Þjóðviljinn - 12.07.1942, Side 2

Þjóðviljinn - 12.07.1942, Side 2
2 ÞJÖÐVIUJINN Sunnudagur 12. 'júlí 1942 Konsfanfin Simonoíf Hreindúrahraðlsstin cSœjat póstui'Ínn Konstantin Simonoff er þekktur rússneskur rithöfundur, sem nú er stríðsfréttaritari á norðurvígstöðvunum. Eftirfarandi grein hans fjallar um nýja aðferð, sem Rússar hafa tekið upp í baráttunni við erfiðleika Snœs konungs. Norðurvígstöðvarnar eru mjög þýðingarmiklar fyrir Sovét- ríkin, því um Múrmansk og Múrmanskjárnbrautina fer mesti hlutinn af hergagnasendingum Bandamanna til Sovétríkjanna. Siðan stríðið hófst hafa Þjóðverjar gert ítrekaðar árásir til þess að ná Múrmanskjárnbrautinni, en alltaf orðið frá að hverfa. Hádegi. Klakinn farinn að klökkna. Lest af hreindýrum fer yfir hjarnið. Það er „fegurð, norðursins”, sem þar er á ferð- inni -— hreindýrahraðlestin — methafarnir í hraða á þessum slóðúm. Hreindýrin eru jafnvíg á að klífa gaddfreðnar hjarnhengjur og brjótast gegnum mjúka mjöllina. Á sleðunum eru langar þúst- ur, vafðar inn í sjúkrahúsvoð- ir. Það eru sœrðir menn dúðað- ir til þess að verjast kuldanum, líkt og börn í reifum. Hin léttstígu hreindýr þjóta yfir fannbreiðurnar, én öku- mennirnir sveigja fram hjá mis- hœðunum til þess að hlífa hin- um sœrðu mönnum við hnjaski. Það eru 30 mílur til sjúkra- hússins. ísilögð vötn og hæðir skiptast á. Á slíkum vegi kæmist bifreið ekki nema fáa metra. Hestur myndi brjótast áfram 3 mílur. Maður myndi gefast upp eftir fi niílna vegalengd. En hreindýrin fara alla leið til sjúkrahússins á þrem tímum. Hugmyndin um flutninga með hreindýrasleðum kom fyrst til sög unnar, þegar hin langa vetrarnótt norðurhjarans hófst á sl. hausti. jÞá þótti það fífldjörf, jafnvel ó- framkvæmanleg hugmynd. Ekki fyrst og fremst vegna þess að hreindýrin eru sjaldgæf á þessum slóðum, en hvernig átti að fara að því að hafa not af hreindýrum í stríði? Hvernig átti að yfirstíga þann örðugleika að klappirnar við norðurströndina voru gróðurlausar, svo þar fund- ust jafnvel ekki fjallagrös, sem eru aðalfæða hreindýranna ? Og hvernig myndu ökumennimir reynast — menn af Nenets-, Sam- cg Komiþjóðflokkum, sem þrátt fyrir það, að þeir voru góðir veiði- og skotmenn, höfðu aldrei kynnst fallbyssueldhríð á ævi sinni ? Hvernig myndu þeir bregðast við í eldlínunni? Myndu þeir stand ast raun hinnar stöðugu lífs- hættu? Myndu þeir reynast vaxn- ir skyldustörfum sínum? Og síð- Framhald af 3. síðu. Mýrarljós Þeir, sem elta mýrarljós, lcnda fyrr en varir í botnlausum fenjum, þau loga að- eins þar sem engin rót er undir. Þjóðstjórnarflokkarnir keppast nú hver við annan um að bregða upp sem skaer- ustum mýrarljósum yfir hinum botnlausu fenjum spillingarinnar, sem þingmenn þeirra eiga að halda vörð um. Skærast loga þessi ljós hjá Framsóknarflokknum. Flokkur þessi lætur nú svo sem hann ætli að vinna að stórfelldum umbótamálum fyrir alþýðuna og minna skrif hans helzt á Tímann frá 1926—1927, rétt fyrir valda- töku Framsóknarflokksins. En allt er þetta til þess eins gert að stöðva flóttann frá íhaldsflokkunum þrem ur til sósíalista. Talið um umbæturnar er ekki framkomið vegna áhuga fyrir ,,um- bótum”, þær ..umbætur” sem gerðar hafa verið og gerðar kunna að verða, eru ekki og verða ekki gerðar vegna þeirra, sem talið er að-eigi að njóta þeirra, heldur til þess að geta viðhaldið úreltu þjóðfélags formi, sem veitir einstökum mönnum tækifæri til að lifa á annarra vinnu. Látið ekki mýrarljósin glepja ykkur út í fenjaveitu þjóðstjórnarflokkanna. Gang- ið í Sameiningarflokk alþýðu — Sósíal- istaflokkinn. Tíminn telur Alþýðu- flokkinn úr sögunni Jónas Jónsson segir í Tímanum í gær: ..Urslit kosninganna benda til þess, að innan skamms verði hér aðeins um þrjá flokka að ræða: Verkamannaflokk, þar sem nokkrir af leiðtogimum standa beint undir valdboði útlendra manna og stefna að upplaurn þjóðfélagsins. Til hinnar handar verður íhaldsflokkur, cf til vill með dökkri rönd fésterkra ofbcldismanna. Mitt á milli þessara fylkinga stendur Framsóknarflokkurinn. Frelsi og framtíð þjóðarinnar er ko’min undir því, að hann haldi fullu hreyfingarfrelsi milli hinna öfgakenndu nábúa, sem helzt eiga sam- leið þegar á að byggja einhvern nýjan ólögulegan skúr út úr stjórnlagabyggingu landsins'*. Gamli maðurinn reiknar auðsjáanlcga mcð því, að Framsóknarflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn skipti Alþýðuflokkn- um upp á miili sín. Nakinn Tíminn skrifar fleira um Alþýðuflokk- inn, honum er umhugað um að þjóðin viti, að flokkur sá er nakinn. Meðal ann- ars segir Tíminn: ..Alþýðublaðið spyr, hvernig í ósköp- unum fólkið geti fengið af sér að vera svona slæmt við Alþýðuflokkinn, Hann hafi þó ekkert til sparað til að ganga í augu kjósendanna. • Alþýðublaðið á eftir að gera sér ljóst, að ,,nýju fötin keisarans” duga honum ekki. Fólkið sér, að Alþýðuflokkurinn er ,ekki í neinu’ — og treystir honum ekki”. Sannleikur og „Jónasar- sannleikur ’ I þessum ummælum Tímans felst bæði sannleikur og Jónasar-sannleikur. Allt, sem Jónas segir um Sósíalistaflokkinn er Jónasarsannleikur, og þarf það mál ekki frekari skýringar við, en flest það, sem hann segir um Alþýðuflokkinn er Sann- leikur, þótt ekki sé það nema hálfur sannleikur. Allur sannleikurinn Ef segja á allan sannleikann um Al- þýðuflokkinn í stuttu ináli, þá er hann á þessa leið: Alþýðuflokkurinn hefur brotið skip sitt í spón. Skipstjórinn, Stefán Jóhann Stef- ánsson og fyrsti stýrimaður Jónas Guð- mundsson hafa lagt fleygið í brotsjóa þjóðstjórnaríhaldsins og siglt því um ólgu rastir sundrungarinnar. Slík sigling hlaut að enda með skipbroti, — og nú er skip- ið brotið. Það heimskulegasta, sem skipbrots- mennirnir gætu gert er að smíða sér nýtt skip, því skipshöfn og skipstjórn á enga samleið. Skipstjóranum er bezt að leita sér skiprúms hjá Hermanni Jónassyni inn- an um hina ,,glæsilegu” ,,umbótamenn” Framsóknarflokksins. Skipverjar eiga all- ir sem einn heima að garði sósíalismans, þangað eru þeir boðnir og hjartanlega velkomnir, þar bíður þeirra verk að vinna við hlið stéttarbræðra og góðra félaga úr öðrum stéttum, og verkið sem vinna ber er að skapa þjóðfélag jafnréttis og bræðralags á íslandi. Framsóknarmenn þurfa einnig að hlusta á nokk- ur sannleiksorð h ramsóknarflokknum tókst í þessum kosningum að halda fylgi sínu og vel það. I^etta á áreiðanlega rætur sínar að rekja til baráttu hans gegn kjördæmamálinu. 1 sveitunum mun býsna almennt hafa verið litið svo á, að stjórnarskrárbreyt- ingin væri ,,dreifbýlinu” fjandsamleg og því hafa sveitamennirnir talið réttara að fylkja sér um Framsóknarflokkinn að þessu sinni. En fjöldinn allur af Fram- sóknarmönnum hefur kveðið upp dóm sinn yfir þjóðstjórnarbraski flokksins, og sá dómur mun koma fram í kosningun- um í haust. Það mun sýna sig þá, að sama upplausnin, sem kom fram í ný- afstöðnum kosningum hjá Alþýðuflokkn- um og Sjálfstæðisflokknum, er fyrir hendi í Framsóknarflokknum, og er vissulega rétt fyrir rótæka Framsóknarmenn að taka nú þegar saman pönkur sínar og ganga í Jið með sósíalistum. Það er ekki betra að vcra með í skipbrotinu í haust. Þrír flokkar Þaö er sennilega rétt Kjá Jónasi Jóns- syni, að vonbráðar vcrði hér aðeins um þrjá flokka að ræða. Sjálfatæðisflokkinn, sem verður grimulaus málsvari samkeppn innar og sundrungarskipulags auðvalds- ins, Framsóknarflokkur, sem breiðir yfir sig gagnsæar dulur umbótanna, til að dytja vopnin, sem- hann hyggst að bcita til viðhalds þjóðskipulagi eymdarinnar, sundrungarinnar og spillingarinnar — Sósíalistaflokkurinn, sem berst ærlega og Stimson, hermálaráðh. Banda ríkjanna tilkynnti nýlega að komið hefði verið á fót flugdeild sem á að sjá um brottflutning í- búa frá hérnaðarsvœðum. Mun deild þessi hafa til umráða flug vélar, sem útbúnar hafa verið til sjúkraflutninga. Flugvélarnar verða útbúnar fullkomnum tækium til að hjúkra særðum á ferðalagi, og er vonazt til þess að mörgum mannslífum verði bjargað með því að flytja sjúklinga loftleið- is og komast þannig hjá erfiði og hristing, sem fylgj.a flutning um á landi. Flugvélar, sem geta lent á litlu svæði munu starfa við vígstöðvarnar, taka við sjúkrabörum, flytja særða til flugvalla, ,þar sem flutninga- flugvélar taka við þeim og flytja þá til sjúkrahúss. * Mc Sherry herforingi, sá sem hefur yfirumsjón með mann- afla Bandaríkjanna sagði í opin berri rœðu nú í vikunni að 13 millj. og 900 þús. manns muni vinna í þágu stríðsins 1942. Af þeim munu 10 millj. og 500 þús. vinna við hergagnaframleiðslu og 3 millj. og 400 þús. verða í herþjónustu árið 1942. * Nazistastjórnin er komin í lclípu vegna tilkynninga sinna um morðingja Heyderichs. Hinn 3. maí auglýsti „Berliner Lokalan- zeiger” mynd af manni mcð fyrir- sögninni: „Hver þekkir þennan mann? Ef þér vitið hvar hann er, þá tilkynnið sakamálalögreglunni það”. Hinn 25. júní útncfndu nazist- ar Josef Valchik, fyrrverandi tékk neskan hermann, sem morðingja Hcydcrichs. Sögðust nazistar hafa íundið hann í kirkju og drepið hann. Mynd af honum var í dag- blöðunum í Prag og var það sama mynd og birt var af hinum dauða manni í Berlín 3. maí. Myndin var auðsjáanlega tekin úr spjaldskrá í Berlín og látin í dagblöðin í Prag. * Sænska blaðið „Dagens Nyhet- er” segir frá því, að stór sögunar milla á Jótlandi hafi brunnið til grunna. Er tjónið áætlað 200.000 danskar krónur. drengilega fyrir hinni rniklu hugsjón — stcttlausu, réttlátu þjóðfélagi, þar sem kreppur og fátækt eiga ekkert friðland. þjóðin velur milli auðvaldsflokkanna og Sósíalistaflokksins. Aðvörnn fíl farmanna Kyiisjúkdómalæknir ríkisins hefur vakið at- hygli á því, að reysnla meðal íslenzkra far- manna bendi til, að smithætta af sárasótt (sý- fílis) í brezkum hafnarbæjum sé nú meiri en dæmi eru til áður, en það er að vísu alkunn- ugt, að á ófriðartímum eykst hætta þessi stór- kostlega fyrir aukinn lausungarlifnað og erf- iðleika á að koma við því heilbrigðiseftirliti, sehi tíðkast á friðartímum. Fyrir því eru ís- lenzkir farmenn hérmeð alvarlega varaðir við þessari auknu hættu. Mega þeir gera ráð fyr- ir, að vændiskonur hafnarbæjanna séu nálega undantekningarlaust sjúkar og afskipti af þeim leiði til sýkingar. Engar varúðarráðstaf- anir eru öruggar. Skipstjórar á öllum íslenzkum skipum, er sigla til útlanda, láta skipshöfnum sínum í té Leiðbeiningar um kynsjúkdóma, sem gefnar hafa verið út á vegum heilbrigðisstjórnarinn-. ar. Eru skipverjar hvattir til að kynna sér þær Ieiðbeiningar nákvæmlega, áður en þeir ganga á land í erlendum höfnum. Landlæknirinn Reykjavík 10. júlí 1942 Vilmundur Jónsson, Hvor vínnur? Framhalds úrslít íslandsmótið í kvöld kluhkan 8,30 FRAM—VALUR keppja í þríðja sínn Aldrei hefur Islandsmófíð veríd eíns spennandi Allir úf 6 völll

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.