Þjóðviljinn - 02.02.1941, Blaðsíða 4
þlÓÐVILJINN
Næturlæknir í nótt: Ólafur
Þ. Þorsteinsson, Eiríksgötu 19,
simi 2255. — AÖra nótt: Axel
Blöndal, Eiríksgötu 31, sími
3951.
Næturvörður er þessa viku
í Reykjavíkurapóteki og Lyfja-
búöinni IÖunni.
Helgidagslæknir í dag. Björg
vin Finnsson, Laufásveg 4,
Sími 2415.
Útuarpið í dag:
9.45 MorguntónLeikar, piötur':
Óperan „Aida“ éftir Verdi,
1. þáttur.
15.00—17.00 Miðdegistónleikar
plötur: óperan „Aida“ eftir
Verdi, 2.—4. páttur.
18.30 Barnatími. Systiirnar Mjöll
og Drífa.
19.15 Hljómplötur: Piamolög eftir
Brahms.
20.20 Einleikur á fiðlu: Björn Ól-
afsson.
20.45 Upplestur: Kvæði Ljósvík-
ingsins. Balldór Kiljan Lax-
ness.
21.00 Kvöld Ipróttasambands Is-
lands: Ávörp, samtöl o. fl.
21.50 Fréttir.
22.00 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.
Útvarpio á morgun:
13.00 Dönskukennsla, 3. fl.
18.30 Islenzkukennsla, 2. fl.
19.00 Þýzkukennsla, 1. fl.
19.25 Hljómplötur: Danssýningar-
lög.
20.30 Um daginn og veginn. Jón
Eypórsson.
20.50 Hljómplötur: Létt lög.
20.55 Útvarpssagan: „Kristín La-
fransdóttir, eftir Sigrid Und-
set.
21.20 Útvarpshljómsveitin: Brúð-
kaupsferð um 'Norðurlönd,
lagaflokkur eftir Emil Juel-
Frederiksen. — Einsöngur:
Magnús R. Jónsson: a. Bj.
Þorst: Eitt er landið. b. Lýs-
ir af eyju, norskf pjóðlag.
c. Hartman: Man ég graenar
grundir. d. Weyse: Hljótt er
húmið. e. Mozart: Yfir sveit-
um. f. Ibsen: Þú stóðst á
tindi Heklu.
21.50 Fréttir.
Tvær sýningar verða i dag á
marionette-leiknum “Faust”.
Er önnur þeirra barnasýning,
og hefst hún kl. 4y2 síðdegis.
Samkvæmt tilmælum barna-
verndarnefndar var leiknum
breytt nokkuð svo að hann
yrði við barna hæfi, og er hann
sýndur þannig á barnasýning-
unni. Á seinni sýningunni, er
hefst kl. 8y2 í kvöld, er leikrit-
ið sýnt óbreytt.
$
3 Flohhmínn s
♦♦♦ ♦>
Annað kvöld, mánudagskvöld,
verður fulltrúaráðsfundur á skrif-
stofu Sósíalistafélagsins í Lækjar-
götu 6 A. Þar er mjög áríðandi
að allir mæti. Það er pðrf að
undirbúa aðalfund félagsins, sem
verður innan skamms, og enn er
REVÝAN 1940
Astands~úigáfa
leikin í Iðnó annað kvöld kl.8.30 e. h.
Aðgöngumiðar seldir frá 4—7 e. h. í dag og eftir kl.
1 á morgun. — Sími 3191.
MARIONETTE-LEIKFÉLA GIÐ.
FAUST
verður leikinn í Varðarhúsinu í kvöld kl. 8%.
BARNASÝNING
/ kl. 4y2 síðdegis.
Aðgöngumiðasalan í Varðarhúsinu er opin kl. 11—12 og eftir
kl. 1. — Sími 3058.
Sösfailstafélag
Beyk|avfknr
Fulltrúaráðsfundur verður annað kvöld kl. 8y2 á skrifstofu
félagsins, Lækjargötu 6 A.
DAGSKRÁ:
1. Undirbúningur aðalfundar.
2. Verkalýðsmálin.
STJÓRNIN.
Undídasgfuhátturínn
lögbodinn
Framhald af 1. síðu.
öllu að láta slíka verknaði
»
heyra undir landráð. Annars
tekur afstaða stjórnarblað-
anna af öll tvímæli um hverj-
ar hvatirnar eru; þau telja hik
laust verknaði gegn misbeit-
ingu brezks hervalds sama sem
iandráð við ísland og sanna
þannig að það er undirlægju-
liátturinn, en ekki umhyggjan
fyrir íslenzkum þegnum, sem
veldur þessum bráðabirgðalög-
um.
Hve afkáraleg íslenzk lög-
gjöf er með þessu sézt bezt, ef
athuguð er breyting 95. grein-
arinnar. Áður var þyngsti dóm
ur fyrir móðgun við erlent ríki
eins árs fangelsi. Nú er þyngsti
dómur fyrir t. d. móðgun við
vald, sem hefði skert sjálf-
stæði íslands, valdið hér mann
drápum etc., — 6 ára fangelsi!
Og samtímis eru svo gerræði
stjórnarvaldanna opnaðar all-
ar dyr: Áður þurfti stjórn hins
crlenda ríkis að krefjast máls-
höfðunar, — nú ákveður dóms
málaráðherra íslands hvenær
pörf að ræða verklýðsmálin, og
ef til vill hefur sú pörf aldrei
verið meiri en nú.
Mætið allir á fulltrúaráðsfund-
inum.
mál skuli höfðuð. Hann tekur
að sér að vera einskonar heið-
ursvörðuy erlendra ríkja — og
það mun varla líða á löngu
unz það sýnir sig, hve mikilli
hlutdrægni verður beitt í fram
kvæmd þessara laga, einmitt
því valdi 1 vil, sem grandað
hefur hlutleysi voru og sjálf-
stæði.
Enska auðvaldið hefur fyrir
löngu hertekið fjármálalíf vort
Enskt hervald hertók 10. maí
land vort og braut hlutleysi
vort og friðhelgi. íslenzkir
valdamenn voru í vitorði um
hvorttveggja. Og nú hefur rík-
isstjórnin opnað vald þess leið-
ina í réttarfar vort. — Hvað
fer að verða oss eftir skilið?
aRÁFTÆK JA
■'Vtö0RDÍR
VANDAÐAR-ÓDÝRAR
SÆKJUM * SJENDUM
21
Anna Liegaard
Skáldsaga eftir
Nini Roll Anker
Per sat þögull við hlið eldri systur sinnar. Þegar for-
eldrarnir voru svona fámálug, hafði hann næði til að
hugsa. Veturinn var liðinn, gamanið á enda. Dyvik skip-
stjóri var farinn til Oslo til að búa út Pólstjörnuna,
hann ætlaði í siglingar eftir mánuð. Per sat álútur yfir
matnum, borðaði annars hugar. Veruleiki vetrarins var
þegar orðinn minning, og glaðværðin hafði endað svo
snögglega að hugurinn var enn bundinn henni — í
kvöld hafði allt unga fólkið ætlað með Dyvik-hjónun-
um út í sumarhúsið þeirra. Lífið eins og það gat verið
og lífið eins og það var mættist í honum sem ósætt-
andi andstæður. Dyvik hafði lyft þakinu af bænum,
— nú var engu líkara en að það væri að síga niður
yfir hann aftur, með snjókomunni... Mynd eftir mynd
frá veizlunóttunum kom fram í huga hans, — það komu
vipringar í hinar loðnu augnabrúnir drengsins.
Eitt kvöldið hafði Óli bryggjukarl og Syver velt tunnu
fullri af spönskum vínberjum inn í veizlusalinn. Tunrn
an var slegin upp, allir gestirnir slógu hring um hana.
“Nú tökum við lagið, piltar mínir og stúlkur”.
Óli og Syver voru með í hringnum og svo var sungið
fullum hálsi.
Vínberin höfðu þau borðað eins og væru þau bláber.
Klara hafði setið uppi á borði. Dyvik hafði kennt þeim
að fara með vínberin eins og Spánverjar, hún hélt á
vínberjaklasanum hátt í hendi sér, hallaöi höfðinu aft-
urábak og borðaði eitt vínberið af öðru uppeftir klasan-
um, — hún, eins og hin...
Þannig var lifinu lifað þar sem sólskinið ríkti allt ár-
ið um kring, þar sem stúlkur, vín og söngur átti rétt
á sér. Þar sem ástin var ást, en ekki syndafall.
Klara hafði orðið að nýrri manneskju þennan vetur.
Og hann sjálfur ... *•
Hann leit upp. Borðbúnaðurinn var sá sami og hann
mundi eftir frá því fyrsta. Það brakaði svolítið í kjálk-
um móður hans, þegar hún tuggði. Froðan í ölglasi föð-
ur hans seig og hvarf...
Og eftir þrjá mánuði átti hann aö taka stúdentspróf.
“Þá er Dyvik farinn”, sagði hann.
Anna leit upp.
“Er hann farinn?”
“Já, ég heyrði það í bænum í morgun”, sagði Roar.
“En hann kemur aftur áður en hann lætur úr hafi”.
“En þá má hann ekki vera að neinu”, sagði Per, og
það var augljóst hvað hann átti við.
“Ætli það sé ekki jafngott, hann hefur komið nógu
illu til leiðar”, sagði móðir hans.
“Það er eftir því hvernig það er tekið”, sagði Per.
“Mér skilst að ekki sé hægt að taka vægar til orða,
Per”.
Hún horfði fast framan í son sinn, hann var fölur
og tekinn í andliti eftir þennan vetur. Og gremjan til
upphafsmanns óreglunnar, skipstjórans, blossaði upp.
“Þig og félaga þína hefur hann gert hálfruglaða! Mari-
etta Tiller er eins og brjáluö, ef hún kemst ekki á ball,
situr heima og spilar danslög allan daginn. Og verst
er hvernig þetta bitnar á alþýðufólki, það kann sér eng-
in læti. Það telur sig sjálfsagt allt jafngott konsúlnum
á Reistad eftir þennan vetjir! Já, Dyvik hefur sannar-
lega sitt á samvizkunni.
“Og gamli Helvíg fékk brjósthimnubólgu af því að
hann þoldi ekki að svitna”, hrópaði Ingrid skrækum
rómi. Kvöld eftir kvöld hafði hún grátið sig í svefn
vegna þess að hún fékk ekk'i að vera með, nú þótti henni
gott að ná sér niðri á Per.
“Þú og pabbi hefðuö átt að taka boði Dyviks”, sagöi
Per, “þá hefðuÖ þið kannske þiðnaö upp líka”.
Roar brosti.
“Það hefðu ekki verið samkomur fyrir mömmu þína,
hún getur ekki skemmt sér með Óla bryggjukarli og
fólki frá skipasmíðastöðinni”.
“Mamma”, — pilturinn brosti, — “hún hefði staðið
sig þar eins og annarsstaðar”.
i
>00000000000000000000000000000000000
'OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÖOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO