Þjóðviljinn - 14.01.1941, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.01.1941, Blaðsíða 4
Nœturlœknir í nótt: Daníel V. Fjeldsted, Laugaveg 79, síxni 3272. Nceturvördur er þesaa viku í Reykjavíkurapóteki og Lyfjabúð- inni Iðunni. útvarptö'.1 dug: 12,00 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 19.50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.30 Erindi: Um peninga (Gylfi Þ. Gísl.ason hagfræðingur). 20,55 Tónleikar Tónlistarskólans: Cellósónata eftir Telemann og Trio-sónata eftir Buxtehude. 21.25 Hljómplötur: Symfónía í D-dúr eftir Mozart. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok . Ármenningar! Allir þeir sem æft hafa í II. fl. karla í vetur eru beðnir að mæta á æfingu í kvöld kl. 9 í íþróttahúsinu. Lofthernadur Breta og Þjóðverja Framhald af 1. síðu. sveitir, er reynt hafi að fljúga inn yfir Norðursjávarströnd Þýzkalands í gær hafi orðið að snúa aftur, vegna ákafrar skot hríöar úr loftvarnarbyssum, og aðgerða þýzkra orustuflug- - véla. Aðeins einstakar flugvél- ar hafi komizt inn yfir Belgíu og varpað niöur sprengjum, en enginn hafi farizt eða særzt af völdum þeirra, þar sem flest ar sprengjurnar hafi fallið á óbyggð svæði. Þjóðverjar gerðu í fyrrinótt loftárás á London, sem stóð í 3y2 kl.st. Var fjölda sprengja varpað niður og komu víða upp eldar. í brezkum fregnum er sagt, að tekizt hafi að slökkva eldana án þess að þeir næðu verulegri útbreiðslu. Nýr söfnudur sfofnaður handa séra [óní Auduns Nokkrir íhaldsmenn efndu til fundar í Gamlia Bíó á siunnudag- inn. Þar voru haldnar spámanna- ræður um Hermann fyrir að van rækja að þjóna guði og lýðræð- inu, í sambandi við veitingu prests embættis í Hallgrímssókn. Fundarmenn ákváðu að bæta fyrir þessi brot Hermanns með því að stofna fríkirkjusöfnuð, og gera Jón Auðuns að presti hans. Með þessu ætti hver að fá það sem honum ber, guð, lýðræðið og íhaldsflokkurinn. Þjóðviljanum hefur borizt eft- írfarandi „greinangerö í dreifi- bréfsmálinu frá brezku hernað- Þareð hershöfðingja brezka setuliðsins á Islandi hefur verið skýrt svo frá, að útbreiðsla dreifi bréfsins meðal hermanna, þar sem þeir eru hvattir til að gera uppreisn, geti skoðazt sem land- ráð, samkvæmt íslenzkum lögum, hefur hann afhent íslenzkum yf- irvöldum málið. Hershöfðinginn vill gera sitt ýtr- asta til að hafa sem allra minnst afskipti af íslenzkum málefnum, öðrum en þeim, sem snerta ör- yggi setuliðs hans. Hann vill hins vegar gera íslenzku þjóðinni Ijös.t hve alvarlegt mál hér var á ferð- _r um. 1 lok dreifibréfsins er bein á- skorun til hermanna að neita að vinna nauðsynleg verk í hernum, sem þeim kynnu að verða fyrir- skipuð. Það er ekki hægt að bera fram þá afsökun, að þetta hafi verið áskorun til hermanna um að gerast ekki verkfallsbrjótar til aðstoðar íslenzkum atvinnurek- endum, þar sem sérstaklega er Vér viljum leyfa oss að gera nokkrar hógværar athugasemdiir út frá íslenzku sjónarmiði við þetta mjög svo háttstemda bréf herstjórnarinnar. Hershöfðingjanum hefur verið tjáð að útbreiðsla dreifibréfsiins geti skoðazt sem landráð. Vér munum ekki að þessu sinni byrja að ræða hvort þes.si verknaður kemur undir hegninigarlögin, en OiSíS virðist sem útbreidsla dreifi- bréfsins geti alls ekki komið undir þau, en hinsvegar verði það undir áliti dóms komið hvort samning þessa bréfs kemur þar undir. Eftir því sem vér höfum séð dreifibréfið’ þýtt í „Vísi“, þá virt- ist oiss það sérstaklega felast í bréfinu að skora á hermennina að vinna ekki það verk, semverk fallsmenn unnu áður. Og slíka áskorun telur her- stjórnin ekki aðeins „glæp gagn- vart Bretlandi, heldur og glæp gagnvart allri menningu í heim- inum“. O, jæja þá. Minna má ekki gagn gera. Svo það var þá glæpur gagnvart allri menningu t. d. Ind- verja, Ira og Islendinga að skora á hermenn að gerast ekki verk- fallsbrjótar, — það var þá glæpur gagnvart menningunni, sem Byrom Shelley og Bernard Shaw hafa gert fegursta o.g glæsilegasta, að skora á hermenn að beita sér ekki gegn fátækum verkamönn- um í lífsbaráttu þeirra, — og máske alveg sérstaklega glœpur gegn hinni kristnu menningu, að reyna að skapa nokkurt bræðra- l.ag milli verkamanna af tveim þjóðum ? aryfirvöldunum, sem hér er prent- uð orðrétf í þýðingu frá þeim: í dreifibréfinu getið um að neita að vinna í herbúðunum. Það hlýtur að vera öllum ljóst að ef hermennirnir hiefðu farið eftir áskoruninni hefði það verið uppreisn, sem er alvarlegasti glæp ur í herþjónustu, og sem líflát liggur við. Það er einnig augljóst að þeir sem stóðu ,að útbreiðslu dreifi- bréfs þessa hafa gert tilraun til að spilla hernaðaraðgerðum Breta. Vér lítum ekki aðeins á þetta sem glæp gagnvart Bret- landi heldur og glæp ga;gnvart allri menningu í hei'minum. Hershöfðinginn vill taka það fram, að hann skilur vel, að allur þorri Islendinga hefur andstygð á og Jyrirlítur framfierði þeirra manna, sem að þessu stóðu, eins og þeir eiga skiiið og að það er aðeins fámennur hópur, sem hér hefur reynt að brjóta hlutleysi íslands og reynt að fremja þessft svívirðu gagnvart brezka setulið- inu“. Sínum augum lítur hver á silfr_ ið. En fróðlegt væri þó að vita hvort enska herstjórnin væri jafn andvíg því, að eitthvað svipað igerðist í þýzkri herþjónustu — og hvort það sem væri glæpur á íslandi, væri ef til vill hetjudáð í Noregi? Þá segir herstjórnin að út- breiðsla þessa dreifibréfs ,hafi ver ið tilraun „til að spilla hernaðar- aðgerðum Breta“. — 1 þýðingu dreifibréfsins í „Vísi“ stendur: „Ykkur mun verða sagt að verk- fallinu sé stefnt að hernaði Breta. Ef þið lesið þetta flugrit vand.lega munið þið sannfærast um að þetta er ekki satt“. Það skyldi þó aldrei vera um fleira en eitt dreifibré/ að ræða oig herstjórnin eigi við eitthvað allt annað og verra en það, sem blöðin hafa birt? Hershöfðinginn tekur það svo að lokum fram að hann skilji vel „að allur þorri Islendinga hafi andstyggð á og fyrirlíti framferði þeirra manna, sem að þessu stóðu eins og þeir eiga skilið“ — og orsökina til þess að menn fyrir líti þennan „fámenna hóp“ telur hann þó að hópur þessi hiafi „reynt að brjóta hlutleysi íslands" Já, vissulega, herra hershöfðingi\ Það er alveg rétt: „Allur þorri íslendinga hefur andstyggð á og fyrirlítur framferði þeiirra manna“ sem reyna að brjóta hlutleysi Islands, — og ekki hvað sízt ef þeim tekst þ,að, svo maður nú ekki tali um, ef hópurinn er fjöl mennur og vopnaður í þokkabót. En hverjir eru ]rað, sem fremja slíka svívirðu, herra hershöfðingi ? Greínatrgerd I dreífíbréfsmálinu frá brezku hernadaryfirtröldunum Nokkrar hógvaerar afhugasemdír oooooooooooooooooooooooooooooooooooc 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Anna Liegaard Skáldsaga eftir Nini Roll Anker meö Beate, og þiö fáiö ókeypis kaffi og jólaköku fyrir verkiö. Hlakkaröu ekki til?” Ingrid svaraöi engu. Hún gekk hægt fram nýja gólf- teppið og út á ganginn. Svipur Önnu varö alvarlegri — hvernig gat stað'ið á því að Ingrid var svona óhraust, bæði til líkama og sálar. Eins og þau voru bæði hraust, Roar og hún. “Þvoðu þér rækilega um hendurnar, þú ert með blek á fingrunum”, kallaði hún á eftir henni. Enn var margt ógert fyrir matinn. Hún gekk rösklega upp á loftiö með fangiö fullt, — smáteppi, sem geymast áttu til næsta sumars, hvít gluggatjöld,. sem áttu aö fara í þvott. Hún hlakkaöi til að sýna Roar vetrarstof- una þeirra, hún hlakkaöi til að sýna vinkonunum hana. Henni fannst eins og húsið allt, frá kjallara til þaks, væri hluti af henni sjálfri. Eldhús og stofur, hver krók- ur og kimi. Viljinn til að láta ekkert í húsinu lenda í óreiðu altók hana — bara að hún gæti fengið nýju vinnukonuna til að vinna vel, — fengiö drengina til að hafa reglu í kommóöuskúffunum sínum, — hún þurfti aö fá Roar til aö setja heilar þakhellur í staö þeirra sprungnu. Þegar hún sá Roar koma heim eftir stígnum, strauk hún hárið aftur fyrir eyrun og kallaöi upp í loftið: “Per og Sverre! Pabbi er að koma! Flýtið ykkur í mat- inn!” Hún mætti Roar úti á ganginum, tók frakkann hans og hengdi hann á herðatréð. “Nú er allt komið í lag. Eftir er aö vita hvernig þér lízt á það, Roar”. “Hann gekk á eftir henni inn í stofuna, meö hendurn- ar í buxnavösunum. “Verður ekki fjandi dimmt hér í stofunni?” Anna roðnaöi. Það var ótrúlegt hvaö hann átti erfitt meö að segja nokkurt viðurkenningarorð um það sem hún gei’ði. “En það er komið að skammdeginu Roar, og þá á maður einmitt aö sýna að maður sé óhræddur við myrkrið með því að gera myrkrið notalegt”. “Það er líklega rétt hjá þér”. Hann gekk yfir að g'lugg- anum og dró gluggatjaldið til hliöar. “Og sjáðu nýja teppið! Við Bernhardina lögðum það á hjálparlaust”. Hann leit niður og strauk teppið með fætinum. “Það er verulega fallegt”, sagði hann. Hún ljómaði af gleði. “Já, hér inni get ég meira aö segja gengið um án þess aö til mín heyrist”. Hún hló við. Þegar hann fór fram til að þvo sér um hendurnar, notaði hún tækifæriö til að draga gluggatjaldið fyrir aftur, — það var hálf-skakkt. Stóri basararinn, sem haldinn var til tekjuöflunar v handa fátækum í bænum stóð yfir alla fyrstu vikuna af <> nóvember. Það var aðal.viðburðurinn í samkvæmislífi 0 bæjarins, og honum lauk alltaf meö leiksýningu og a dansleik í samkvæmishúsi bæjarins. $ Anna Liegaard var ásamt konu lögreglustjórans aöal- ^ maöurinn í basarnefndinni, bæði í skipulagningunni og 0 afhendingu peninganna. HUn hafði unniö í þessari sjálf- ^ boöa-vetrarhjálp öll þau átta ár, er hún hafði dvalið í 0 bænurú, og verið formaður síðustu tvö árin. Hún þekkti ^ fátæktina, bæði þá augljósu og þá, sem leynt var, í kof- a um og verkamannabústöðum bæjarins. Og þeir voru v margir, sem tóku ofan fyrir henni og heilsuöu henni ^ meö virðingu á leiö hennar til basar-hiissins. Hún hafði 0 fyrir löngu gert lista yfir þá, sem áttu aö fá glaðningu, a nú var um aö gera aö fá borgarana til aö opna budduna, $ þó að hart væri í ári, Y Hún var einnig vinsæl meðal betri borgara bæjarins. 0 Hún haföi það til aö vera nokkuð ágeng — það kom ^ fyrir aö heldri menn bæjarins mundu allt 1 einu eftir 0 ^ aðkallandi viðskiptamálum, ef hún náði í þá á götu. En 0 00000000000000000000<0000000000000<00<

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.