Þjóðviljinn - 15.07.1942, Side 3

Þjóðviljinn - 15.07.1942, Side 3
Miðvikudagur 15. júlí 1942 Þ J 8ÐV1L3J1NN a tUdðVIUINN Útgefandi t Sameiningaiflokkur alþýSu — SóaSaliitaflokkurinn. Ritstjórar: Sigfús Sigurlijartarson (áb). Einar Olgeirsson. Ritatjórn: HverfisgStu 4 (Víkingtprent) aimi 2270. Afgreiðala og auglýsingaakrifatofa: Auaturatraeti 12 (I. haeð) aími 2184. Áakriftargjald i mánuði: Reykjavfk og nágrenni kr. 4,00. Annaraataðar á landinu kr. 3,00. 1 lauaaaölu 25 aura eintakið. VSkingaprent h.f., Hverfiagötu 4. Ileð eða móti Tækniþróunin heíur verið svo stórstíg á síðustu áratugum, að enga hefur órað fyrir slíku. Sam fara þessu hefur auðurinn færst á færri og i'ærri hendur, hin stór virku framleiðslutæki og nátt- úrugæðin hafa orðið eign færri færri manna, að sama skapi hefur hópurinn orðið stærri og stærri, sem enga lífsmöguleika hefur haft aðra en að selja vinnu afl sitt, og þennan stóra hóp skortir í auðvaldslöndunum rétt til að vinna og njóta ávaxtanna af vinnu sinni, það er geðþótti og gróðavon atvinnurekandans, sem ráða því hvort verkamaður í auðvaldsþjóðfélagi fær að vinna eða verður að ganga um atvinnulaus og lifa af náðar- brauði bæjarfélaganna. Þessi þróun hefur gert gjör- breytingu á skipulagsháttum þjóðfélagsins nauðsynlega, verði hún ekki framkvæmd stöðvast þróunin á öllum sviðum menn- ingarinnar og hún stöðvast ekki til þess að standa í stað, heldur tekur við hrun og hörmungar, ægilegri en nokkurn órar fyr- ir eins og nú standa sakir. Að sjálfsögðu eru það hinar vinnandi stéttir, stéttirnar, sem verða fyrir barðinu á misskipt- ingu auðsins, sem mynda kjarna í þeirri fylkingu, sem krefst nýs þjóðskipulags, — þjóðskipulags sósíalismans, með þeim stendur svo fjöldi víðsýnna manna úr öllum stéttum, sem skilja hvílík nauðsyn það er menningunni að að nú verði þjóðfélaginu snið- inn stakkur, sem sem hæfir nú- verandi þroska mankynsins, bæði efnalega og andlega skoð- að. Þessi þróun er fullkomlega hliðstæð því sem gerðist, þegar borgarastettirnar hrundu af sér oki klerka og aðals fyrir nær 150 árum, borgarastéttin barðist fyrir rétti sínum, og klerkar og aðalsmenn börðust fyrir forrétt- indum sínum. Nú standa verka- mennirnir i sömu sporum eins og borgararnir fyrir 150 árum, en borgararnir standa nú hins- vegar í þeim sporum, sem að- all og klerkar stóðu þó i. Það er í fullu samræmi við mannlega þröngsýni og sérgæð- ishátt, að auðjöfrar nútimans verja forréttindi sín með ráðum og dáð gegn jafhréttiskröfum verkamanna; þeir, eins og klerk- ar og aðall á sínum tíma, ger- ast nú þrándui’ í götu þróunar- innar. Þegar litið er á stjórnmálabar Hja Erenburg; SioétFihifl epi inoi un siour „Ei d Kcihin oli mis að ililr mar iiod iei I mrdaiaar llja Erenbúrg er einn hinn kunnasti nútimarithöjundur Rússa, nýtur ajburÖa vinsœlda í heimalandi sínu og auh þess haja bœþur hans verið'þýddar á jjölda tungumála. Ejtir heimsstyrjöldina jyrri var hann einna jremstur í jlokki þeirra ungu rithöjunda, sem reyndu að brjóta nýjar brautir i sþáldsagnaritun, og hafa bœþur hans haft mik.il áhrif á þróun skáldsagnaritunar síÖustu áratugi, einkum í Sovét- rikjunum en einnig uian þcirra. — Um sögur Erenbúrgs hefur veriÖ deili harÖ- lega, en enginn ber brigÖur á, aÖ hann sé einn snjallasti blaðamaður, scm nú cr upfoi. Hann er starjsmaöur viÖ ,,Pravda,t og jleiri sovétblöð, og erlendis þykir jafnan mikill fengur í greinum hans. Eftirfarandi grein simaÖi Erenbúrg til enska blaÖsins ,,Evening Standard", daginn, sem ár var liÖiÖ jrá árásinni á Sovétríkin. Maður, sem frá bernsku heíur vanist allsnægtum gerir sér ekki Moskva, 22. júní 1942. Fyrir réttu ári: Júnínóttin í engu frábrugðin stuttum júni- nóttum, að því er Moskvabúum fannst. Áður en fólkið lagðist til svefns ræddi það um sumarfrí í Kákasusfjöllum eða á Krím- strönd við hafið bláa. Sunnudagur fór- í hönd. Unga fólkið dansaði á skemmtistöðum og sumarheimilum umhverfis Moskva í angan af jasmínurunn- um. Karl og kona nutust á þann hátt, sem karlar og konur allra landa á öllum tímum njótast. Moskvabúar risu seint úr rekkju. Fólk sat enn að morgun verði, þegar alvarleg rödd út- varpsþulsins rauf milda hádegis- kyrrðina. Við heyrðum, hvernig þýzkar sprengjuflugvélar hefðu ráðizt á uppljómaðar borgir, að Hitlei'ssinnar skriðu fram til á- rása gegnum hávaxið, óslegið grasið. Styrjöld — orðið hljóm- aði eins og dómsbásúna. Ár er liðið. Stríðið orðið dag- legt líf íbúanna í Moskva. Eg minnist snjóveðursdags eins. Stór götuauglýsing límd á húsvegg: „Hvað hefur þú unnið til sigursins”? Maður í her- mannafrakka nálgaðist. Eg hélt að hann væri að lesa auglýsing- una og kom nær og sá að mað- urinn var blindur. Hann hafði gefið sjónina til sigurs. Mig langar til að segja hinum ensku vinum vorum frá fórnum sem færðar hafa verið. áttu okkar íslendinga eins og nú standa sakir í ljósi þessara stað- reynda, getur enginn furðað sig á því, þó auðvaldsherrar okkar heyi nú baráttuna gegn sósíal- ismanum fast, og fastar en nokkru sinni áður, orustan milli afturhalds og framfara verður æ því harðari er nær dregur úr- slitunum. Það er mjög að von- um þótt Sjálfsæðisflokkurinn hamist gegn sósíalistum, hann er stofnaður af auðvaldsherrum þessa þjóðfélags, þeim og þeirra forréttindum til varnar. Það er einnig skiljanlegt að leiðtogar Framsóknarflokksins standi með Sjálfstæðisflokknum í þessari baráttu, því þeir eiga stéttarlcga samleið með þeim. Annað mál er það að Framsókn- arflokkurinn var stofnaður sem baráttusveit fátækra smábænda, sem í öllu eiga samleið með verkamönnum við sjóinn og þessir fátæku smábændur eiga því ekki heirna í flokknum eítir að hann er orðinn baráttutæki auðvaldsherranna. Sama máli gegnir með Alþýðuflokkinn. sem var stofnaður, sem baráttusveit verkamanna við sjóinn, foringj- ar hans virðast nú flestir eða allir hafa gengið í þjónustu auð- valdshérranna, liðsmenn flokks- ins geta því enga samleið átt Allir vita, hvernig orkustöðin rnikla við Dnépr var sprengd upp. Blöð um heim allan hafa flutt lýsingar á því. En þeir eru -teljandi, sem heyrt hafa söguna um bóndakonuna, Praskovía Filippovna, og litla húsið henn- ar í sveitaþorpinu skammt frá Leningrad. Skæruflokkur nálgaðist eftir vegi, nær ófærum af vatnsaga, og' komst heim undir þorpið. Praskovía Filippovna laumaðist á móti þeim. „Flýtið ykkur”, hrópaði hún. „Þarna er húsið mitt. Þar eru 14 þýzkir liermenn sofandi. Hlífið ekki húsinu, brennið það, notið handsprengj urnar”. * Þau voru ófá húsin, sem fólk- ið vígði eldi heldur en að þau féllu í hendur Þjóðverja. í brunahitanum og þurrkinum í júlí brenndu menn hús sín og búslóð eins og væru það eldspýt- ur. Rússland er fölt ásýndum af öskunni. En það hefur enn ung augu og æskuhjarta. með þeim lengur. Baráttan er, með eða móti auðvaldsskipu- laginu, nauðsyn nútímans er að skipulag sósíalismans verði reist í samræmi við lög og regl- ur hins borgaralegs lýðræði, og þetta er hægt að gera ef meiri- hluti þjóðarinnar vill. Það ríður því á að menn láti ekki glepja sér sýn í þeirri baráttu, sem nú er háð. Það er hrópað um „bylt ingarsinnaða kommúnista”, það er hrópað um ofbeldi og ein- ræði kommúnista, það er talað um áþján kommúnista í Rúss- landi. Öll þýða þessi hróp eitt og hið sama, hvort sem þau koma frá Morgunblaðinu, Tím- anum, Vísi eða Alþýðublaðinu, þau þýða: verndið forréttindi auðborgaranna, berjumst gegn sósíalismanlim. Gerið ykkur þetta ijóst og gangið í sveit sósíalista til þess að stofna réttlátt sósíalistiskt þjóðfélag á fslahdi, slíkt þjóðfé- lag geturn við stofnað í fullu samræmi við lög og reglur hins borgaralega lýðræðis, til þess þarf aðeins einingu allra sósíal- ista og ötula upplýsandi baráttu gegn forréttiridum forréttinda- stéttanna, sigur getur unnizt, ef rétt og vel er á iialdið í náinni framtíð. ljóst hvers virði hlutirnir eru. Hið nýja Rússland reis úr rúst- um efna og atvinnuvega. Þar áð- ur voru allsnægtir forréttindi fá mennrar stéttar. Þegar bylting- in hófst gengu bændur enn á bastskóm, milljónir manna kunnu hvorki að lesa né skrifa; urðu að pára kross í stað und- irskriftar. Það er auðskilið að Rússar kunnu að meta upphaf allsnægt anna. Ávextirnir voru að full- þroskast á trjánum í fyrrasum- ar þegar árásin hófst. Það sem við eyðilögðum, var ekki einung is verðmæti, heldur verðmæti, er keypt höfðu verið með hetju- legum vinnuátökum og fórnum heillar kynslóðar. í Vítebsk fór ust í eldi vöruhús íull af fata- efnum. Yfir Krím rann saman púðurlykt og angan ávaxtavín- anna, er flóðu yfir skrælnaða jörðina. í fyrrasumar og haust voru þjóðflutningar um öll Sovétrík- in. Enginn, sem sá flóttamanna lestirnar mun nokkru sinni gleyma því. Fólkið flykktist austur á bóginn, þögult og al- vörugefið. Úkraínskir bændur þrömmuðu við hlið gamalla Gyðinga frá Hvítarússlandi, leik konur á háhæluðum skóm óðu forina. Vagnar, hlaðnir vélum, héldu austur að Volga. Verksmiðjur fluttu sig. Nýtízku rennibekkir höfnuðu á snæþökktAm gresj- um. Starfsfólk Kamernileik- hússins, eins fullkomnasta leik- húss heimsins, hóf leiksýningar úti á eyðimörk. Vísindamenn lögðu síðustu hönd á bækur sín- ar á íerðalagi í vörubílum. * Óvinirnir eyðilögðu það, sem ’Rússum er kærast. Þýzkar sprengjur moluðu Novgorod, Flórens norðlægra landa. Fall- byssur Þjóðverja lögðu í rústir listahallirnar í Leningrad. Forn sveitasetur, kirkjur, söfn og skól ar urðu eldi að bráð. Hitlerssinnar leika sér að því að eyðileggja þjóðminjar vorar, eins og Jasnaja Poljana og Borodínosafnið. Þeir móðga okk ur með því að breyta Odessa í rúmenska smáborg og skipa baltneska ævintýramanninn Rosenberg rikisstjóra í „Ost- land”. í Vestur-Evrópu skjóta Þjóð- verjar fólkið, en hér austurfrá hafa þeir hengingaraðferðina. í bænum Púskín (áður Tsarskoje- seló), 1 uppáhaldstrjágöngum skáldsins Púskíns á menntaskóla árum hans, hengdu Þjóðverj- ar rússneska menn í vetur sem leið. Sjálfur sá ég gálga í Volokol- amsk. Feginn vildi ég gleyma þeirri sjón, það er erfitt að lifa við slíkar minningar, en ég get ekki gleymt. Konur í þorpi, sem rauði herinn náði úr höndum Þjóðverja, sögðu mér í samheng islausum orðum, hvernig börn þeirra hefðu verið myrt að þeim ásjáandi. Eg ók með félaga , mínum eftir sveitarþorpi. Allt í einu segir hann: „Líttu ekki þangað!” Eg leit þangað, — rétt við vegbrúnina var limlest konulík. Einnig það höfum við afbor- ið... Hvert sem ég kem eru fjöl- skyldur særðar djúpum sárum, — sonur, eiginmaður eða bróð- ir fallinn. Þau sár gróa ekki. í áratug óx ekki gras umhverfis Verdun, efsta jarðlaginu hafði verið rótað burt. Konurnar halda áfram iðju sinni, þurreygar. Þær bera harm sinn í hljóði. Og það er óbrotinn en óbætanlegur harmur, þær hafa misst son sinn, unnusta, eiginmann eða bróður. Engin er sú fórn, að sovétþjóð- irnar hiki við að færa hana til varnar frelsi sínu. Okkur fannst mikið til um fánadag Banda- mannaþjóðanna. En við gátum ekki gleymt því, að þann sama dag blakti fáni frelsisins yfir hinum aðþrengdu verjendum Sevastopolborgar, er vörðust mitt í sannnefndum helvítis- eldi tíu herfylkjum Þjóðverja og 500 flugvélum. Við gátum ekki hætt að hugsa um örlög Leningrad. * í dag var ég viðstaddur fund Æðstaráðsins. Eg sá Stalín. Það var festa í augnaráði hans, ör- yggi um sigur og sorg vegna þjáningar þjóðar sinnar og lands Meðlimir ráðsins komu víðs- vegar að. Marga þeirra þekkti ég vel. Þeir hafa breyzt meira á bessu eina ári cn á mörgum áratugum. En aldrei haía sovét- þjóðirnar verið eins sterkar og nú, hertar af reynslunni. Stríðið er háð af kynslóð, sem treysti á vináttubönd milli allra þjóða. Stríðið er háð af mönnum, sem eitt sinn urðu snortnir af skáldsögu Remarques, mönnum sem hafa tekið innilega hlut- deild í auðmýkingu og neyð þýzku þjóðarinnar. Það er ekki til -siðs með rúss- nesku þjóðinni að hata andstæð- ing. Ungu hermennirnir trúðu því statt og stöðugt, að þeir ættu Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.