Þjóðviljinn - 02.02.1941, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.02.1941, Blaðsíða 2
Sunnudagiur 2. febrúar 1941 ÞJOÐVILJINN Diðmnuma Björn Sigfússon: Víösjá Þjóðvíljans 2. 2. '41 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Einar Olígeirsson, Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritstjóm: Afgreiðsla og auglýsinga- Hverfisgötu 4 (Víkings - prent) sími 2270. « skrifstofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími '2184. Áskriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 3,00. Annarsstabar á land- inu kr. 2,50. t lausasölu 15 aura eintakið. Víkingsprent h.f. Hverfisg. Þeír skammasf sín Þaö hefur oft veriö háö hörð kosningabarátta í Dagsbrún. AÖ loknum leik hafa verka- menn þyrpzt á aðalfund félags ins til þess að hlýöa á kosn- jngaúrsltin. Siguryegararnir hafa fagnað hinni nýkjörnu stjórn, iúndarsalurinn hefur duniö viö af lófataki þegar hinn nýkjörni formaður hefur tekið víð sæti sínu. En hinir sem urðu að lúta í lægta háldi hafa komiö til íUildar, til þess aö gera félög- um sínum ljóst aö aftur yrði haldið af stað þar sem frá var horfiö, og áfram yrði barizt fyr ir þeim málstað, sem að þessu sinni varð að lúta í lægra haidi Stuðningsmenn C-listans brugðu ekki út af gamalli venju hvað þetta snerti. Þeir komu til fundar, eftir því sem ástæður leyfðu, til þess að gera lýöum ljóst, að þeir mundu halda áfram baráttunni fyrir aö gera Dagsbrún að hreinu verkamannafélagi, er lyti verkamannast j órn. En sigurvegararnir tóku hinsvegar upp nýja háttu á fundi þessum. Sárfáir þeirra mættu á fund inum, á þeim var engan sigur- íögnuð að sjá, enginn klapp- aði þegar Héðinn tók við for- mannssætinu, enginn fagnaði Jionum að þessu sinni. Héöinn hefur sannarlega átt öðru að venjast í Dagsbrún. Skyldi formaðurinn ekki liafa rennt grun í hvað þessu mundi valda? Ætli hann hafi ekki gert sér ljóst að verkamennirnir, sem kusu hann að þessu sinni, skömmuðust sín og vildu ekki láta sjá sig í hópi félaga sinna. Eða hvað halda menn um Óðins-félagana, sem hafa bund iö með sér félagsskap til þess að gera Dagsbrún að hreinu verkamannafélagi, og til þess að gera yfirráð pólitískra spá- kaupmanna og atvinnurek- enda í verklýðsfélögunum að engu. Þessi stefna Óðins- manna hefur verið viðurkennd sem stefna Sjálfstæðisflokks- ins og flutt á Alþingi í frum- varpsformi. Það var Bjarni Þ r ó u n á hjara ve ra Ida r Sæmundar-Edda var eitt sinn álitin skráð af Sæmundi fróða. Allt hið -heiðna og gullroðna í fornaldardraumsjónum róman- tískra manna á seinni tímum birt- Ist í kvæðum þeirrar Eddu betur Snæbjörnsson sem það gerði. Svo hafa þessir aumingja Óðinsmenn látið ginna sig til þess að kjósa mesta pólitíska ævintýramanninn, sem til er á þessu landi, og stærsta at- vinnurekanda, sem nokkurn tíma hefur verið í íslenzku verkalýðsfélagi, í formanns- sæti í stærsta verkiýðsfélagi landsins. Það er ekki furða þó menn, sem þannig láta gabba sig, verði skömmustulegir á eftír, og kynoki sér við að vera á al- mannafæri. Eða þá “mennirnir hans Héð ins”. Þeim hefur verið kennt, að þeir ættu að heyja þrotlausa baráttu við íhaldið. Þeir hafa trúað því að Morgunblaðiö og Vísir væru í eilífri andstöðu við verkamenniná Og allt það, sem. þeim mætti til heilla horfa. Þessi sailnleikur hefur auð- sjáanléga verið þeim trú, en ekki skoðun. Þeir hafa trúað þessu af því að þeim var sagt það, en ekki af því að þeir sjálfir hefðu gert sér ljós þau fjárhagslegu lögmál sem valda því að blöð atvinnurekenda liljóta að vera í látlausri bar- áttu við verkamenn, að þesgi blöð eru beinlínis gefin út til þess að haida fram hagsmun- um atvinnurekenda gegn hags munum verkamanna. Og nú var því hvíslað að þessum bless uðum trúmönnum, að nú væri Morgunblaðið og Vísir farin að túlka hagsmunamál verka- manna. Þeir trúðu og hlýddu. Kusu “íhaldið”. Eitthvað virðist þó votta fyr ir að þessum ágætu mönnum finnist trúskiptin undarleg, og það er eins og þeir hálf skamm ist sín fyíir nýju trúna, en von andi tekst Héðni aö gera þá hagvana hjá íhaldinu.' Sauð- ir eru furðufljótir að spekjast í nýjum högum, ef þeir eru vel vaktaðir fyrst í stað. Og svo allir blessaðir bjálf- arnir sem létu telja sér trú um að Bretar mundu hætta öllum hernaðarframkvæmdum á ís- landi ef Sigurður Guðna- son yrði kosinn formaður í Dagsbrún. Ekki skammast þeir sín hvað sízt. Þaö var ekki að furða þó hjörðin hans Héðins sé undir- leit, en hún á eftir að verða það enn 'þetur, 'og meira að segja Héðinn förumaður á eft- ir að beygja sig, enginn skyldi þó ætla að hann læri hér eft- ir aö skammast sín, en fyrir valdi vitiborinna verkamanna skal hann bogna fyrr eða seinna. Menntavegi.r II. en nokkru öðru, Islendinga sögur komust þar ekki til jafns nema hjá raunsærri lesenduum. Pað var engin tilviljun, að menn vildu fegnir fá að eigna galdrameistara úr Svartaskóla söfnun og ritun þessarar biblíu „fornaldarinnar". Það var af því, að þeir töldu Sæmund þann fyrst og fremst fulltrúa hinnar þjóðlegu heiðni og af öllu íslenzku væri hún og um leið allar gullaldarbókmennt- irnar langsízt smituð erlendum á- hrifum eða í nokkru hugsanlegu sambandi við þau. Hvað var ó- spillt og norrænt, ef Sæmundur fróði var það ekki? Og hvað var eðlílegra en galdur hans og fo-rn- eskja Eddu væri bæði undirrót og ímynd þess kynngikrafts, sem skóp menning okkar á 12. og 13. öld? ’ Það er rétt, að í Sæmiundi fróða og kynslóðinni er þeir Jóri Ög- mundsson mótuðu, finriurrt við . merkilegustu upptök þjóðmenning ar okkar á 12. og 13. öld. En pað var Vka ópjódlegrista kynslód pjód veldistímans. Það var ekkert, þótt Sæmundur og þess-i kynslóð hefði heillazt í álfhóla að íslenzkum sið oig gerzt svo „áifsleg“ eða fíflsleg á þjóðlegan hátt. En Sæmundur varð meira en bergnuminn eða heillaður i hóla. Hann heillaðiist svó' af vísindanánri í Paris, þar sern skólaspeki Anselms og Abad- ards var að dafna, nam þar „ó- kunniga fræði svá, at hann týndi allri þeiri, er hann hafði á æsku aldri numit ok jafnvel skírnar- nafni sínu.-----Sæmundr nefnd- isk Kollr“. Jón Ögmiundsson frétti til mannsins oig hugði hann ís- lenzkan og mælti, er hann sá hann: „,Ek get, að þú heitir Sæ- mundr ok sér Sigfússon ok fæddr á Islandi á þeim bæ, er í Odda heitir“. Kollur duldi alls um upp- runa sinn. En svo fast sótti Jón á, að hann játaði þetta að lokum. „Vera má, at sönn sé saga þín , mælti Kollur. „Þá mun finnask í túninu í Ödda hóll nökkur, sá er ek lék mér jafnan við“. Og hann,sem gerzt hafði viljugur fangi svartra undirheimshvelfinga, fjairi hverri sólarskímu og guðs grænni jörð, eins og sögnin segir, strauk nú við ærinn háska frá rökkur- rúnameistaranum í Svarfaskóla til þess, að sjá aftur hólinn í Odda, 'iðgrænan, sólroðinn, angandi vor og sumar oig haust og þrunginn minningum. Römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til. En orku .hennar nýtur sá einn, sem •fjarri hefur dvalið. Honum einum getur hún orðið skapandi rnátt- ur. — Á svipaðan hátt urðn alþjóð lega menntaðir kirkjuinenn okkar á 12. öld óhjákvæmilegur undan- fari þeirrar heimfýsi til þjóðlegra mennta, sem þá fer að skapast og ber bókmenntaávöxtinn. Á 12. öld var meiri einsýni víða í Evrópu en hér, í allri menning- arstefnu, og átti það þátt í því með stéttakúguninni að nísta til ólífis hverja bókmenntaviðleiitni leikmanna norðan Alpa. Engu að síður áttu íslenzkir riamsmenn meira að sækja suður um haf en á flestunr öðrum öldurn. Öldina á undan virðist bæði pílagrímaleið þeirra oig mennta- vegir hafa legið um Þýzkaland og yfirráð íslenzkrar kirkju wru hjá erkibiskupnum í Brimum, þar sem Aðalbert, vígslufaðir ísleifs biskups, hélt styrkum höndum stjómartaumum saxneskrar og norrænnar kirkju í senn. Nákegt 1100 skiptir um. Böndin við Eng- land, slitin síðan Vilhjálmur bast- arður hertók það, eru bundin að nýju og frönsk áhrif hefjast. Frönsk hámenning verður upp úr því glæsilegasta fyrirmyndin, sem no-rrænar þjóðir þekkja, eins og haldizt hefur a. m. k. fram undir ok-kar daga. Orsakir umskiptanna hef ég ekki rúm til að rekja nú. Ein þeirra vat, að curja páfastóls- ins vildi brjótá þaú völd þýzkra erkibiskúpa, sem gátu orðið til þess, að Norðurlönd yrðu háðari Þýzkalandi og keisurum þess en sjálfum páfunum. Þess vegna studdi páfakirkjan mjög sjálf- stæðisviðleitni Norðurlandakon - un-ganna andspænis þýzku skipu lagi oig ásælni þaðan. Hún byrjaði með því að setja erkistól í Lundij 1104 fyrir öll Norðurlönd og læt- ur samtímis 12 enska munka úr Eveshamklaustri mynda fyrsta kláustur Danmerk-ur. Næstu ára t-ugi gróðursettu allar miunkaregl- ur vestrómverskrar kristni klaustur sín á Norðurlöndum með enskum oig frönskum forgöngumönnum eða kennurum. Stórættaðir náms- menn taka að sækja menntun sína í franska og enska skóla. Nefni ég aðeins til dæmis á 12. öld erkibiskupana Eystein Erlendsson í Niðarósi, Áskel og Absalon í Lundi. Það er ákaflega eftirtektarvert, að íslendingar sýnast verða einna fyrstir Norðurlandaþjóðanna að átta sig á þessum umskiptum, leita frama síns á frönskum menntavegi. Isle fur ioig Gizur voru báðir þýzkmenntaðir, og ekki er grunlaust um, að barátta Isleifs með Aðalbert að bakhjarli fyrir skipulagning biskupsdæm-is síns hafi orðið svo örðug, sem látið er af, vegna lýðbiskupa, sem buðu siumt linara en hapn með ensk- franskar fyrirmyndir að baki. Giz- ur ber til sigurs fyrirætlanir föður sins og Aðalberts, oig með tiundar lögununr 1096 fær bæði kirkjan og íslenzka höfðingjastéttin ör- uggan fjárhagsgrundvöll. Islend- ingar urðu fyrstir Norðu'rlandabúa til að k-oma á tíund og höfðu hana einna fullkomnasta. Það verður seint gert ofmikið úr þýðingþeirra laga. En þegar unnið var að tí- undarlagasetningunni, voru komn- ir hingað heim tveir afburðamenn franskmenntaðir, Jón Ögmunds - son og Sæmundur fróði, sem hann hafði spanið út með sér. Ari fróði getur þ-ess, hve mik- inn þátt Sæmundur og Markús lögsögumaður Skeggjason, sterk- trúaður goði og hirðskáld, áttu í tíundarlögunum. Um kerini- mennsku Sæmundar og e. t. v. skólahald í Oddia ásamt ritstörf- um farast 12. aldar manni svo orð, að hann hafi verið einhver mestur nytjamaður í sögu kristn- innar á landi hér. Af því mæfti ætla að áhrif Sæmundar á alrnenn ing syðra hefðu líkzt áhrifum Jóns biskups nyrðra. Mér er full alvara að trúa því, að eftir lífsstarf Gizurar, hins þýzkmenntaða, trausta skipulags- frömuðar, sem bæði var hér þjóð- hðfðingi og biskup, og Parísaí’ fræðimannsins Sæmundar og liá- menntaða heittrúarmannsins Jón$ Ögmundssonar hafi þróun kristni- halds verið lengra á veg komin hér en á Norðurlöndum. Ég gæti haldið lengi áfram að telja upp fyrir því likur, á borð víð þcer, sem ég hef sýnt. Við gætum sleg- •izt í för með 500 nranna hópnurn sem þusti „heirn að Höluim" á stórhátíðum úr öllúm héruðum Niorðurlands. Við gætum setið úti á krossgötum á Jónsmessunótt, ekki með seiðskröttum, því að þá hafði Jón biskup kveðið niður, heldur með' skólagengna vinnu- mianninum Stjörnu-Odda, sem mældi út sólhvörf og kroissgötur hiniintungla með mestu vísinda- hyggju, sem þá var ti'l í Evrópu. Við gætum brotið heilann um vandamál íslenzkrar hljóðfræði með hliðsjón af engilsaxnesku, latnesku, grísku oig hebresku staf- rófi eins og höfundur elztu mál- fræðiritgerðar okkar gerði af fá- gætum skarpleik. Við igætum hug- leitt, hve staðgóða menning, af erlendum rötum og innlendum, þarf til að skapa mann eins og Ara fróða, föður sagnaritunarinn- ar. ýr skóla Jóns Ögmundssonar mætti enn minna á nöfn Bjarna Bergþórssonar hins tölvísa, Þór- odds Gamlasonar rúnameistara eða tveggja elztu ábóta á Þingeyr- um, Vilmundar og Hreins, eiiga nú ævistarfið gleymt að vísu, en hafa valdið þar hlutverki, senr t. d. Danir voru vanir að trúar að- eins erlendum niunkum fyrir á 12. öld. Þessir menn lögðu grunn að elzta sagnaritunarskóla lands- ins, þar á Þingeyrum. Með Jóni Ögmiundssyni, hinum söngniabisk upi, og siöngkennara í skóla hains, Rikinna hinum franska, vitum viið fyrir víst, aö voldugasta tónlist miðaldanna er gróðursett hér á •landi, og af henni sprettur, eins og Robert Abraham hefur skýrt í útvarpserindum í vetur, flest ieða allt sem þjóðlegast er í sðnglist okkar, og m. a. hefur hún varð- veitt hér ómetanleg einkenni, sem nú eru gíötuð hvarvetna annars staðar. (Einar Benediktsson getur þessa í kvæðinu Lnngspilld). — í Haukadal hélt Teitur, bróðir Gizurar biskups, skóla, sem FrámhaJd á 3 .síðnt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.