Þjóðviljinn - 15.07.1942, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.07.1942, Blaðsíða 4
þJÓÐVILIINN Sovétríkín örugg um sígur aðist til hans og sag'ði með öllum Sex menn slasast bílslysi nálægt Húsavík . .1 gærmorgun valt stór áætlun- arbíll frá B. S. A., sem gengur milli Akureyrar og Húsavíkur, út af veginum og sló'suðust 6 menn, konur og karlar og einn þeirra alvarlega. Slysið skcði á krappri beygju skammt frá Húsavík. Voru hinir slösuðu fluttir í sjúkrahús á Húsavík, nema mað- urinn, sem mest meiddist, Páil Jónsson að nafni, var fluttur á sjúkrahús á Akureyri. Sofnadi frá „hristing" — kveikti f húsinu I gær. kl 18,21 var slökkvi- liðið kallað að Þingholtsstræti 3. Hafði kviknað í á efri hæð húss- ins. Var eldurinn fljótt slökktur og engar verulegar skemmdir urðu, Upptök eldsins munu hafa staf- að af því, að maðurinn, sem bjó í herberginu, sem kviknaði í, var að „sjóða”, þ. e. vinna spíritus úr hárvötnum eða einhverri þess- háttar blöndu. Mun hann hafa sofnað út frá öllu saman, Starfsmenn rfkis ogbæja Framhald af 1. síðu. megðina hafa og dýrtíðin bitnar allra mest á, en engan vegin við unandi lausn á kjaramálum opin berra starfsmanna. Hefur því stjórn B. S. R. B. samþykkt að snúa sér til ríkisstjórnarinnar og ítreka kröfuna um 20% launa- hækkun fyrir alla starfsmenn ríkisins. Hefur ríkisstjórnin þeg- ar í gær verið ritað bréf um þetta efni. Hafið þér nokkuð meira um þetta mál að segja? Stjórn B. S. R. B. leggur á- herzlu á það, að tillögur hennar eru aðeins bornar fram til bráða birgða, en meginkrafa stofn- þings Bandalagsins var sú, að launalöggjöfin verði sem allra fyrst tekin til gagngerðrar endur skoðunar. Og þessa meginkröfu hefur stjórn B. S. R. B. enn á ný lagt áherzlu á í áðurnefndu bréfi til ríkisstjói'narinnar. Nœturlœhnir: Karl Sig. Jónasson, Kjart- ansgötu 4, sími 3925. Nœturvör6ur er í Ingólfsapóteki. I2?I0 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Söngvar úr óperum. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Um áfengismál (Felix Guð- mundsson umsjónarmaður). 20.50 Hljómplötur: Órgellög. 21.00 Takið undir! (Þjóðkórinn — Páll ís- ólfsson stjórnar). 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Trúlo/un. Nýlega hafa opinbcrað trú- lofun sína ungfrú Borghildur Asgeirs- dóttir og sergeant Kenneth Hollinson í brezka flughernum. Frá sumardvalarncfnd. Nefndin hefur nú þessa daga haft samband við öll barnaheimilin. Heilsufar og líðan barn- anna cr yfirleitt ágæt, öll börnin vel frísk. Framhald af 3. síjöu. í höggi við menn, sem hefðu ver- ið blekktir og létu sér segjast, er þeir hefðu lesið fyrsta flugmið- ann okkar. En þetta ár hefur breytt öllu. Hatrið logar í hjarta hvers rúss nesks manns. Nýlega var leyni- skytta á ferð í járnbrautarvagni. Félagi hans sagði: „Iiann hefur skotið sjötíu Þjóðverja”. Gömul kona, hærð og hrukkótt, staul- Frá austurvfgslöðvunum Framhald af I. síðu. herinn vera kominn að Don á 160 km. löngu svæði, og berast engar fregnir um stórbardaga á því svæði. Þar sem Don fer að beygja til austur í stóra bugnum, er barizt ákaflega, og sækja Þjóðverjar suður eftir dalnum, Er þeirri sókn augsýnilega stefnt að hinni miklu iðnaðarborg Stalingrad við Volga, en þar sem Don kemst næst Volga, er aðeins 70 km. frá Don til Stalingrad. Takist þýzka hern- um að sækja þangað er mikil hætta á að rauði herinn á syðstu vígstöðvunum Qg Kákasus verði að mestu slitinn úr beinu sam- bandi við norðurherina. Rauði herinn hefur hörfað í nýjar varnarstöðvar austur af Lisitsjansk, en sú borg stendur við Donets, Eklci er vitað hve langt austur Þjóðverjar hafa sótt á þessum stöðum, en áframhald- andi sókn gctur gert stöðvar Timosjenkos við Tananrog ó- tryggar. Kröfur um nýjar vfg- stöðvar Víða í blöðum Bandamanna kemur fram ákveðin krafa um að ekki verði látið dragast að mynda nýjar vígstöðvar í Evrópu', til að létta á sovétherjunum, Áhrifamikið blað í Ástralíu, „Sydney Morning Herald” segir i gær í ritstjórnargrein, að Sov- étríkin séu varnarveggur mál- staðs Bandamanna í Evrópu, og einungis meðan hann standi séu nokkrar líkur til að sigra Þýzka- land. „Ef mynda á nýjar víg- stöðvar”, segir blaðið, „verður það að gerast bráðlega. Næsta ár getur það orðið of seint’”. Harðar urustur við Rseff Þjóðverjar gáfu út aukatilkynn- ingu fyrirnokkrum dögum, og til-. kynntu þá miklu sigra á vígstöðv- linum í nánd við Rseff, og sögð- ust hafa tekið tugþúsundir fanga, 1 tilkynningu frá sovéther- stjórninni um bardaga þessa seg- ir, að rauði herinn hafi hörfað til nýrra stöðva á Rseffsvæðinu til að forðast innikróun, en í orust- unum þar áður misstu Þjóðverj- ar 10 000 menn og um 200 skrið- dreka. Af sovéthernum féllu eða særðust 7000 manns, og 5000 vantar. Er talið liklegt að flestir þeirra síðasttöldu hafi myndað skæruflokka að baki víglínu Þjóð- verja, því skæruhernaður hefur blossað upp með nýjum krafti á þessúm hluta vígstöðvanna. þeim innileik, sem hún átti til: „Þakka þér fyrir”. Að sjálfsögðu elskaði þjóðin ættjörðina fyrir stríð. En manni verður þá fyrst ljóst, þegar hann er lokaður niðri í námu, hVers virði andrúmsloft er. Rússneska þjóðin hefur aldrei verið undir- okuð af annarri þjóð. Rússar hafa aldrei verið auðmýktir fyr ir það eitt að vera Rússar.Hitlers sinnarnir hafa hjálpað okkur til fulls skilnings á því. hvað þjóð- arheiður er, hvað ættjarðarást til hins ýtrasta þýðir. Um öll Sovétríkin er unnið að sigrinum yfir Hitler. Ef þessi metnaðarsjúki maður er fær um að hugsa heilbrigða hugsun hlýtur hann að‘ óttast aðfarir sínar: Hann hefur sjálfur vakið máttarvöld, sem flýta falli hans ,og dómi. Eg minnist þess, að fyrir átta árum leituðu til mín nokkrir ungir menn, nýorðnir stúdentar, og vildu fá ráðleggingu um ævi-, starf. Einn langaði til að verða verkfræðingur, annar vildi helzt verða flugmaður, þriðji rithöf- undur o. s. frv. Þeir, sem nú eru 20—25 ára voru unglingar þá. Feður þeirra sögðu: Við höfum þjáðst til þess að börnin gætu átt betri ævi. Þau eiga skilið að sleppa við það, sem við höfum þolað. Og .braut þessara ungl- inga varð eins og vel lagður þjóð vegur. Nú þurfti ekki lengur að leita að starfi, nú leituðu verk- efnin allsstaðar manna. En nú eru þessir æskumen orðnir hraustir hermenn. Þeir ráðast á skriðdreka með benzínflöskum og stýra á ílugvélar óvinanna. Við höfum margs orðið að sakna frá þessu ári, — friðar, lífsþæginda, ástvina. En við höf- um einnig grætt mikið þetta ár, — skýrleik í hugsun, hatur, eld áettjarðarástarinnar. Rússland í hernaðarbúningi, veðurbitið, hert í eldi, er enn hið gamla ó- dauðlega Rússland og jafnframt nýr heimur. — Þessvegna eru Sovétríkin örugg um sigur. Ár er liðið frá hinni örlaga- ríku júnínótt. Við börðumst ein ir gegn ógnarþunga þýzka hers- ins. Við gáfum Bretum tóm til að efla her sinn og margfalda hergagnaframleiðsluna. Hetju- vörnin frá Gastello allt til Seva stopol gaf Bandaríkjunum ráð- rúm til að gera sér ljósan harm- leik heimsstyrjaldarinnar og sénda yfir höfin skip sín, en það getur þýtt nýjar vígstöðvar á næstunni. Allar fórnir sovétþjóðanna, allt frá rústum Novgorod til ein manalega kofans. hennar Maríu Sundakovu bóndakonunnar, sem missti 7 syni sína í stríðinu, hafa gert Bretum fært að fullkomna undirbúning sinn. Þýzku heríiutningaprammarn ir, sem áður ógnuðu Bretlandi, bíða nú við Asovshaf. Ár er liðið. Við höfum staðizt allt þetta ár. Nú væntum við þess að vinir okkar komi með í bardagann. m m u m u ö m m m u m m u m m u m u m m m m m m m m n m m 'm u m m m m m m m m m m m m m m 7. DREKAKYN Eftir Pearl Buck var hávaxinn og þögull drengur, ekki fullra sextán ára. Enginn yrti á hann, þegar hann kom og hann bjóst heldur ekki við því. En hann tók eftir skjótu aðgætnu augnaráði móður sinnar og snöggu tilliti föður síns. Bæði litu á hann til þess að sjá hvort allt væri í lagi, og Lao San vissi það sem þau vissu ekki að þeim þótti vænst um hann af öllum sonunum, þó ást þeirra væri kvíðablandin vegna skaplyndis hans. Hann notfærði sér á ýmsan hátt eldri bræður sína eins og börn gera oft, en þeir létu það eftir honum og létu sér nægja að snoppunga hann á snoðað höfuðið ef hann stríddi þeim. En gagnvart foreldrum sínurn var hann oft þrár og fullur ólundar, og þau létu hann afskiptalausan sem mest þau máttu/ og Ling Tan lét hann fara með uxann upp í hæðirnar af ásettu ráði, svo hann losnaði við að hafa þenn- an þráláta dreng hjá sér. Fríða andlitið hans var orsök þessa alls. Hann var satt að segja svo fríður að foreldrar hans höfðu allt frá því er hann fæddist búizt við dauða hans á hverri stundu, því hvernig mátti það vera að guðirnir öfunduðu hann ekki vegna slíkr- ar fegurðar. Augu hans voru aflöng, augasteinarnir dökk- ir sem onixar í vatni og augnahvítan tær. Andlitið sterklegt, varirnar fagurmyndaðar og þykkar sem guðavarir. Það sem helzt mátti að honum finna var draumavingl hans og leti, en þau fyrirgáfu honum það eins og þau fyrirgáfu honum allt, og á síðustu tveim árum hafði hann vaxið jafn mikið og á hverjum fjórum öðrum. Hann stóð rétt fyrir utan húsa- garðinn milli bambustrjánna, jós vatni úr leirkrukku í tré- fötu og þvoði sér, kom síðan inn og settist á sinn stað við borðið. . Faðirinn virti piltana fyrir sér. Lánsmaður var hver sá, er átti aðra eins syni, flaug honum í hug. Sæti Lao Ers var ennþá autt, en hann hlaut að koma fyrr eða síðar og þá var íullskipað við borðið. Lao Ta hélt á litla syni sínum á hnjánum og við og við stakk hann grjón- um, sem hann tuggði mjúk, upp í litla bleikranda munn- inn. Kvöldið var tekið að kólna og vatnaliljurnar að leggja aftur blómin undir nóttina. Alstaðar ríkti þögn nema hvað heyrðist í vefstólnum í vefstofunni þar sem yngsta dóttir Lao Tans var enn við vinnu sína. Þar mundi hún vera, m m m u m m >3 m m m n u m m n m m u m m m m m m m m m m m m m m m m u m Móðirin fleygði niður fangfylli af hálmi handa uxanum. Guli hundurinn kom flaðrandi og auðmjúkur inn í von um mat. Við ókunnuga, sem hann átti ekkert undir, var hann áræðinn eins og úlfur, en gagnvart húsbónda sínum var hann gæfur sem kettlingur. Hann skreið undir borðið og beið eftir leifumi. Ling Tan hafði hann sem fótaskemil og fann stinn hár skepnunnar við bert hörund sitt og hlýjuna af henni. Hann fylltist allt í einu þakklæti til hundsins, sem var líka einn af f jölskyldunni, og kastaði til hans væn- um fleskbita. Lao Ef leitaði enn að Jadu á ökrunum kringum húsið. Sólin var enn ekki horfin af himni. Ef Jada væri þar gæti hann auðveldlega þekkt hana á bláu kápunni hennar. Hvcit ið var slegið og hrísinn var ennþá lágvaxinn svo hún gat hvergi falið sig'. En hún var þar ekki. Þá hlaut hún að vera einhvers staðar í þorpinu. Hann lét hugann reika Qm þá staði í þorpinu, sem hugsazt gat að hún hefði staldrað við, Ekki tekrána, því þangað komu aðeins karlmenn og ekki hús frænda hans því sonurinn á heimilinu var á hans aldri og hafði viljað fá Jadu fyrir konu þegar verið var að skyggn ast eftir sem beztum eiginmanni handa henni. Þessi frændi hans hafði séð Jadu dag einn þar sem hún stóð við dyr föð- ur síns og hafði þegar fellt hug til hennar. En Lao Er hafði þá þegar séð hana og fengið ást á henni, og milli frændanna hafði vaxið fullur fjandskapur og hatur, og þeir notuðu hvert tækifæri til að rífast. Þetta var kunnugt í þorpinu svo allir höfðu gát á þeim, reiðubúnir til að hlaupa á milli þeirra og skilja þá ef þeim lenti saman. Jada hafði aldrei viljað gera upp á milli þeirra. Hún yppti fíngerðu öxlunum og vildi ekki segja neitt þegar móðir hennar spurði hana og ef hún sagði eitthvað, þá var það þetta: Ef þeir hafa báðir tvo fætur og tvo handleggi og vantar 13 m m u n m m m m m m m m n m m m m n m m /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.