Þjóðviljinn - 02.02.1941, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.02.1941, Blaðsíða 3
i?JOÐVILJINN Sunnudagur 2. febrúar 1941. I lag ð afl tmnia að dniMiigiianiia hsli uerði reist iinan shamins Reybívíhíngum gefst kosturáað styrbja gott málefní í dag 1. febrúar er einskonar afmæli. Afmæli geta verið til komin af góðu tilefni — og eru það oftast. En tilefnið get- ur líka stundúm veriö miður gott, og svo er hér. Það var 1. febrúar, sem af sumum var kallaður “Brennivínsdagurinn mikli”, þegar sala sterkra á- fengisdrykkja hófst hér að nýju. Það heföi mátt telja þennan mikla brennivínsdag, 1. febrú- ar 1935 tiltölulega meinlaust vixlspor — einskonar ógætnis- hrösun þjóöarinnar, ef hún þá hefði séð að sér, séð hvaða afleiðingar myndu af hljótast ef lengra yrði haldið þeirri óheillabraut, sem þá var stigið út á. En svo varð ekki, og má þar segja að rættist: “Vond var þín fyrsta ganga og munu margar á eftir koma”. “Brenni vínsdagarnir” hafa orðið marg ir og hefur lítt verið sézt fyrir um afleiðingarnar, og þess- vegna verður þessi afmælisdag ur hafður í annálum. Æskulýð urinn meðal bindindismanna hefur um nokkur ár tekiö ser ; fyrir hendur að minnast þessa dags sérstaklega á þann viöeig andi hátt aö gera hann að sín- um sérstaka baráttudegi. Hug- sjónin er sú að snúa ósigri í sigur. — í þetta sinn var ákveð •ið að haga þessari baráttu nokkuð á annan veg, en áöur. Stórstúka íslands ákvað, að leita samvinnu fyrst og fremst við önnur bindindissamtök — og síðan viö alla þjóðina um, aö hefja þennan dag allsherj- arfjársöfnun um land allt til þess að reist yrði heilsu- og hressingarhæli fyrir drykkju- menn. En af sérstökum ástæð- um var þó frestað að láta fjár- söfnun þessa fara fram hér i Reykjavík þangaö til 2. febrú- ar. Takist þessi söfnun, eins og vonir standa til, þá mun ríkið einnig greiða sína skuld til þessa mannúöarmáls og leggja sitt fram. málsins, að taka sér orð Matt- híasar í múnn: “Græðum saman mein og mein metumst ei við grannann”. Því hér er sannarlega mein að græða sem alli'r ættu að vera samhentir um. Og þó það séu Templarar og æskulýður skól- anna, sem gerzt hafa sjálfboða liðar að því er snertir að safna því, er almenningur kann aö vilja fórna þessu máli, þá ríð- ur þó á, að allir, sem geta, sýni það hjartalag og þá mann úö að þeir vilji leggja hönd á plóginn og leggja fram “hinn þétta leír” — “aflið til þess er gera skal”. — Eg skammast mín því ekki — og enginn okk ar skammast sín — fyrir að koma sem beiningamaður að dyrum hvers manns og biöja um gjöf, því við vitum að við biðjum ekki einungis um hjálp til þess ’að gott verk verði fram kvæmt, mannúðarskyfda leyst af hendi, heldur líka að rekið verði ámæli af íslenzku þjóð- inni, aö hún hafi brugðizt skyldum sínum viö þá, sem þess þurfa að bróðurhugur sé þeim auðsýndur og bróður- hönd rétt til hjálpar. — Þess- vegna skora ég á alla að vera með! Að síðustu vil ég svo vinsam ast benda Templurum og félög um úr Bindindissambandi skól anna á, aö enn er þörf fyrir aðstoö þeirra í dag. Mætið því öll sem getið í Templarahús- inu eftir kl. tíu og bjóðiö að- stoö ykkar. Laun ykkar fáið þið í meðvitundinni um að þið starfið fyrir gott og réttlátt málenfi. F. Á. B. í. s. í. i sambandi við 29 ára afmæli íþróttasamband Íslands verður Þegar fyrir fleiri árum var þaö ljóst orðið, að hér var brýn þörf fyrií hæli. Og allir munu vera sammála um, að sú þörf hafi aukizt — því miður. — Málið hefur líka talsvert veriö rætt manna á meðal. Og er það sannast mála, aö bæði rík- ið og bindindissamtökin hafa legið undir ámæli fyrir fram- kvæmdaleysi. Sumum hefur fundizt, að ríkið eitt ætti hér að hef jast handa, en' öörum hefur fundizt, að hér væri rétt verkefni fyrir templarana. — Hér skal ekki farið út 1 neinar rökræður eða neinn metnaö um þaö, hver hér hefði átt að ganga fram fyrir skjöldu. Nú ættu þvert á móti allir, sem sjá ’og viðurkenna nauðsyn Skettimíun khaldin í Iðnó í dag kl. 4 e. h. Til skemmtunar verður: Fim- leikar (karla), Hnefaleikar, Borðknattleikur o. fl. Ávarp fiytur Sveinn Björnsson, sendi herra. Aðgöngumiðar seldir í *Iðnó í dag frá kl. 10 f. hád. STJÓRN í. S. í. Daglega nýsoðin S VIÐ Kaffistofan. Hafnarstræti 16. Þróun á hjara veraldar Framhald af 2. síðu. hefur að líkindum verið ein- hver hinn farsælasti 1 allrií sögu okkar. Þaðan var auk Ara kominn Þorlákur biskup Run- ólfsson, Björn biskup Gilsson og víst mikill hluti presta sunnan og vestan lands. Þetta mun vera sami skólinn sem Isleifur bisk- up, faðir peirra Teits, stofnaði og hélt lengstum heim^ hjá sér í Skálholti, og á dögum KLængs biskups mun skólinn aftur vera horfinn heim úr Haukadal að Skálholti. Skálholtsskóli er ein- hver elzti menntaskóli á Norð- úrlönduum og stóð, þótt með nið- urföllum væri um skeið, allt til móðuharðinda. Enn rís „Hólastóll með hefð oig sóma“, en Skálholts kirkja er aumust allra í Skál- hioltsbiskupsdæmi. — í Oddia stóð ágætur skóli á 12. öld. Frægastir fyrir menntir eru [}ar_ Eyjólfur, Sæmundarson, Jón Loftsson, Páll biskup son hans og Þorlákur helgi. Þorlákur oig Páll sóttu og enska skóla (Linooln). En í aldarlokin elzt þar upp Snorri Sturluson við latíniumenntir, dróttkvæði, klrkju- réttardeilur og fjölkvænisbrösur Jóns fóstra síns við Þorlák belga, og um líkt leyti fer að bera á riddaralegu sniði í nafnagiftum og framkomu Oddaverja. Ýtrustu andstæður blandast. Nú er víst nóg upp talið, þótt af nógu sé enn að taka. Nægi- lega Ijóst er, að hámenning landsr ins var kirkjuleg að uppruna og kirkjulegs eðlis að mestum hlut alla 12. öld. Arfur heiðninnar var stríður undirstraumur undir hin- um varma, létta hafstraumi skól- ans á Hólum og lét hvergi á sér bæra, þar sem öldin skóp og gaf okkur andleg vqrðmæti sín. Þröun miðaldaandans varð sízt minni hér en í nálægum löndum um 1200, og í tilfinningalífi alþýðu ber um það leyti mest á heittrú- aröldunni, er Guðmundur góði Vakti, í nafni dýrlingsi'ns Jóns Ög- mundssonar. Höfundar Islendinga sagna vaxa einmitt upp við hlið þessarar heit- trúaröldu og hafa sumir tvímæla- laust orðið snortnir af henni. Sam- úðin með Guðmundi Arasyni var rík í Snorra Sturlusyni, veraldar- vitrum höfðingjanum. Og hún vpr eitt, sem þurfti til að skapa alsjáandi sagnaritara. Snorri veitti Guðmundi vetrarvist í óþökk ann- arra höfðingja, og dásamlegust allra verka hans er siagan, þar sem hann gerir fyrstur einn mann og heilsteyptan úr herkonungin- um Ólafi digra og dýrlingnum Ólafi helga. I líkum anda er heið- íð og heilagt hnitað saman í Heiðarviga sögu, Laxdælu eða Njálu. I öðrum sögum, eins og Eglu, Glúmú, Eyrbyggju eða Hrafnkötlu er óícristni andiinnhins vegar miklu aðsúgsmeiri, grund völlur lífsskoðananna sýnist heið- inn og þó laust við beina upp- reisn eða andróður gegn kirkju- trúnni. Samhengi 12. aldar trúarupp- eldis og sagnaritunarinnar, sem blómgasf ekki fyrr en með kyn- slóð Snorra, er svo margþætt og náið, að helzt er að líkja við I samband 19. aldar uppeldis og kynslóðarinnar' um 1940. En um- Alít Hermanns Jónassonar: Ef lö$ín ganga ekkí jafnl vfír aíía, þá hafa eínsfaklín$arnír ekkí lengur ásfæður fíl að vírða lög o$ réff 9. júní 1934 birtjist grein í Tímanum eftir Hermann Jón- assQn, sem nú í 7 ár hefur verið dómsmálaráðherra íslands um “Dómsmál og réttarfar”. Þar segir hann m. a. eftirfar- andi, sem vel má hugleiða nú út af atburðum þeim, er nú gerast: “Tilgangurinn með dómsvaldinu er fyrst og fremst sá, hvernig svo sem fyrirkomulagið annars er, að fá skorið úr ágreiningsmálunum milli einstaklinganna í þjóðfélögunum á Þann hátt, að lög og réttur gangi jafnt yfir alla. Það er fyrst og fremst sú hugsun, senj þjóðfélögin stefna að með dómsvaldinu, og eftir því hvort dómsvaldið er gott eða lélegt, fei það hvort því er treyst af almenningi eða vantreyst og hvort það á skilið að heita því virðulega nafni RÉTTVÍSI. Ef til vill getur enginn nema sá, sem fengizt hefur \ið saka- og lögreglumál í mörg ár, skilið það til fulls, hvað einstaklingarnir sem verð'a fyrir barði réttvísinnar, gera stranga kröfu til þess, að lögin gangi ekki harðar yfir sig en aðra einstaklinga. Þessi krafa gr svo rík í eðli hvers manns, að hún er í raun og sannleika hið eina réttlæti sem einstakl mgarnir gera kröfu til. Menn þola alveg uintalslaust stranga dóma án þess að æðrast, eða bera kala til réttvís- innar, ef þeir eru vissir um, að það sé sama refsing og aðr- ir fái undir sömu kringumstæðum, en þó ekki sé lögð á mann nema lítilfjörleg sekt fýrir það sem hann telur aðra er eins stendur á fyrir, sleppa við, þá þolir það enginn, sem ekki er heldur von til. Og þegar svo er komið að lögin ganga ekki jafnt yfir alla einstaklinga í þjóðfélaginu, þá er dóms- valdið EKKI lengur orðið RÉTTLÆTI heldur RANGLÆTI, og þá hafa einstaklingarnir EKIvI lengur ástæðu til að virða LÖG OG RÉtt, enda gera þeir það þá ekki”. Tíminn 9. júní 1934. Vaxtalækkun Frá o$ med í. febrúar 1941 lækka forvexfír af víxlum hjá okkur í sl/2% á árí — Ekkerf framlen$ín$ar$jald. IKilP II Raireiis. Áskrifendur Réttar í Reykjavík eru beðnir að koma á afgreiðsluna, Austurstræti 12, og greiða síðasta árgang með 5 kr. skiptin frá 12. öld til Sturlunga- aldar eru að hinu leytinu svh} ó- vænt iog stórkostleg, að skýring þeirra hlýtur bæði að vera þjóð- hagslegs eðlis, eins og sýnt skal í niðurliagsgrein, og siðaskipta- eðlis, á þann hátt að undirstraum- urinn kaldi ryður röstum sínum leið á yfirborði og frjóvgar þjóð- menninguna, líkt og fiskintið aiuðgast á straumamótum. I sagna list brýzt forna lífsskoðunin fram með þeim mun meira afli, sem hún var bældari á 12. öld af ofur- þunga miðaldalífsskoðana ogheit trúar. Það var eins og farg, sem þrýsti fjööur fólgins lífs og dul- ins kraftar elds. 1 sagnfræði er þetta fyrirbrigði skýri með lög- máli framvindu og afturkasts,eins og pendúlslag klukkunnar. Við sálarlífsathugun margra einstakl- inga, sem taka óvænt stakkaskipt- iimi í lífsskoðun eða búa yfir and- stæðustu skoðunum verður hug- arfarsbyltingin enn skiljanlegri. Þá skiljum við að Islendinga sögur fæðast líkt og Jóra Klængsdóttir, systir þeirra, ekki beint í fjand- skap við menningarboðorð kristn innar, heldur af því að náttúrlegrí helftin í Islendingseðlinu þold' ekki við nema sleppa sér og eignast afkvaemi sín. Niðurl. næst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.