Þjóðviljinn - 08.09.1942, Side 2
2
ÞJÖÐVILJINN
Þriðjudagur 8. september 1942.
Þýzka afturhaldið óttast hron auðvalds-
skipulagsins eí barizt verður tii úrslita
Díe Zeílunð, blad frjálsra Þjóðverja, sbýrír frá babtjaldamabbí hershöfd-
íngja, sfórídjuhölda og landherra. Taba leiðtogar sósíaidcmóbrala þátf
í nýrrí .björgunarfílraun' auðvaldssbípulagsins í Þýzbalandi?
SKIPAUTC ERÐ
* ;1 * ’ t-!
M.b, Rafn
lilcður til Vestmannaeyja á
morgun.
Vörumóttaka fyrir hádcgi.
Þormóduir
Hvað tekur við í Þýzkalandi þegar nazisminn hrynur? Nú
þegar er þessi spurning eitt þýðingarmesta atriðið, þegar rætt
er um framtíð Evrópu. Afturhaldsöfl í Þýzkalandi og utan þess
eru stöðugt að leita fyrir sér um aðferðir til viðhalds auðvalds-
þjóðskipulagi í Þýzkalandi cftir fall Hitlers. Sú stefna er studd
af afturhaldsöflum Bretlands og Bandarikjanna. Þótt furðulegt
megi virðast, er svo að sjá sem leiðtogar þýzkra sósíaldemókrata
..haldi leiðum opnum“ til þáttöku, ef gerð verður tilraun að
„bjarga“ auðvaldsskipulaginu í Þýzkalandi eftir stríðið. Greinin
sem hér fer á eftir, úr „Die Zeitung“, málgagni frjálsra Þjóð-
verja, skýrir frá því sem er að gerast bak við tjöldin í þessum
málum.
Nazistastjórnin hefur undan-
farið leitað hófanna um það í
höfuðborgum hlutlausra landa,
hvort ekki væri kostur á að
semja frið. Nú berast í fyrsta
skipti fréttir um það, að áhrifa-
menn, sem að vísu eru mjög ná-
tengdir nazistastjórninni og hafa
til þessa stutt hana af alefli, en
eru þó ekki „ósviknir“ nazistar,
séu farnir upp á eigin spýtur að
leita fyrir sér um frið. Þessi við-
leitni á sviði utanríkismáia er í
nánu sambandi við víðtækar
ráðagerðir í innanríkis stjórn-
málum .
Menn þessir telja auðsætt, að
ekki verði hjá því komizt, að
mikil stakkaskipti verði á innan-
ríkisskipun Þýzkalands ef koma
eigi á sáttafriði við Bandamenn.
Þeir eru í því efni á öðru máli
en Göbbels og Ribbentrop, að
þeir gera sér það ljóst, að Banda-
ríki Norður-Ameríku munu
aldrei semja frið við Hitler
og nazista. Þess vegna á nú að
taka upp annað skipulag, þar
sem „brotnar verða hinar nasjón
al-sósíalísku eiturtennur“. Við
þetta bætist, að valdaaukning
nazistaflokksins og þó einkum
hin vaxandi hætta, er stafar frá
SS-liði Himmlers, er mörgum
orðin áhyggjuefni.
Samkvæmt þessum fréttum er
höfuðpauri þessara ráðagerða
„Herraklúbburinn“, sá hinn
sami, er vann að falli Weimar-
lýðveldisins.
Frá því um 1920 hreiðruðu um
sig í Herraklúbbnum öll römm-
ustu öfl hins þýzka afturhalds
— háttsettir hershöfðingjar, stór
iðjuhöldar Vestur-Þýzkalands
og gósseigendur austan Elbu.
Þeir sátu á svikráðum við lýð-
veldið og lýðræðið og félagslega
þróun Þýzkalands, og að lokum
létu þeir einn úr sínum hóp,
Franz von Papen, ljúka upp hlið
unum inn í þriðja ríkið. „Herr-
arnir“ í Sigesmundstrasse í Ber-
lín mátu jafnan meira hags-
muni klíku sinnar og fjármála
en hag þjóðarheildarinnar.
Nú er svo komið að Herra-
klúbburinn vill að vísu afnema
drottnunarskipulag hinnar
þýzku leynilögreglu, en halda í
herveldið og hina atvinnulegu
vinninga að svo miklu leyti sem
unnt er.
Það er ætlun þessara herra
að snúa baki við Hitler og fela
Papen allt sitt ráð. Búizt er við,
að Papen eigi nokkur ítök meðal
sumra manna í öðrum löndum.
Frá fornu fari hefur Papen ver-
ið handgenginn Comité des
Forges (Landsambandi franskra
iðjuhölda). Lengi hefur hann
verið málsvari fransk-þýzkrar
vináttu, á þá lund er hann skilur
slíkt, þ. e. vináttu milli iðn-
aðar Þýzkalands og Frakklands,
sem hann er tengdur f jölskyldu-
böndum konu sinnar. Papen hef-
ur einnig jafnan látið á því bera
að hann væri trúr sonur ka-
þólskrar kirkju og hefur treyst
böndin við Vatíkanið. Menn þeir
sem hampa honum nú, eins og
fyrir tíu árum, vona, að hann
muni „gera upp bú kirkjudeil-
unnar“ og vekja þannig traust
manna utan Þýzkalands og inn-
an.
En raunar er ætlunin, að Pap-
en verði aðeins í stjórnarforsæti
til bráðabirgða. Þeir sem að hon-
um standa, gera sér það ljóst, að
hann hefur hvorki traust né
hæfileika til að „skapa hið sanna
þjóðríki“, eins og þessir herrar
komast að orði, þegar búið er
að moka því mesta úr flórnum.
Til þess starfa þarf reyndan
mann og virkjamikinn, sem ekki
hefur fengið eins illt orð á sig í
heimi Engilsaxa og Papen.
„Þrautreyndur“
lýðræðissinni.
Schacht, fyrrverandi ríkis-
bankastjóri og atvinnumálaráð-
herra ríkisins, er talinn líkleg-
asti maðurinn í þessu efni. Menn
eru að vísu ekki í neinum vafa
um persónulega eiginleika hans
eftir tvíveðrungshátt hans hin
seinustu 20 ár. En einmitt vegna
þess, að þessi fyrrverandi lýð-
ræðissinni, harðdrægasti full-
trúi atvinnurekenda, höfundur
eftirlitsins með utanríkisverzl-
uninni og málsvari hins þýzka
arðráns í Suðaustur-Evrópu,
hefur óvingast við Hitler og lát-
ooooooooooooooooo
Hcrbergí
með eða án píanós óskast leigt
frá október—maí fyrir reglu-
saman ungan nápismann. Her-
bergi í Vestmannaeyjum gæti
komið í skiptum. Upll. Alþingi.
Sími 1560.
ið af embætti, þá er hann talinn
líklegur til þessa starfs.
í Herraklúbbnum vilja menn
láta Schacht reyna sig vegna
þess, að hann hefur jafnan „vak-
ið traust“ í hinum alþjóðlega
fjármálaheimi og hann hefur
ekki sízt átt árangur sinn að
þakka persónulegri íramkomu
sinni.
Herraklúbburinn hefur lært
af reynslunni síðan 1931. Bodo
Alvensleben greifi, forseti
Fraxnhald á 3. síðu.
Er Alþýðublaðið að verja
taxtabrjóta?
Þau cru furðu rúm takmörk Al-
þýðublaðsins fyrir almennu velsæmi,
en þó mun sumum virðast að blaðið
stigi út fyrir þessi sín rúmu tak-
mörk, þegar það gerist annað
tveggja, nema hvorttveggja sé, vís-
vitandi skjöldur taxtabrjóta, úr hópi
atvinnurekenda, eða flugumaður í
hópi verkalýðssamtakanna, sem er
ætlað það hlutverk að vekja þar
sundrung og deilur til þess að veikja
róður þeirra þegar þeim ríður hvað
mest á fuílkominni samheldni. En
þetta gcrði Alþýðublaðið þegar l>að
síðastliðinn föstudag birti grein und-
ir fyrirsögninni „Þegar kommúnistar
semja kauplækkun í stað kauphækk-
unar í iðnaðinum".
í greinartetri þessu er því haldið
fram, að samningar Iðju hafi leitt
til kauplækkunar hjá mörgum iðn-
aðarverkamönnum.
Þegar stjórn og starfsiríaður Iðju
sá þessi ummæli, sneru þau sér taf-
arlaust til blaðsins og báðu það að
gefa sér upp, hvaða íyrirtæki
það væru, sem gildu verkafólki
sinu lægra kaup eftir Iðjusamningi
en áður en hann var gerður, og bentu
þeim á, að ef þetta ætti sér stað, þá
væri irn skýlaust samningsbrot að
ræða, se.n tafarlaust yrði að leið-
rétta. Þcir benlu á 15. gr. í samn-
ingi Iðju, cn þar segir svo: „Nú heí-
ur starfsmaður eða kona hjá viðkom-
andi fyrirtæki tilgr. í 2. gr. hærra
kaup eð.a frekari hlunnindi, en samn-
ingar þessir ákveða, þegar samning-
urinn gengur í gildi, og skulu þau
fríðindi lialdast óbreytt1.
Skriffinnar Alþýðublaðsins neit-
uðu blátt áfram að gefa upp þennan
taxtabrjót mcðal atvinnurekenda.
Hér er því aðeins um tvennt að
ræða, að Alþýðublaðið veit um at-
vinnurekanda, sem brýtur samning
Iðju, og heldur hlífiskildi yfir hon-
um, eða að það býr til lygasögu til
þess að koma af stað sundrung inn-
an Iðju. Hvor kosturinn hér er fyrir
hendi, skal ósagt látið, en þetta dæmi
ætti að nægja til þess að menn gildu
varhuga slúðri Alþýðublaðsins um
kaupgjaldsmál.
Bíó í stað íbúða.
Herra ritstjóri, viljið þér birta
þennan kafla frá Akranesi?
Til eru þeír menn í ríkí Péturs
hleður til Búðardals og Gilsf jarð
ar á morgun.
Vörumóttaka fyrir hádegi.
ooooooooooooooooo
Mnnið
Kaffisöluna
Hafnarstræti 16
ooooooooooooooooo
Ottesen og Haralds Böðvarssonar —
Akranesi. — sem ekki eru fyllilega
ánægðir með allt, sem húsbændumir
framkvæma. Hér eru nefnilega byggð
stór verzlunarhús, og kvikmyndahús
eitt mikið, sem H. B. hefur með að
gera, á sama tíma sem nokkrar fjöl-
skyldur eru á götunni -vegna hús-
næðisleysis.
. Einhverjir munu kannske spyrja,
hví hinir húsvilltu geti ekki byggt
jafnt fyrir það þó að Haraldur byggi
bíó og aðrir höfðingjar verzlunarhús.
Þeir menn, sem stundum hafa átt
erfilt með að uppfylla kaupkröfur
verkalýðsins!
Athugum það mál örlítið. — Nú á
þessum timum, þegar heppnin ræður
hvað flýtur til landsins af bygging-
arefni, er það vitað mál, að ekki
skiptir litlu máli, hvernig bygging-
arefninu er varið. Um típia í sumar
þurrkaði Haraldur upp það timbur
sem til var hér á staðnum í þær
byggingar,' sem hann var með, en
mjög erfitt var að koma áíram íbúð-
arhúsum, sem samtímis voru í smíð-
um. Annað mál er það, að þeir sem
nauðsyniegast þurfa húsnæðis með
— íátækir fjölskyldumenn — treysta
sér lítt til framkvæmda, þó að efni
fengist vegna þess að þeir hafa lítt
meira en til hnifs og skciðar, því
þeím gefst ekki hlutdeild í hinum
mikla stríðsgróða, sem sumum mönn
um hlotnast svo að segja ótakmark-
að.
Ef þeir eiga að brjótast í að
byggja, vcrða þeir að taka lán, sem
þeir geta svo ekki borgað af þegar
kreppir að eftir slyrjöldina, og hætt
við að þeir verði þá að bráð þeim
scm eiga alþýðuna eftir núverandi
þjóðskipulagi. Og eitt cr enn: Nú er
það mikil atvinna í iandinu, að ekki
veitti af ef allt ætti að ganga með
þolanlegu móti, að láta þá ganga
fyrir vinnuaflinu, sem mest þurfa
þess með. En kannske er meiri þörf-
in hjá Hr -aldi Böðvarssyni (til dæm-
is að t ' a) að byggja kvikmynda-
hús, cr '■Tir fátæka fjölskyldumenn
að fá í: larhús?
Að enciingu: Hverjum á aiþýðan að
trúa fyrir málefnum sínum í þessu
og öðru hliðstæðu? Á hún að trúa
þeim mönnum fyrir þeim, sem semja
gerðardómslög, er skerða frelsi
hennar til að lifa og dreifa samtök-
um hennar með vopnaðri lögreglu
o. s. frv., o. s. frv.?
THkynnlng
Það tilkynnist hér með heiðruðum viðskipta-
vinum að frá og með deginum í gær hækkar
öll vinna hjá okkur um ca. 25%.
FÉLAG EFNALAUGANNA í REYKJAVÍK
JOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
Músik
Byrja kennslu 15. september.
Tilsögn í: Píanóleik,
Hljómfræði,
Sönglagaflutning
(Correpetition) o. fl.
ROBERTABRAHAM
Tjarnargötu 10. Sími 5370.
æjaz 'pósfuzinn
ooo
x.