) og frá Öskju í Dyngjufjöllum (1936). Tvö smá- dærni að Iokum: „Ferðalagið var á enda, og okkar biðu hin daglegu störf. En minningarnar frá fögr um fjalldölum, blikandi silungs- vötnum og þung 1 yndislegum rúst- um fornra mannabústaða vaka í hug manns, ævintýri líkastar, um ókomna daga og ár“. — „1 gras- inu paufuðust silakeppir og mar- íuhænur,- köngullær og kaup- mannsfiðrildi, en þykk ský af rykmýi suðuðu í loftinu. Stóð- hrossahópar með reista makka og flaksandi föx hlupu um grund irnar, svo að jörðin kvað við af hófadyn. En í hæstu hnúkum og efstu grösum undu sér „hjarðir á beit með lagði síðum“, - sólin sveipaði hæstu fjallatinda gullnu geislaflóði, og rökkurhúm- ið rann á dalinn mjúkt og ilm- .andi, — sem við værum stödd í helgidómi“. B. S. til þeirra eftir ýmsum krókaleið-” um. Þeir þykjast fá peninga til starfsemi sinnar með innlendum samskotum. En allt talið um þau samskot eru til þess að breiða yf- ir þeirra mestu tekjulind. Atkvæðagreiðslan í Dagsbrún á dögunum sýnir það, að í því verk fallsmáli hafa ýmsir menn fylgt kommúnistum, sem annars enl ekki i flokki þeirra. Það er rétt að taka fullt tillit til þess. En jafn framt er rétt að geta þess, að kommúnistum kotm í þessu máli liðsstyrkur frá mönnum, sem aðra daga ársins þykjast vena í hinni hatrömmustu andstöðu við allt, sem kemur nálægt komimiúnista- flokknum. Taktu nú vel eftir þessum ummælum Morgunblaðsins, þau þýða í höfuðdráttum þetta: Ef þú vilt að hinir skattfrjálsu striðsgróðamenn, sem græddu 60 til 70 milljónir króna síðastliðið ár, skili nokkrum krónum af þess um gróða til verkamanna, með þeim hætti að greiða þeim kaup, sem þeir kynnu að geta dregið fram lifið af, án þess að láta sig vanta brýnustu lifsnauðsynjar, þá ert þú kommúnisti og ferð eftir skipunum frá Moskva og færð fé frá Stalin. Ef þú vilt að verkamenn komi fram sem stétt, án alls tillits. til stjórnmálþflokka, og virði fyrirskipanir atvinnurekenda að vettugi, þá ert þú kommúnisti, ferð eftir skipunum frá Moiskva og færð fé frá Stalin. Morgunblaðið hlýtur að athug- uðu máli að vera oss sammála um að það er mikið tignarheiti, að vera kallaður kommúnisti. Arínbjörn hersír Framh. af 1. sífiu. varlegast. Missti Jón þrjár tær, en GuÖmundur fékk kúlu gegn um kálfann, auk smærri sára, sem báöir hlutu. Guömundur Ólafsson, mat- sveinn, hlaut mörg sár af sprengikúlnabrotum, en ekki stór. Guöjón Eyjólfsson, háseti, særöist í læri og á handlegg. Ólafur Ingvarsson, háseti, fékk sprengjuflís 1 framhand- legg, Marinó Jónsson, 2. stýrimað ur, hlaut sár á höfði af sprengjuflís, — en allir höföu þeir auk þess víða skeinur og skrámur. Allir þessir, nema Marinó, voru lagöir á sjúkrahús. En þeir eru nú allir á góö- um batavegi og eru aö líkind- um 3 þeirra útskrifaðir af sjúkrahúsinu. Enginn þeirra fékk hita og sárin höföust vel við. Mun enginn þeirra veröa öryrki og má þaö heita vel sloppið úr svo slæmri loftárás sem þessari. En þaö má segja af sjómönn um vorum, er særöust í þessari einhliöa viöureign, aö enginn þeirra heyröist æmta né skræmta. FréM M OesfnanDaeujm 8000 kr. greiddar af opínberu fé iil ad koma fjór« um Framsóknarspraufum ó ball í Vesfm.eyjum ? Vestmannaeyjum, 12. jan. 1941. í gærmorgun kom hingað varð skipið „Óðinn" úr Reykjavík og hafði meðferðis þá Guðbrand Magnússon, forstjóra víneinkasöl- unnar, Bjarna alþingismann frá Reykjum, Guðlaug Rósinkranz kennara og Þórarinn . ritstjóra Þórarinsson. Með skipinu komu einnig fáeinir verkamenn, semaf hendingu voru staddir á hafnar uppfyllingunni, þegar skipið var að leggja frá landi í Reykjavík. Erindi Framsóknarmannanna 4 vnr ao fara á ball!!! sem Helgi Benediktsson kaupmaður og Sveinn Guðmundsson, kaupmaður heldu í gærkvöidi til útbreiðslu Framsóknarflokksins (varla út- breiðslu samvinnustefnunnar). Fyr irlitnirig alls þorra Vestmannaey- inga á þessu bruðli og óráðvendni stjórnarvaldanna á opinberu fé, er eðlileg sérstaklega þegar það upplýsist að skipið tók engan póst, hvenig sem póststofan hér reyndi að fá hann hingað. Það hafði nefnilega kvisazt að „Óð- inn“ ætli að koma með Bjarna og Guðbrand og tók þá póststof- an að spyrjast fyrir um skipa- ferðir vegna þess að hingað hafði ekki komið póstur í hálfan mán- uð, hvorki Ríkisskip né aðrar skipaafgreiðslur þóttust um nokkra ferð vita. Menn áætla að ríkissjóður hafi borgað á að giska 2000- 2500 krónur fyrir farið undir hvern hinna tignu „ballgesta“. Það er gervöllum Framsóknar- flokkum hið mesta happ að vesa lings bændurnir, sem tærast upp í hálfföllnum kofum upp til af- dala, fá að líkindum aldrei að vita hvernig rummunga þeir hafa á herðum sér. Sennilega vita hvorki þeir né aðrir landsmenn en Vestmanna- eyingar, að Framsóknarflokkur- inn heldur hér út vikublaði, sem nefnist „Framsóknarblaðið". Er það borið uppi af auglýsingum frá ríkisstofnunum og fyrirtækj- um Sambands ísl. samvinnufé- laga. T. d. er ein auglýsingin að efni þetta: .„Notið Three Plums eidspítur. Fást í öllum verzlun- um. Þessi 8 ,orð eru glennt yfir 40 cm. lesmálsdálk í bl;aðinu og sé auglýsingaverð hvers centimeters reiknaður 2 kr. sem ekki ier ó- líklegt, er þessi dæmalausa aug- lýsing 80 króna gjöf til blaðsins frá ríkisstofnun, sem ætti að vera almenningseign. Eins og all- ir vita er hér einkasala á eld- spýtum og aðeins þessi eina aug- lýsta tegund til sölu hjá einka- sölunni. Ætli að forstjóri Tóbaks einkasölunnar ,haldi að neyzla á vörum einkasölunnar rnuni vaxa í Eyjum fyrir þessa auglýs- ingu? Eflaust ekki. Hvað á þá að kalla þessa meðferð á opin- beru fé? Ég er viss um að les- andinn finnur auðveldlega svar- ið. Rétt fyrir ofan þessa auglýs- ingu dembir „Gefjun" sem erverk smiðja á Akureyri og eign S. 1. S. yfir Vestmannaeyinga „Gleðileg- um jólum“ fyrir 20 krónur, sem „Framsóknarblaðið“ fær frá sam- vinnumönnum. Að lokum rná geta þess að Framsóknarflokksbrotið bauð á ball sitt, auk þeirra áður getinna framsóknarpostula, sæg af „döm- um“, sem áreiðanlega vita jafn lítið (Um Framsóknarflokkinn og stefnu hans og bændurnir sem í flokknum eru vita um hugarfar þessara stúlkna. Ennfremur var bæjarfulltrúum íhaldsins boðið á- samt fjölmörgum útvegsbændum, sem aldrei hafa fyrr nálægt þess- um flokki komið. Síðast má geta þess, að ofan á allt annað, þ. e. að lána flokksmenn sína og döm- ur þeirra á ballið, lánuðu Sjálf- stæðismenn þeim samkoimuhús sitt fyrir hófið. Sjálfir héldu þeir ball í haust eða árshátíð, en þar mættu langt fyrir innan hundrað manns, en ]>etta Framsóknarball dró að sér hátt á 5. hundrað. Teitur. Daglega nýsoðin S VIÐ Kaffistofan* Hafuarstræti 16. mreftð; Þaö er til verkamannafélag, sem heitir Hlíf. í þessu félagi fór nýlega fram atkvæða- greiösla. Það var samþykkt meö 79 atkvæöum gegn 38 aö ganga að tilboði atvinnurek- enda. En í félaginu eru yfir 700 manns. Hvernig skyldi standa á því, að herra lögmaöurinn, hinn háttvirti ,sannleikselskandi og óhlutdrægi sáttasemjari, skuli ekki skrifa þessu félagi bréf og heimta tafarlaust allsherj- aratkvæöagreiöslu svo vilji fé- lagsmanna komi í ljós? Skyldi háttvirtur sáttasemj- arinn ekki vita af þessu? Fé- lagið er þó ekki lengra burtu en suður í Hafnarfirði. Og blöðin, sem heimta há- værast að vilji fjöldans fái aö sýna sig, Morgunblaöið og Vísir, því skyldu þau þegja? Hvað veldur? Það skyldi þó aldrei vera aö sáttasemjarinn og blööin hans væru ánægð ,fyrst það var til- boð atvinnurekendanna, sem samþykkt var, og þá þurfi eng- inn fjöldavilji að koma í ljós? Fái atvinnurekendur sinn, vilja, er þá allt í lagi, herra lög- maður? Safnh ásHrifendom Tílkynning frá \ferkamannafélag~ ínu Hlíf í Hafnarfsrðí Aö gefnu tilefni tilkynnist aö- einstökum meölimum fé- iagsins er óheimilt aö gera samninga um kaup sitt og kjör viö einn eöa annan vinnuveitanda, nema meö samþykki fé- lagsst j órnar innar. Hafnarfiröi 11. jan. 1941. STJÓRNIN. fyrír börn félagsmanna í dag (þríðjudag 14, janúar) hl. 4] e. h. í Iðnó. — Aðgöngumíðar seldír á shríf- stofu félagsins í dag kl. 10—12 f. h. Skemmtínefndín. Dansleik heldur Verhamannafélagíð DAGSBRÚN, í dag (þríðjudag 14. jan.) hl. 10 e. h. Aðgöngumíðar seldír í Iðnó frá hl. 6—9 e. h,, eftír þann tíma hæhhað verð. — Skemmtínefndin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.