Þjóðviljinn - 21.01.1941, Qupperneq 1
Dagsbrúnannenn, muniö að
enginn hefur kosningarétt \ið
kosningar þær, sem í hönd fara
sem ekki hafa greitt áigj'ald sitt
fyrir árið 1939. — Greiðið gjöld
ykkar strax.
DaislniR ð aO uerla kreiit
leiHiiuinalílai
Fjölmennur fundur Dagsbrúnarverkamanna ábvedur
frambod i sfjórn og aðrar frúnadarsfödur og sam«
þykkir sfefnuyfírlýsíngu verfeamannalísfa
Sígurdur Gudnason vcrður í formannsfejörí
Fundur Dagsbrúnarverkamanna hófst kl. 4,20 á sunnu-
daginn, og var þá hvert sæti skipað í salnum.
Fundarstjóri var kosinn Eilendur Erlendsson, en máls-
hefjandi var Siguröur Guðnason. Að ræðu Sigurðar lokinni,
las fundarstjóri tillögur um uppástungu nefndar um stjórn
og önnur trúnaðarstörf innan félagsins. Uppástungur nefnd-
arinnar voru samþykktar í einu liljóði. Þær eru þannig:
Sigurður Guðnason, Hringbraut 188, formaður,
Zóphónías Jónsson, Óðinsgötu 14, varaformaður.
Ásgeir Ásgeirsson, Sólvallagötu 32A, ritari.
Eðvarð Sigurðsson, Litlu-Brekku, gjaldkeri.
Bragi Kristjánsson, Ártúni, fjármálaritari.
YARASTJÓRN:
Ingólfur Gunnlaugsson, Laugaveg 70.
Ingólfur Pétursson, Hverfisgötu 84.
Aage Kr. Petersen, Njálsgötu 58B.
STJÓRN VINNUDEILUSJÓÐS:
Skafti Einarsson, Bragagötu 30.
Jón Einis, Fálkagötu 17.
Sólberg Eiríksson, Hverfisgötu 99.
TIL VARA:
Jakob Jóhannsson, Langholtsveg 12.
Hjörtur Cyrusson, Grandaveg 37.
ENDURSKOÐENDUR:
Ari Finnsson, Ásvallagötu 16.
Tryggvi Pétursson, Reykjavíkurveg 6.
TIL VARA:
Þá var lesin eftirfarandi stefnuyfirlýsing frá þeim, sem
í kjöri eru:
Valgeir Magnússon, Nönnugötu 1B.
Við sem skipum lista óháðra verkamanna við stjórnar-
kosningarnar í Dagsbrún höfum ákveðið að beita okkur fyr-
r eftirfarandi stefnumálum:
1. AÖ gera Dagsbrún að hreinu verkamannafélagi,
2. Að sjá um að samningar, reglur og samþykktir félagsins
verði haldnar og að undirbúa sigursæla sókn í hagsmuna-
baráttunni undir samhentriforustu.
3. Að vinna að sameiningu verkalýðsfélaganna, fyllra lýðræði
í verkalýðshreyfingunni og þá fyrst og fremst innan Dags-
brúnar, og að leggja áherzlu á að útrýma hinni flokkspóli-
tísku togstreitu innan félagsins. Að vinna að því að þeir
einir verði valdir til trúnaðarstarfa, sem eru óháðir at-
vinnurekendum og valdboði stjórnmálaflokka, en starfa í
fullu samræmi við lýðræðisleg fyrirmæli félagsmanna í
Dagsbrún. >
Við lýsum því yfir að við erum ekki í kjöri á ábyrgð
neins stjórnmálaflokks og stöndum ekki ábyrgir gagnvart
neinum nema félögum Dagsbrúnar.
Siguröur Guðnason rakti í ræöu
sinni nauðsvn [>ess að verka-
mannastjórn yrði skipuð í Dags-
brún, til jress að berjast fyrir
hagsmunum félagsmanna, hann
rakti sögu verkfaHsins og sýndi
með Ijósum rökum hvernig for-
uste félagsins hafi svikið af því
að hún laut stjórn iatvinnurekenda
og stjórnmálaflokka þeirra. Fund
arrnenn tóku ræðu Sigurðar með
miklum fögnuði, enda nýturhann
— jressi trausti og sanni verka-
maður —allmenns trausts -með
al félaga sinna.
Auk Sigurðar töluðu á fund-
inum Jón Rafnsson, Iljörtur Cyr-
usson, Zophonias Jósson o. fl.
Á fundinum var kosin nefnd til
]>ess að annast kosn ingau n d irbún-
ing, og voru þessir kösnir: Zoph
onías Jónsson, Halldór Jakobsson
Ingólfur Pétursson, Ásgeir Ás-
geirsson og Sigurður Guðnason.
Fundur þessi markar tímamót
í sögu Dagsbrúnar. Með honum
er hafin barátta, sem ekki verður
hætt fyrr en fullur sigur er unn
Sigurður Guðnason
inn fyrir því, að verkalýðsfélög
in taki mál sín að fullu og öllu
í sínar hendur, að þau verði fyr
ir verkamenn eina og að þau láti
Framhald á 4. síðu.
396 krónur komnar í
söfnunína fílfanganna
Söfnunin fyrir aðstand-
ur Dagsbrúnarmannanna,
sem nú sitja í varðhaldi
þjóðstjórnarinnar, hefur
fengið mjög góðar undir-
tektir.
Frá þeirri vinnustöö, sem
söfnunin var hafin á hafa
komið 280 krónur. Þá hafa
og borizt frá ýmsum ein-
staklingum smærri og
stærri upphæöir svo alls var
komið í gærkvöld 396 kr.
Félagar! Herðið þessa
söfnun!
Sýniö samúð ykkar í verki
með þeim sem ofsóttir eru
vegna þaráttu sinnar!
.
Eru Hlller oi Mossolini al unUir-
Ha allsfiepiarsöHii aeao Bref 110 ?
Víchy-stjórnín endurskípulögð sam-
hvæmt þýzhu valdboðí. — Italír og
Pjóðverjar flytja líðsauka tíl Albaníu og
Rumeníu. - Brezhí herínnvínnuráí Afríhu
Hitler og Mussolini hittust í gær. í tilkynningu hinnar
opinberu þýzku fréttastofu er ekki skýrt frá hvar þeir hafi
fundizt, aðeins sagt að von Ribbentrop og Ciano greifi, utan
ríkisráðherrar Þýzkalands og Ítalíu, hafi verið viðstaddir, við-
ræöurnar farið fram í mestu vinsemd og fullt samkomulag
orðið um ákvarðanir fundarins.
Undanfarna daga hefur Vichy-stjórnin setið á löngum
fundum, og hefur verið tilkynnt að Pierre Laval og Pétain mar
skálkur hafi sætzt og muni Laval verða tekinn aftur inn í
stjórnina. Er talið líklegt að þessi breyting á stjórninni sé
gerð eftir kröfu frá Berlín og muni Hitler ætla að nota vald
sitt yfir Vichy-stjórninni til að bæta aðstöðu Möndulveld-
anna við Miðjarðarhaf, jafnvel krefjast afliendingar franska
flotans.
Eins og- endranær þegar Hitl
er og Mussolini hittast eru
uppi margskonar getgátur um
nýja sókn af hálfu Möndulveld
anna. Frá Belgrad kemur sú
fregn að ítalir hafi flutt mik-
inn liösauka til Albaníu, þar á
meðal öflugt flugliö. Samtímis
hafi fjölmennt þýzkt lið tekið
sér stööu við iandamæri Rúm-
eníu og þykja fregnir þessar
benda til að ítalir og þjóðverj-
ar ætli að leggja áherzlu á
styrjöld gegn Grikklandi.
Bæði ítölum og Grikkjum
ber saman um það aö hernaðar
aðgerðir hafi verið með minna
móti undanfarna sólarhringa
vegna óveöurs, sem geisað hef-
ur á vígstöðvunum. Grikkir
segjast þó hafa tekið allmarga
fanga og nokkuö af hergögn-
um,
Brezkar sprengjuflugvélar
hafa gert árásir á Berat, en
það er þýðingarmikil herstöð
ítala á vígstöðvunum í Alban-
íu, um 45 km. norðvestur af
Klisura.
Þjóðverjar gerðu í fyrradag
ákafar loftárásir á flotahöfn-
Framhald & 4. siOa.