Þjóðviljinn - 08.09.1942, Page 1
7. árgangur.
Þriðjudagur 8. septcmbcr 1942.
104. tölublað.
Sósíalísfaflokkurínn fylgír frumvarpínu, þar sem ekkí hefír
nádst meíríhluta fylgí víd heppílegrí lausn
Péfur Offesen upplýsír ad erlenf rlki hafi leífasf vid ad hindra
framgang sjálfsfðedísmálsins
Fundur í Dagsbrún
lýsir trausti á atstöðu
félagsstjórnarinnar í
setuliðsvinnunnni
Fundur í Verkamannafélaginu
Dagsbrún lýsir yfir trausti sínu
á gerðum stjórnarinnar og af-
stöðu þeirri, er hún hefur tekið
til samningaumleitana við setu-
liðsstjórnina. Jafnframt feliu1
fundurinn stjórninni að gera
þær ráðstafanir í þessu máli, er
hún kann að álíta nauðsynlegar.
I gær var útbýtt stjórnarfrumvarpi til stjórnskipun-
arlaga á Alþingi.
Frumvarpið er þannig:
1. gr.
Aftan við 3. málsgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar bætist
ný málsgr., svo hljóðandi:
Þegar Alþingi samþykkir þá breytingu á stjómskipu
lagi islands, sem greinir í ályktunum þess frá 17. maí
1941, hefur sú samþykkt eins þings gildi sem stjóm-
skipunarlög, er meiri hluti allra kosningabærra manna
í landinu hefur með leynilegri atkvæðagreiðslu sam-
þykkt hana.
Frumvarpið var til fyrstu umræðu í neðri deild í gær,
og stóðu þær lengi dags.
Sigfús Sigurhjartarson flutti eftirfarandi yfirlýsingu
fyrir hönd Sósíalistaflokksins:
Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
álítur það ótvíræðan vilja íslenzku þjóðarinnar, enda
óafsalanlegan rétt hennar, að stofna lýðveldi á íslandi,
og álítur eðlilegast að til þess yrði farin sú leið, að sam-
þykkja fullmótaða stjórnarskrárbreytingu þess efnis
nú þegar, enda þótt gildistaka slíkrar lýðveldisstjórn-
arskrár kynni að dragast enn um skamma stund.
En þar sem ekki hefur náðst meirihlutafylgi við
þessa leið, mun Sósíalistaflokkurinn greiða atkvæði
með þeirri tillögu sem fyrir liggur, þar sem með henni
er fyrri samþykkt Alþingis gefið stjórnlagagildi og eft-
ir er aðeins að kveða á um formsatriði og gildistöku
stjórnarskrárbreytingarinnar, og getur því ekki talizt
að með þessum hætti sé gefið neitt fordæmi um að kom-
asthjá kosningum þegar stjórnarskrá er breytt.
Stefán Jóhann Stefánsson lýsti stuðningi Alþýðu-
flokksins við frumvarpið.
Svo hljóðandi greinargerð fylg
ir frumviarpinu frá ríkisstjóminni:
„Á síðasta Alþingi var, sem
kunnugt er, samþykkt svo hljóð-
andi tiilaga til þingsályktunar um
stjórnárskrámefnd:
„Alþingi ályktar að kjósa 5
manna milliþinganefnd til að gera
tillögur um breytingar á stjóm-
skipunarlögum ríkisins í samræmi
við yfirlýstan vilja Alþingis um,
að lýðveldí verði stofnað á íslandi,
og skili nefndin áliti nógu snemma
til þess, að málið geti fengið af-
greiðslu á næsta Alþingi. Nefndin
kýs sér sjálf formann. Nefndar-
kostnaður greiðist úr ríkissjóði”.
Samkvæmt tillögu þessari var
siðan kosin 5 manna stjórnar-
skrárnefnd, er hóf þegar starf og
vann að málinu fram að þeim
tíma, er þing það, sem nú á setu,
kom saman.
Þegar ncfndin var að því kom-
in að leggja síðustu liönd á frum-
varp til nýrra stjómskipunarlaga.
er leggja skyldi fyrir þetta þing,
sköpuðust ný og óvænt viðhórf í
sjálfstæðismálum þjóðariimar, er
urðu þess valdandi, að störf
nefndarinnar féllu niður cn í stað
þess var þegar í byrjun þessa
þings valin 8 manna nefnd (2 úr
hverjum þingflokki) til þess ásamt
ríkisstjórninni, að ræða hið nýja
viðhorf og gera tillögur til Al-
þingis um ný úrræði.
Málið hefur nú verið rætt á
mjög mörgum fundum, ýmist rík-
isstjórnarinnar og átta manna
nefndarinnar, iokuðum fundum í
sameinuðu AJþingi eða á flokks-
fundum.
Eftir að ríkisstjórnin iiefur
kymit sér þingviljann, hefur hún
ákveðið að leggja fyrir Alþingi
Raiöi bUFini hlFiar tii Bópra oari-
arstOðua uestur af Staliigrad
Pjóðverjar segjast hafa tekíð Novo-
rossísk en fregnín er óstaðfest
Vígstöðvarnar norðvestur af Stalíngrad voru ekki
nefndar í miðnæturtilkynningu sovétstjórnarinnar, en
þar hafa verið háðir harðir bardagar undanfarnar vik-
ur.
Tilkynningin skýrir frá miklum orustum vestur af
borginni, og hafi sovétherinn hörfað til nýrra vamar-
stöðva eftir geysiharða bardaga.
Suðvestur af Stalíngrad var grimmilegum árásum
fasistaherjanna hrundið.
framan greint frumvarp til atjóm
arskipunarlaga um breyting á
stjómarskrá konungsríkisins ís-
lands, 18. mai 1920, sbr. stjóm-
arskipunarlög 24. marz 1934 og
1. sept. 1942.
Samkvæmt frumvarpinu er að
vísu ekki skilt að stíga síðasta spor
ið í sjálfstæðismálum þjóðarinnar
á þinginu á hausti komanda. En
heimilt er að gera það þá og
hvenær scm er síðar þegar Aiþingi
þykir henta, og hefur þá sú á-
kvörðun Alþingis gildi sem stjórn
arskipunarlög væm, enda. nái hún
samþykki meiri hluta. kjósenda í
landinu við leynilega atkvæða-
greiðslu, er fram fari um málið.
Hefur þótt nauðsynlegt, á þeim
erfiðu viðsjártímum, er nú ganga
yfir , að eigi þurfi þingrof og
kosningin til löglegrar heimildar
þjóðarinnar um lokaákvarðanir í
sjálfstæðismálunum, heldur sé auð
| ið að bregða snöggt við og ganga
| frá málinu með þingsamþykkt og
. þjóðaratkvæði, og er með þeasu
Frunktld í 4. aíftu.
fjörð 5. sept. sl.:
Þýzka flugvélin flaug einn [
hring yfir firðinum í allmikilli
hæð og varpaði síðan tveimur
sprengjum. Kom önnur í sjóinn,
en hin kom niður í götu skammt
frá íshúsinu og myndaði gýg um
þrjá metra á dýpt. Fiskihús í ná-
grenni staðarins eyðilagðist og
rúður brotnuðu í næstu húsum.
Fjórir drengir voru að leika sér
undir bakka innan tíu metra
fjarlægðar frá gýgnum og slös-
uðust allir þeirra. Einn þeirra, 7
Þjóðverjar tilkynntu í gær að
þeir héfðu náð borginni Novo-
ára drengur missti nærri hægri
fót og varð að taka hann af fyr-
ir oían hné. Annar Aðalsteinn,
sonur Þórarins Björnssonar út-
gerðarmanns, 8 ára gamall, fékk
stungu á lærið. Hafsteinn, 7 ára,
sonur Sigurjóns Pálssonar verka
manns og Jón, 8 ára, sonur Krist
ins Guðmundssonar sjómanns,
skrámuðust báðir á höfði. —-
Drengjunum líður eftir atvikum
og virðast 'ekki vera í beinni lífs
hættu.
rossisk, en sú fregn hefur ekki
verið staðfest af sovétfregnum.
Lundúnablaðið Sunday Times
birtir eftirfarandi skeyti frá frétta
ritara sínum í Moskva, um horí'-
umar við Stalingrad:
,,1 áfergju sinni að ná SLalin-
grad, hvaö sem það kosti, hefur
Hitler scnt fram 25 herfylki, en
af því eru allmörg vélaherfylki.
Þúsund flugvélar hafa verið
notaðar í árásunum. Skjöl, sem
Rússar hafa náð í sýna, að Hitl-
er er óþolinmóður og vill láta taka
þenna mikilvæga stað í flýti. Nú
hggja meira cn 25 þúsund þýzkir,
ungverskir, rúmenskir og ítalskir
hermenn dauðir á gresjunum við
Volgu.
Málsvari þýzka liersins sagði
í Berlínarútvarpið, að í Stalín-
grad hafi Sovétríkin vígbúizt svo
gífurlega, að það eigi sér engan
líka, og að þar sé svo mikið af
litlum steinsteypuvirkjum, að það
hefði áður þótt furðultegt. Þau
eru dreifð um allt vamarsvæðið
og þannig gerð, að á þeim eru
snúanlegir stálturnar. Hver ein-
asta verksmiðja og hvert einasta
hús er virki.
Töp þýzka flughersins eru að
jafnaði um 50 flugvélar á daig á
Stalíngradvigstöðvunum, og ails
Framhald á 4. síðu.
| Þýzk ílugvél gerir enn eina
1 árás á Seyðisíjörð
Ekkeft tfón vard
Ameríska herstjórnin tilkynnti í gær, að á sunnudags
morgun hafi þýzk Focke Wulf-flugvél varpað fjórum
sprengjum yfir Seyðisfjörð. Ekkert tjón varð á mönn-
um né mannvirkjum.
Fréttaritari Þjóðviljans á Seyðisfirði hefur símað
blaðinu eftirfarandi um loftárás Þjóðverja á Seyðis-