Þjóðviljinn - 08.09.1942, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 08.09.1942, Qupperneq 4
■■ Tjarnarbfö ■■ LYDI A OG BIÐLARNIR FJÓRIR Aðalhlutverk: Merle Obcron. Sýning kl. 5, 7 og 9. Næturlæknir: Þórarinn Svcins- son, Ásvallagötu 5, sími 2714. Nætur\örður er í Ingólfsapó- teki. Trúlofun sína opinberuðu síð- astliðinn laugardag ungfrú Elín- borg Þórarinsdóttir frá Patreks- firði og Agnar Einarsson sjómað- ur, til heimilis á Brávallagötu 4. Hlutavelta Ármanns. Ármenn- ingar eldri og yngri, gerum hluta veltu félagsins sem stærsta og glæsilegasta. Tekið á móti mun- um í Körfugerðinni Bankastræti 10, og hjá Þórami Magnússyni, Grettisgötu 28. Sfyrjöldín Framh. af 1. síðu. yfir 1200 s. 1. 3 vikur á öllum Rússlandsvígstöðvunum. Leiðari, sem birtist í Rauðu Stjörnunni lætur í ljósi traust á vömum Stalingrad. Bak við Þjóð- verjana em sviðnar gresjur, en fyrir framan þá er rauði herinn sem ver Stalingrad. Ovinimir þora ekki að hörfa tE baka og em nú að reyna að finna leið til Volgu! Fasistamir em enn sterk- ir við Stalingrad, en hinn mikli flýtir, sem þeir þykjast nú þurfa að hafa á hemaðaraðgerðum, kemur upp um það, að nú taka þeir á öllu sem þeir geta, og smala saman hersveitum frá öðr- um vígstöðvum. Mestu omsturn- ar hafa verið háðar suður af borg inni en þar hefur skriðdrekaor- usta staðið yfir í 4 daga. Hefur árásum Þjóðverja. verið bægt frá eftir blóðugustu omstur stríðsins, en í þessum omstum var þýzku fótgönguliði hvað eftir annað teflt fram á móti 'mjög vel víggirtum rússneskum stöðvum. Þegar óvinimir komu hófu Rúss- ar gífurlega skothríð úr þessuin stöðvum og brytjuðu Þjóðverj- ana niður. Omstuvöllurinn var þakinn þús undum dauðra þýzkra hermanna og hundruðum af skriðdrekum og öðrum vélahergögnum, sem þeir höfðu komið í til árásarinnar. Á öllum fjallgarðinum, scm er bak við víglínu Rússa í Kákasus em Kósakkahersveitir að byggja upp þéttriðin net af varnarstöðv- um, í hlíðunum er komið upp vél- byssuhreiðmm og byssuskyttum, skotgrafir cru grafnar o. s. . frv. Kósakkamir undirbúa líká af mestu snilld vöm fjallaskarð- anna. Gullmunir handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirligg-jandi. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. Stjórnarskrárnefnd skipar fulltrúa frð Sllum flokkum Rikisstjórnin lagði i gær fram eftirfarandi þingsáljykt- un varðandi skipun stjómar- skrámef ndar: ,,Alþingi ályktar, að milli- þinganefnd sú, som kosin var samkv. þingsályktun 22. maí 1942 til þcss að gera tillögur um breytingar á stjómskip- unariögum ríkisins, skuli halda áfram störfum til und- irbúnings málum þeim, sem unnt er að lögfesta með þeim hætti, er scgir í stjómskipun- arlagafrumvarpi þvi, scm nú liggur fyrir Alþingi, svo og undirbúa aðrar breytingar á stjórnskipulfaginu, er þurfa þykir og gera verður á venju- lcgan hátt. Fjölga skal nefnd- armönnum svo, að í nefndinni eigi sæti tveir fulltrúar frá hverjum þeirra flokka, sem A1 þingi skipa nú, enda verði við bótarfulltrúarnir tilnefndir þeg ar í stað af viðkomandi þing- flokkum, er ekki eiga þar þcg- ar tvo fulltrúa. Frð jingi brezku verka- lýðsfélaganna Hið árlega þing brezku verka- lýðsfélaganna hófst í gær í Blackpool, og sitja þingið um 700 fulltrúar fyrir 514 milljón fé- lagsbundinna verkamanna. Er þetta 74. þing brezka verkalýðs- sambandsins. Fyrir þinginu liggja mörg þýð ingarmikil mál er varða verka- lýðsfélögin og hernaðarfram- leiðslu Breta. Búizt er við að rætt verði um Indlandsmálin, þar sem stjórn verkalýðssam- bandsins gaf nýlega yfirlýsingu um þau mál, er orðið hefur um- deild, en yfirlýsingin var mjög í anda ríkisstjórnarinnar. Áhrifa- mikil verkalýðssambönd hafa lagt fram ályktanir, þar sem krafizt er nýrra vígstöðva í haust. Ályktun liggur fyrir þinginu um afnám þess ákvæðis sam- bándslaganna, sem bannar kommúnistum að eiga sæti í fulltrúaráðum verkalýðsfélag- anna. Þýzka affurhaldið Framhald af 3. BÍðu. skipulagið fyrir Þýzkaland og honum verður að viðhalda hvað sem það kostar'1. . .. Baktjaldamönnunum von Pap cn og Schachts skjátlast illa, ef þeir lialda að stjóm þýzkra hers- höfðingja, stríðsiðjuhölda og landherra takist að blekkja stjómir Bandamannaríkjanna, enda þótt hún væri dulbúin hugtakaskikkju hinnar hefð- bundnu menningar og stjóm- mála Evrópu. Slík stjórn yrði dæmd að verð- leikum sem flóttaathvarf þjóð- hrokastefnunnar og valdakröf- unnar innan Þýzkalands og ut- an, — sem alvarlegasta tálmun- in í vegi sannrar nýskipunar f Evrópu og heiniinum öllum. Stiórnarskrðrfrumvarpið Framhald af 1. siðu. mjög greitt fyrir fullnaðaraf- greiðslu málsins. Eins og grcinir í frumvarpinu, nær þcssi helmild Alþmgi til handa einvörðungu til þeirra mála, er um ræðir í þingsályktun artillögum Alþingis frá 17. maí 1!941, þ. e. a.. s. til þess að setja lýðveldi í stað konungdæmis og gera óhjákvœmilegar breytingar vcgua niðurfalls sambandssátt- málans milli Islands og Danmerk- ur, en cngar aðrar breytingar á stjórnskipunarlögum landsins hvorki varðandi kjördæmaskipun né neitt annað, er Alþingi heimilt að gera án cftirfaraadi þhigrofs og almcnnra kosninga Lil Alþing- is. Ástæða þykir til að taka það fram, að enda þótt stjórnarskrár- breyting sú, sem frumvarp þetta gerir ráð fyrir, taki gildi með nokkuð óvenjulegum hætti, vegna hina sérstöku aðstæðna, getur það að sjálfsögðu ekki gefið neitt fordæmi um breytingar á etjórn- arskránni”. Eins og frajn kemur í þessari greinargerð eru það ,,ný og ó- vænt viðhorf”, sem valda því að ekki hefur verið lagt fyrir þetta þing, frumvarp að iýðveldisstjórn arskrá. Pétur Ottesen lýsti því yfir að þetta ,,óvænta viðhorf”, væri í því fólgið, að rilri það, sem hér hefði hervemd með höndum hefði hlutast til um að tefja stofn un lýðveldis á Islandi. Framsóknarmenn höfðu uppi langar umræður um málið, og varð ekkert ljóst af þeim um af- stöðu flokksins til frumvarpsins, en þeim mun Ijósara hversu djúpt þessi flokkur er fallin í hyldýpi loddaraskaparins og ábyrgðarleys is.. Málið aigreitt trá neðri deild. Kl. 6>/2 var fyrstu umræðu um málið lokið í n. d. Stjórnarskrár- nefnd tók þá málið til meðferðar og skilaði áliti um kl. 101/2. Var þá aftur settur fundur í n. d. Stjómarskrárnefndin hafði klofnað, fulltrúar Sósíalistaflokks ins, Alþýðuflokksins og Sjálf- ! stæðisflokksins lögðu til að fmm- varpið yrði samþykkt óbreytt að I öðru cn því, að við það bættist nánari ákvæði um þau atriði, sem breyta mætti í stjómarskránni samkv. lieimild þessa frum varps. Framsóknarmennirnir í nefnd- inni fýlgdu og þessari breytingu cn skiluðu annars séráliti þar sem þeir lýstu yfir að þcir mundu ckki greiða atkvæði mn málið. Tvcir fundir voru haldnir í n. d. um málið og það afgreitt Lil e. d. um kl. 11 mcð 18 samhljóða atkv. Franisóknarmcnn sátu hjá. 1'imd.ur í e. d. kl. 10 í dag. Kl. 10 í dag hcfst fundur í c. d. og verður frunivarpið þá Lckið t.li umræðu og væntanlega afgr. scm lög frá Alþingi í dag. Mnglausnir í dag. Þcgar lokið er afgr. stjórnar- skránnálsins, verður horfið að þeim .störfum sem ólokin eru í samemuðu þingi, en það er at- kvæðagreiðsla um tillögu Fram- sóknar um. afstöðu til ríkisstjórn- arinnar og kosningar nokkurra uefnda. Að þessu búnu verður vikið að þinglausnum. cmznxxaaa&wzmzisœmxR&tmsm g 42. g D S U U u n n u U U DREKAKYN Eftir Pearl Buck tveggja ára fresti. Eina breytingin sem koma óvinanna hafði í för með sér fyrir þau var, að þegar skipin fljúgandi komu, þá yfirgáfu þau akrana og hlupu í felur á milli bambustrjánna. Því einn daginn hafði eitt skipanna lækk- að flugið og orðið bónda, sem hafði staðið og virt það fyrir sér, að bana. Síðan hækkaði það flugið aftur eins og það væri leikur einn sem það hafði gert. u u n V. D D u u a u u u u u u u u ö u ö u n 3 D D D D Þegar allir sáu að þeir gátu átt von á dauða sínum á hverjum degi nema þá daga sem rigning var, gerðu þeir sem bjuggu innan borgarmúrana tvennt. Þeir fylltu must- erin og báðu til guðanna, að þeir létu rigna unz þeir þorðu ekki að biðja lengur, svo að vatnsflóð yrði ekki, eða þeir flýðu borgina til að fá inni í iitlum sveitakrám eða á bóndabæjum eða þeir sváfu undir .trjám. Aldrei hafði Ling Tan séð jafn aumkunarverða sjón og nú. Konur og börn og gamalmenni stauluðust áfram með þá fáu hluti sem þau gátu tekið með sér, því aðeins nokkrir þeir ríkustu gátu leyft sér að aka í vagni um þessar mund- ir. Hann hafði séð fólk koma frá Norðurfylkjunum þegar hungursneyð hafði geysað þar, en það voru fátækir bænd- ur sem uppskeran hafði brugðizt um stund, en hún brást þeim ekki á hverju ári og þeir fóru ævinlega aftur til baka. Nú voru það bæði ríkir og fátækir og þeir vissu ekki hvenær þeir mundu geta snúið aftur. Stundum kenndi hann meira í brjósti um þá ríku því þeir voru svo ráða- lausir og vissu lítið um hvar þeir gátu leitað sér matar. Allt þeirra líf hafði þeim verið færður matur af öðrum og þeir voru alltaf vanir að hafa of lítið fyrir sig að leggja. En þeir sem höfðu hugrekki til að vera um kyrrt í borg- inni höfðu það bezt, því þeir gátu gengið í hús ríka fólks- ins og tekið þar það sem þeir vildu. Fólkið streymdi út úr borginni um sveitirnar. Og við fólks strauminn úr borginni bættist annar stærri straumur úr D austri. Því eftir því sem óvinirnir sóttu fram, hörfaði fólk- D ið undan þeim og myndaði þann mikla straum af fólki sem streymdi inn í landið til vesturs, án þess að það vissi hvert það var að fara en bjóst aðeins við dauðanum ef það hefði verið kyrrt. í fyrstu hélt Ling Tan húsi sínu opnu fyrir þessu fólki, og konurnar matreiddu handa því og gáfu því mat. En svo voru það þeir sem særðir voru og lítil börn sem komust ekki lengra og urðu því að verða eftir og bíða þess að ein- Ö D D m D D D g D D D D D D U D D D D D D D D D D D D Tllkynnlng Fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún, 7. septem- bcr 1L; 42, samþykkti eftirfarandi kauptaxta fyrir verka- menn, sem vinna hverskonar fagvinnu: í dagvinnu kr. 2.90 á klst. Eftir-, nætur- og helgi- dagavinna greiðist með 50 og 100% álagi. Að öðru leyti fer um kjör og hlunnindi verkamanna, sem fagvinnu stunda, eftir samningum Verkamanna- félagsins Dagsbrún við Vinnuveitendafélag íslands, dags. 24. ágúst 1942. ... Taxti þessi gildir frá og með 15. september 1942. Frá og með sama degi er meðlimum Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar óheimilt að vinna að hverskonar fagvinnu, nema ákvæði taxta þessa séu haldin. Stjórn Verkamannafélafisins Dagsbrún. Sbrífstofa Dagsbrúnar verður lokuð í dag kl. 1—4 e. h. vegna jarðarfarar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.