Þjóðviljinn - 02.02.1941, Blaðsíða 1
VI. árgangur. Sunnudagur 2. febrúar 1941. 27. tölublað.
Ríkísstfórnín breytír hegningarlögunum fíl
þess að geta ftílkad módganír víd brezka
setulídíd sem landrád við íslenzka ríkíð
Ríkisstjórnin hefur 29. jan. gefið út bráðabirgðalög svo-
hljóðandi:
Ráðuneyti íslands, handhafi konungsvalds,
Gjörir kunnugt: Dómsmálaráðherra hefur tjáð ráðuneytinu,
að nauðsyn beri til þess að gera nokkrar breytingar á 88. og
95. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 frá 1940 til verndar
gegn háttsemi, er reynzt gæti skaðsamleg íslenzkum hags-
munum. Með því að ráðuneytið telur einnig vera nauð-
1 syn slíkra breytinga, fellst það á setningu bráðabirgðalaga
um það efni, sem hér segir:
1 gr-
88. gr. almennra hegningarlaga nr. 19. írá 12. febrúar
1940 orðist þannig: Hver sem opinberlega í ræðu eða riti
mælir með því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum til-
tækjum við islenzká ríkið eða hlutist til um málefni þess,
svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðg-
unum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum,
sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta varð-
haldi eða fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smá-
vægilegt, má beita sektarhegningu.
2. gr.
95. gr. almennra hegningarlaga orðist þannig: Hver,
sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta
ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viöur-
kennt þjóðmerki, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi
allt að 6 árum.
hættulegasta spor, sem ríkis-
stjórnin enn hefur stigið, er
hún nú gefur þessi lög út sem
bráðabirgðalög hálfum mán-
uði fyrir þing. Einmitt þegar
íslendingum ríður meir á en
nokkru sinni fyrr að efla þjóð-
armetnað sinn, þá er lagzt
svona lágt.
Verjendur ríkisstjórnarinnar
mun halda því fram, að hún
geri þetta til að afstýra því að
Bretar taki þá menn, er frá
þeirra sjónarmiði gera á hlut
þeirra, og meðhöndli eins og
þeim þóknast. M. ö. o. ríkis-
stjórnin væri að reyna að
bjarga íslendingum, sem
gerðu verknaöi, er frá íslenzku
sjónarmiði væru skiljanlegir,
jafnvel lofsverðir, en vegna
“ástandsins” hættulegir. — En
ef þaö væri virkilega hvötin,
þá bæri ríkisstjórninni sízt af
Framhald 6 '4. síftn
Það slys vildi til í fyrradag
út af Garðskaga að vélbátur-
inn “Pilot” frá Ytri-Njarðvík-
um fékk á sig brotsjó. Tók út
fimm menn og drukknuðu þrír
þeirra en hinir náðust.
Var versta veður í fyrradag
i Njarðvíkum, rok og hríð, og
treysti “Pilot” sér ekki til að
lenda, en andæföi við ljós-
bauju út af Garöskaga.
Þegar leið á morguninn ætl-
aði báturinn að gera tilraun
til aö ná landi. En meðan bát-
verjar voru að taka inn bauj-
una skall brotsjór á bátinn og
tók fimm menn fyrir borö.
Náðust tveir aftur, en þrír
drukknuöu.
Þeir sem drukknuðu voru:
Hörður Sæmundsson frá
Stokkseyri, annar vélstjóri.
Ólafur Lárusson frá Snæ-
íellsnesi.
Árni Guðjónsson frá Arn-
arfirði.
Allir voru þeir ungir menn
og ókvæntir, en áttu fyrir öldr
uðum foreldrum að sjá.
Yopnahléð míllí
Thaílands og Indó-
Kína rofíð
Tilkynnt hefur verið frá
Tokio að Thailendingar og
Frakkar hafi samþykkt vopna-
lilé, og hafi vopnahléssamning
ar verið undirritaðir á jap-
önsku herskipi út af Saigon.
V'ar þar ákveðið að herirnir
skyldu draga sig til baka 10
km. frá þeim stöðvum sem þeir
eru nú í. Innan skamms tíma
verði kölluð saman ráðstefna í
Tokio til að gera friðarsamn-
inga.
í gær tilkynnti Thailands-
stjórn aö Frakkar hefðu rofið
v opnhléssamningana og gert
óvænta skriðdrekaárás á stöðv
ar Thailendinga.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem smánar opinber-
leg eða hefur annars í frammi skammaryrði, aðrar móðgan-
ir í orðum eða athöfnum, eða ærumeiðandi aðdróttanir við .
aðra starfsmenn erlends ríkis, sem staddir eru hér á landi.
3. gr.
Lög þessi koma þegar til framkvæmda.
Gjört í Reykjavík 29. jan. 1940.
Ilermann Jónasson.
Eysteinn Jónsson. Jakob Möller.
Ólafur Thors. Stefán Jóh. Steíánsson.
Italski herinn í Libýu virðist
ætla að reyna að verja Bengasi
Bretar gera ákafar loftárásir á Tripolis
Það þykh- nú ljóst að ítalir ætli að gera alvarlega til-
raun til að verja Bengasi. Um 6000 manna lið hefur tekið
sér stöðu alllangt austan borgarinnar, við gil eitt sem liggur
frá sjó og um 30 km. inn í land og er á köflum mjög djúpt.
Þarna eru góð varnarskilyrði frá náttúrunnar hendi, og
talið að ítalir ætli að reyna að tefja þar sókn brezka hers-
ins meðan víggiröingarnar við Bengasi séu efldar.
Greinar þær, sem hér um
ræðir hljóöuðu áður á þessa
leið:
88. gr. “Hver, sem opinber-
lega í ræöu eða riti mælir frám
meö því eöa stuðlar að því, aö
erlent ríki byrji á fjandsamleg-
um tiltækjum við íslenzka rík-
iö eða hlutist til um málefni
þess, svo og hver sá, sem veld-
ur bersýnilegri hættu á því,
skal sæta varðhaldi eða fang-
elsi allt að 6 árum”.
957 gr.: “Hver, sem opinber-
lega smánar erlenda þjóð eða
erlent ríki, æðsta ráðamann
þjóðhöfðingja þess, fána þess
eöa annaö viðurkennt þjóðar-
merki, skal sæta sektum, varð
haldi, eða fangelsi allt að einu
ári, ef mjög miklar sakir eru.
Opinbert mál skal ekki
höfða, nema stjórn viðkom-
andi ríkis krefjist þess”.
Það mun engum blandast
hugur um hvert stefnt er meö
þessum bráðabirgðalögum.
Það er verið að gefa brezka |
hernum, sem hér dvelur sér-
staka íslenzka réttarvernd,
þannig, að jafnvel fyrir hvert
skammaryrði, sem sagt væri
við brezkan liðsforingja eða
hermann, yrði nú refsað
þyngra en forðum daga fyrir
alvarlega “móðgun við þjóð-
höfðingja vinsamlegs ríkis”.
Það er með þessu verið að lög-
bjóða undirlægjuháttinn og
brennimerkja þá íslendinga
sem landráðamenn sem veröur
á að gefa réttlátri reiði útrás
á þann hátt, sem undir öðrum
kringumstæðum væri álitinn
ókurteis.
íslenzka ríkisstjórnin er með
þessu að gerast enn meir áber-
andi leppstjórn enska auövalds
ins en hún hefur verið nokkru
sinni fyrr. — Eða hvað myndu
menn segja um norska stjórn,
sem gæfi út slík1 lög til vernd-
ar þýzka setuliöinu í Noregi?
Menn myndu segja að það
væri Quislingsstjórn, sem gerði
slíkt.
I Það er hið alvarlegasta og
Brezkar sprengjuflugvélar
gerðu loftárás á borgina Trip-
olis í Vestur-Líbýu í fyrrinótt.
Var árásinni einkum beint að
skipum á höfninni og hafnar-
mannvirkjum. Segir í tilkynn-
ingum Breta, að sprengja hafi.
komið niður á 8000 smálesta
skip og kveikt í því, — annað •
skip, álík^, stórt, hafi einnig
orðið fyi’ir skemmdum og nokk
ur smærri skip. Suöurhafnar-
garðarnir og sjóflugvélahöfnin
voru stórskemmd. Sprengju-
flugvélar og orustuflugvélar
réðust enn á flugstöö ítala í
Barce og kom upp eldur í flug-
skýlum og fleiri byggingum.
Tvær flugvélar voru eyðilagðar
á jörðu og hin þriðja skotin
niður er hún lagði til baráttu
við brezku flugvélarnar.
Bretar tilkynna að hersveit-
ir þeirra séu nú komnar um
325 km. inn 1 Líbýu, 160 km.
inn i Eritreu og 60 km. inn í
ítalska Sómalíland.
Gríkkír nálgast Tepelini
Gríski herinn sækir nú að al-
bönsku borginni úr þremur átt
um, aö því er segir í opinber-
um hernaðai'tilkynningum
grískum í gær. Hefur Grikkj-
um tekizt að sækja fram á
þessum vígstöðvum að undan-
gengnum harðvítugum bardög
um. Samkvæmt þessu virðast
fréttastofufregnir, er borizt
hafa undanfarna daga, um
það aö Grikkir hefðu þegar tek
ið Tepelini, hafa verið rangar.
ítalir hafa undanfarna daga
gert hverja skriðdrekaárásina
eftir aöra á mið- og nóröurvíg-
stöðvunum í Albaníu, en þeim
hefur öllum verið hrundið og
hafa ítalir beðið mikið tjón.
Er það viðurkennt af ítölum,
að sumar skriðdrekasveitir
þeirra á þessum slóðum séu
einangraðar og mjög illa sett-
ar.
,Sókn' semur víd
Ríkísspífalana
Samningar hafa tekizt milli
starfsstúlknafélagsins Sóknar
og Ríkisspítalanna. Fá stúlk-
urnar grunnkaupshækkun er
nemur 5 kr. á mánuði sumar-
mánuðina og 7.50 kr. vetrar-
mánuðina. Eftirvinnukaup
hækkar um 10 aura á klst. Við
þetta kaup bætist full dýrtíð-
aruppbót mánaöarlega, miðað
viö útreikning vísitölunnar í
þeim mánuði sem greitt er
fyrir.