Þjóðviljinn - 02.03.1941, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.03.1941, Blaðsíða 4
mmmmmmmm Rcybjavibuif Annáll h.í. vwír im i U SftW * verður leikinn á morgun, máwu- 'dag, kl. 8 e. h. Aðgöngumiðar verða seldir í Iðnó frá kl. 4—7 í dag og eftir kl. 1 á Imorgun. Nœturlœknir í nótt: Jóhannes Björnsson, Reynimel 46, jsími 5989. — Aðra nótt: Krjistbjörn Tryggva- &on, Skólavörðustíg 33, sími 2581. Helgidigslœknir ©r Gísli Páls- son, Laugavegi 15, sími 2472. Nœturvördur er þessa viku í Reykjavíkurapóteki og Lyfjabúð- inni Iðunni. Útvarpiö i dag. 10,00 Morguntónleikar, plötur: Óperan „La Traviata", eftir Verdi, 1. páttur. 12,00 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegistónleikar, plötur: Óperan „La Traviata", eftir Verdi, 2. og 3. páttur. 18.30 Barnatími: Knútur Arngríms ,sion o. fl. 19,15 Hljömplötur: Lög leikin á ýms hljóðfæri. 19.50 Auglýsángar. 20,00 Fréttir. 20,20 Erindi: Herteknir hugir: Grétar Fells, rith. 20,35 Viðtal við Esmarch sendi- herra Norðmanna. Th. Smith. 20,55 Einleikur á pianó, plötur. 21,10 Upplestur: „Spor í sandi“, kvæði. Steinn Steinarr. 21.25 Gömul danslög, plötur eða harmónikuleikur. 21.50 Fréttir. 22,00 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. Útvarpiö á morgun. 12,00 Hádegisútvarp. 13,00 Dönskukennsla, 3. fl. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl. 19,00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19.25 Þingfréttir. 19.50 Auglýsjngar. 20,00 Fréttir. 20.30 Um daginn log veginn: Jón Eypórsson. 20.50 Hljómplötur: Létt lög. 20,55 Útvarpssagan: „Kriistín Lafr- ansdóttir, eftir S. Undset. 21.25 Utvarpshljómsveitin: Finrtsk pjóðlög. Einsöngur: Holger Gíslaison: Gígjan, eftir Sigfús Einarssion. Leiðsla, eftir Sigv. Kaldálóns. Draumalandið, eftir S. Einarss. Viorgyðjan, eftir Á- Thorsteinss. Alfaðir ræður, eftir S. Kaldjal. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Hallgrímsprestakhll: Messur í dag: Kl. 10 f. h. barniaguðspjón- |usta í Austurbæjarbárnaskólanum séra Jakob Jónsson, — kl. 2 e. h. hámessa i dómkirkjunni, séraSig- urbjörn Eiuarssion. Tónlistarfélagið og Leikfélag Reykjavíkur. „NITOUCHE" Óperetta í 3 þáttum eftir HARVÉ. Sýníng i kvöld kL 8. ÚfselL REVÝAN 1940 ?oöooooooooo«oooooooooooooooooo«<»ooc Ásfands-úf$áfa Eftirmiðdagssýning í dag, sunnudag kl. 3. Aðgöngumiöar verða seldir eftir kl. 1 í dag. Sími 3191. MARIONETTE-LEIKFÉLAGIÐ FADST verður sýndur í Varöarhúsinu í kvöld kl. 8 Vz. Barnasýning kl. 4 síðd. Aðgöngumiðar eru seldir í Varðarhúsinu frá kl. 1 síðd. — Sími 3058. ATHUGIÐ: Þeir, sem ekki hafa ennþá séð þenna vin- sæla efnisríka miðaldaleik um baráttu Dr. Fausts við myrkra völdin, ættu ekki að draga það lengur, því að le'ikurinn verð- ur aðeins sýndur örsjaldan ennþá. Kantaður saumur 3^4» _ 1” _ 11/2” _ 2" — 2y2" —3" —4" —5" —6' V. - Ennfremur: » ÞAKSAUMUR og PAPPASAUMUR galv. og ógalv. G^kaupfélaqié Hverfisgötu 52, Reykjavík — Keflavík, Strandg. 28, Hafnarfirði. — Sandgerði. Fiindnr í öllnm deildnm annað kvild Fulltrúi frá félagsstjórninni rnætir á öllurn fundunum. Áríðandi mál á dagskrá. STJÓRNIN. Námskelð Sósialistailokksins í sögu verkalýðshreyfingarinnar verðúr kl. 1,30 1 dag í skrifstofunni, Lækjargötu 6 A. Mundir pú eftir ad flýta klukk- unni í nótt? Það átti að flýta Loftvarnabelgur barst til Reykja Víkur í gærmorgtm. Héngti vírar henni um einn klukkutíma, sam- i niður úr honum og tókst að festa kvæmt b-oði keisiarans. I hann innj í Kleppishiolti. 54 0 $ Anna Liegaard Skáldsaga cftir Nini Roll Anker Gamla konan var einkennilega ung í fasi, það var nærri ástleitni í augnaráöi hennar og tali, svo að meira að segja Per varð snort'inn — það var hreint ekki óhugs- andi að látast vera svolítið skotinn í ömmu gömlu, þó ekki væri til annars en aö sjá hvað hún naut þess! Það var aöeins Ingrid, sem dró sig dálítið í hlé, amm- an haföi það til að spyrja svo hvatskeytislega. Hún sagöi aö vísu skemmtilegar sögur, en hún sagði aldre'i ævin- týri, eins og amman hjá Sturland. Og Ingrid var ekki upp úr því vaxin að heyra æVintýri, því hún hafði aldrei heyrt þau heima, móðir hennar sagði alltaf aö ævintýri væru börnum óholl. En frá því að „amm- an“ kom til Sturlands, gat hún ekki hugsað sér neitt yndislegra en að hlusta á sögur gömlu konunnar um Flóres og Flóredillu og um drenginn sem átti aö byggja brúna. Þaö voru ekki einungis skrítnu oröin, sem gamla konan notaði, það var alvarleg og syngjandi röddin, sem kom manni til að hugsa svo margt undarlegt. Ingrid fannst að amma sín væri ekki eins og ömmur eiga að vera, hún var dálítið smeyk við hana. Það liöu vikur þar til frú Randby varö vör viö nokk- uð óvenjulegt á heimili dóttur sinnar. Hjónunum kom sæmilega saman, fannst henni, þaö var ekki að búast við áberandi hamingju eftir átján-nítján ára sambúð. Þau áttu stóran vinahóp í bænum, gott fólk og gegnt. Uppeldi barnanna var einnig í betra lagi, Anna var að vísu dálítið uppstökk, það hafði hún af föður sínum. Roar var orðfár að upplagi — henni hafði aldrei verið ljóst, hvað dóttir hennar sá við hann, en hún um það! Þaö var ekki fyrr en Liegaard skrapp til Oslo í febr- úar, aö hún fann að eitthvað var í ólagi. Hann hafði ætlaö að vera þar einn eða tvo daga, en varð heila viku. Morguninn sem hann hringdi heim, og sagði aö hann kæmi ekki heim á tilteknum tíma, sá hún að Önnu varð mikið um það. Það kom yfir hana mögnuð ó- þreyja, hún gat ekki haldið sér að vinnu og hrökk við í hvert skipti sem síminn hringdi. Á næturnar bylti hún sér andvaka í rúminu. Einn daginn spurði móöir hennar: „Hvað er að þér Anna? Þú ert eins og kvikasilfur“. Þaö leit ekki út fyrir að dóttirin ætlaði að svara. Hún laut dýpra yfir sokkinn, sem hún var að stoppa í. „Þaö er varla verra en svo aö þú getir sagt móðir þinni það“. „Mér finnst að hann ætti að koma heim“. „Æ, það er gott að vera í höfuðstaðnum“. Frú Rand- by andvarpaði, hún hafði öfundað tengdasoninn af Oslo- ferðinni, þráði alltaf bæinn. „Þetta er ekki nema þorp sem þið búið í, góða Anna. Við þurfum öll á tilbreytni að halda“. „Hann er aö hitta stúlku þar innfrá“, sagöi Anna. Móðirin leit yfir klippta höfuöiö, við munnvikin lágu djúpar rákir niður á hökuna. Hún hafði ekki tekiö eft- ir því fyrr. „Jæja“. Annað sagði hún ekki, hún varð aö hugsa sig um fyrst. Hitta stúlku... Þaö var ólíkt dætrum hennar að segja þaö. Andlit frú Randby varð alveg hræringarlaust, éins og venjulega þegar liugurinn kemst í uppnám. En smám saman færðist roði í vangana, var- irnar klemmdust saman. Óvildin til tengdasonarins óx í henni svo ört, að hún varö hálfsmeyk. „O, hann er ekki annað en karlmaður, Anna“. „En hann er máöurinn minn“. Móðirin prjónaði. Dóttirin þræddi löngu stoppnálina milli þráðanna sem lágu yfir gatið á sokkhælnum. „Hefur þú haft hann grunaðan lengi?“ „Síðan 1 september“. „Er það heiðarleg stúlka?“ „Einn af kunningjum okkar". „Ung?“ „Um þrítugt". Þaö leizt frú Randby ekki á, hún hrukkaði ennið oooooo,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.